Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						.+
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
MfÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
17
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jönsson
Aöalritstjóri: Oli lljöru Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Ekkert finnst íírák
Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu
þjóðanna eru enn tómhentir í
írak. Svo mun verða næstu daga.
Þeir munu ganga hús úr húsi, fara
af einu svæði á annað og undrast
hvað allt er snyrtilegt í ríki Sadd-
ams Husseins. Það er að vonum.
Einræðisherrann hefur haft ára-
fjöld til að hreinsa til í ranni sín-
um og fela það sem fer á svig við gamla vopnhléssáttmál-
ann. Hann mun ekki misstíga sig á næstu vikum og reyna
enn á þolrif Bandaríkjastjórnar, jafnvel meira en hún þolir
sjálf.
Saddam er vanur því að fást við vopnaeftirlitssveitir.
Haft er á orði að hann hafi leikið sér að þeim á meðan þær
heimsóttu land hans eftir Flóabardagann fyrir röskum ára-
tug. Frægt er þegar tengdasonur hans flúði yfir til Jórdan-
íu eftir bardagann a tarna og sagði frá því hvernig Saddam
léki á vopnaeftirlitssveitirnir. Vopnaverksmiðjurnar væru
margar og litlar og færðar úr stað eftir hentugleika. Nú þeg-
ar hefur verið leitað í einni höllu forsetans. Og sjá, það
fannst ekki baun.
Leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands eru smám saman
að átta sig á því að áhugi almennings á málefnum íraks er
að minnka. Vopnaeftirlitssveitirnar munu ekki halda lífi i
fréttatímum næstu vikna og eftir því sem tímar líða verður
æ minna að segja af verkum þeirra á rykugum sléttum
Mesópótamíu. Snjallir áróðursmeistarar þeirra hafa því
brugðið á það ráð að senda frá sér skýrslur um ógeðslega
stjórnarhætti herranna í Bagdað og er lesningin á að giska
geðveikisleg.
Það eru ekki nýjar fréttir að Saddam Hussein sé vondur
maður. Og löngu er vitað að hann svífst einskis til að halda
völdum. Heilu bækurnar, greinaflokkarnir og sjónvarps-
þættirnir hafa verið gerðir um grimmdarverk hans og má
öllum vera ljóst hvernig þessi valdasjúki maður hefur
pestað þjóð sína og pínt í rífa tvo áratugi. Ein skýrslan enn
bætir þar litlu við. Hún er örvæntingarfullt ráð til að fanga
nokkrar mínútur og dálka í áhrifamiklum fjölmiðlum. Og
mun virka um stund.
Úr þessari enn einu skýrslunni verður ekki hægt að lesa
nema í nokkra daga. Og þá mun ef til vill enn heyrast af
störfum vopnaeftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í annarri
höllu forsetans í Bagdað. Og þar mun ekki heldur finnast
bofs. Þessu mun fram halda í nokkrar vikur en allsendis
óvíst er hvað ráðamenn í Lundúnum og Washington geta
beðið lengi aðgerðalausir. Þeir vita sem er að hver vika er
vinningur Saddams. Þeir vita jafn vel að hver mánuður ger-
ir mátt þeirra minni.
Það þarf 17 þúsund milljarða til að ráðast inn í írak og
steypa þar Saddam Hussein af stóli og byggja upp landið að
nýju eftir látlausan hernað og eyðileggingu. Það er meiri
peningur en meirihluti fátækustu landa heims mun nokkru
sinni flnna fyrir í matvælaaðstoð. Sá samanburður er ekki
til tals heldur miklu fremur hitt hver á að borga byssurnar.
Og ef eitthvað virðist ætla að koma í veg fyrir stríð í írak
þessa dagana eru það deilur Evrópu og Ameríku um allan
herkostnaðinn.
Það sjá allir viti bornir menn að 17 þúsund milljarðar er
meira en svo að menn sannfæri þjóðir sínar á svipstundu.
Og mehn spyrja sig jafnframt hvort þessir fjármunir séu
einhver trygging fyrir því að veröldin breytist eftir að allar
helstu byggingar íraks hafa verið lagðar í rúst og Saddam
fluttur til Haag að verja gjörðir sínar. Enginn efast um að
íraska þjóðin er betur sett án Saddams en spyrja verður
hvað lýðræðistilraunir í landi einu megi kosta og hvert
verðþol Vesturlanda sé.
Sigmundur Ernir
jy\T
Skoðun
Ofund rithöfunda
Arni Bergmann
rithöfundur
A miðri bókatíð er ég að
velta fyrir mér þeirri áráttu
rithöfunda að líta svo á að
heimurinn hafi verið búinn
til svo að þeir hefðu eitt-
hvað um að skrifa.
Þessi hugsun hefur verið að skjóta
upp kolli alveg síðan í haust þegar
breskir og islenskir rithöfundar
komu saman á málþingi. En á því
kvaðst Steinunn Sigurðardóttir „öf-
unda breska rithöfunda af þeim ríku-
legu viðfangsefnum sem er að finna í
þeirra margbrotna samfélagi." Átt
var við það, að Breska heimsveldið
hefði stefnt saman í Bretlandi sjálfu
margskonar innflytjendahópum sem
gæfu höfundum svo miklu meira að
skrifa um en völ er á í því auma og
„einsleita" íslenska samfélagi.
Hver öfundar hvern?
Sú öfund sem Steinunn talaði um
á bókmenntaþinginu er ekkert eins-
dæmi. Á Norðurlöndum mátti alltaf
öðru hvoru heyra vissan öfundartón
í garð finnskra rithöfunda sem hefðu
grimmt borgarastríð og harðar svipt-
ingar við rússneska björninn að
skrifa um meðan ekkert er svosem
að gerast „hér hjá okkur." Vestur-
Evrópumenn öfundu rússneska rit-
höfunda á Sovéttímanum af því, að
þeir hefðu svo ógurlega dramatískan
veruleika að skrifa um og nytu að
auki þeirra forréttinda að yfirvöldin
tóku svo mikið mark á bókmenntum
að skáldin þurftu að glíma bæði við
ritskoðun og lögreglu um örlög hand-
rita sinna.
Á midri bókavertíð. - Ef öfund Vestur-Evrópumanna
var ekki beint í austurátt gat hún haldið suður
á bóginn ...
Ef öfund Vestur-Evrópumanna var
ekki beint í austurátt gat hún haldið
suður á bóginn: já, ætli það sé nú
ekki munur að semja skáldsögur í
Chile og Kólumbíu, þar sem ekki má
á milli sjá hvað er hrikalegast: nátt-
úrufarið, stjórnarfarið eða örlög
frumbyggja álfunnar í „margbrotnu
samfélagi". Meðan Marquez og þeir
karlar ausa af þeim brunnum eins og
ekkert sé þá sirjum við hér í ofvernd-
aðri eymd Evrópu og skrifum langa
doðranta um það sem ekki gerðist
eftir klukkan fimm á föstudaginn
var.
Eoa þessir gyðingar!
Enn eitt nýtt dæmi: rússneskur
rithöfundur skrifaði nýlega pistil í
blað í Moskvu í tilefni þess að ung-
verskur rithöfundur af gyðingaætt-
um, Imre Kertesz, hafði hlotið bók-
menntaverðlaun Nóbels. Rússinn var
bersýnilega mjög öfundsjúkur yfir
því hve „heppnir" gyðingar eru,
einkum og sérílagi í bókmenntum.
Og af hverju er þeir svona heppnir?
Jú - það er vegna þess að þeir eru
alltaf í miðjum átökunum þegar stór-
slys ganga yfir heiminn! Hinar
miklu sögur Gamla testamentisins
komu fyrir þá, Jesús Kristur birtist
þeim fyrst og var krossfestur í þeirra
borg, já, segir þessi rússneski höf-
undur: „þið verðið að viðurkenna að
þeir hafa eitthvað að skrifa um. Það
er ekki að ástæðulausu að Nýja testa-
mentið er mesta metsölubók allra
tima."
Greinarhöfundurinn  fer  svo  í
Sandkorn
Hœnulaust á Húsavík
Mörgum þótti aðalfréttin á baksíðu Morgunblaðsins í
gær pínulítið undarleg. Þar var greint frá þeim miklu
tiðindum, að engin hæna væri lengur til heimilis á
Húsavík. Á árum áður hafi verið hænsni á 15 bæjum í
Reykjahverfi, en sérhæfing í landbúnaði og lágt eggja-
verð frá verksmiðjubúum hafi útrýmt þessum heimilis-
búskap. Það er vissulega athyglisvert, en hins vegar má
spyrja hvort það hafi nokkuð haft áhrif á fréttamat
Morgunblaðsins að þessu sinni, að einn fréttastjóranna
er Húsvíkingur...
Aurskriður og Sandkorn
Sandkorni berst daglega fjöldi skemmtilegra ábend-
inga, ekki síst með tölvupósti um netfangið sem til-
greint er hér að ofan. Er það allt þakkarvert, en á vitan-
lega misvel heima í blaðinu eins og gengur. Sumt á
raunar mjög vel heima í blaðinu, en þá fremur á frétta-
síðum en í gáskafullum Sandkorns-dálkinum. Að und-
anförnu hefur Sandkorni borist fjöldi fréttatilkynninga
frá almannavarnanefnd Seyðisfjarðar vegna yfirvofandi
Ummæli
Konur grípi um stýrið
„Ég er fullkomlega sammála því að ekki eigi aö kjósa eða
velja konu bara vegna þess að viðkomandi er kona. En við
megum heldur ekki ganga svo langt i „unisex" stefiiu að
við neitum að horfast i augu við að það sé áhyggjuefni að
konum fækkar í þingmannaliði Sjálfstæðisflokksins hvort
sem farin er leið prófkjörs eða uppstillingar. [...] Konur, og
þá sérstaklega ungar konur, verða að kynna skoðanir sínar
opinberlega, bjóða sig í fram í stjórnir félaga sjálfstæðis-
manna og í prófkjörum og setja sér langtímamarkmið. Það
þýðir ekki að leggja árar í bát á miðri leið þótt á móti blási,
heldur verðum við að grípa stýrið, vinda upp seglin með
karlmönnunum og koma fullum báti af hæfu fólki að
landi."                  Guðrún Inga Ingólfsdðttir á Tíkinni.is.
Raunveruleg ástæða hrunsins
„Það er sér í lagi afar vfllandi að halda því fram að
umrætt hrun [kommúnismans í Austur-Evrópu] hafi
sandkorn@dv.is
hættu á aurskriðum og ráðstöfunum sem gripið hefur
verið til vegna þess. Sandkornsritari er vitanlega upp
með sér að vera á póstlista háttvirtrar almannavarna-
nefndar við hlið hávirðulegra fréttastofa þessa lands, en
botnar samt ekki alveg í þessum sendingum. Og þó?
Þegar nánar er að gáð blasir auðvitað við, að tflkynn-
ingar um aurskriður eiga hvergi betur heima en í Sand-
korni...
Ég skila því
Forsætisráðherra Rúmeníu
heimsótti Alþingi í gær og hélt
Halldór Blöndal, forseti Alþing-
is, stutt ávarp af því tflefni.
Bauð hann forsætisráðherrann
innilega velkominn og bað þing-
menn að rísa úr sætum tfl þess
að votta rússnesku þjóðinni vin-
áttu sína og virðingu. Nú er
bara að vona að forsætisráð-
herra Rúmeníu komi kveðjunni
til skila til Rússlands ...
„fyrst og fremst" snúist um þessi lýðréttindi, eða skort á
þeim. Það sem hinn dæmigerða Pólverja dreymdi um á
tímum kommúnismans var að klæðast gallabuxum,
drekka kók, aka um á vestrænum bíl, eiga gervihnatta-
disk og geta keypt Lego-kubba handa börnunum. [...]
Bann við umfjöllum um einstaka þætti þjóðlífsins er
kannski íþyngjandi fyrir blaðamenn og sögukennara en
snertir ekki svo mikið hinn venjulega verkamann. Þeir
Pólverjar sem flúðu tfl Bandaríkjanna gerðu það sjaldn-
ast til að gerast dálkahöfundar eða skáld. [...] Það er
hins vegar skfljanlegt að sósíalistar á Vesturlöndum eigi
erfitt að sætta sig við þessar staðreyndir. Þeir eiga erfitt
með að sætta sig við að hrunið sannaði einmitt óskil-
virkni miðstýrðs markaðar. Slíkt væri erfiður biti að
kyngja fyrir fólk sem telur enn að Ríkið sé á mörgum
sviðum færara en einstaklingarnir til að veita þjónustu,
ekki bara menntun og heilbrigðisþjónustu, heldur einnig
verslun og bankaþjónustu."
Pawel Bartoszek á Deiglunni.com.
ufólahald í prófkjörskassa
nokkrum stökkum yfir söguna þar
til hann kemur að gyðingum í Rúss-
landi - þar eru þeir líka svo ótrúlega
heppnir í bókmenntalegum skiln-
ingi: alveg eins og þeir voru fyrstir
upp á krossinn og í gasofna nasista,
þá voru þeir í byltingunni fyrstir úr
kapítalisma í sósíalisma og svo úr
kommúnismanum inn í markaðsbú-
skapinn! Að lokum spyr þessi Rússi
að þvi, hvernig menn geti eiginlega
komist hjá því að breyta „svo mögn-
uðum margbreytileika" í upplifaðri
reynslu í „mikil bókmenntaverk,
kvikmyndir og munnlegar frásagnir,
hvernig er hægt annaö en að festa í
form slík hrollvekjandi atvik og
reynslu."
Og svo Færeyjar
Við stöndum andspænis merki-
legri hringekju: við heyrum íslenska
skáldkonu öfunda breska rithöfunda
af miklu úrvali yrkisefna, viö getum
vel heyrt breska höfunda öfunda
rússneska kollega af því að þeir geti
öslað upp fyrir haus feiknalegan
sögusjó sem Stalínisminn, Gúlagið,
hrun kommúnismann og afskaplega
dramatískur mafíukapítalismi láta
flæða yfir þá. Og svo kemur einn
Rússi og öfundar Gyðingana af því
að þeir hafi fengið enn stærri
skammt af dýrmætum verkefnum.
Það er eitthvað bogið við þetta.
Og allt í einu kemur mér í hug
William Heinesen og agnarlítfll vett-
vangur skáldverka hans, Færeyjar,
þessir klettar upp úr miklu hafl og á
þeim nokkrar þúsundir manna. Er
þetta ekki vita þýðingarlaust pláss?
Gerist hér nokkur skapaður hlutur?
Getur það verið að hér sé eitthvað að
skrifa um? Vinur okkar Heinesen
hafði, eins og rétt var og satt, litlar
áhyggjur af slíkum spurningum:
hann var handviss um að heimurinn
væri saman kominn í Þórshöfn, að
þar gerðust öll tíðindi og þar væru
að finna allar manngerðir heimsins.
Á svo öfundarlausri afstöðu tfl þess
veruleika sem var hans reis hans
merka og langlífa höfundarverk. -
Gáum að þessu.
Asgeir Hannes
Eiríksson
verslunarmaöur
Prófkjör Sjallans í
Reykjavík fór friðsamlega
fram þrátt fyrir að heiðan
prófkjörsdaginn bæri upp
á fimmtugasta og sjö-
unda afmælisdag Sturlu
Böövarssonar, sérfræð-
ings í kjörkössum.
Sjálfstæðismönnum í borginni
tókst hins vegar að hemja kjörkass-
ann sinn á einum stað mestallt próf-
kjörið og þurftu sem betur fer ekki
að elta hann vítt og breitt um kjör-
dæmið eða jafnvel langt vestur í
land. Sjálfsagt er þar fundin skýr-
ingin á því að Vesflendingar á borð
við Guðlaug Þór og Ingu Jónu bjóða
sig frekar fram í skjóli kjörkassans í
Reykjavík en í skugga hans á Vest-
urlandi. Hver andskotinn er líka
einn prófkjörskassi á mflli vina?
Engin ný sköpun
Úrslit prófkjörsins voru um flest
hefðbundin eins og venjulega.
Reykjavíkuríhaldið er samt við sig
og flokksmaddömur eftirláta karl-
peningi sínum að sjá um pólitíkina
á meðan þær sjálfar vasast í líknar-
málum. Kvenfólk kaus ekki kven-
fólk frekar en fyrri daginn og þar
sem karlar kusu það ekki heldur
rekur kvenfólkið áfram lestina.
íhaldið hefur alltaf verið karl-
rembusvínastía og það breytist ekki
nema með hormónagjöf.
Helstu undur prófkjörsins eru
þau stórmerki að nýtt fólk utan úr
bæ sló ekki tfl þó svo að flokkurinn
eygði von í ný þingsæti í borginni.
Ekki nokkur lifandi maður barði sér
urrandi á brjóst því áhuginn var
ekki fyrir hendi. Nýþvegin andlit
með einhvern boðskap hefðu átt
greiða leið í þingsæti en allt kom
fyrir ekki. Að vísu gefur tíðarand-
inn skít í stjórnmál og flnnst Al-
þingi vera þriðja flokks vinnusvæði
fyrir Pólverja með átta hundruð
mflljón króna mötuneyti. Fyrir
bragðið fylltist prófkjörið af Heim-
dellingum úr Sflfri Egils og hver
kálfurinn af öðrum teymdur á bás
með svörtu augnlappana sína úr
Valhöll.
Sá sem þessar línur ritar er í hópi
elstu Heimdellinga á Norðurlöndum
og er því skemmt að sjá litlu Kára-
hnjúkana serja upp sunnudagabind-
in og greiða hárið sitt upp úr vatni.
En barnastjörnur fuðra hraðar upp
„Þingsetan hefur frá
ómunatíð verið djobb fyrir
senatora en ekkijúníora
og ungir þingmenn þurfa
áratuga lífsreynslu til að
standast þingskörungum
snúning."
á þingi en púðurkerlingar á
gamlárskvóld. Þingsetan hefur frá
ómunatíð verið djobb fyrir senatora
en ekki júníora og ungir þingmenn
þurfa áratuga lífsreynslu tfl að
standast þingskörungum snúning.
Inngangur ekki útgangur
Harmur Verslunarráðs íslands
vex með hverju prófkjörinu sem líð-
ur. Ekki einasta situr ráðið uppi
með Vflhjálm Egilsson á skrifstof-
unni allan liðlangan daginn og kaffi-
tímana líka, heldur þarf væntanlega
að borga honum full laun eins og
hverju öðru verslunarfólki í Húsi
verslunarinnar. Við það bætist að
Birgir Ármannsson vill sjálfsagt
líka halda launum sínum hjá Versl-
unarrráðinu eins og Villi, og Versl-
unarráðið verður senn félagsmála-
stofnun fyrir sportmenn í pólitík
eins og kaupfélögin voru í eina tíð.
Enda liggur stjórn ráðsins á bæn um
þessar mundir og biður af einlægni
um endurkosningar viða um land á
íslenskum sumartíma.
Fyrirtæki á framfæri skattgreiðenda
Jóhanna
Sigurðardóttir
alþingismaöur
Kjallari
Fátækt er að verða meira
og meira áberandi. Fram-
færsla og lífsbarátta
tekjulægstu hópanna
verður sífellt erfiðari.
Margir eru að gefast upp
og eygja ekki von. Stétt-
skipting er að verða æ
sýnilegri í þjóðfélaginu. Á
sama tíma á sér stað gíf-
urleg tekjutilfærsa í þjóo-
félaginu og samþjöppun
valds og auðs fer vax-
andi.
Ríkisstjórnin hefur með ýmsu móti
ýtt undir þessa þróun, því margvísleg-
ar aðgerðir hennar hafa leitt til hróp-
legs óréttlætis i tekjuskiptingu á und-
anfórnum árum. Má þar nefna ýmsar
skattalegar tilfærslur frá fjármagns-
eigendum og stórfyrirtækjum yfir á
laun og lífeyri. Þannig hefur skatt-
byrði á venjulegt launafólk, barnafjöl-
skyldur, námsmenn, lífeyrisþega og
atvinnulausa aukist verulega. Fryst-
ing skattleysismarka og mikil skerð-
ing á barnabótum til þessara hópa
hafa verið nýttar til að kosta óhófleg-
ar skattaívilnanir til stórfyrirtækja og
auðmanna.
Skattlaus þrátt fyrir mikinn
hagnað
Á næsta ári lækka skattar fyrir-
tækja og stóreignafólks um 5 mflljarða
króna vegna þess að ríkisstjórnin
lækkaði tekjuskatt fyrirtækja úr 30% í
18% á sl. ári. Samt hafa tekjuskattar á
fyrirtæki á síðustu árum farið lækk-
andi að raungildi þrátt fyrir fjölgun
fyrirtækja, góðæri og góða aíkomu.
Einnig eru tekjuskattar sem fyrirtæki
greiða lægri en í öðrum þróuðum ríkj-
um, hvort sem miðað er við hlutfall af
landsframleiðslu eða hlutdeild í skatt-
tekjum.
Tekjuskattar munu lækka enn frek-
ar, eða um nálægt 4 milljarða á næsta
ári, þegar áhrifa af lægra skattnlut-
falli fyrirtækja, úr 30% í 18%, fer að
gæta. Ástæður óeðlilega lágra tekju-
skatta fyrirtækja hér á landi eru m.a.
þaer frjálslegu reglur sem hér gilda
um gjaldfærslu á gengistapi lána og
verðbótaþátta verðtryggðra lána svo
og víðtækar afskriftaheimildir, þ.á m.
flýtifyrningar á móti söluhagnaðj. Það
myndar síðan yflrfæranlegt rekstrar-
tap sem fyrirtækin geta nýtt til lækk-
unar á skattgreiðslum sinum.
1 nýlegu svari fjármálaráðherra til
mín á Alþingi kemur fram, að þrátt
fyrir 100 mflljarða rekstrarhagnað
4.400 fyrirtækja á árabilinu 1998-2001
greiddu þau samtals aðeins 3-4 mfllj-
arða króna í skatt, í stað 2&-30 mfllj-
arða króna, vegna nýtingar á yfirfær-
„A þremur árum hafa skattgreiöendur þurft aö standa undir 18 milljaröa tekju-
skattslækkun til fyrirtækja vegna nýtingar á rekstrartapi. Það er álíka mikiö
fjármagn og fer samtals til greiöslu vaxta- og barnabóta og til ab reka alta
framhaldsskóla landsins á næsta ári."
anlegu rekstrartapi. Af þessum 4.400
greiddu um 2.200 engan skatt, þrátt
fyrir 70 milljarða króna hagnað á fjög-
urra ára tímabili vegna skattalegra
áhrifa af nýtingu tapsins!
Fjöldi fyrirtækja virðist því greini-
lega vera á framfæri hins opinbera
sem styrkir þau með niðurgreiðslum
til að þau geti haldið hagnaði sínum.
Fróðlegt væri að vita hve mikiö hefur
verið um það á sl. árum að stöndug
fyrirtæki með mikinn hagnað hafl
veriö að kaupa flla stödd fyrirtæki eða
fyrirtæki sem komin eru í gjaldþrota-
skipti til að geta nýtt tap til frádráttar
frá eigin hagnaði og lækkað þar með
tekjuskattsgreiðslur sínar.
Enn verið að rýmka hlunnindi
Á árunum 1998-2000, eða á þriggja
ára tímabili, þurftu skattgreiðendur
að standa undir 18 mflljarða tekju-
skattslækkun til fyrirtækja vegna nýt-
ingar á rekstrartapi. Það er álíka mik-
ið fjármagn og fer samtals til greiðslu
vaxta- og barnabóta og til að reka alla
framhaldsskóla landsins á næsta ári.
Af bráðabirgðatölum um nýtingu
rekstrartaps á árinu 2001 er Jjóst að
skattalegt tap rikissjóðs stefnir i að
aukast verulega en yflrfæranlegt ónýtt
rekstrartap jókst úr 90 mflljörðum í
173 milljarða frá upphafi árs 2000 til
loka árs 2001.
Og ríkisstjórninni finnst greinilega
ekki nóg að gert í að styrkja fyrirtæk-
in með niðurgreiðslum, því nú liggur
fyrir Alþingi frumvarp um að rýmka
enn heimildir fyrirtækja til að nýta
rekstrartap, sem þýðir viðbótartekju-
tap svo hundruðum mflljóna skiptir
fyrir ríkissjóð þegar á næsta ári. Eðli-
legra væri að endurskoða alltof rúmar
reglur vegna afskrifta og fyrningar-
heimilda, sem augh'óslega eru langt
umfram verðmæti eigna, sem og regl-
ur vegna gengis- og verðlagsbreytinga.
Þannig mætti fá verulegar teKjur til
að auka barnabætur og lækka tekju-
skatt á einstaklinga og lífeyrisþega.
Hér hefur verið tekið eitt dæmi af
mörgum um ðeðlilega mikil skatta-
hlunnindi til fyrirtækja. Vissulega á
skattaumhverfi fyrirtækja að vera
gott, en þegar forskot fyrirtækja hér á
landi í skattívilnunum og skattaniður-
greiðslur tfl fyrirtækja og stóreigna-
fólks eru orðnar langt umfram það
sem gerist hjá samkeppnisþjóðum þá
verða menn að staldra við. Ekki síst
þegar skattpínt launafólk, að ekki sé
talað um lágtekjufólk og lífeyrisþega,
verður að standa undir skattaparadís
fyrirtækjanna.
Þetta sama fólk þarf svo að þola það
að ráðherrarnir hafi allt á hornum sér
þegar knúið er á um skattalækkun á
laun eða lífeyristekjur.
H-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32