Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002
Fréttir
BV
Rúllaðíst upp eins
og sardínudós
Um tuttugu tiikynntagar bárust lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðmu í storm-
inum í gær um að hlutir væru að fjúka
og óttast að rjón yrði. Mesta tjónið varð
á suðausturálmu Vesturbæjarlaugar-
innar - á þaki yfir búningsaðstöðu
byggðri árið 1976.
„Þetta kom eins og vindsveipur í einu
vetfangi, ein rosahviða sem lyfti járninu
og rúllaði þvl eins og loki af sardínudós.
Siðan komu nokkrar hviður í viðbót. En
borgarstarfsmenn eiga heiður skilið fyr-
ir hvað þeir brugðust skjótt við. Án
þeirra viðbragða er ómögulegt að segja
til um hvað hefði getað gerst," sagði
Ólafur Gunnarsson, forstöðumaður
Vesturbæjarlaugarinnar, við DV.
Iðnaðar- og skoðunarmenn voru
væntanlegir til að meta tjónið í morgun
og leggja á ráðin um endurbótastarf.
Ólafur sagði ljóst að tjónið hlypii á millj-
ónum króna en það ætti eftir að meta
frekar. Hann sagði að vatnsrjón hefði
orðið verulegt vegna leka eftir að þak-
plöturnar fiettust af.
Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yflrlög-
regluþjóns var byrjaö að tilkynna um
fjúkandi hluti strax um klukkan hálfníu i
gærmorgun - járnplötur, girðmgar,
glugga að opnast í auðu húsi, gám og svo
framvegis. Björgunarsveitir hófu störf
klukkan rúmlega ellefu og stóð þeirra
vinna yfir langt fram eftir degi.    -Ótt
Sæmdur riddarakrossi
Sveinn Einarsson, leikstjóri og
fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, var i
gær sæmdur stórriddarakrossi
hinnar konunglegu sænsku Norður-
stjörnuorðu við hátíðlega athöfn í
sænska sendiráðinu. Konungur Sví-
þjóðar, Karl Gústaf Svíakonungur,
ákvað að veita Sveini orðuna og
sendiherra Svía á íslandi, Bertil
Joebus, annaðist látlausa athöfn i
sendiráðinu.
Má bjóöa þér kvóta?
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra
kynnti ígær hvaöa skipting á milli lands-
hluta veröur lögö til grundvallar þegar af-
staöa veröur tekin til umsókna um
byggöakvóta. Alls er um aö ræöa 2.000
þorskígildistonn til styrktar byggöum
sem lent hafa i vanda vegna samdráttar
í sjávarútvegi og er umsóknarfrestur til
16. desember. Samkvæmt sérstakri
reiknireglu koma um 16,5% í hlut
byggöa viö Húnaflóa, 15,2% fer til norö-
anveröra Vestfjaröa og 11% til Suöur-
lands og Suövesturlands - þó ekkert til
Reykjavíkur, Hafnarfjaröar, Reykjanes-
bæjar og Vatnsleysustrandar. Minnst fer
til Vestmannaeyja, 2,1%, og Siglufjarðar
og byggöa viö Skagafjörð, 2,5%.
Kæra íslensks markaðar vegna breytinga í Leifsstöð:
Óvissa um fyrir-
komulag versl-
unarreksturs
- Samkeppnisstofnun úrskurðar fyrir áramót - samningar renna út 31. desember
Samkeppnisstofhun hefur enn til
meðferðar kæru íslensks markaðar hf.
vegna fyrirkomulags forvals sem við-
hafa átti við rekstrarleyfi verslana í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE hf.) á
Keflavíkurflugvelli. Mikil óvissa er því
meðal rekstraraðila um áframhaldandi
verslunarrekstur í flugstöðinni þar
sem núverandi leigusamnmgar um
verslunarrekstur og aðra þjónustu í
flugstöðinni renna út 31. desember. Hjá
Samkeppnisstofnun fengust þær upp-
lýsingar í gær að niðurstaða lægi að
öllum líkmdum fyrir i þessum mánuði.
„Þetta er vissulega óþægilega staða,"
segir Logi Úlfarsson, framkvæmda-
stjóri íslensks markaðar. „Þetta veldur
m.a. óvissu vegna mannahalds og inn-
kaupa á vörum." Hann segist þó vita til
að verslunarrekendum hafi verið boðið
að ganga til samninga um framleng-
ingu á leigu til 30. júní á næsta ári. Þar
væri miðað við þriggja mánaða upp-
sagnarfrest. Ef af sliku yrði væri ljóst
að ekki kæmu nýir rekstraraðilar
þarna inn, eins og fýrirhugað var með
forvali, fyrr en seint á næsta ári.
Rugstöö Leifs Eiríkssonar
á Keflavíkurflugvelli
Fyrirhuguð uppstokkun stjórnar flug-
stöðvarinnar á verslunarrekstri hefur
valdið titringi og varð m.a. tilefni
kæru til Samkeppnisstofnunar.
Miklar breytingar fyrirhugaðar
Á grundvelli breyttra hugmynda og í
samræmi við ákvæði rekstrarleyfisins
tók stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríksson-
ar þá ákvörðun í sumar að viðhafa for-
val vegna þeirra sem fengju að bjóða í
rekstur í flugstöðinni. Var verslunar-
eigendum einnig kynntar fyrirhugaðar
umfangsmiklar breytingar á eldri hluta
flugstöðvarinnar á fundi 15. ágúst. Þær
breytingar fólu í sér að verslanirnar ís-
lenskur markaður, Optikal Studio, Le-
onardo ásamt Landsbanka íslands yrðu
að færa sig um set þar sem leggja á
gang eftir miðri verslanamiðstöðunni
út í ranann. Virðist það hafa komið fyr-
irtækjunum í opna skjöldu. Rekstrar-
aðilar bentu einnig á að ríkið sem
leigusali væri þegar búið að ákveða þá
vöruflokka sem vera ættu í fríhöfninni.
Því stæði forvalið í raun ekki um aðra
vöruflokka en þá sem rikið vildi ekki.
Ríkið væri þar bæði í hlutverki leigu-
sala og samkeppnisaðila i verslunar-
rekstri auk þess að taka allar ákvarð-
anir um rekstur í flugstöðinni. Var
dregið í efa að þetta stæðist samkeppn-
islög og jafnræðisreglu og var málið
því kært til Samkeppnisstofnunar.
í framhaldi af þessu ákvað stjórn
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. í sept-
ember að úrvinnslu umsókna vegna
forvalsins yrði frestað a.m.k i 2 til 4
vikur frá boðaðri dagsetningu í forvals-
gögnum 15. nóvember 2002. Frestur til
að skila umsóknum í forvalinu er rann
út i byrjun september en niðurstaða úr
því forvali verður þó ekki kunngerð
fyrr en úrskurður Samkeppnisráðs
liggur fyrir.
-HKr.
Aldraöir mótmæla niöurskurbi
Fulltrúar aldraðra mættu i Ráöhús Reykjavíkur í gær með undirskriftalista þar sem mótmælt er því að félagsstarfi meö leiöbein-
anda á að leggja niður í Furugerði 1, Sléttuvegi 11, Lónguhlíö 3, Dalbraut 18-20 og Dalbraut 21-27. Aldraðir telja að nú sé þörf á
að sýna samstöðu svo þeirgeti að lokinni langri starfsævi sinnt hugðarefnum sínum. Það stytti stundir, veiti félagsskap oggefi líf-
inu gildi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veitti undirskriftalistunum viðtöku, en ígær fór fram fyrri umræða um fjárhagsá-
ætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003.
Mest seldu geisladiskarnir:
Yfirburðir írafárs
Plötusala er óðum aukast og ís-
lenskar plötur hafa tekið öll völd og
eru í öilum sætum sölulistans fyrir
síðustu viku í Hagkaup. írafár var
komið í efsta sætið síðast og heldur
því með miklum glans og er plata
hljómsveitarirmar, Allt sem ég sé,
með meira en helmings meiri sölu
en Jól með Jóhönnu sem situr í
Irafár
Vinsælasta hljómsveit landsins um
þessar mundir.
öðru sætifnu. Annars er
það helst að þær plötur
sem eru nýjastar Para-
dís með KK, Not Your
Type með Heru og Þú
skuldar með XXX
Rottweiler, taka stór
stökk upp á við skipa
KK og XXX Rotweiler
fjórða og fimmta sætið á
listanum. Diddú og
Kristján Jóhannsson
eiga sinn stað í hjörtum
landsmanna og jólaplót-
ur þeirra beggja seljast
vel og eru það einu plöt-
urnar sem ekki eru nýj-
ar. Nýjasta platan á list-
anum er Frostrósir með
íslensku dívunum og er
það spá mín að hún eigi
eftir að fara hátt, vönd-
uð plata sem tilheyrir
jólunum.        -HK
Metsölulisti —
Sala gelsladiska 28. nóv. - 5. des.
© írafár - Allt sem ég sé
e
o
ó
0
o
o
o
Jóhanna Guörún - J6I meb Jóhönnu
Bubbi - S6I ab morgnl    ____
XXX Rottweller - Þú skuldar
KK - Paradís
! svörtum fötum - Í svörtum fotum   'Ý
Kristján Jóhannsson - Helg jól
Diddú - Jólastjarna    ^.„„^^,   V
O Páll Rósinkranz - Nobody Knows
<© Stubmenn: Á stóra svlölnu
O Slgur Rós - ( )                   Jfk
<3 Hera - Not Your Type
© Rí6Triö-Þab skánar varla úr þessu  ~Íf
(J Kristinn Sigmundsson - Uppáhaldslögin
O Daysleeper - EveAlice
© Islensku dívumar - Frostróslrnar
© Papar - Rlggarobb                ^
© Jet Black Joe - Greatest Hlts        Íf
© BJaml Ara - Er ástln þlg kysslr       "ý
$> Gelrmundur - Alltaf eitthvab nýtt    >jr
Stuttar fréttir
Tillögu vel tekiö
Félagsfundur í Fé-
lagi heimilislækna
fjallaði í gær um
viljayfirlýsingu sem
heilbrigðisráðherra
gaf til lausnar deilu
heimilislækna og rík-
isins. Var yfirlýsingu
ráðherra vel tekið á
fundinum en í henni lýsti ráðherra
m.a. því að hann væri reiðubúinn að
beita sér fyrir því að sérfræðingar í
heimilislækningum gætu valið á milli
starfa á heilsugæslustöðvum og á
læknastofum utan stöðvanna. Mbl.
greindi ffá.
Eldra fólk vinnusamt
Atvinnuþátttaka eldra fólks er mest
hérlendis af ríkjum OECD samkvæmt
fréttabréfi Samtaka atvmnulífsins.
Aflýsa verkfalli
Lausráðnir hljómlistarmenn hjá Sm-
fóníuhljómsveit íslands hafa aflýst boð-
uðu verkfalli þar sem samkomulag hef-
ur náðst í kjaradeilu þeirra við ríkið.
Tvö hættu við
Verktakafyrirtækin E. Phil&Swi og
ístak eru í samstarfi við breska fyrir-
tækið Balfour Beatty Major Projects um
tilboð í aðrennslisgöng Kárahnjúka-
virkjunar. í einum verktakahópanna
sem hugðust bjóða í göngin hafa tvö fyr-
irtæki hætt við, Skanska og franska fyr-
irtækið Vinci. Mbl. greindi frá.
Margir gafu blóö
Góð viðbrögð hafa oröið við kalli
Blóðbankans um að fólk gefi blóð. I síð-
ustu viku gáfu 850 manns blóð í Blóð-
bankanum og er það met. Yfír 750
manns komu í Blóðbankann frá mánu-
degi til fóstudags og 100 í blóðsöfnunar-
bílinn. Mbl. greindi frá.
Haldiö til haga
Haldið til haga
Þjóðleikhúskjallarinn er nú kom-
inn aftur í gang eftir gagngerar endur-
bætur. Það eru félagarnir Ragnar
Ómarsson,
Kristján Órn
Sævarsson
og Þormóður
Jónsson sem
munu bjóða
matargestum þar upp á veitingar á
föstudögum og laugardögum auk þess
að vera með dansleiki fram á nætur
um helgar. Þá verður einnig þjónusta
við leikhúsgesti aðra daga. Rangt var
farið með nöfn hönnuða innréttmga í
DV í gær. Hið rétta er að það er fyrir-
tækið GOFORM og arkitektarnir Guð-
rún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir
Þórðarson sem sem sáu um hönnun á
bar og öðrum innréttingum. Er beðist
velvirðmgar á mistökunum.   -HKr.
Forseti í stað borgarstjóra
í samtali við Sif Gunnarsdóttur,
verkefnastjóra hjá Höfuðborgar-
stofu, í blaðinu í gær var mishermt
að borgarstjórinn í Osló afhendi
jólatréð á Austurvelli á sunnudag-
inn. Það gerir forseti borgarsrjórnar
Oslóborgar.
ÍMJM helgarblað
Poppdoktorinn
//,/,,„•/   'DV
I Helgarblaði DV á
morgun er viðtal við
dr. Gunna eða Gunn-
ar Lárus Hjálmars-
son eins og hann
heitir réttu nafni.
Gunnar er fyrrum
bankamaður, pönk-
ari, blaðamaður, höf-
undur Prumpulags-
ins, sjónvarpsstjarna og verðandi rit-
höfundur. Hann talar við DV um for-
tíðina, Popppunkt, barneignir og ást
og nekt forsetans.
í blaðinu er einnig rætt við Jón Ótt-
ar Ragnarsson, fyrrum sjónvarps-
stjóra Stöðvar 2, sem snýr aftur í ís-
lenskt menningarlíf um jólin með
kvikmynd um Stein Steinarr. DV fjall-
ar um reykingar, ræðir við metsölu-
hófunda á borð við Óttar Sveinsson og
Matthías Johannessen og tekur Karí-
us og Baktus tali á aðventunni.
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32