Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 277. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
MANUDAGUR 2. DESEMBER 2002
Utlönd
I>V
REUTERSMYND
Horft á olíumengunina
fbúar við norðvesturströnd Spánar
fylgjast með olíunni sem borist hefur
á land úr olfuskipinu Prestige.
Ný olíubrák nær
ströndum Spánar
Nýja olíubrák rak á land á norð-
vestanverðnm Spáni í gær, tveimur
vikum eftir að olíuskipið Prestige
sökk úti fyrir ströndum landsins
með tugi þúsunda tonna af olíu í
lestum sínum. Þá er mikil olia
skammt undan landi og er búist við
að sterkir vindar muni bera hana
upp í fjöru á næstunni.
Allt að tvö hundruð þúsund
manns fóru um götur Santiago de
Compostela, höfuðstaðar Galiciu-
héraðs, til að mótmæla viðbrögðum
stjórnvalda i Madríd við oliuslys-
inu. Göngumenn lýstu reiði sinni
yfir þeim spjöllum sem olíulekinn
hefur valdið á náttúrunni og gjöful-
um fiskimiðum úti fyrir ströndinni.
Eldsvoöi í klúbbi
varð 47 að bana
Fjöratíu og sjö manns týndu lífi
þegar eldur kviknaði í troðfullum
næturklúbbi i Caracas, höfuðborg
Venesúela, aðfaranótt sunnudags.
Flestir sem létust köfnuðu af völd-
um gifurlegs reyks.
Sjónarvottar sögðu að mikil skelf-
ing hefði gripið um sig þegar mörg
hundrað gestir reyndu að flýja
reykinn í klúbbnum.
Átta manns voru fluttir á sjúkra-
hús þar sem gert var að branasár-
um þeirra og um tuttugu fengu með-
ferð vegna reykeitrunar.
Fréttir herma að eldurinn hafl
blossað upp i kjölfar átaka nokk-
urra gesta vegna konu nokkurrar.
Þúkemstfljótlad!
...en þú getur lika pantað tíma
tTnflSflnWP
Rakarastofan
Klapparstíg
stofnað laifl"1
simi 551 2725'
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verbur háö á þeim sjáif-
um sem hér segir:
Helluhraun 9, Skútustaðahreppi,
þingl. eig. Helluholt ehf. og Sniðill hf.,
gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður,
föstudaginn 6. desember 2002 kl.
13.00._________________________
Skútustaðaskóli, Skútustaðahreppi,
þingl. eig. Lykilhótel hf., gerðarbeið-
endur Húsasmiðjan hf., Norðlenskt
framtak ehf., Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf. og Skútustaðahreppur, föstu-
daginn 6. desember 2002 kl. 14.00.
Smiðjuteigur 7b, Reykjahreppi, þingl.
eig. Stöplar hf., gerðarbeiðandi
Byggðastofnun, föstudaginn 6. desem-
ber 2002 kl. 11.00.
Sumarbústaður m.m. á lóð úr landi
Lundar, þingl. eig. Örn Eyfjörð Þórs-
son, gerðarbeiðendur íslandsbanki
hf., Landsbanki íslands hf., og Spari-
sjóðurinn í Keflavík, föstudaginn 6.
desember 2002 kl. 16.00.
SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK
Varað við fleiri hryðjuverkum í Austur-Afríku:
Al-Qaeda efstir á
listanum í Kenía
ísraelskir ráðamenn sögðu í gær
að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda
væra efst á lista yfir þá sem grunað-
ir eru um að hafa staðið fyrir voða-
verkunum í Kenía í síðustu viku
þegar tvær árásir voru gerðar á
ísraelska ferðamenn.
Þá vöruðu bandarísk stjórnvöld í
gær við vaxandi hættu á hryðju-
verkum í austanverðri Afriku. í því
sambandi var smáríkið Djibouti
nefnt en það á landamæri að Sómal-
íu, Erítreu og Eþiópíu.
Keníska lögreglan hefur fundið
tvö brot úr sprengjunni sem varð
sextán manns að bana á hóteli í
eigu ísraela í bænum Mombasa í
Kenía á fimmtudag. Sjónarvóttar
sögðu að ísraelskir sprengjusér-
fræðingar hefðu haft þau á brott
með sér.
Shaul Mofaz, landvarnaráðherra
ísraels, sagði á rikisstjómarfundi í
gær að menn styrkust sífellt i þeirri
trú að al-Qaeda hefði verið þarna að
REUTERSMYND
Fómarlömb borin tll grafar
Syrgjendur bera líkkistur tveggja
ungra ísraelskra pilta, Nois og Dvirs
Alters, sem fórust í sjálfsmorösárás-
inni á feröamannahótel í Mombasa í
Kenía fyrir helgi. AI-Qaeda-samtökin
liggja undirgrun.
verki, enda þótt engar áþreifanlegar
sannanir væru þar um.
Bandariska embættismenn grun-
ar að sómölsku samtökin al-Itihad
al-Islamiya, sem sögð eru hafa
tengsl við al-Qaeda, beri ábyrgðina
á tilræðinu.
Kenískur bóndi sem talinn er
vera síðasti maðurinn til að eiga
orðastað við sjálfsmorðsliðana sagði
í gær að einn þeirra hefði greinilega
verið óstyrkur þegar hann hitti þá
nokkrum mínútum fyrir árásina.
„Farþeginn virtist óstyrkur en
bílstjórinn var rólegur," sagði bónd-
inn Hamis Haro um mennina tvo í
Pajero-jeppanum sem hann ræddi
stuttlega við.
Hann sagöist ekki hafa séð fleiri í
bflnum þar sem rúður hans hafi
verið mjög dökkar.
Lögreglan segir að þrír menn hafi
verið í jeppanum þegar hann
sprakk í gestamóttöku Paradísar-
hótelsins.
REUTERSMYND
Föstumánuðurinn senn á enda
Um eitt þúsund munaðarlaus börn komu saman íJakarta, höfuðborg Indónesíu, ígær til að biðjast fyrir. Bænahaldið
var liður í undirbúningi hinnar miklu Eid al Fitr-hátíðar múslíma við lok föstumánaðarins Ramadan.
Baráttunnar gegn alnæmi minnst í gær:
Milljón námsmenn sendir
til að uppfræða almenning
Milljónir manna um heim allan
minntust alþjóðlegs baráttudags
gegn alnæmi í gær með kröfugöng-
um, bænahaldi og von, enda þótt
nýjustu tölur bendi til að ekki hafi
enn tekist að hefta útbreiðslu far-
aldursins.
Kínverskir ráðamenn skipuðu
einni milljón námsmanna að fara út
á meöal þjóðarinnar og uppfræða al-
menning um sjúkdóminn og hvern-
ig koma megi í veg fyrir smit. Talið
er að ein mflljón Kínverja sé smituð
nú og sú tala verði komin í tíu
milhónir fyrir lok áratugarins.
í Suður-Afríku var dagsins
minnst með fjöldaútför barna. Ekk-
ert land hefur orðið jafnilla fyrir
baröinu á sjúkdóminum.
„Við vottum virðingu okkar öll-
um þeim börnum sem hafa dáið í
umsjá okkar," sagði Jackie Schoem-
REUTERSMYND
A alnæmisdaginn í Kína
Pu Cunxin, helsti leikari Kína og bar-
áttumaður gegn alnæmi, tekurutan
um HlV-smitaðan mann á fræðslu-
fundi í Þjóðarhöllinni í Peking.
an þegar aska nokkurra barna sem
dáið höfðu úr alnæmi var jarðsett í
Jóhannesarborg.
Vakin var athygli á því i gær
hversu mjög alnæmi hefur breiðst
út frá því þess varð fyrst vart með-
al samkynhneigðra karla i Banda-
ríkjunum árið 1981. Samkvæmt töl-
um frá Sameinuðu þjóðunum hafa
rúmlega fjörutíu milljónir manna
smitast af HTV-veirunni sem veldur
alnæmi. Flestir hinna smituðu eru í
Afríku, sunnan Sahara.
Við lok þessa árs munu um 3,1
milljón manna hafa fallið í valinn
fyrir alnæmi. Þá áætla sérfræðingar
að fimm milhónir manna hafi smit-
ast á árinu. Sjúkdómurinn hefur
breiðst hratt út í Austur-Evrópu og
Mið-Asíu síðustu misseri og óttast
er að ástandið í Kína og á Indlandi
eigi eftir að verða skelfilegt.
0	
<w	*«
\	\j^
A	ta
Stuttar fréttir
Hogni boðar lægri skatta
Hogni Hoydal,
varalögmaður í
Færeyjum, segir að
skattar á fólk með
lágar og meðaltekj-
ur verði lækkaðir í
upphafi næsta árs.
Þá upplýsir leiðtogi
Þjóðveldisflokksins
í viðtali við færeyska blaðið
Dimmalætting að jaðarskattar verði
einnig lækkaðir.
Loftárásír á írak
Vestrænar orrastuflugvélar réð-
ust í gær á skrifstofubyggingu olíu-
félags í Basra í írak og urðu fjóram
að bana, að sögn íraskra yfirvalda.
Bandarikjamenn sögðu að ráðist
hefði verið á loftvarnabyssur.
Ekki sjálfstæöi nú
Formaður demókrataflokksins á
Grænlandi segir að Grænlendingar
eigi ekki að spá í sjálfstæði landsins
fyrr en þeir hafi efhi á því. Sýnt
þykir að sjálfstæðissinnum muni
vegna vel í kosningunum til Græn-
landsþings á morgun.
Engin kjarnavopnaspor
Mohamed ElBaradei, yfirmaður
Alþjóða kjarnorkumálstofhunarinn-
ar, sagði í gær að vopnaeftirlits-
menn SÞ í írak hefðu tfl þessa ekki
fundið neinar vísbendingar um að
Irakar hefðu smíðað kjarnavopn.
ísraelar drepa á Gaza
Israelskir hermenn drápu tvo
menn í árásum á bæ á Gaza í gær og
særðu fjóra i annarri árás sem gerð
var með þyrlu skammt þar frá.
Ástralar til í tuskið
John Howard,
forsætisráðherra
Ástralíu, vakti reiði
margra ráðamanna
í Asíu i gær þegar
hann sagði í viðtali
við ástralska sjón-
varpið að Ástralar
væru reiðubúnir að
grípa tU fyrirbyggjandi hernaðarað-
gerða gegn hryðjuverkamönnum í
nágrannalöndunum í Asíu.
Nýtt barn á Gaza
Foreldrar tólf ára drengs á Gaza,
sem féU fyrir ísraelskri byssukúlu
og varð tákn uppreisnar Palestínu-
manna, hafa eignast annan son og
skírt i höfuð þess látna.
Pútín heimsækir Peking
Vladimír Pútín
Rússlandsforseti
hittir Jiang Zemin
Kínaforseta í Pek-
ing í dag og er talið
líklegt að þeir muni
reyna að efla við-
skipti milli land-
anna og styrkja ör-
yggi í þessum heimshluta.
Aukið frelsi til skilnaðar
Nefhd íranskra klerka og lög-
manna, sem gætir þess að ný lög
séu í anda íslams, hefur samþykkt
frumvarp sem veitir konum aukið
frelsi tU aö skUja við menn sína.
Vílja fá Zakajev núna
Rússnesk yfirvöld hafa enn einu
sinni skorað á Dani að framseh'a
Akhmed Zakajev, aðstoðarforsætis-
ráðherra Tsjetsjeníu, mánuði eftir
að hann var úrskurðaður í gæslu-
varðhald í Danmörku.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56