Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002
27
Sport
Frábær síð-
ari hálfleikur
- kom Aftureldingu í undanúrslit
Það gekk mikið á i Mosfellsbæn-
um i gærkvöldi er Afturelding
tryggði sér sæti i undanúrslitum SS-
bikarsins með sigri á Gróttu/KR í
vægast sagt sveiflukenndum leik.
Jafnræði var með liðunum fyrstu
20 mínútur leiksins en þá kom góð-
ur kafli hjá Gróttu/KR sem tryggði
þeim 5 marka forystu. Heimamenn
tóku þó kipp undir lok hálfieiksins
og náðu að minnka muninn i 2
mörk áður en leikmenn gengu til
búningsherbergja.
Hálfleiksræða Bjarka Sigurðsson-
ar, þjálfara Aftureldingar, hefur
verið af dýrari gerðinni því Mosfell-
ingar komu gríðarlega vel stemmd-
ir til síðari hálfleiks og röðuöu inn
mörkum á Gróttu/KR sem vissu
ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Fór
þar fremstur í flokki Daði Hafþórs-
son sem hafði látið fara lítið fyrir
sér í fyrri hálfleik. Það tók gestina
9 mínútur og 20 sekúndur að kom-
ast á blað í síðari hálfleik er Sverr-
ir Pálmason skoraði en sóknir
Gróttu/KR i siðari hálfleik fram að
því höfðu verið ómarkvissar og ekki
bætti úr skák að Reynir varði flest
sem kom á mark Mosfellinga.
Aftureldingarmenn náðu mest 6
marka forystu í stöðunni 21-15 en
þá tóku gestirnir við sér á ný og
náðu að minnka muninn í 2 mörk.
En það dugði skammt því áður-
nefndur Daði tók þá aftur til sinna
ráða og kláraði leikinn fyrir Mos-
fellinga, 25-21.
Reynir Þór átti stórleik í marki
Aftureldingar og þá sérstaklega í
síðari hálfleik. Daði var sterkur á
ögurstundu og vörnin small í síðari
hálfleiknum.
Hjá Gróttu/KR var Hlynur
Morthens sá eini sem spilaði vel all-
an leikinn. Páll Þórólfsson var
sterkur í síðari hálfleik og horna-
mennirnir Davíð Ólafsson og Krist-
ján Geir Þorsteinsson áttu ágæta
spretti.
. Mörk Aftureldingar: Daði Haf-
þórsson 6, Valgarð Thoroddsen 5\3,
Atli Rúnar Steinþórsson 3, Bjarki
Sigurðsson 3, Jón Andri Finnsson
3, Erlendur Egilsson 2, Haukur Sig-
urvinsson 2, Sverrir Björnsson 1.
Varin skot: Reynir Þór Reynis-
son 23\1
Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfs-
son 7\3, Dainis Rusko 4\2, Kristján
Geir Þorsteinsson 3, Davíð Ólafsson
3, Gísli Kristjánsson 1, Alexander
Peterson 1, Sverrir Pálmason 1, Al-
freð Finnsson 1.
Varin skot: Hlynur Morthens
18/1                  -HBG
Árni Stefánsson, þjálfari HK:
Ótrúlegur
baráttusigur
„Þetta var alveg meiri háttar.
Strákarnir eru að spila þrælvel
þarna fyrir utan og við í horninu
erum að fá fín færi sem ég var
ekki að nýta fram eftir leiknum
en það kom þarna í framlenging-
unni. Það var vendipunktur í
leiknum þegar við vorum tveimur
færri og tveim mörkum undir en
náðum að saxa á forskotið," sagði
Samúel Árnason, hetja HK í leikn-
um. „Maður reynir að setja sig í
aöstæður sem maður hefur lent í
áður og gert vel í og reynir að
framkvæma eftir því," sagði Sam-
úel aðspurður hvað hann hefði
verið að hugsa í framlengingunni.
„Frábær sigur! Alveg ótrúlegur
baráttusigur og allir orðnir
þreyttir en við höfðum viljann og
það er það sem skiptir máli í
svona leikjum. Það lið sem langar
meira fer alla leið og klárar svona
dæmi. Það er ekkert bensin eftir.
Við unnum boltann með baráttu
og settum mark i bráðabananum
eftir að hafa byrjað í vörn. Þetta
er bara snilld," sagði Árni Stef-
ánsson, þjálfari HK, eftir leikinn.
-MOS
HK-ingurinn Óiafur Víöir Ólafsson reynir hér sendingu inn á línuna en Júlíus Jónasson er til varnar.                *
DV-mynd Sigurour Jökull
Rosalegt
- þegar HK sigraði ÍR i bráöabana i bikarkeppninni
Rosalegt svakalegt ofboðslegt.
Spenna, spenna, spenna og aftur
spenna. Þannig er sennilega best aö
lýsa leik HK og ÍR í átta liða úrslit-
um bikarkeppni handknattleikssam-
bandsins í gærkvóldi. Leiknum lauk
með jafhtefli og því þurfti að fram-
lengja hann. Eftir framlenginguna
var jafnt og því aftur framlengt. Önn-
ur framlenging endaði einnig með
jamtefli og því þurfti bráðabana til
að skera úr um úrslit. ÍR byrjaði með
boltann en HK-menn náðu honum og
Samúel Árnason skoraði markið sem
tryggði HK sigurinn í leiknum og
sæti í 4 liða úrslitum bikarkeppninn-
ar. Það voru gestirnir úr ÍR sem byrj-
uðu betur en hægt og sígandi náðu
heimamenn að jafna og voru einu
marki yfir í hálfleik, 13-12. ÍR byrjaði
síðari hálQeik af meiri krafti og
leiddi með tveim til þrem mörkum
fram eftir leik.
Undir lok leiks voru þeir komnir
með 24-20 forystu. Þegar innan við 4
mínútur lifðu af leiknum voru leik-
menn ÍR með boltann tveimur mörk-
um yfir og tveimur leikmönnum
færri. Leikmenn HK lögðu ekki árar
í bát heldur minnkuðu muninn i eitt
mark. Síðan fengu þeir hraðaupp-
hlaup og gátu jafnað leikinn en
Hreiðar Guðmundsson varði glæsi-
lega og Ólafur Sigurjónsson skoraði
og kom þeim í 25-23. Ólafur Víðir
Ólafsson skoraði hins vegar tvö síð-
ustu mörk leiksins á síðustu mínútu
leiksins og tryggði HK þar meö fram-
lengingu.
Þá hófst darraðardansinn fyrst fyr-
ir alvöru. IR byrjaði með boltann en
HK komst yfir. ÍR jafnaði og komst
yfir og aftur komst HK yfir en það
var Bjarni Fritzson sem jafnaði
hálfri mínútu fyrir leikslok. Þar við
sat og aftur var framlengt. Aftur var
það HK sem komst yfir og ÍR jafnaði
og komst yfir. HK jafnaði og komst
yfir og það var Guðlaugur Hauksson
sem jafnaði leikinn fyrir ÍR hálfri
mínútu fyrir leikslok.
Þar með var boðið upp á bráða-
bana og það voru leikmenn ÍR sem
byrjuðu með boltann. Grimmur varn-
arleikur HK-manna færði þeim bolt-
ann. Þeir spiluðu stutta sókn sem
endaði með því að Samúel Árnason
fékk boltann í horninu og skoraði
mark úr þröngri stöðu sem tryggði
HK sigurinn í leiknum.
Hjá HK spilaði allt liðiö mjög vel. Ólafur
Víðir Ólafsson og Atli Þór Samúelsson
voru að axla mikla ábyrgð undir lok leiks
og í framlengingunum. Þeir skoruöu mik-
ilvæg mörk en það var Samúel Árnason
sem skoraði þrjú síðustu mörk HK og þar
af mikilvægasta mark leiksins. Arnar
Freyr Reynisson kom inn á undir lok leiks
og varði oft mjög vel á gríðarlega mikil-
vægum augnablikum. Jalíesky Garcia átti
einnig góðan leik, sérlega i vörn.
Hjá lR var það Hreiðar Guðmundsson sem
var að spila manna best. Ólafur Sigurjóns-
son átti einnig mjög góðan leik en hann
var tekinn úr uraferð undir lok leiksins.
Þá riðlaðist varnarleikur ÍR töluvert þegar
Fannar Þorbjörnsson fékk rauða spjaldið í
lok síðari hállleiks.
Mörk HK: Jaliesky Garcia 9, Atli Þór
Samúelsson 8, Ólafur Viðir Ólafsson7/4,
Samúel Árnason 6, Már Þórarinsson 2,
Alexander Arnarson 2, Elías Már Hall-
dórsson 1, Varin skot: Björgvin Gústavs-
son 11, Arnar Freyr Reynisson 11/1.
Mörk ÍR: Ólafur Sigurjónsson 12/5,
Bjarni Fritzson 7, Guðlaugur Hauksson 7,
Sturla Ásgeirsson 5, Ingimundur Ingi-
mundarson 1, Kristinn Björgúlfsson 1,
Júlíus Jónasson 1, Varin skot: Hreiðar
Guðmundsson 20/1.           -MOS
Denise verður saknað
- skoraði 35 stig og tók 18 fráköst i 74r-£2 sigri Grindavikur i Njarðvik
) er lióst að Grindvíkingar   þátt í því að Grindavíkurliðið náði    Krystal Scott lék sinn annan leik   Guðmundsdóttir voru traustí
Það er h'óst að Grindvíkingar
koma til með að sakna Denise
Shelton sem hefur leikið frábærlega
með liði félagsins í 1. deild kvenna í
vetur. Shelton skoraði 35 stig, tók 18
fráköst og gaf 6 stoðsendingar í
74-82 sigri liðsins í Njarðvík i gær
sem tryggði stöðu liðsins i öðru sæti
deildarinnar.
Shelton hefur tilkynnt forráða-
mönnum Grindavíkur að hún óski
eftir því að losna undan samningi
við liðið og snúa aftur heim til
Bandaríkjanna þar sem hún þjáist
að mikttli heimþrá. Það er þó ekki
sjáanlegt inni á vellinum því
Shelton er með 33,7 stig og 15 fráköst
að meðaltali í vetur sem er það lang-
mesta hjá einum leikmanni í deild-
inni.
Snilli Shelton átti líka mestan
þátt í því að Grindavíkurliðið náði
18 stiga forustu fyrir leikhlé en hún
gerði 22 stig og hitti úr 7 af 12 skot-
um sínum í fyrri hálfleik.
Auður Jónsdóttir, fyrirliði Njarð-
víkur, fór fyrir sínum stúlkum í
þriðja leikhluta þar sem Njarðvíkur-
liðið kom sér aftur inn í leikinn en
Auður gerði 10 af 21 stigi liðsins í
leikhlutanum. Njarðvík náði í
framhaldinu muninum niður í fimm
stig um miöjan fjórða leikhluta eftir
að liðið skoraði 10 stig í röð en
Grindavikurliðið hélt út og vann
fjórða sigur sinn á Njarðvík í vetur.
Njarðvíkurstelpurnar tóku 38
sóknarfráköst í leiknum sem eru
ótrúlegar tölur en þær komu til
vegna góðrar baráttu og afar slakrar
skotnýtingar liðsins sem var aðeins
tæp 30%.
Krystal Scott lék sinn annan leik
með Njarðvik í gær og náði ekki al-
veg að fylgja eftir góðum leik en 21
stig og 12 frákóst er ekki alslæmt,
ekki síst fyrir þær sakir að þau 16 af
22 skotum hennar sem misfórust
voru flest tekin í erfiðri stöðu undir
kórfunni þar sem hún uppskar oft
hvergi nærri eins margar villur og
stalla hennar í Grindavíkurliðinu
hinum megin.
Helga Jónasdóttir úr Njarðvík var
sterk undir körfunni með 17 stig og
17 fráköst, Auður skilaði sínu og
Pálína Gunnarsdóttir átti sinn besta
leik sóknarlega í vetur.
Shelton var allt í öllu hjá Grinda-
vík en auk hennar tók Sólveig
Gunnlaugsdóttir af skarið þegar á
þurfti að halda og Sigríður Anna
Ólafsdóttir   og   María   Anna
Guðmundsdóttir voru traustar. Þá
áttu þær Erna Rún Magnúsdóttir og
Petrúnella Skúladóttir góða
innkomu af bekknum.
Stig Njarövíkur: Krystal Scott 21 (12
fráköst, 6 í sókn), Helga Jónasdóttir 17 (17
fráköst, 12 1 sðkn, 3 varin), Auður Jóns-
dóttir 12 (6 stoðs.), Pálína Gunnarsdóttir
9 (12 fráköst, 6 í sókn, 4 stoðs.), Eva Stef-
ánsdóttir 7, Guðrún Ósk Karlsdðttir 6 (11
fráköst), Ásta Óskarsdóttir 2. Þá tók Ingi-
björg Elva Vilbergsdóttir 7 sóknarfráköst
á aðeins níu mínútum.
Stig Grindavíkur: Denise Shelton 35
(18 fráköst, 6 stoðs., 4 varin, hitti 10 af 19
skotum og 13 af 16 vitum), Sólveig Gunn-
laugsdóttir 17, Sigrlöur Anna Ólafsdóttir
9, María Anna Guðmundsdóttir 7 (4
stoðs.), Petrúnella Skúladóttir 7, Guörún
Ósk Guðmundsdóttir 3, Sandra Dögg Guð-
laugsdóttir 3, Erna Rún Magnúsdóttir 2 (6
stoös. á 16 mín).
-ÓÓJ
$
1. DEILD KVENNA
Staöan:
Keflavík    8  8  0  626^46   16
Grindavík   9  6  3  648-628   12
Haukar     8  4  4  475-511   8
KR         8   4  4  498^88   8
Njarðvík    9  3  6  582-643   6
ÍS
8   0  8  402-515   0
Stigahæstar:
Denise Shelton, Grindavík ___33,7
Helena Sverrisdóttir, Haukum  . 17,3
Birna Valgarðsdóttir, Kefiavík . 15,1
Helga Þorvaldsdóttir, KR  .....15,0
Þórunn Bjarnadóttir, ÍS  ......14,3
Sonja Ortega, Keflavík .......14,0
Hanna B. Kjartansdóttir, KR . . . 13,4
Sólveig Gunnlaugsd., Grindavík 13,3
Næstu leiklr:
KR-ÍS  ...........7. des. kl. 16.00
Haukar-Grindavík . 7. des. kl. 18.00
Grindavik-Haukar . 14. des. kl. 17.15
Keflavík-KR......16. des. kl. 19.15
ÍS-Njarðvík ......16. des. kl. 19.30
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32