Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
Munið
að slökkv
á kprtnn
JJTJ
Öryggi
fjölskyldunnar
gengur fyr'ir,
farið varlega
meö opinn eld.
Muniö neyöar-
númerið 1-1-2
&»uu Mfcf^ 4 ^«rt\
W ffi
H
OKYGGISNET
SECfÆT
Rauði kross ísiands
Rikislögreglustjórinn
LÖGGILDINGARSTOFA
/72TSLÖKKVIUÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Fréttir
Jd'V"
Matvöruverslunin mun ekki ríöa feitum hesti frá jólaversluninni:
Mun lakari afkoma
nú vegna samdráttar
í þjóðfélaginu
Bæði á dagvörumarkaði og bygg-
ingavörumarkaði hafa tvær keðjur
verslana náð markaðsráðandi stöðu,
hvor á sínum markaði. Aðeins eirm að-
ili á matvörumarkaði, Baugur, er á
Verðbréfaþingi. Samþjöppun á mat-
vörumarkaði hér á landi hefur verið
mjög mikil undanfarin ár. Er nú svo
komið að tvær keðjur hafa markaðs-
ráðandi stöðu á matvörumarkaði, með
60-70% markaðarins á landsvísu og um
85% á höfuðborgarsvæðinu. Þessi sam-
þjöppun sem gerst hefur á síðustu
árum hefur ekki leitt til þess að mat-
vöruverð hafl lækkað, síður en svo.
Samtök verslunarinnar, FÍS, hafa
kynnt siðareglur breskra samkeppnis-
yfirvalda um samskipti smásala og
birgja fyrir íslenskum stjórnvöldum.
Bresku reglurnar voru settar vegna
þess að fjórar smásölukeðjur höfðu náð
40% markaðshlutdeild. Ástandið hér á
landi er sem kunnugt er mun alvar-
legra. Hér hafa tvær keðjur verslana
meira en 80% markaðshlutdeild á dag-
vöru- og byggingavörumarkaði. Enn
meiri ástæða er þvi til þess að komið
verði á siðareglum hér á landi. Samtök
verslunarinnar leggja því áherslu á að
niðurstöður rannsóknar Samkeppnis-
stofnunar á hugsanlegri misnotkun
smásöluverslana á markaðsráðandi
stöðu þeirra verði gerðar opinberar hið
allrafyrsta.
Orsakir hás matvöruverðs
Samtök verslunarinnar hafa að
beiðni allsherjarnefnar Alþingis veitt
umsögn um tvær þingsályktunartillög-
ur um orsakir fyrir háu matvælaverði
hér á landi í samanburði við helstu ná-
grannalöndin. Samtökin hverja til þess
að tillögurnar verði samþykktar og
telja nauðsynlegt að gerðar verði ítar-
legar rannsóknir á ástæðum þess að
matvælaverð hér á landi er svo hátt
sem raun ber vitni. Hafa samtókin m.a.
hvatt yfirvöld samkeppnismála til frek-
ari athugunar á matvælamarkaði hér á
landi eftir að skýrsla Samkeppnisstofn-
unar um matvörumarkaðinn var gefin
var út í maí 2001. Ekki hefur verið orð-
ið við þeirri málaleitan.
Nauðsynlegt er að athuganir á háu
matvælaverði hér á landi taki til sem
flestra atriða sem hafa áhrif á myndun
verðs. Ætla mætti að með stærri ein-
ingum sköpuðust tækifæri til hag-
kvæmari innkaupa á betra verði. Hins
vegar verður ekki séð að sú hag-
kvæmni hafi leitt til verðlækkunar fyr-
ir neytendur. Ein hugsanleg ástæða
hækkunar matvælaverðs er breytingar
á lögum um vórugjald sem tók gildi á
miðju ári 1996.
Búist viö eínhverjum gjaldþrotum
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunarinnar, segir að
það gangi umtalsvert lakar í matvör-
unni nú en á sama tíma í fyrra, m.a.
vegna bullandi samdráttar í þjóðfélag-
inu sem m.a. orsaki veltusamdrátt.
Verðsamkeppni hafl verið gríðarlega
hörð og hart barist. Lögð hefur verið
áhersla á að bjóða sem best verð á
sama tíma og þjóðin hafi verið að fara
inn í efnahagssamdrátt og laun hafi
haldist óbreytt.
„Það er kannski ekki farið að
hringja neinum viðvörunarbjöllum í
matvöruversluninni umfram aðrar
greinar og það má alveg búast við ein-
hverjum gjaldþrotum í greininni, sem
og í sérvörunni, eins og Búnaðarbank-
inn hefur reyndar bent á. Veruleg
vandræði eru því fram undan í verslun
og þjónustu og alveg Ijóst að menn
munu ekki ríða feitum hesti frá þessari
jólaverslun. Nú erum við að fara inn í
besta verslunartíma ársins en á sama
tíma eru tilboð og afslættir alveg
óheyrilega miklir. Menn þurfa því að
hafa mikið fyrir sölunni í dag og fórn-
arkostnaður er umtalsverður. Það er
Glæsilegt kjötborð
Landsmenn munu á næstunni kaupa jólasteikina, m.a. úr kjötboröum sem
þessu sem bjóöa upp á ýmsa möguleika. Aörir afla fanga sjálfir, s.s. rjúpna-
skyttur. Þaö gengur umtalsvert lakar í rekstri matvöruverslana nú en á sama
tíma í fyrra, m.a. vegna bullandi samdráttar í þjóöfélaginu sem m.a. orsakar
veltusamdrátt. Verðsamkeppni hefur verib gríöarlega hörö og hart barist.
óeðlilegt að verið sé að bjóða mikla af-
slætti þegar eftirspurnin er mest. Fólk
veltir nú meira en áður fyrir sér hverri
krónu og mun meira framboð er nú á
ðdýrum vörum. Eina veltuaukningin í
matvörunni er í lágvöruverðs-verslun-
unum, eins og t.d. í Bónus og Europris,
og það er einnig að gerast í sérvörunni
því straumurinn liggur til þeirra sem
eru að bjóða ódýra og um leið óvand-
Afkoma fyrirtækja
FJóröl hlutl
aðri vöru," segir Sigurður Jónsson.
- Það er talað um yfirvofandi gjald-
þrot á matvörumarkaðinum. En gæti
ekki einnig verið um samþjöppun að
ræða í greininni?
„Það er alls staðar um að ræða sam-
þjöppun og sameiningar í atvinnulífinu
og því vil ég ekki útiloka það. En ég sé
hins vegar ekki í fijótheitum mikla
samlegðarmöguleika í matvörunni. Á
sínum tíma voru reynd kaup á Sam-
kaupum án árangurs og síðan hafa að-
ilar haldið hvor sína leið. En það gætu
orðið sameiningar í ýmsum öðrum
greinum verslunar."
Hálf s árs velta 26 miHjaroar króna
Baugur - Group hf. er eina fyrirtæk-
ið á matvórumarkaði sem er skráö á
Verðbréfaþingi. Mikil umskipti verða á
rekstri og efnahag Baugs Group hf. í
kjölfar sölu á Arcadia-bréfum en fjár-
hagslegri endurskipulagningu á Baugi
- Group hf. og dótturfélögum átti að
ljúka í nóvember þar sem lagt var til að
hluthöfum yrði greiddur 15% arður.
Heildarvelta fyrstu sex mánuði árs-
ins nam 26 milljörðum króna en var
13,7 milljarðar króna fyrstu 6 mánuði
síðasta árs, sem er 90% veltuaukning.
Þó ber að taka fram að fjárhagsárið
2002 er ekki sambærilegt við 2001 þar
sem núverandi fjárhagsár er frá 1.
mars til 28. febrúar og Bonus Stores
kemur nú að fullu inn í samstæðuupp-
gjör Baugs - Group. Hagnaður Baugs -
Group er 159 miiljónir króna á tímabil-
inu og eru tvær ástæður fyrir lakari af-
komu Baugs - Group nú. Annars vegar
var mikið tap á rekstri Bonus Stores í
USA vegna endurmats á birgðum, verð-
lækkana og lokunar á verslunum. Eftir
erfiðan septembermánuð, þar sem smá-
söluvelta á landinu lækkaði um 15%,
horfir til betri vegar. Þær verslanir
sem félagið opnaði á síðasta ári sýna
góða aukningu milli ára og vel hefur
tekist að aðlaga verslanirnar hvað
varðar verðlag, vöruúrval og kostnað-
arþætti. Félagið rekur verslanir sem
bæði eru leiðandi í lágu vöruverði á
matvöru og fatnaði.
Óveruleg matvöruveröslækkun
Reiknað er með að matvöruverð
lækki óverulega í þessum mánuði en í
seinasta mánuði lækkaði matvælaverð
um 1,4%. Hafði það 0,22% áhrif til
lækkunar vísitölu neysluverðs. Síðast-
liðna 12 mánuði hefur matvælaverð
lækkað um 2,1% og munar þar mest
um miklar lækkanir á grænmeti og
ávöxtum. Hins vegar sker húsnæðislið-
ur sig nokkuð úr en húsnæðisliður
vísitölu neysluverðs hefur hækkað um
5,7% síðastliðna 12 mánuði. Síðastliðna
12 mánuði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 2,4% en án húsnæðis um
1,7%. Það er því ljóst að mestur þrýst-
ingur á verðlag kemur frá húsnæðislið
vísitölunnar. Samkvæmt upplýsingum
frá Fasteignamati ríkisins hækkaði
fasteignaverð um 1,8% milli september
og október en þessi hækkun kemur
heim og saman við mikla útgáfu hus-
bréfa allra seinustu mánuði.         -GG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32