Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVrKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
Fréttir
I3V
Tillit tekið til
skólagöngu í
fíkniefnamáli
Dómari í Héraðsdómi Reykjaness
tekur tillit til þess að 22 ára maður,
sem hann dæmdi í fikniefnamáli í
fyrradag, er á námssamningi í iðn-
grein. Þannig var ákveðið að skilorðs-
binda alla refsinguna, þriggja mán-
aða fangelsi, en maðurinn er ákærð-
ur fyrir að hafa verið með 10 e-töfiur
og 2,5 grömm af amfetamíni í bíl sín-
um þegar lögreglan í Hafnarfirði
handtók hann rétt fyrir síðustu jól.
Tiilit var tekið til skýlausrar játn-
ingar mannsins.
„Á hinn bóginn verður ekki fram
hjá því horft að brot ákærða er alvar-
legt og þykir engu breyta í því sam-
bandi sá framburður ákærða fyrir
dómi að hann hafi aðeins ætlað að
seh'a fíkniefni til að fjármagna eigin
neyslu," segir í niðurstöðu Jónasar
Jóhannssonar héraðsdómara.
Dómarinn ákveður að skilorðs-
binda refsinguna þar sem fram sé
komið í málinu að brotamaðurinn er
á námssamningi og hyggst halda
skólagöngu sinni áfram. Þá hafi hann
ekki neytt fikniefna í um það bil hálft
ár og virðist vera að reyna að ná betri
tökum á lífi sínu.            -Ótt
Krefja formann
LÍÚ um skýringar
Formannaráðstefna Farmanna- og
flskimannasambands íslands (FFSÍ)
lýsir vonbrigðum með óábyrga um-
fjöllun Kristjáns Ragnarssonar, for-
manns LÍÚ, um hlutaskiptakerflð. í
ályktun á ráðstefnunni, sem haldin
var í Hvalfirði 28. og 29. nóvember
sl., er óskað eftir
að formaður LÍÚ
nefni dæmi til
staðfestinga á að
skípstjórahlutur
hafl verið 50
milljónir króna á
ársgrundvelli á
íslensku flski-
skipi.
Bent er á að til
þess að skipsrjóri
næði slíkum
launum þyrfti
hann að skila
meiri verðmæt-
um að landi en
nokkur dæmi eru
um í sógunni. Af-
komutólur í milli-
uppgjörum út-
gerðarfyrirtækj-
anna, þar sem um
rekstrarhagnað
upp á þúsundir milljóna er að ræða,
bendi ekki til að launahlutfall til sjó-
manna standi útgerðum á íslandi
fyrir þrifum. Síðan segir:
„Það er íhugunarefni hvort hags-
munir hluthafa útgerðarfyrirtækja
séu æðri hagsmunum íslenskra sjó-
manna. Árangurstengd launakerfl
mættu að skaðlausu vera víðar við
lýði í atvinnulifinu, s.s. í ýmsum
stórfyrirtækjum sem rekin hafa ver-
ið gegnum mörg ár með mígandi tapi
án þess að hróflað sé við ofurlaunum
æðstu stjómenda sem iðulega eru
margföld laun annarra starfsmanna.
Þegar hlutaskiptakerfið skapar sjó-
mönnum góðar tekjur aukast tekjur
útgerða að sama skapi."     -HKr.
Kristján
Ragnarsson.
Árni Bjarnason.
Krefst skaöabóta af hálfu ríkisins vegna meints harðræðis við handtöku:
Franklín Steiner ósáttur
við framburð lögreglu
Franklín Kristinn Steiner var afar
ósáttur við framburð varðstjóra hjá
lögreglunni i Hafnarfirði í gær þegar
hann bar vitni í máli þar sem hann
stefhir ríkissjóði til greiðslu skaðabóta
fyrir ólögmæta og harkalega hand-
töku, að ungum syni sínum ásjáandi, í
lok janúar á síðasta ári. Ljóst er að
Franklín hafði ekkert brotið af sér þeg-
ar lögreglan handtók hann. Hins vegar
hafði lögreglan fengið „almennar upp-
lýsingar" um að Franklín feldi efni úti
í Krýsuvíkurhrauni - þess vegna hefði
honum verið veitt eftirfór á óein-
kenndum bíl sem endaði við heimili
hans. Varðstjórinn sagði að ákveðið
hefði verið að Franklín yrði í stöðu
grunaðs og því hefði þótt ástæða til að
„b'úka málinu", m.a. með því að leita í
bíl hans og slíkt gæti tekið tíma.
Franklín krefur rikið um rúma milljón
króna í skaða- og miskabætur.
Atburðir virðast hafa farið úr bönd-
unum, a.m.k. færðist hiti í leikinn,
eins og lögreglumaður orðaði það, og
handtakan endaði með handalögmál-
um. Franklm segir að hann hefði ver-
ið tekinn hálstaki aftan frá - kyrking-
artaki, þegar sonurinn horfði á - slíkt
væri mjög hættulegt enda heföi hann
allt of háan blóðþrýsting. Varðstjórinn
kvaðst ekki muna til að kyrkingartaki
hefði verið beitt.
Franklín sagðist hafa verið að fara í
bíltúr með soninn í átt að Bláfjöllum
en síðan hefði hann tekið eftir að hon-
um var veitt eftirför. Honum ber ekki
saman við frásögn varðstjórans um
hvort honum hafi verið kynntur réttur
sinn við handtökuna - hann hafi verið
tekinn hættulegu hálstaki aftan frá
þegar hann var að sækja gsm-sima
sinn í bíl sinn til að gera viðvart vegna
drengsins. Varðsrjórinn áréttaði hins
vegar að honum hefði einungis verið
hleypt úr bilnum til að ræða við dreng-
inn. Það hefði Franklín ekki gert.
Svo virðist, samkvæmt frásögnun-
um, að ekki hefði þurft að koma til
þess að þrír lögreglumenn héldu aftur
af Franklín - hann var einungis að
teygja sig eftir sima þegar átök hófust
og eitt leiddi af öðru.
Dómurinn mun nú ákveða hvort hér
Kretst réttar síns
Franklín Steiner gengur hér úrhúsakynnum lögreglunnar i gærdag. Hann telur aö
lögregla hafi handtekiö sig fyrr á árinu án ástæöu, aö syni sínum viöstöddum.
hafi lög verið brotin gagnvart hinum
grunaða en í bíl hans voru engin fikni-
efni. Félagsráðgjafi sem kom fyrir
dóminn bar að hann hefði gætt drengs-
ins á lögreglustöðinni að beiðni lög-
reglu meðan verið var að yfirheyra
Franklín og leita í bíl hans. Barnið
hefði verið rólegt á meðan en lögreglu
hefði verið umhugað um að því liði
sem best. Drengurinn fékk að þessu
loknu að fara aftur til föður síns.
-Ótt
Úrgangi frá Valhöll ekki lengur dreift á Þingvöllum:
Seyra send með tank
bílum til Reykjavíkur
Seyru frá Hótel Valhöll á Þingvöll-
um er ekki lengur dreift á tún ofan
Þingvallavatns, eins og viðgengist hef-
ur um 15 ára skeið, heldur er henni
ekið til Reykjavíkur með tankbílum.
Losun skólps frá Hótel Valhöll á
Þingvöllum komst í hámæli í haust er
ljósmyndari DV myndaði er seyrunni
var dreift á tún með mykjudreifara í
Svartagili ofan Þingvallavatns. Elías
Einarsson veitingamaður hefur haft
með höndum rekstur Hótel Valhallar á
Þingvöllum siðan í byrjun sumars og
var brugðist skjótt við fréttum um
seyrudreifinguna enda kom hún hon-
um á óvart. í dag er málum þannig
háttað að tankbíll frá Hreinsibílum
ehf. fer reglulega til að tæma safhþró
hótelsins og ekur henni síðan i skólp-
stöð Reykjavik.
Hótelið er alfarið í eigu ríkissjóð
sem tekur nú þátt í seyruflutningun-
Seyru úr Valhöll dreift
ofanÞii
Frétt DV 18. október.
um til Reykjavíkur. Þannig má segja
að úrgangur frá ferðamönnum á svæð-
inu, sem væntanlega koma fiestir af
Reykjavíkursvagðinu, er nú sendur
rakleiðis til föðurhúsanna á ný.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hreinsibílum ehf., sem annast þessa
seyruflutninga, er farin um ein ferð á
viku. Er ekið með seyruna í safnstöð í
Klettagörðum í Reykjavík. Þetta mun
þó aðeins vera bráðabirgðaráðstöfun
því að hugmyndin er að koma upp
hreinsibúnaði við hótelið.
Hótel Valhöil fellur undir forsætis-
ráðuneytið. Þar á bæ fengust þær upp-
lýsingar að í samráði við rekstraraðila
hótelsins, Þingvallanefiid og Fram-
kvæmdasýslu ríkisins væri nú unnið
að framtíðarlausn. Snerist þetta m.a.
um að staðurinn héldi rekstrarleyfi.
Þar væru menn að skoða uppsetningu
á hreinsibúnaði á staðnum.   -HKr.
Stytting hringvegar:
Borgar sig upp á
um þremur árum
örlygur Hnefill Jónsson, vara-
þingmaður Samfylkingarinnar á
Norðurlandi eystra, spurði Sturlu
Böðvarsson samgönguráðherra á
Alþingi á þriðjudag hvað það kost-
aði að stytta veginn milli Reykja-
víkur og Akureyrar, annars vegar í
Húnavatnssýslu en hins vegar í
Skagaflrði. í Húnavatnssýslu færi
vegurinn ekki til Blönduóss heldur
um Svínadal fram hjá Húnavöllum
og Svínavatni og yfir Blöndu á
móts við Finnstungu. Sú stytting
yrði 15,5 km en Vegagerðin metur
kostnað við framkvæmdina á um
900 milljónir króna. f Skagafirði
lægi vegurinn ekki um Varmahlíð
heldur frá Víðimýri og yfir Héraðs-
vötn á móts við Miklabæ. Þar styrt-
ist vegurinn um 3,5 km en sú fram-
kvæmd kostar um 500 milljónir
króna að mati Vegagerðarinnar.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra telur sparnaðinn nema um
400 milijónum króna á ári og
þannig mundi framkvæmdin borga
sig á liðlega þremur og hálfu ári. Á
móti kemur að mati ráðherra að
hagsmunir byggðarlaga og atvinnu-
rekstrar skerðast og fullvíst má
telja að verslunareigendur í Varma-
hlíð og á Blönduósi muni verða
breytingunum andvigir, komi þær
til umræðu. Krafa vegfarenda milli
Akureyrar og Reykjavíkur er um
styttri og fljótfarnandi veg, enda
koma alls ekki allir við á viðkom-
andi stöðum til að versla. Umferð-
aröryggismál tengjast einnig þessu
máli því sleppt er að aka gegnum
tvo byggðarkjarna.          -GG
! öruggum höndum
Þaö er eins gott aö hafa litla hvutta
í öruggu haldi enda geta
vetrarhvellirnir sem fara yfír landiö
feykt þeim á loft. Hann heitir Dreki
þessi þótt hann viröist meinlítill.
máMmwdidmmmmms&^MÍimÆ
Starfsmmnahöpm sendið okkwr iölvuPQSt gjQlggledi@egilsÁs
og þið eigið von gjolagleði fra Olgerðinni!

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32