Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
Fréttir
jy^r
RíkisútgjÖld hafa stór-
aukist undanfarin ár.
Og nú síðast lagði
\  meirihluti fjárlaga-
, nefndar til stórkost-
lega aukningu á því
sem ráð var fyrir
gert í fjárlagafrum-
varpinu. Gœluverk-
efni alþingismanna?
Kosningavetur? Ein-
ar Oddur Kristjáns-
son, varaformaður
fjárlaganefndar, er
ekki á því og heldur
uppi vörnum.
Þetta eru
engar gælur
Nafn: Einar Oddur Kristjánsson
Aldur: 59 ára
Heimili: Flateyri og Reykjavík
Staða: Varaformaður
fjárlaganerndar Alþingis
Efni: Aukning ríkisútgjalda og
tillögur um aukin útgjöld á
fjárlögum næsta árs
Ríkisútgjöld hafa aukist um
fimmtung á fimm árum og
núna leggur fjárlaganefnd til
tvisvar sinnum meiri hækkun
á útgjöldum fjárlaga en í
fyrra. Hafa böndin losnað á út-
gjöldum ríkisins?
í fyrsta lagi er það þannig að
eftir fyrstu umræðu um fjárlaga-
frumvarp koma bæði ríkisstjórn
og þingmenn með tillögur að við-
DÖÐLUR
Valhnetukjarnar
Apríkósur
.. alltsem þarfíbaksturinn!
bótarútgjöldum sem fjárlaga-
nefnd gerir svo að sínum tillög-
um. Hluti þingmanna í þessu er
ekki stór.
•Varðandi aukninguna undan-
farin ár vegur hækkun launa op-
inberra starfsmanna umfram al-
menna launaþróun ákaflega
þungt. Starfsmenn ríkisins eru
jafnháðir afkomu og viðgangi
framleiðslufyrirtækjanna og allir
aðrir launþegar á íslandi þannig
að launaþróun þeirra sem vinna
hjá ríkinu getur aldrei og má
aldrei verða önnur en á almenna
markaðnum.
Hafa þá laun ríkisstarfs-
manna að þínu mati hækkað
óeðlilega mikið?
Þau hafa hækkað hraðar en hjá
öðrum, bæði hjá ríkinu og sveit-
arfélögunum. Með samningunum
1997 var samningsumboðið fært
inn til ríkisforstjóranna. Það var
röng stefna og við verðum fyrr
eða síðar að hverfa frá henni.
Launakostnaður er þó ekki
nema um fjórðungur af ríkis-
útgjöldum.
Beinn launakostnaður er um
75 milljarðar en til viðbótar er
óbeinn launakostnaður á mjög
mörgum sviðum.
Það skýrir þó ekki allt, eða
hvað?
Það hefur náttúrlega verið
gríðarlegur hagvöxtur. Efnahags-
lífið hefur stækkað. Og það er al-
veg staðreynd að ríkið hefur tek-
ið til sín hluta af þeirri stækkun.
Það hefur verið pólitlskur vilji
til að gera það. í fyrsta lagi vegna
þess að við áttum gríðarlega mik-
ið af skuldum frá óreiðutimum
sem okkur bar og ber að borga
niður. Það hefur verið gert svo
um munar. í öðru lagi er það
pólitísk stefna þessarar ríkis-
stjórnar að viðhalda því velferð-
arkerfi sem hér er, bæta það og
efla.
Yfírheyrsla
Oiafur Teitur Gu&nason
blaöamaöur
Horfum við þá fram á
óbreytta þróun?
Nei, við vitum að við höfum
ekki ráðið við rekstrarform opin-
bers rekstrar. Og þess vegna ber
okkur skylda til að leita allra
leiða i rekstrarformum. En það
hefur hvergi komið fram í máli
sjálfstæðismanna að þar með
yrði á nokkurn hátt horfið frá
þeirri samhjálp sem er pólitísk
samstaða um á íslandi. Þannig að
ræðan sem höfð er eftir Halldóri
Ásgrímssyni á þingi framsóknar-
manna um daginn er mjög alvar-
legur misskilningur af hans
hálfu.
Meirihluti fjárlaganefndar
leggur núna til viðbótarút-
gjöld upp á hátt í þrjú hund-
ruð milljónir til safna víðs
vegar um landið. Er kominn
kosningavetur?
Þetta er nú ekki allt til safna,
heldur margvíslegra félags- og
menningarmála. En hér verður
að hafa 1 huga að það tíðkast sá
siður að margt af því sem var í
fjárlögunum í fyrra er tekið út úr
fjárlagafrumvarpinu núna. Það
þurfti þess vegna að bæta þeim
hlutum aftur inn.
Þetta hljómar sem undarlegt
verklag.
Þegar við setjum þetta upphaf-
lega inn er það túlkað þannig að
þetta séu tímabundin framlög, en
þau eru það í reynd ekki; upp-
bygging ýmissa menningarstofn-
ana og safna er margra ára verk-
efni. Þannig að það þarf kannski
að vinna þetta betur og skil-
greina hve mörg ár tekur að
byggja upp tiltekið safn.
Hvað með t.d. hálfa milljón
til kvenfélags til þess að skrá
einhverja muni?
Það er gríðarlega mikið af til-
tölulega lágum styrkjum til alls
konar verkefna. Þarna er um að
ræða styrk til að varðveita muni
frá mjög merkum skóla, Hús-
mæðraskólanum Ósk á ísafirði.
Þetta hefur mjög mikið gildi og
ég sé enga fjarstæðu í því að
styrkja það.
Sum útgjöld hafa verið köJl-
uð gæluverkefni þingmanna.
Eru þau það ekki?
Gæluverkefni og ekki gælu-
verkefni, allt í lagi, við getum
fari í gegnum það. Endurbygging
ýmissa húsa sem hafa ótvírætt
menningargildi, eru það ein-
hverjar gælur? Það sem hefur
fengið þetta fína nafn: menning-
artengd ferðaþjónusta, er það
gælur? Ég held að svo sé ekki,
heldur sé það markviss uppbygg-
ing á verulegum verðmætum sem
munu reynast íslensku þjóðlífi
og efnahagslífi ákaflega þýðing-
armikil.
í stórum dráttum er mjög rangt
að halda því fram að þingið sé að
spreða peningum af ábyrgðar-
leysi - þó að eflaust megi finna
þess einhver dæmi, bæði nú og
fyrr.
Sumir þingmenn fullyrða að
ráðherrar hafi það fyrir sið, að
sleppa því að gera tillögur um
ýmis útgjöld - og geta þannig í
staðinn notað fjárheimildir
sínar í önnur verkefni - í
trausti þess að þingið leggi til
það sem upp á vantar.
Þessi grunur hefur oft verið til
staðar, það er alveg rétt. Ég ætla
ekki að segja að þetta sé svona,
en okkur hefur oft grunað þetta.
Hver er meginvandinn við
gerð fjárlaga?
Okkur hefur ekki tekist að
kostnaðargreina marga þætti rík-
isrekstrarins. Þannig að þegar
við erum að fjalla um hluti eins
og sjúkrahús er þetta allt dálítið
mikið limbó. Á sumum sviðum
hafa orðið stórkostlegar breyt-
ingar, til dæmis gagnvart skólum
landsins. Þar hefur greiðslum
verið komið í hlutlægt form í
staðinn fyrir limbó eins og er
með sjúkrahúsin. Og ég trúi því
að unnið sé af miklu kappi að því
að greina kostnað í heilbrigðis-
þjónustunni þannig að við getum
vitað hvað við erum að gera. Það
er gríðarlegt fé sett í heilbrigðis-
mál og á að dúga til að við höfum
áfram bestu heilbrigðisþjónustu í
heimi.
I fyrra var útgjaldahlið fjár-
lagafrumvarps dregin saman á
milli 2. og 3. umræðu. Hvernig
verður það nú?
Útgjöldin verða ekki dregin
saman nú. Inn í þriðja umræðu
kemur samningurinn við ellilíf-
eyrisþega og öryrkja en svo
koma líka nýjar tekjur á móti.
Hver verður þá afgangur af
reglulegum rekstri ríkissjóðs?
Hann verður rúmur milljarð-
ur, eitthvað svoleiðis. Ég tel það
allt í lagi. Þetta eru mjög passíf
fjárlög, enda erum við í jafnvæg-
isstöðu í næstum öllum þáttum
þessa þjóðlífs, nema gagnvart
byggð í landinu; þar er mikið
ójafnvægi.
Sólargangur
J'íi£01J2it'íZ>}}
REYKJAVIK  AKUREYRI
Sólariag í kvöld       15.43      15.03
Sólarupprás á morgun  10.55      11.04
Síbdegisfló&         18.19      22.52
Árdegisflóö á morgun  06.44      11.17
i 'Jl&jty 1 J:yiJil
V5'
v9    4°  Æ.JÍ/
Slydda
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og
skúrir eða slydduél sunnan- og
vestanlands en hægari og víða
léttskýjað norðan- og austanlands.
Hiti 0 til 7 stig.
Veðrið á
ujj
-&«**t&b
'Cfe
Hvasst
Ört vaxandi sunnan- og suöaustan-
átt og þykknar upp. Suðaustan
18-23 m/s og rigning sunnan- og
vestan til, hvassast á annesjum
Talsverö rigning. Hiti 5 til 10 stig.
Veðriðnæ		siyiJitiíii	
Föstudagur	Laugardagur		Sunnudagur
h&$	%}		VJ>
Hiti 0"	Hití 0°		6 Hití 0°
«13°	«15°		tilO'
Virate:	Viítdun		Vimttur:
5-10«/»	5-10		8-13 «v»
t	t		*
Sunnan og	Hæg suolæg		Su&austan
su&vestan 5-	att. Stöku		8-13 m/s.
lOm/s	skúrlr		Rlgnlng
vestan tll en	su&vestan-		sunnan og
hægari	lands en		austan til en
austan tll.	annars		skýja& me&
Skúrir.	bjartvl&ri.		köflum og
Kólnandl	Hiti 0 til 5		úrkomulitíð.
ve&ur.	stlg.		Hlti 0-6 stlg.
Vindhraði			
Logn Andvarl Kul Gola Stlnningsgola Kaldi Stlnningskaldi Allhvasst	m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3,4-5,4 5,5-7,9 8,0-10,7 10,8-13,8 13,9-17,1	
Hvassvi&ri Stormur	17,2-20,7 20,8-24,4	
Rok	24,5-28,4	
Ofsaveður	28,5-32,6	
Fárvi&ri		>= 32,7
		
Veðriðkl.6	rigning hálfskýjað	
AKUREYRI 8ERGSSTAÐIR		5 4
BOLUNGARVÍK	léttskýjaö	6
EGILSSTAÐIR		
KEFLAVÍK	skúr	5
KIRKJUBÆJARKL.	skúr	2
RAUFARHÖFN	alskýjaö	3
REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI	léttskýjað skúr	5 5
BERGEN	skýjaö	7
HELSINKI KAUPMANNAHÖR	snjókoma <  rigning	-5 3
ÓSLÓ	alskýjaö	0
STOKKHÓLMUR		-1
ÞÓRSHÖFN	rigning	8
ÞRÁNDHEIMUR	léttskýjaö	3
ALGARVE AMSTERDAM	þokumóöa alskýjaö	14 5
BARCELONA		
BERLÍN	þokumóöa	1
CHICAGO DUBLIN	alskýjað léttskýjaö	-6 6
HALIFAX	snjóél	-7
HAMBORG	þokumóöa	4
FRANKFURT	skýjaö	5
JAN MAYEN	þokumóða	6
LONDON	rigning	7
LÚXEMBORG	þokumóða	4
MALLORCA		
MONTREAL		
NARSSARSSUAQ	alskýjaö	-1
NEW YORK	heiöskírt	-6
ORLANDO	skýjað	13
PARÍS VÍN	þokuruðningur   4 súld          5	
WASHINGTON	heiðskírt	-7
WINNIPEG	heiðskírt	-24
		
		
I
I
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32