Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002
Sport
Kvennalið KA/Þórs lítið sést norðan heiða að undanförnu:
Sjö útileikir í r "
ii
- leikur loks á heimavelli eftir rúmlega tveggja mánaöa hlé
Martha Hermannsdóttir og samherjar hennar í KA/Þór hafa veriö meö
annan fótinn á Reykjavíkursvæbinu undanfamar vikur. Pær hafa leikib sjö
útileiki f röö en næstu fimm leikir verða á heimavelli.
Kvennalið KA/Þórs í handknatt-
leik hefur lítið sést á heimavelli
sinum á Akureyri að undanfbrnu,
en sérkennilega vill til að liðið hef-
ur leikið sjö leiki í röð í Esso-deild
kvenna í handknattleik á útivelli.
Þarna er þó ekki um nein mistök
að ræða í niðurróðun heldur er
þetta vegna utanaðkomandi að-
stæðna, sem og óska félagsins til að
minnka kostnað. Það verður þó
ekki mikið um ferðalög á næstunni
þar sem næstu fimm leikir liðsins
eru allir á heimavelli.
Liðið leikur loks á heimavelli
sínum um helgina þegar stúlkurn-
ar mæta Víkingum á laugardag en
síðast léku þær á heimavelli sínum
þann 5. október þegar þær mættu
FH. Síðan tók við sjö leikja úti-
leikjahrina. Staða liðsins í deild-
inni er ekki góð, það situr í næst-
neðsta sæti með fjögur stig. Úrslit
leikja hafa þó ekki verið sérlega
óhagstæð miðað við stöðuna, sem
sést best á því að   markatalan er
aðeins 35 mörk í minus á meðan
liðin á svipuðum slóðum eru með
mun verri markatölu en KA/Þór.
Hlynur Jóhannsson, þjálfari
KA/Þórs, segir þetta þó ekki hafa
komið niður á liðinu með neinum
hætti. „Ég verð þó að viðurkenna
að síðast þegar ég flaug suður var
ég alveg kominn með upp í kok af
þessum ferðalögum. Þetta er voða-
lega erfitt en ég held að þetta sé
ekki ástæðan fyrir því að við erum
með svo fá stig sem raun ber vitni.
Við erum eitt af þeim liðum sem
megum alls ekki við því að missa
leikmann út vegna meiðsla. Það
eru einhver lið sem eru lakari á
pappírnum en við en um leið og við
missum einhvern af okkar þremur
lykilleikmönnum þá erum við strax
orðin með lakara lið," segir Hlyn-
ur.
Hann segir að tilkynntir hafi ver-
ið 14 leikmenn til HSÍ, þar af átta
leikmenn í unglingaflokki og þrátt
fyrir að liðið sé búið að taka þátt i
keppni í fimm ár nú þá sé meðal-
aldurinn alltaf að lækka. Hlynur
segir að eftir yfirstandandi timabil
geti orðið erfitt að manna liðið. Þá
stefhi í að allt að átta leikmenn fari
í nám suður yfir heiðar þar sem
þær hafi lokið því námi sem boðið
er upp á á Akureyri. „Akureyri er
hreinlega of lítill bær til að halda
svona liði úti, þó að það sé ljótt að
segja það. Það eru jú minni bæjar-
félög á landinu sem geta haldið úti
liði en það vita allir með hvaða
hætti það er gert. Við erum hins
vegar ekki tilbúin að fara út í slíkt
og við keyrum þetta áfram bara á
heimastúlkum og verðum að sætta
okkur við að við náum ekki lengra
en raun ber vitni. Við erum alla-
vega með eins og er og við erum
ekki að reka þetta lið með tapi. Það
er hundleiðinlegt að vera með allt
niður um sig fjárhagslega eftir
hvern einasta vetur og við tökum
ekki þátt í því."
-PS
$
HBADEILDIN
Urslit í nótt
Philadelphia-Boston   ......99-93
Iverson 27, Coleman 20, Snow 13, Van Horn
13 - Pierce 34, Walker 19, McCarty 10
Cleveland-Chicago......111-101
Wagner 29, Davis 26, Boozer 26 - Rose
37, Marshall 20 (8 frák.), Chandler 9
New York-Orlando  .......85-87
Houston 31, Eisley 16, Sprewell 11,
Thomas 11 - Miller 23, Hffl 16, Grant 14
Detroit-Washington.......83-88
Atkins 17, Robinson 16, Hamilton 16 -
Stackhouse 21, Jordan 21, Hughes 17
New Orleans-Toronto .....89-74
Davis 18, Magloire 16, Brown 15 -
Carter 26, WUliams 13, Peterson 9
Denver-Sacramento.......90-92
Whitney 22, Howard 17, White 13 -
Webber 31, Jackson 20, Divac 16
Utah-LA Lakers..........93-85
Malone 29, Harpring 14, Kirilenko 11
- O'Neal 23, Bruant 17, Murray 11
Pheonlx-Memphis........98-85
Marion 32, Marbury 22, Stoudemire 14 -
Giricek 18, Gooden 12, Wright 11, Batiste 11
Portland-DaUas.........88-103
Wallace 34, Davis 15, Anderson 13 -
Nowitzki 26, Nash 20, Van Exel 17
Seattle-Indiana  ........111-114
Payton 40, Drobnjak 18, Radmanovic 15
- ONeal 30, Harrington 26, Artest 13
LA Clippers-Miami.......89-80
Brand 25, Piatkowski 18, Miller 13 -
House 12, Allen 12, Grant 11
Laun leikmanna á Italíu eru um 88% af innkomu félaga í 1. deildinni:
Greiða 64 milljarða
í laun á ári hverju
- Inter Milan greiöir 11 milljaröa í laun á ári
í nýrri skýrslu sem gefin hefur
verið út á ítaliu kemur í ljós að
launagreiðslur félaga í efstu deild
þar í landi nema um 64 milljörðum
króna og er það um 88% af innkomu
félaganna í deildinni. Skýrsla þessi
kemur aðeins mánuði eftir að
stærstu félög i Evrópu skrifuðu
undir samkomulag þar sem þau
stefndu að því að sett yrði þak á
laun til leikmanna.
Þetta eru sláandi tölur og í raun
hærri en nokkur gat gert sér grein
fyrir og það þykir nokkuð fjóst að ef
ekki verður spornað við með ein-
hverjum hætti muni mörg lið í
deildinni komast í þrot. Sem dæmi
má nefha að Lazio rambar á barmi
gjaldþrots, þrátt fyrir að vera i efsta
sæti deildarinnar, en leikmenn liðs-
ins hafa ekki fengið launin sin
greidd um nokkra hrið. Liðið er til
sölu og vonast leikmenn til að nýir
eigendur muni bjarga þvi.
Hæstu launin greiða risarnir
þrir; Inter Milan, ACMilan og
Juventus. Launagreiðslur Inter Mil-
an nema um 11 milljörðum, AC Mil-
an greiðir leikmönnum sínum um
10 milljarða á ári hverju og Juvent-
us um 9,5 milljarða.
Það leika 18 lið í ítölsku 1. deild-
inni en aðeins Juventus hefur náð
að sýna fram á hagnað af rekstri
liðsins.
Forseti italska knattspyrnusam-
bandsins, Adriano Galliani, segir að
Bosman-reglan, samningar félag-
anna við sjónvarpsstöðvar sem selja
einstaka leiki til áskrifenda sinna,
og breytingar á reglum um Evrópu-
keppni væru aöalástæður fyrir því
að stjórnendur liða hefðu þá til-
hneigingu að eyða um efni fram.
Menn keyptu dýra leikmenn og
tækju þar meö áhættu til að komast
í Evrópukeppni eða að verða vin-
sælir hjá kaupendum áskriftar-
stöðvanna. Menn væru tilbúnir að
leggja mikið undir og ekkert mætti
bregða út af ef ekki ætti illa að fara.
Hann segir ennfremur að hann
hræðist að mörg lið í deildinni
muni ekki lifa af þrjú næstu ár.
Hann segir þetta stjórnendum að
hluta til að kenna en leikmenn
verði hins vegar að fara að gera sér
grein fyrir þvi að þetta gangi ekki
lengur, annars verði samningar að-
eins pappírsins virði því það verði
ekkert félag til að greiða launin
samkvæmt þessum samningum.
Galliano þessi er samt í einkenni-
legri stöðu. Hann er í starfi sinu
sem forseti ítalska sambandsins að
gagnrýna eyðslu félaganna en það
er ekki langt síðan hann var vara-
forseti AC Milan sem hefur á und-
anförnum árum eytt hvað mestu af
félögunum í itölsku deildinni.
Viðbrögð leikmanna við þessum
fréttum hafa verið yfirveguð. Rui
Costa, leikmaður AC Milan, sagði
hins vegar að það kæmi ekki til
greina að lækka launin.
-PS
Fjármál FIFA, alþjóöa knattspyrnusambandsins:
Blatter sýknaður
- saksóknari í Ziirich vísar málinu frá
Sepp Blatter, forseti FIFA, alþjóða
knattspyrnusambandsins, mun ekki
verða ákærður fyrir fjármálamis-
ferli í starfi sínu hjá sambandinu.
Þetta er niðurstaða saksóknara í
Zurich sem hefur verið með málið
til rannsóknar undanfarna mánuði.
Það voru ellefu meðlimir fram-
kvæmdastjórnar FIFA sem settu
fram þessar ásakanir á hendur for-
setanum og í kjölfarið hætti Zen
Ruffinen, framkvæmdastjóri FIFA,
störfum. í tilkynningu frá saksókn-
aranum kemur fram að hlutir þeir
sem Blatter er sakaður um að hafa
gert höfðu þegar verið samþykktir
af þeim aðilum sem svo ásökuðu
Blatter um misgjörðir síðar.
í tilkynningunni segir ennfremur
að ásakanirnar hafa ekki átt við
nein rök að styðjast og einnig að
hluti þeirra hafi verið hreinn
uppspuni. Saksóknari felst á að þeir
sem hófu þetta mál þurfi ekki að
greiða neinn málskosnað en leggur
þó til að þeir láti fé af hendi rakna
til góðgerðarmála.
Blatter sendi frá sér yfirlýsingu
eftir að þessi niðurstaða lá fyrir.
„Sú staðreynd að rannsókninni er
lokið með þessari niðurstöðu undir-
strikar það traust sem mér var sýnt
á FIFA-þinginu í Seoul í maí síðast-
liðnum en þá var ég endurkjörinn
forseti sambandsins. Ég vona knatt-
spyrnunnar vegna og allra þeirra
sem hafa svo mikið dálæti á henni,
að við munum aldrei aftur verða
vitni að svona rógsherferð sem var
svo ósanngjörn og byggðist aðeins á
fölskum ásökunum og gróusögum.
Allt þetta mál hefur verið hið
subbulegasta og aðeins náð að
skaða ímynd knattspyrnunnar,
skaða yfirstjórn alþjóða knatt-
spyrnusambandsins og ekki síðasta
forsetann sjálfan. Ég hef ákveðið að
það verði ekki neinir eftirmálar af
minni hálfu og þá mun ég ekki fara
fram á neinar bætur til handa mér.
Ég styð hins vegar þá tillögu sak-
sóknara að þeir aðilar sem hófu
þetta mál láti fé af hendi rakna til
góðgerðarmála í Ziirich," segir
Blatter í yfirlýsingu sinni.
Sepp Blatter, forseti FIFA
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32