Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002
I>V
Menning
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur
Semur enn eitt tilbrigðið við ástina sem hún er snillingur í að fjalla um.
Paradís er hér
UNN
— niiil saga
„Ég var að fá mér indverskan hádeg-
ismat á Place Toudouze þegar ég fann
hvað vantaði. Elskhuga. Alvöru elsk-
huga með hjali og handayfirlagningum
og öllu tilheyrandi. Að mér skyldi ekki
hafa dottið þetta í hug fyrr."
Á þessum orðum hefst nýjasta skáld-
Steinunnar Sigurðardóttur,
Hundrað dyr í golunni. Það er Bryn-
hildur, aðalpersóna bókarinnar, sem
fær þessa snjöllu hugmynd en verst
fmnst henni að hafa ekki fengið hana fyrr. Hún er í stuttu
fríi í Paris og þar sem dóttir hennar er væntanleg verður
hún að hafa hraðan á því dóttirin er jarðbundin og myndi
aldrei líða neitt svona. (11)
Brynhildur hefur lifað góðu lífi og á margar ánægjuleg-
ar minningar, er enn á besta aldri, full af fjöri og lífsþrótti.
Það að hún skuli taka ákvörðun um að finna sér elskhuga
í hvelli og hrinda ákvörðuninni í framkvæmd vekur
ákveðna furðu því Brynhildur virðist sæl í lífi og hjóna-
bandi. En fljótlega kemur í ljós að hún lifir í skugga gam-
allar ástar. 1 París hellast minningarnar yfir og Brynhildur
minnist mannsins sem hún kolféll fyrir á námsárunum í
þessari sömu borg. Hann kenndi henni grísku, var helm-
ingi eldri en hún og ómótstæðilegur! Hún eyðir dýrmætum
árum i að láta sig dreyma um hann til þess eins að komast
að því að hún mun aldrei eignast hann. Þá lokar hún sig af
í nokkra daga uns óvæntur bjargvættur lokkar hana aftur
út í sólskinið. Með honum gengur hún á vit lífsins og allt
virðist vera í lukkunnar velstandi.
En hugmyndirnar um það sem hún hefði getað fengið en
fékk aldrei eitra bæði hennar líf og eiginmannsins og það
þótt Brynhildur reyni alla tíð að kæfa hina fornu ást. Á
miili hjónanna er ósýnilegur veggur sem veldur báðum
hugarangri og svo fer um síðir að maðurinn tekur upp leið-
Hljómdiskar
an sið sem Brynhildur umber vegna þess að hún kennir
sjálfri sér um ástandið. Þar sem hún þráir ást og rómantík
fleygir hún sér umhugsunarlaust í faðm skermakaupmanns
sem daðrar við hana með augunum og spilar fyrir hana á
lútu. Saman eiga þau dýrlegan ástarfund en um leið ljúkast
upp hundrað dyr sem fram til þessa hafa verið lokaðar og
læstar. Og Brynhildur kemst að þeirri niðurstöðu að „Para-
dís var veruleikinn og ég átti heima þar. Enn sem komið
var." (137)
Bókmenntir
Hundrað dyr í golunni er enn eitt tilbrigðið við ástina
sem Steinunn Sigurðardóttir er snillingur í að fjalla um.
Bókin kallast skemmtilega á við Tímaþjófmn, fyrstu skáld-
sögu Steinunnar, þar sem Alda kalda fórnar lífi sínu á alt-
ari ástarinnar. Þegar elskhuginn hafnar henni tekur hún
til við að næra sorg sína af miklum móði og lokar smám
saman á vini og ættingja með sinu sterkasta vopni, kald-
hæðninni. Og hún endar lif sitt, alein, yfirgefin og ástlaus.
Brynhildur lendir í sömu hremmingum og Alda en hún
vinnur sig út úr þeim vegna þess að hún er ekki jafn hörð
við sjálfa sig og Alda. Hún sættir sig við sjálfa sig eins og
hún er, viðurkennir mistök sín og sigrast á aðstæðum. Mis-
kunnarlaus kaldhæðnin í Tímaþjófhum hefur vikið og í
stað hennar ríkir sjarmerandi og æðrulaus glettní. í Tima-
þjófnum er lífið sárt af því að ástin svíkur en i Hundrað
dyrum í golunni er lífið gott þó ástin svíki. Hundrað dyr í
golunni er bók sem sjálfkrafa stillir sér upp við hlið bestu
verka Steinunnar Sigurðardóttur. Hér er skyggnst inn í
dýpstu skot sálarinnar og leyndustu þrár og langanir
mannsins útlistaðar í fallegri og ljúfsárri sögu sem gleður.
Sigríður Albertsdóttir
Stelnunn Siguröardóttir: Hundrað dyr i golunni. Mál og menning
2002.
Blátt áfram og
áferðarfalleg
Það verður að segjast eins og er að diskur þeirra Óskars
Guðjónssonar og Skúla Sverrissonar, Eftir þögn, kom mér
allverulega á óvart, bæði hvað varðar útlit og innihald, tón-
smíðar og tækni. Hér leika saman einn þekktasti tenóristi
okkar hérlendis, Óskar Guðjónsson, og Skúli Sverrisson
rafbassagítaristi, einn reyndasti djassleikari okkar erlend-
is. Þeir leika eigin tónsmíðar, sem hhóma misvel við fyrstu
hlustun.
Tvíleikur á bassagitar og tenórsax þarf mikla sköpunar-
gleði flyrjenda (og tónsmiða) ef flutningurinn á ekki að vera
einhliða og Mjómurinn flatur til lengdar. í fyrstu hlustun
var ekki laust víð aö maður spyrði sjálfan sig hver ástæð-
an væri fyrir þessari hhoðritun - og útgáfu hennar á sölu-
disk. Voru strákarnir að dúlla þetta fyrir sjálfa sig eða er
einhver tilgangur með þessu öllu?
Ekki er auðvelt að finna svarið á umslaginu sem veitir
manni aðeins einfaldar upplýsingar, þ.e.a.s. nöfn tónsmíð-
anna, flutningstíma þeirra og það að „þessi tónlist [sé] upp-
haflega samin fyrir fjölskyldur og vini."
Gott og vel. Þessi setning skýrir ef til vill útlit umslags-
ins, sem er einungis skreytt „fjölskyldumyndum" - senni-
lega frá brúðkaupi, jólahaldi, jarðarför og tilheyrandi um-
hverfi, blómum í vasa og kökuskreytingum. Enginn titill.
Enginn texti. Nöfn laganna eru svo í moll við myndefnið,
þ.e.a.s. anna kveður, okkar á milli, mammamma, höfhun,
sætti o.s.frv. Á diskinum sjálfum er svo að fínna titil hans,
Eftir þögn, með smáu letri. í djassleik sem og öðrum list-
greinum er einfaldleikinn oftast mælikvarðinn sem skilur
hið góða og áheyrilega frá miður vel heppnuðum tilraunum
og tæknibrellum. Á diski þeirra Óskars og Skúla ræður ein-
faldleikinn ríkjum; skýrar línur og formföst stefjun mynda
látlausa, þægilega tónlist. Flutningurinn virðist áreynslu-
laus og tónsmíðarnar blátt áfram.
Tónn Óskars, sérstaklega eftir að hann hóf að leika á
beinan saxófón, er mildur og persónulegur. Stíll hans er
það sem kalla mætti „Laid back" á útlensku - still sem hef-
ur notið sín sérlega vel t.d. í túlkun hans á verkum Jóns
Múla með Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara. Þessi stfll er
dálítið einlitur, það vantar oft dálítinn kontrapunkt í flutn-
inginn.
Skúli sannar hér enn einu sinni að hann er í fremstu röð
bassagítarista. Með margbreytilegum línum og frösum
heldur hann tvíleiknum saman og gerir hann áhugaverðan,
bæði í hljóm og samleik. Það er ekki ástæðulaust að Skúli
nýtur mikils álits sem tónlistarmaður meðal nýbylgju-
manna í New York.
Eftir þögn er magnaður djassdiskur fyrir þá sem fylgjast
með samtímadjassi. Það er ekki hægt að segja að tónlist
þeirra félaga sé „fyrir alla" en hún vinnur á við hverja
hlustun.
Ólafur Stephensen
Skúli Sverrisson og Óskar Guojónsson: Eftir þögn. Ómi jazz
007, 2002.
15
Munið
að slökk
a|/Ai4 ¦ ini inri
SjáiÖ til þess aö
Ijósaskreytingar
ofhitni ekki og
séu ekki of
nálægt
brennanlegum
hlutum.

Gijmp Pair! é fk
Xá
ÖRYGGISNET
SECNET
¦I Rauði kross íslands      ym*
Ríkislögreglustjórinn
LOGGILDINGARSTOFA
iWSLÖKKVILIÐ
HÖFUÐBORQARSVÆÐISINS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32