Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIDVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
29
!
Jón meiddur á hné
Jón Nordal Hafsteinsson, framherji
úr Keflavík, verður frá keppni næstu
tvær til þrjár vikur vegna meiðsla á hné
eftir þvi sem fram kemur á vefsvæði
körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
Jón lék ekki með Keflvíkingum gegn
KRá föstudagskvöldið og mun fara í
myndatöku seinna í vikunni.
Þetta er áfall fyrir Keflvíkinga því að
hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki í
varnarleik þeirra það sem af er tíma-
bili.                        -ósk
- keppni í hverju orði
Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi hefst 10. desember í Argentínu
Finnum fýrir pressu
- segja Kristín Rós Hákonardóttir og Bjarki Birgisson sem taka þátt fyrir íslands hönd
Heimsmeistaramót fatlaðra í
sundi hefst 10. desember næstkom-
andi í Mar del Plata í Argentínu.
Tveir íslenskir sundmenn, Kristín
Rós Hákonardóttir og Bjarki Birgis-
son, verða meðal keppenda og ljóst
að miklar væntingar verða gerðar
til þeirra þar sem þau hafa verið
meðal fremsta sundfölks í sínum
flokki í heiminum undanfarin ár.
Kristín Rós keppir í fimm grein-
um: 100 metra baksundi, 50 og 100 m
skriðsundi, 100 metra bringusundi
og 200 metra fjórsundi, á mótinu en
Bjarki keppir í þremur greinum, 100
metra bringusundi, 200 metra fjór-
sundi og 50 metra flugsundi.
DV-Sport hitti Kristínu Rós og
Bjarka í gær áður en þau lógðu af
stað í 27 tíma langt ferðlag til Mar
del Plata og ræddi við þau um mót-
ið og fleira þvi tengt.
Hefur tvo titla aö verja
Kristin Rós á tvo titla að verja frá
síðasta heimsmeistaramóti á Nýja
Sjálandi fyrir fjórum árum og hún
sagði að mótið legðist vel í hana.
„Mótið leggst vel í mig. Ég hef tvo
titla að verja og auðvitað flnn ég
fyrir pressu um að standa mig vel.
Ég hef hins vegar æft mjög vel fyrir
mótið, er í fínu formi og ætla mér
stóra hluti á mótinu," sagði Kristín
Rós.
Erum búin aö æfa rosalega
Bjarki Birgisson, sem er að taka
þátt í sínu fyrsta heimsmeistara-
móti, tók í sama streng og Kristín.
„Við erum búin að æfa rosalega
fyrir þetta mót og það ríkir mikil til-
hlökkun. Ég «r orðinn alveg svaka-
lega stressaður enda veit ég að það
eru gerðar miklar kröfur til manns
þegar maður keppir fyrir íslands
hönd," sagði Bjarki.
Frábærar fyrirmyndir
Kristín Rós og Bjarki eru frábær-
ar fyrirmyndir fyrir fatlaða íþrótta-
menn en skyldu þau líta þannig á
sig.
„Ég lit ekkert frekar á mig sem
fyrirmynd fyrir fatlaða iþróttamenn
heldur en ófatlaða. Við æfum alveg
jafnmikið og fólk í fremstu röð ófatl-
aðra gerir en ég geri mér samt grein
fyrir því að eftir því sem við náum
betri árangri því auðveldara verður
fyrir íþróttasamband fatlaðra að fá
styrki og sjálfsagt fjölgar fótluðum
íþróttaiðkendum líka í kjölfarið.
Það hvílir nokkur ábyrgö á okkur
en ég held það geri það alltaf þegar
maður keppir fyrir íslands hönd,"
sagði Bjarki.
Nám sett á hilluna
Kristín Rós segir að fórnirnar séu
miklar ef árangur eigi að nást í
íþróttum og gildir það jafnt um fatl-
aða sem ófatlaða íþróttamenn.
„Við erum hvorugt í skóla eins og
stendur heldur höfum við helgað
okkur sundinu fyrir þetta mót. Það
eru ýmsar fórnir sem fólk þarf að
færa ætli það sér að ná árangri en
ég hef hingað til ekki séð eftir því
aö hafa frestað námi um tima. Þetta
er svo gaman, sérstaklega þegar vel
gengur," segir Kristín Rós.
Jákvætt viöhorf
Aðspurð sögðust Kristín Rós og
Bjarki verða vör við mjög jákvætt
viðhorf frá fólki og fyrirtækjum í
þeirra garð og ágætlega hefði geng-
ið að safna fyrir ferðinni.
„Fólk gengur að okkur úti á götu,
óskar okkur góðs gengis og hvetur
okkur til dáða og það er mjög gam-
an. Það hjálpar líka til þegar um-
fjöllun í fjölmiðlum er til staðar,"
sagði Kristin Rós að lokum.
Hún stingur sér fyrst til sunds
þriðjudaginn 10. desember í 100
metra baksundi þar sem hún á
heimsmetið en fyrsta sund Bjarka
er fimmtudaginn 12. desember. -ósk
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri íþróttasambands fatlaöra, Kristín Rós Hákonardóttir, sundkona úr Fjölni, Héöinn Jónsson, sjúkraþjálfari íslenska
liösins, og Bjarki Birgisson, sundmaöur úr Fjölni, stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara DV áöur en haldiö var af staö til Argentínu f gær.        DV-mynd E. ól.
Dagskrá íslensku
keppendannaí
Argentínu
Kristín Rós Hákonardóttir tek-
ur þátt í flmm greinum á Heims-
meistaramótinu í sundi í Argent-
ínu. Kristín Rós tekur þátt í 100
metra baksundi, 50 og 100 m
skriösundi, 100 metra bringu-
sundi og 200 metra fjórsundi.
Dagskrá hennar er eftirfarandi:
Þriðjudagur 10. desember
100 metra baksund
Besti timi: 1:25,98 mín. (heimsmet)
Miövikudagur 11. desember
100 metra skriðsund
Besti timi: 1:18,05 mín.
Fimmtudagur 12. desember
100 metra bringusund
Besti tími: 1:35,64 mín. (heimsmet)
Laugardagur 14. desember
200 metra fjórsund
Besti tími: 3:15,16 mín.
Sunnudagur 15. desember
50 metra skriðsund
Besti timi: 37,41 sek.
Bjarki Birgisson tekur þátt í
þremur greinum, 100 metra
bringusundi, 200 metra fjórsundi
og 50 metra flugsundi. Dagskrá
hans er eftirfarandi:
. Fimmtudagur 12. desember
100 metra bringusund
Besti tími: 1:34,43 mín.
Laugardagur 14. desember
200 metra fjórsund
Besti tími: 3:10,10 mín.
Sunnudagur 15. desember
50 metra flugsund
Besti timi: 35,96 sek.
Úrslitaleikur um Heimsbikar félagsliöa fór fram í Japan í gær:
••
Oruggt hja Real Madrid
- vann bikarinn í þriðja sinn meö sigri á Olimpia, 2-0
Ronaldo sneri í gær aftur á leik-
vanginn í Yokohama í Japan þar
sem hann skoraði bæði mörk Bras-
ilíumanna í úrslitaleiknum gegn
Þjóðverjum á HMí sumar og það
var eins og við manninn mælt.
Hann skoraði fyrsta mark Real Ma-
drid í úrslitaleiknum gegn parag-
væska liðinu Olimpia um heims-
bikar félagsliða með góðu skoti frá
vítateig eftir undirbúning frá Raul
og Roberto Carlos.
Real Madrid var miklu betri aðil-
inn í leiknum, fékk fjölmörg færi til
aö skora fleiri mörk en varö þó að
bíða þar til á 84. mínútu eftir öðru
markinu sem gulltryggði sigurinn.
Varamaðurinn Guti skoraði þá með
skalla eftir fyrirgjöf frá Luis Figo.
Sanngjarn sigur Evrópumeistar-
anna, 2-0, og sárabót fyrir heldur
dapurt gengi að undanförnu.
Þessi sigur var einnig sárabót
fyrir tapið gegn argentínska liðinu
Boca Juniors fyrir tveimur árum
og beiö liðið lægri hlut, 2-1, þrátt
fyrir að hafa mikla-yfirburði allan
leikinn.
Þetta var þriðji sigur Real Ma-
drid í keppninni en áður hafði liðið
unnið árið 1698 þegar brasihska
liðið Vasco da Gama var lagt að
velli, 2-1. Þá voru 38 ár liðin síðan
félagið hafði unnið titilinn en það
vann úrúgvæska liðið Penarol í
tveimur leikjum árið 1960 þegar
keppt var um bikarinn í fyrsta
sinn.
Vincente Del Bosque, þjálfari
Real Madrid, var sáttur við úrslitin
eftir leikinn.
„Það var frábært aö vinna þenn-
an titil á aldarafmæli félagsins. Það
sem er þó mikilvægara er að viö
skoruðum tvö mörk og fundum aft-
ur markaskóna sem hafa verið
týndir að undanförnu. Það, ásamt
því að margir leikmenn eru að
koma til baka eftir meiðsli og veik-
indi, gefur okkur ástæðu til
bjaftsýni með framhaldið á
tímabilinu," sagði Vincente Del
Bosque, þjálfari Real Madrid, eftir
leikinn.                -ósk
Zinedine Zidane, Ronaldo og
Ollmpia í Yokohama f Japan f
Luis Flgo fagna hér sigrinum gegn
gær.
paragvæska llöinu
Reuters

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32