Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
MIDVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
Menning
z>v
Astarsaga aldamotanna
Umsjón: Silja Aöaisteinsdóttir silja@dv.is
Kona f jarskans
Snemma I skáldsögunni
Áform eftir franska rithöf-
undinn Michel Houellebecq
spyr      aðalsöguhetjan,
Michel, sjálfan sig: „Hvers
vegna hafði ég aldrei, al-
mennt séð, haft ástríðufull-
an áhuga á neinu í lífinu?"
Líf hans hefur verið alger-
lega slétt, fellt og ástríðulaust. Hann er op-
inber starfsmaður í tryggri stöðu, vinnur
við að skipuleggja sýningar á nútímalist
sem hann er þó innilega áhugalaus um.
Hann býr einn, borðar skyndimat og horf-
ir á sjónvarp, kynhvötinni svalar hann
með þvi að heimsækja gægjusýningar eft-
ir vinnu og einstaka sinnum vændiskon-
ur. Þegar faðir hans deyr erfir hann um-
talsverða fjármuni eftir hann. í kjölfarið
bregður hann sér í ferð til Taílands á vit
ævintýra og fyrirhafnarlauss kynlífs.
Bókmenntir
í Taílandi kynnist Michel ungri konu,
Valérie, og eftir að þau koma aftur til Par-
Isar taka þau upp ástarsamband sem á eft-
ir að bera óvenjulegan ávöxt. Valérie reyn-
ist starfa á ferðaskrifstofu og með Michel
sem ráðgjafa ræðst hún i að skipuleggja
gríðarmikla sókn inn á kynlífsmarkaðinn
í Asíu og viðar. Hugmyndir þeirra eru ein-
faldar en áhrifamiklar. Vesturlönd eru full
af fólki sem þráir kynlíf, Austurlönd full
um. Aðalpersónurnar tvær, Michel og
Valérie, eru skilgetin afkvæmi þessa tima,
skynsamar, hagrænar og fremur óham-
ingjusamar manneskjur.
Það sem gerir Áform að jafn frábærri
skáldsögu og raun ber vitni er að Houl-
lebecq tekst að segja ástarsögu þeirra
tveggja þannig að hún verður næstum
hjartnæm, án þess að snúast upp í væmni
og án þess nokkurn tíma að gefa lesandan-
um von um að þau muni breytast eða
heimurinn i kringum þau. Elskendurnir
finna hlýju og fullnægju saman og með
öðrum í heimi sem heldur áfram að vera
kaldur og ógnandi - og sem þau halda
áfram að nýta sér. Ástriðuna sem Michel
saknar úr lífi sínu finnur hann kannski
ekki en saman finna hann og Valérie
manneskjulega hlýju sem verður eins og
vin í samtímanum.
Áform er frábær skáldsaga. Ekki ein-
ungis vegna þess að hún gegnumlýsir sam-
tímann af skarpskyggni og jafnvel spá-
dómsgáfu, heldur sérstaklega vegna þess
að í þeim harða heimi sem við byggjum
tekst persónunum að finna hvor aðra og
elskast. Þessi ást mun aldrei breyta heim-
inum, en hún er það eina sem býðst.
Það er þýðandanum og útgefanda til
sóma að Áform og Öreindirnar eftir sama
höfund skuli koma út á íslensku jafn
snemma og raun ber vitni. Áform er
Michel Houc                      skyldulesning fyrir alla sem hafa snefil af
af fólki sem hefur ekkert að selja nema Skyldulesning fyrir alla sem hafa snefil af áhuga á nútímabók- ^Z* á nútímabókmenntum heimsins
sjálft sig. Hér blómstrar síðkapítalisminn
og framboð og eftirspurn eru í frábæru
jafnvægi þar til ógæfan dynur yfir.
Heimurinn sem lýst er í Áformum er kald
ranalegur, útreiknaður og á ýmsan hátt ógeð
menntum heimsins.
felldur. Þetta er okkar samtími, tími alþjóða-
væðingar og markaðsvæðingar á öllum svið-
og hún fjallar um mál sem ekkert okkar
getur leitt hjá sér.
Jón Yngvi Jóhannsson
Michel Houellebecq: Áform. Friörik Rafnsson þýddi.
Mál og menning 2002.
Ljós Evrópu
Lux Europae 2000, útisýning á
ljóslistaverkum, var opnuð í Kaup-
mannahöfn 15. október sl. og mun
standa til 5. janúar 2003. Tilefni
sýningarinnar er að Danir fara nú
með formannsembætti Evrópusam-
bandsins. 19 listamenn frá 17 Evr-
ópulöndum hafa gert 17 listaverk
byggð á hvers konar ljósatækni og
komið þeim fyrir víðs vegar í mið-
borg Kaupmannahafnar.
Aðalsteinn Stefánsson, ljósa- og
leikmyndahönnuður, var fenginn
til að sjá um þátt íslands i þessari
sérstæðu sýningu. Hann valdi
verki sínu stað á Jarmers Plads
skammt frá Ráðhústorginu þar
sem einu sýnilegu leyfar gömlu
borgarmúranna um Kaupmanna-
höfn eru. Verk hans er skírskotun
til varðturns úr tré sem sagður er
hafa staðið á þessum stað. Áriðl259
réðust Vindar á Kaupmannahöfn
undir forystu Jaromars fursta,
Þeir eyddu því sem þeir komust
yfir með eldi og meðal þess sem þá
var lagt í rúst var varðturninn sem
stóð þar sem nú heitir Jarmers
Plads - eftir þeim sem fór fyrir
skemmdarverkunum, svo ein-
kennilegt sem það nú er.
Verk Aðalsteins heitir Jarmers
Tárn. Menntamálaráðuneytið og
Menningarsjóður íslandsbanka
studdu gerð verksins.
Jarmers Tám eftir Aöalstein Stefánsson
/ minningu turns sem var brenndur fyrir 743 árum.
Bokmenntir
Sögur fyrir Nemo
Sú sjálfsævisaga sem einna
mestum tíðindum sætir í ár er
sjötíu ára gömul. Það er sagan
Heima og heiman sem Húnvetn-
ingurinn Erlendur Guðmundsson
setti saman i ellinni fyrir kvöld-
vökufélagið Nemo í Gimli í Man-
itobafylki í Kanada. í forvitnileg-
um eftirmála ræöir útgefandinn, Krisrján B.
Jónasson, skipti Erlends við persónuna Nemo
en kvöldvökufélagiö sem saga hans er sögð hef-
ur enga félaga nema hann sjálfan.
Þrátt fyrir það hefur sagan skýran lesenda-
hóp, öfugt við margt útgefið efni á íslandi sem
er nánast vitundarlaust um lesendur sína. Er-
lendur hefur skýra hugmynd um það hverjum
hann segir frá. t sögu hans eru fáir skaílar,
„kvöldvökufélagarnir" þurfa ekki að vita svo
margttilaðskih'afrásögnina semer rækilegog
skýr.
Erlendur Guðmundsson var fæddur árið 1863
en lést 1949. Árið 1899 tók hann sig upp og flutti
vestur um haf í kjölfar konu sinnar og dætra.
Það gerði hann nauðugur viljugur, honum þóttu
Vesturferðir feigðarfian og hann gerðist aldrei
handgenginn hinum nýja heimi, þóttist aldrei
geta lært málið og I ævisögu hans eru heimþrá,
söknuður og endurlit áberandi.
Fyrir vikið er fyrri hluti sögu Erlends afar ít-
arlegur og veitir ríka innsýn i líf venjulegra Is-
lendmga á ofanverðri 19. öld. Frásögn Erlends
nýtur þess að hinir meintu söguhlýðendur eru
Eriendur Guömundsson
Saga hans er náma upplýsinga um siöi og venj-
ur á 19. öldinni.
ófróðir um efnið og þess vegna þarf nútímales-
endum ekkert að líða eins og þeir séu að hlusta
á eintal eða að þeir séu vitni að samtali tveggja
kunningja um eitthvað sem þeir skilja ekki.
Þetta á ekki síst við um bls. 41-63 sem er eins
konar þjóðháttalýsing og mun eflaust nýtast
mörgum — til dæmis frásögnin af jólahaldi ís-
lendinga á uppvaxtarskeiði Erlends.
Trúmál eru rauöur þráður í sögunni, allt frá
því að söguhetjan fermist í æsku og fer að hug-
leiða kennisetningar kristainnar. Þegar komið
er til Kanada verður hann enn gagnrýnni á lút-
ersku kirkjuna. Erlendur var sjalfur skynsemis-
hyggjumaður en hvorki ósnortinn af frjálslyndi.
né sósíalisma. Þá virðast þeir bræður frá æsku
hafa verið íhugulir enda greindarmenn báðir
tveir.
Samband Erlends við bróður sinn, Jón, er
raunar annar þráður í sögunni. Jón lést
skömmu fyrir þrítugt og virðist andlát hans
hafa orkað þungt á Erlend því að hinn látni
bróðir tók að sækja á hann rúmum þremur ára-
tugum eftir andlátið. Sérstætt er hve lengi Er-
lendur dregur að segja frá sjálfum sér. Fyrst
rekur hann sögu foreldra sinna og systkina og
fer ekki að fjalla um sjálfan sig fyrr en Jón er
látinn í frásögninni.
Saga Erlends Guðmundssonar er bitastæð.
Hana má nálgast sem endurminningar, námu
upplýsinga um siði og venjur á 19. öldinni, og
einnig má rekja þræði hennar sem eins konar
þroskasögu. Þó að seint sé bætist hér býsna
snjall sögumaður í röð útgefmna íslenskra höf-
unda.
Ármann Jakobsson
Erlendur Guomundsson: Heima og heiman. Kristján 8.
Jónasson og Þorvaldur Kristinsson bjuggu til prentun-
ar. Mál og menning 2002.

Ljóðabókin      Kona
fjarskans, konan hér eftir
Normu E. Samúelsdóttur,
hefst á löngum ljóða-
flokki, samnefndum bók-
inni, sem sýnir líf konu á
fjölbreyttu myndmáli. Að
öðru leyti er þetta safn
ljóða frá alllöngum tíma og segir höfund-
urinn að flest þeirra fjalli um tilfinning-
ar. „Þau segja: ég er glöð; ég er sátt; ég
er hrædd; ég er döpur... Ljóöin eru leið
mín til að leita auðæfa og gætu ef til vill
kallast einföld, hversdagsleg, en fyrir
mig eru þau leiðin til að lifa af."
Norma yrkir m.a. um áhrif Suður-
landsskjálftanna árið 2000 á Ijóðmæl-
anda sinn og lýkur því ljóði með þessum
orðum: „Sat / innan við / útidyr / tilbú-
in að hlaupa / Svefninn mátti ekki sigra
/ varð að vera viðbúin / Mátti ekki bug-
ast / barasta / Ekki" Næsta ljóð á eftir
heitir Jónsmessa og lýsir eftirköstunum.
Það hefst á þessum línum:
Hefur ekki sofið í rúmi
sínu
síóan þá
allsstaóar
nema í rúmi sínu
í íbúö fjarverandi dóttur
í hófuðborginni
hjá vinafólki í Mosfellsbœ
barnabarni í Hafnarfiröi
litla barninu fríöa
í bifreiö sinni
vió Skálholt
/.../
Ekki sofið í rúmi sínu
síðan þá
Norma hefur áður gefið út skáldsög-
una Næstsíðasti dagur ársins (1979),
ljóðabókina Tréð fyrir utan gluggann
minn (1982) og fleiri bækur. Hún gefur
nýju bókina út sjálf.
Töfrar
Salka hefur gefið út upp-
eldishandbókina Töfrar 1-
2-3 eftir bandaríska sál-
fræðinginn Thomas W.
Phelan sem hefur orðið
þekktur fyrir uppeldisað-
ferðirnar sem hann kynnir
í bókinni.
Ekki er alltaf auðvelt
fyrir foreldra að taka á hegðunarvanda
barna sinna af stillingu og sanngirni.
Þessi bók geymir ótal ráð sem uppalend-
ur geta nýtt sér til að aga af mildi börn
á aldrinum 2ja til 12 ára . Meðal annars
er fjallað um athyglisbrest, hvernig
bregðast má við ótækri hegðun, hvernig
auka má sjálfstraust barna, hvernig
kennarar geta haft hæfilega srjórn á
bekk og hvernig hægt er að komast hjá
þrætutn svo að bæði börnum og fullorðn-
um líði betur.
Bryndís Víglundsdóttir þýddi bókina.
Sókn og vörn
Skálholtsútgáfan - út-
gáfufélag þjóðkirkjunnar
- hefur gefið út bókina
Sókn og vörn, kristin við-
horf kynnt og skýrð eftir
dr. Sigurbjörn Einarsson
biskup.
Dr. Sigurbjörn lítur til
ýmissa átta í þessari bók.
Hann beinir sjónum sínum að kirkjunni
og vísindunum, skoðar eðli lífsins og til-
gang af skarpskyggni og visku. Ekkert er
honum óviðkomandi. Hann talar hisp-
urslaust um uppeldis- og skólamál og fer
fyrir kristnum gildum og viðhorfum í
hverju einu máli. Sumt hefur birst áður
í bókum og ritum sem fyrir löngu eru
uppseld, annað efni er nýtt og höfðar
sem fyrr til allra þeirra er unna hag
kristinnar trúar í landinu sem og ís-
lenskri menningu.
Happdrætti
Bókatíðinda 2002
Dregin hafa verið eftirtalin númer í
Happdrætti Bókatíðinda 2002: 1. des.:
4.336, 2. des.: 61.698, 3. des.: 62.921, 4. des.:
23.624.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32