Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						r-
I
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002
DV
Viðskipti
l
I

m	Þetta helst
	
¦IMIIJIMIIIMWJI.MIM^II	
HEILDARVIÐSKIPTI	4.112 m.kr.
Hlutabréf	1.487 m. kr.
Húsbréf MEST VIÐSKIPTI	1.207 m. kr.
Q Sæplast	592 m. kr.
© Rugleiöir	260 m. kr.
©Jarðboranir	234 m. kr.
MESTA HÆKKUN	
© Sæplast	21,9%
© íslandssími	5,0%
© Flugleiðir	2,0%
MESTALÆKKUN	
Q íshug	2,9%
©Líf	1,9%
© Baugur	1,0%
ÚRVALSVÍSITALAN	1.321
- Breyting	£¦0,13%
Gengi krónunnar stööugí
um þessar mundir
Gengi krónunnar hefur verið nokkuð
stöðugt að undanfórnu og hefur flökt
hennar ekki verið jafn lítið síðan krón-
an var sett á flot í upphafi árs 2001. Litl-
um viðskiptahalla og kaupum innlendra
aðila á erlendum verðbréfum hefur ver-
ið mætt með fjárfestingum erlendra að-
ila hér á landi og erlendum lántökum.
Greining íslandsbanka væntir bess að
litlar breytingar verði á þessu á næst-
unni og að verðgildi krónunnar verði
nálægt núverandi gildi í lok árs. Stórar
ákvarðanir eru hins vegar fram undan á
næstu vikum og mánuðum varðandi
hugsanlegar stóriðjuframkvæmdir.
Þessar ákvarðanir munu eflaust kalla á
breytingar á verðgildi krónunnar. ís-
landsbanki spáir því að krónan auki
verðgildi sitt á næsta ári, meðal annars
vegna vaxandi umsvifa í efnahagslíflnu
og fjárfestinga erlendra aðila hér á
landi.
500 milljóna afgangur
Frumvarp að fjárhagsáætlun Akur-
eyrarbæjar fyrir árið 2003 hefur verið
afgreitt í fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Heildartekjur Akureyrarbæjar verða
tæpir 7,9 milljarðar króna en heildar-
gjöld rétt um 7,4 milljarðar skv. sam-
stæðureikningi. VelturjárhlutfáU sam-
stæðureiknings er 1,09 og eiginfjárhlut-
fall er 40%. Gert er því ráð fyrir um 500
miUjóna króna afgangi.
í frétt frá Akureyrarbæ kemur fram
að í fjárhagsáætlun ársins 2003 er áfram
gert ráð fyrir miklum fjárfestingum í
grunngerð samfélagsins og er það i sam-
ræmi við málefhasamning meirihluta-
flokkanna.
Samkvæmt framkvæmdayfirliti Ak-
ureyrarbæjar eru framkvæmdir A-hluta
rúmir 1,4 milljarðar. Þar af eru 220
milljónir vegna öldrunarþjónustu, rúm-
ar 500 milljónir vegna fræðslu- og upp-
eldismála, 250 mUIjónir vegna menning-
armála og 268 milljónir vegna æskulýðs-
og íþróttamála. I B-hluta eru 685 milljón-
ir áætlaðar til framkvæmda og munar
þar mest um framkvæmdir á vegum
Norðurorku fyrir tæpar 400 milljónir og
Fráveitu Akureyrarbæjar fyrir rúmar
100 milljónir. Skatttekjur aðalsjóðs eru
áætlaðar tæpir 3,5 milljarðar króna og
framlag Jöfhunarsjóðs sveitarfélaga 360
milfjónir. Aðrar tekjur Akureyrarbæjar
eru rúmir 4 milljarðar skv. samstæðu-
reikningi.
Yfirverö á húsbréfum
Sparisjóður Hafharfjarðar gerir ráð
fyrir að á næsta ári skapist aðstæður til
yfirverðs í stað affalla á húsbréfum.
Greiningardeild Sparisjóðs Hafhar-
fjarðar telur að í Ijósi þess að áhrif stór-
iðjuframkvæmda koma ekki strax fram
í efnahagslífmu séu litlar blikur á lofti
um að vextir hækki á ný á næsta ári.
Líklegra er að slíkar framkvæmdir ein-
faldlega haldi aftur af áframhaldandi hr-
inu vaxtahækkana. Áhrifa stóriðju gæti
farið að gæta eftir nokkur misseri og
hækkað vaxtastig aftur. Þar sem meiri
óvissa ríkir um vaxtahorfur eftir árið
2003 en nú er viðbúið að ávöxtunarkrafa
til bréfa með lengri gildistíma lækki
minna en skuldabréfa með styttri gildis-
tíma. Því er viðbúið að kúrfan á ávöxt-
unarkröfu húsbréfa hallist upp á við.
Þar sem verðbólguálag á óverðtryggðum
ríkisbréfum er komið á svipaðar slóðir og
verðbólgumarkmið Seðlabankans, eða
um 2,5%, er líklegt að ávöxtunarkrafa
verðtryggðra skuldabréfa hreyfist í svip-
uðum takti og óverðtryggð skuldabréf.
Vegna þess geta skapast aðstæður til yfír-
verðs i stað afalla á husbréfum.
Uppsagnahrina á
höfuðborgarsvæðinu
Síðustu daga hefur nokkuð borið á
fjöldauppsögnum hjá fyrirtækjum á
höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skömmu
var tilkynnt um uppsagnir 33 starfs-
manna hjá Heklu hf. og á þriðjudag var
tilkynnt um uppsagnir 76 starfsmanna
hjá íslandssíma hf. og Tali hf. auk þess
sem AcoTæknival sagði upp 10 starfs-
mönnum. Hjá þessum þremur fyrir-
tækjum hafa því alls 119 starfsmenn
misst vinnuna á skömmum tíma.
Þessar uppsagnir bætast við versn-
andi  atvinnuástand  á  höfuðborgar-
svæðinu. Atvinnuleysi hefur verið að
aukast á landinu öllu og mældist í októ-
ber 2,5%, en 2,8% á höfuðborgarsvæð-
inu. Það jafhgildir því að í október hafl
að jafnaði um 2.500 manns verið at-
vinnulausir á höfuðborgarsvæðinu. Á
landinu öllu var atvinnuleysið í októ-
ber sl. um það bil tvöfalt meira en í
október fyrir ári. Þá var aukning at-
vinnuleysis milli októbermánaðar og
septembermánaðar mun meiri en með-
altalsaukning síöustu ára.
Atvinnuástandið versnar iðulega í
nóvember miðað við október. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Vinnumála-
stofnun hefur atvinnuleysi aukist að
meðaltali um 9,5% frá október til nóv-
ember ef litið er til síðustu tíu ára.
Vinnumálastofnun telur því líklegt að
atvinnuleysið í nóvember aukist og
verði á bilinu 2,7% til 3,0%. Uppsagna-
hrinan á höfuðborgarsvæðinu siðustu
daga gefur svo tilefhi til að ætla að þró-
unin muni áfram vera á þann veg að
atvinnuleysi aukist eftir því sem líður
á veturinn.
Umsjón: Víöskiptablaoíö
Hausaþurrkunarlínur til
Laugafisks
Laugafiskur og Skaginn hafa gengið
frá samningi sem felur í sér að Skaginn
muni framleiða vinnslulínu sem geti
nýst til hausaþurrkunar fyrir verk-
smiðju Laugafisks á Akranesi.
Það sem af er árinu hefur Skaginn
þegar sett upp rvær slíkar vinnslulínur
til að þurrka þorskhausa í tveimur
verksmiðjum Laugafisks. Fyrsta
vinnslulínan var sett upp i verksmiðju í
Færeyjum sem er að hluta til í eigu
Laugafisks. Hin vinnslulínan er í verk-
smiðju félagsins að Laugum. Laugafisk-
ur er um þessar mundir að reisa nýja
verksmiðju á Akranesi og eins og áður
sagði verður sett upp slík vinnslulína
frá Skaganum þar. Ætlunin er að taka
verksmiðjuna í notkun í febrúar 2003.
I-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32