Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 Útlönd DV REUTERSMYND Kóngurinn í heimsókn Jóhann Karl Spánarkóngur kannaöi í gær olíumengunina viö þorpiö Muxia í Galisíu á norövestanveröum Spáni. Ný olíubrák ógn- ar Spánarströnd Hætta er talin á aö risastór olíu- brák úr olíuskipinu Prestige, sem liggur á hafsbotni undan Spánar- ströndum, nái landi á norðurströnd Spánar eftir aö hafa mengað vestur- ströndina. Spænskir embættismenn sögðu í gær að franskur smákafbátur sem fór niður að flaki olíuskipsins hefði ekki orðið var við nýjan leka úr skipsflakinu. Ekki verður þó hægt að útiloka það endanlega fyrr en í dag eða á morgun. Þykk olíubrák ógnaði í gær skel- fiskmiðum sjómanna í sunnanverðu Galisíu-héraði. Hluti brákarinnar rak fyrir vindum í átt til Asturias- héraðs við Biskajaflóann. Oliuskipið brotnaði í tvennt 19. nóvember og voru þá um sjötíu þús- und tonn af olíu í tönkum þess. Saddam sakaður um gróf brot á mannréttindum Bresk stjómvöld sökuðu Saddam Hussein íraksforseta í gær um gróf mannréttindabrot, allt frá þvi að setja óvini sína í sýrubað, stinga úr þeim augun, standa fyrir hópnauðg- unum og íjöldaaftökum. í 23 síðna skýrslu utanríkisráðu- neytisins, sem ætlað er að styrkja málstað stjómvalda ef til hernaðar- aðgerða kemur gegn írak, kemur meðal annars fram að þrjár til fjór- ar milljónir íraka, eða funmtán pró- sent þjóðarinnar, hafi flúið land í stað þess að búa við ofríki Saddams. Þeir sem heima sitja mega búa við „grimmdarlega og tilfmningalausa óvirðingu hans við mannslíf og þjáningar", eins og segir í skýrslu breska utanríkisráðuneytisins. REUTERSMYND VIII stofna her Hamid Karzai, forseti Afganistans, ætlar aö stofna þjóöarher og banna vopnaöar einkasveitir herstjóra. ^Tengdasonur Ómars gómaður Yfirvöld í Afganistan hafa hand- tekið tengdason Ómars klerks, and- legs leiðtoga talibana, sem hrakinn var frá völdum í fyrra. Ómar sjálfur hefur hins vegar gufað upp af yfir- borði jarðar. Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, tilkynnti í gær að hann ætlaði að stofna þjóðarher og jafnframt að banna allar vopnaöar sveitir sem ekki lúta stjóm yfirvalda. Átök milli stríösherra undanfama daga em hins vegar til marks um það erf- iða verkefni sem fram undan er. Vopnaeftirlitið í írak: Leit hafin í höllum Saddams forseta Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna heimsóttu i morgun i fyrsta skipi hallir Saddams Hussein íraks- forseta síðan vopnaeftirlit hófst aftur eftir fjögurra ára hlé um miðja síð- ustu viku. Sijood-höllin í Karkh-hverfi í Bag- dad varð fyrst fyrir valinu, en hún er ein af átta höllum forsetans þar sem grunur leikur á að bönnuð vopn gætu verið falin. Vopnaeftirlitsmennimir biðu utan við höllina í tíu mínútur áður en þeim var hleypt inn, en áður höfðu þeir kallast á og deilt við öryggisverði áður en stórar járnhurðir hallarinnar vom opnaðar upp á gátt. Haft var eftir vopnaeftirlitsmönn- um í gær aö írakar hefði viðurkennt að hafa reynt framleiðslu álhólka sem nota átti við vopnaframleiðslu, en aðeins til framleiðslu hefðbundinna vopna en ekki kjamavopna eins og Bandaríkjamenn og Bretar hafa sakað þá um. Mun þetta í fyrsta skipti síðan Vlð eina forsetahöll Saddams. vopnaeftirlitið hófst sem írakar við- urkenna að hafa brotið sett vopna- framleiðslubann, en að sögn íraka að- eins til framleiðslu á hólkum í marg- hlaupa eldflaugaskotpalla. Þeir halda því fram að þrátt fyrir margar tilraunir hafi þeim ekki tekist að hanna hólka sem brúklegir voru í framleiðsluna og því gefist upp við verkefnið. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í Pentagon i gær að fyrstu vís- bendingar í vopnaleitinni væru ekki uppörvandi og benti á nokkur dæmi eins og það sem áður er nefnt og einnig að búnaður sem fundist hefði við fyrra eftirlit fyrir fjórum árum í vopnaverksmiðju í nágrenni Bagdad hefði ekki enn komið í leitirnar. Skýring íraka á málinu er að bún- aðurinn hafi eyðilagst í loftárásum Bandaríkjamanna á verksmiðjuna. Þetta eru fyrstu opinberu viðbrögð Bush Bandaríkjaforseta síðan vopna- eftirlitið hófst, en hann notaði einnig tækifærið til þess að minna á það að frestur íraka til að skila trúverðugri skýrslu um kjarna-, efna- og sýkla- vopnabirgðir sínar rynni út á sunnu- daginn. Engir frestir eða undantekn- ingar yrðu leyfðar og ef ekki yrði stað- ið við sett skilyrði myndu Bandaríkja- menn leiða skilyrðislausar hemaðar- aðgerðir gegn írökum. REUTERSMYND Inn í lestina skal hann Oft getur veriö þröng á þingi í farþegalestum í Asíulöndum á borö viö Indónesíu. Þá er eins gott aö járnbrautarstarfs- menn séu liölegir og allir af vilja geröir til aö aöstoöa farþegana sem veröa aö komast meö lestinni, sama hvaö taut- ar og raular. Þessi mynd var tekin á Senen-brautarstööinni í miöborg Jakarta í morgun. Ástæöa mannmergöarinnar er sú aö milljónir manna eru á leiö til heimaslóöa aö haida upp á lok föstumánaöarins Ramadans. Israelar sprengdu upp birgða- geymslu Matvælahjálpar SÞ Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóö- anna, WFP, mótmælti í gær árásum ísraelsmanna á birgðastöð WFP í Jabalya-flóttamannabúðunum á Gaza- svæðinu á sunnudagsnóttina og fer fram á rannsókn málsins og bætur fyrir skaðann sem metinn er á meira en 270 þúsund dollara. í yfirlýsingu frá WFP segir að bygg- ingin hafa verið sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að meira en 500 tonn af matvælum hafi eyðilagst og er ísraelski herinn jafnframt sakaður um að hafa hindrað starfsmenn mat- vælahjálparinnar við að fjarlægja birgðimar áður en byggingin var lögð í rúst. ísraelski herinn hefur viðurkennt að hafa sprengt bygginguna í loft upp í árásunum en ekki vitað að birgða- geymsla WFP væri þar til húsa. „Okkur hefur verið tjáð að palest- ínskir hryðjuverkamenn hafi faliö sig í rústum birg&astöðvarinnar. á annarei og þriðju hæð byggingar- innar og að herinn hafi ekki vitað um matvælabirgðirnar. Hemum var aldrei tilkynnt um að matvæli væm geymd í byggingunni," sagði talsmað- ur hersins og bætti við að málið væri enn í rannsókn. Þessu mótmælir Jean-Luc Siblot, talsmaður WFP, og segir að byggingin hafi verið rækilega merkt. „Þeir hefðu alla vega átt að leyfa okkur að rýma bygginguna áður en hún var sprengd í loft upp. Þetta er vítavert athæfi og bein árás gegn mannúöarviðleitni alþjóðasamfélags- ins,“ sagði Siblot. ísraelski herinn sprengdi í leiðinni upp heimili þriggja meintra hryöju- verkamanna í Beit Lahiya-flótta- mannabúðunum í nágrenni Jabalya og í gær var tilkynnt um ráðagerðir hersins um að sprengja upp palest- ínskar íbúðabyggingar í útjaðri Hebr- on til þess að rýma til fyrir vamar- vegg sem ísraelar hyggjast reisa á milli Hebron og nálægra landtöku- byggða gyðinga. Þrír Palestínumenn munu hafa fall- ið í aðgerðum fsraela á Gaza-svæðinu i gær. Stuttar fréttir Howard ekki í vígahug John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í morgun að hann hefði ekki verið í vígahug þegar hann lýsti því jdir um helgina að Ástralar væru reiðubúnir til að gera fyrirbyggjandi árásir gegn hryðjuverkamönnum í nágranna- ríkjunum. Hann neitaði þvi að um- mælin hefðu spillt samskiptunum við Asíuríki. Viija meira fé frá ESB Einhver ríkjanna tíu sem vilja i Evrópusambandið hafa farið fram á að í lokaviðræðunum um aðild í næstu viku leggi ESB fram meira fé. Gegn góðgerðarféiögum Stjómvöld í Sádi-Arabíu munu greina í dag frá aðgerðum gegn góð- gerðarfélögum sem kunna að vera notuð til að koma fé til hryöjuverka- manna, að því er Washington Post greindi frá. Verkfallið framlengt Stjómarandstæðingar í Venesú- ela tilkynntu í gær að þeir hefðu framlengt verkfall sem ætlað er að þröngva Chavez forseta til að flýta kosningum í landinu. Meintur nauögari tekinn Breska lögreglan hefur handtekið 48 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa nauðgað tíu konum í suðaustanverðu Englandi. Kerry vill verða forseti Öldungadeildar- þingmaðurinn John Kerry, sem þykir frjálslyndur í skoð- unum, lýsti því yfir j í gær að hann sækt- ! ist eftir útnefningu sem forsetaefni demókrata fyrir for- setakosningamar 2004. Kerry varð þar með fyrstur til að gefa kost á sér og hann ætlar þegar að hefjast handa við að safna fé. Lest fram af hengiflugi Grísk farþegalest flaug fram af 40 metra háu þverhnípi eftir að hún fór út af sporinu seint í gjörkvöld. Nokkrir farþegar slösuðust. Powell snýr sér að öðru Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandarikjanna, ætl- ar að taka sér smá- hvíld frá oröaskak- inu við írak þegar hann heldur til Bogota, höfuöborg- ar Kólumbíu, í dag, rúmu ári eftir að áformað var, til að stappa stálinu í stjórnvöld í baráttu þeirra við vinstrisinnaða uppreisn- armenn og fíkniefnasala. Gjaldþrot ótímabært Talsmaöur kaþólsku kirkjunnar í Boston sagði ótímabærar fréttir af því aö kirkjan hygðist lýsa sig gjald- þrota til að verjast lögsóknum vegna bamaníðinga í röðum presta. Gæludýr í jólaskreytingu Laura Bush, forsetafrú í Banda- ríkjunum, sagðist í gær hafa ákveð- ið að gæludýr forseta og villtir fugl- ar yrðu þema jólaskreytinganna í Hvíta húsinu þetta árið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.