Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MDVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
15
x>v
Menning
í
Suðrænn súludans
k/?
Sólar saga er fyrsta skáldsaga
Sigurbjargar Þrastardóttur en
hún hefur áður sent frá sér ljóða-
bækurnar Blálogaland og Hnatt-
flug. Fyrir Sólar sögu hlaut Sig-
urbjörg bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar og er
vel að þeim komin.
Sagan segir frá ungri, íslenskri
konu, Sól, sem stundar nám í
Bologna á ítaliu. Hún er hamingjusöm í þessari fal-
legu borg sem hún dýrkar og dáir. En þegar hún
verður fyrir þeirri skelfilegu reynslu að vera
nauðgað og misþyrmt af tveimur mönnum er stoð-
unum kippt undan tilveru hennar. Þegar Sól rank-
ar við sér eftir aðhlynningu á spítala er minni
hennar gloppótt en hún man þó óljóst eftir fólkinu
sem fann hana í blóði sínu og kom henni undir
læknishendur. Andlit árásarmannanna sá hún
aldrei og veit því ekki hverjir þeir eru eða hvar þá
er að flnna. Hún situr uppi með hrollvekjandi
minningar en í stað þess að flýja heim í faðm fjöl-
skyldunnar einsetur hún sér að ná aftur áttum í
borginni sem hún elskar. Hún leggur upp í sér-
kennilega pislargöngu, en áður hefur hún losað sig
við áhyggjufullar og ástríkar vinkonur sínar með
því að segjast ætla til íslands. Þær anda léttar og
fara rólegar í sumarfríið en þar sem áætlun Sólar
krefst einveru pakkar hún niður og flytur sig um
set innan borgarinnar.
Bókmenntir
Áætlunin gengur út á að faðma hverja einustu
súlu borgarinnar og þannig hyggst Sól ná sáttum
við borgina og örlög sín. Um leið má líta á súlunar
sem fallustákn og áætlunina sem ómeðvitaða til-
raun Sólar til þess að sættast við árásarmennina.
Hún heldur bókhald yfir faðmaðar súlur og hægt og
hægt nálgast hún takmark sitt; að hafa tekið alla
borgina í faðm sér, fyrirgefið og um leið svipt hana
vondum minningum.
Meðan á verkefninu stendur hugsar Sól margt og
hugurinn hvarflar til skiptis frá italíu til íslands.
Hún rifjar upp atriði úr bernsku sinni og lesandinn
áttar sig á að Sól hefur verið einrænt og sérkenni-
legt barn. Henni finnst gott að þegja og vera ein
Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld og rithöfundur
Skrifar áhrifamikla sögu um sérkennilega píslargöngu stúlku í Bologna.
DV-MYND E.ÓL.
með sjálfri sér, þolir illa líkamlega snertingu og
kemur sér í hvarf hvenær sem færi gefst. Eftir
dauða ömmu sinnar tekur hún sér nafnið Sól en ein
merking orðsins sol á itölsku er einsemd. Það er
táknrænt; Sól er mörkuð einsemdinni alla tíð og
eftir nauðgunina verður hún henni alveg að bráð.
Sjálfsmyndin splundrast við áfallið og er sorglegt
að fylgjast með Sól þar sem hún mátar sig inn í
hvert hlutverkið á fætur öðru, allt frá hefðarkonu
á 5 stjörnu hóteli niður í hóp útigangsmanna. En í
stað þess að nálgast kjarna sinn að nýju fjarlægist
hún sjálfa sig og aðra meira og meira og rambar á
brún geðveikinnar.
Sigurbjörg Þrastardóttir útfærir þekkt en vand-
meðfarið stef, nauðgun og ofbeldi, í texta sem er
bæði vel skrifaður og einstaklega myndrænn. Höf-
undur veltir lesendum ekki upp árásanni sjálfri
heldur kemur henni á framfæri í brotakenndum
lýsingum víðs vegar i textanum. Það að lesandinn
skuli þurfa að endurskapa atburði sjálfur eykur
áhrifamátt textans og gerir ástand Sólar trúverð-
ugra. Hún er í brotum, meidd, svivirt og hjálpar-
vana og flöktandi hugsanir hennar eru til vitnis
um manneskju sem svipt hefur verið því fallegasta
sem hún átti: trúna á lífið og ástina.
Sólar saga er kraftmikil og sannfærandi saga um
eftirköst og afleiðingar ofbeldis og boðskapur sög-
unnar er greinilega sá að manneskja sem þarf
nauðug viljug að þola innrás í eigin líkama jafnar
sig aldrei.
Sigríður Albertsdóttir
Sigurbjörg Þrastardóttir: Sólar saga. JPV-útgáfa 2002.
Sagan af
furðufugli
Tveir furðufuglar, rithöfundurinn
Sjón og myndlistarmaðurinn Daði
Guðbjörnsson, hafa tekið höndum
saman og búið til bók sem er engri
annarri lík - bók um furðufugl sem
börn geta endalaust skoöað, saman
og í einrúmi.
Furðufuglinn er í raun og sann-
leika furðulegur, en hvað er það sem
gerir hann svona furðulegan? Er það
goggurinn? Eru það fæturnir - eða
stélið? Er það hausinn eða kannski
augun? Eða er það dansinn sem hann
dansar þegar hann hittir ókunnuga?
Það er alveg hægt að lofa því að fugl
eins og þennan hafið þið aldrei séð
fyrr en vel getur farið svo að þið tak-
ið undir með honum og syngið lagið
hans: „Killí - dillí - dú, sillí - bíllí -
fú!"
Myndir Daða eru litríkar eins og
hans er vandi og gaman fyrir tilvon-
andi listamenn að sjá nákvæmlega
hvernig svona furðudýr er byggt upp.
Og viðbúið að íbúðarveggir og til-
fallandi pappirsblöð fyllist af furðu-
fuglum ... Mál og menning gefur bók-
ina út.
!
!

BORGARLEIKHUSIÐ
Leikfélsg Reykjavikur
STÓRA SVIÐ
SÖLUMAÐUR DEYR
e. Arthur Miller
Fö. 6/12 kl. 20.
Lau. 28/12 kl. 20.
HONKl UÓTIANDARUNCINN
e. George Stites ogAnthony Drewe
Gamansöngleikurjyrir atlajjölskylduna.
Lau. 7/12 kl. 20. ATH. Kvöldsýning.
Su. 8/12 kl. 14.
MEÐVÍFIÐÍLÚKUNUM
e. Ray Cooney
Fi. 5. des. kl. 20 - AUKASÝNING.
Fi. 12. des. kl. 20 - AUKASÝNING.
Ath. AUra sfðustu svningar._____________
NÝJASVIÐ
JÓN OC HÓLMFRfÐUR
Frekar erótískt teiktrit i'prem páttum
e. GaborRassov
Lau. 7/12 kl. 20.
Lau. 28/12 kl. 20.
JÓLAGAMAN
Jólasveinakvceoijóhannesar út Köttum {
ieikbúningi o.fl.
Lau.7/12kl. 15.
Lau. 14/12 kl. 15.______________________
ÞRIÐJA HÆÐIN
HERPINGUR eftirAuði Haralds
HINN FULLKOMNIMAÐUR
efiir Mikael Torfason
ISAMSTAIFIVIÐ DRAUMASMIÐJUNA
Lau. 28/12 kl. 20, Fö. 10/1 kl. 20.
LITLASVIÐ
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shaíespeare
ISAMSTARFI VID VESTURPORT
Mi. 4/12 kl. 20.
Su. 8/12 kl. 20.
Má. 30/12 kl. 20.
Ath: breyttan sýningauma.
FORSALUR
BROTAFÞVÍBESTA-
UPPLESTUR OG TÓNLIST
lól iKringlusafhi og Borgarleikhúsv
Ritkðfundar lesa úr verkum sínum.
Fi.5/12kl.20.
Fi. 12/12 kl. 20.
GJAFAKORT I LEIKHUSIÐ -
FRÁBÆR JÓLAGJÖF
Sól 8< Máni - Nýr íslenskur söngleikur eftir
Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson
FORSALA AÐCÖNCUMIÐA STENDUR YFIR.
TILBOÐSVERÐ, KR. 2.8oo, CILDIR TIL JÓLA.
Frumsýning n. janúar
(D
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Elnstök stund
ííslensku
tónlístarlífí
Aðventutónleikar
í Hallgrímskirkju
Johann Sebastian Bach:
Jólaóratóría
5. og 6. des. kl.19.30 og
7. des. kl.17.00
Tveir af okkar
fremstu
söngvurum,
Gunnar
Guðbjörnsson og
Marta Guðrún
Halldórsdóttir,
taka höndum
saman með
heimsþekktum kollegum sínum,
Andreas Schmidt og Monica
Groop.
Sinfóníuhljómsveit íslands og
Mótettukór Hallgrímskirkju
undir stjórn Harðar
Áskelssonar, flytja þessa
mögnuðu jólagleðitónlist.
www.hhh.is
Grettissaga
Saga Grettis. Leikrit eftir Hilmar Jónsson.
Byggt á Grettissögu
Lau. 7. des., nokkur saeti
Þri. 17. des., uppselt
Sun. 29. des. Hátíðarsýning, laus sæti
Sellófon
eftir Björkjakobsdóttur
Mið. 4. des., nokkur sæti
Fös. 6. des., uppselt
Mið. 11. des., Félagsheimilinu lCliíi, Ólal'svíl;
Fös. 13. des. Lokasýning fyrir jól,
nokkur sæti
Sýningarnar á Sellófon hefjast kl. 21.00
Miðasala í síma 555-2222
SKJALLBANDALAGID KYNNIR
BEYGtsyR
ÍIÐNÓ
Orfásætj
50. sýning -
uppselt
Fim.5/12kl.21
Fos.6712W.21
Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur:
sfðasta sýning fyrir jól
Hin smyrjandi Jómfrú
Nærondi leiksýning furir líkamo og sól.
Sýnt íIðnó:
Lau. 7. des. kl. 20. Laus sa;ti.
Sun. 8. des. kl. 15. Laus sæti.
Sun. 8. des. kl. 20. Uppselt.
Lau. 14. des. kl. 20.
Sun. 15. des. kl. 15og20.
(Síðustu sýningar fyrir jól.)
Smurbrau5smáltí5 innifalin í miðaver5i.
Mi5asala í Iðnó, s. 5629700
Forsala aðgöngumiða
erhafin
Tilboðsverð kr. 2.800 (íuílt verð 3.100)
Gildirtiljóla
Gjafakort á Sól og Mána - tilvalin jólagjöf
Tilboðsverð gildir til Jóla            4
Sýningar hefjast 11. janúar
Tryggið ykkur rniða
sol&mani
Eftir Sálina hans Jóns míns
og Karl Ágúst Úlfsson
Leikstjóri: Hilmarjónsson
Miðasalan í Iðnó er opin frá 10-16
alla virka daga, 14-17 um helgar og
frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir í
s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru  I rodPADI CIVUI'icin
seldar 4 dögum fyrir sýningar.      ÖUKUAKLLIrxriUSirJ
Sálin hansjóns míns
Leikfélag Reykjavíkur
l'slenski dansflokkurinn
Miðasala 568 8000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32