Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002
Fréttir
JOV
Hún hefur
stundað sveit-
arstjórn-
arpólitík af
krafti í
meira en
áratug en
stefnir nú
hraðbyri á
þing. Hún er
sögð holl flokkn-
um umfram allt,
en ófeimin við að
láta aðra
heyra það
og þykir
klókur
póli-
tikus.
Nýtt líf í
pólitík
Nafn:    Herdís A. Sæmundardóttir
Aldur    52 ára
Heimili:  Sauöárkrókur
Maki:   Guðmundur Ragnarsson
Staöa:   Kennari
Efnl:    Nýtt þingmannsefni Fram-
sóknarflokksins í Norð-
vesturkjördæmi
Herdís Á. Sæmundardóttir, 52 ára
dönskukennari við Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðárkróki,
getur gert sér ágætar vonir - og ríf-
lega það - um að ná kjöri til Alþing-
is í næstu kosningum. Hún náði
þriðja sæti í prófkjöri Framsóknar-
flokksins í Norðvesturkjördæmi á
dögunum með því að skjóta aftur
fyrir sig sveitunga sínum, Árna
Gunnarssyni varaþingmanni, og
Húnvetningnum Elínu R. Líndal,
sem var varaþingmaður nær allan
síðasta áratug. Herdís er óskrifað
blað á landsvísu en í Skagafirði er
alkunna að henni er ekki fisjað
saman.
Umdeild
Herdís leiddi Framsókn í sveitar-
stjórn Skagabyggðar 1998 til 2002 en
kjörtímabilið var stormasamt. Eftir
þriggja ára meirihlutasamstarf með
Sjálfstæðisflokknum slitnaði upp úr
vegna ágreinings um hvort selja
skyldi RARTK rafveitu bæjarins til
að bjarga fjárhagnum. Sjálfstæðis-
menn voru því andvígir. Fullyrt er
að Herdís hafi slitið meirihlutasam-
starfinu á stuttum byggðaráðsfundi
og umdeilanlegt þótti að hún skyldi
ekki fresta afgreiðslu málsins og
gefa flokkunum tóm tO að ráða ráð-
um sínum. Eftir þetta myndaði hún
nýjan meirihluta með Skagafjarðar-
listanum.
Nærmynd
Olafur Teitur Guönason
blaðamaður
í skoðanakönnun sem gerð var
meðal framsóknarmanna fyrir síð-
ustu sveitarstjórnarkosningar kom
i ljós að hún hafði ekki afgerandi
stuðning til að leiða listann. Hún
skipaði því 18. sæti - heiðurssætið.
Eftir kosningar mynduðu sjálfstæð-
ismenn meirihluta með vinstri-
grænum. Heimildarmenn DV telja
að Framsókn hafi einfaldlega ekki
komið til greina eftir það sem á
undan var gengið og sjálfstæðis-
menn muni seint gleyma hvernig
þessi meirihluti sprakk.
Blokkir sameinast
Herdís hefur búið á Sauðárkróki
frá barnsaldri og stjórnmálin eru
henni í blóð borin. Sæmundur, fað-
ir hennar, var virkur í Framsóknar-
fiokknum og var bæjarfulltrúi.
Segja má að í Herdísi hafi tvær
blokkir framsóknarmanna í Norð-
urlandskjördæmi vestra sameinast,
því að þrátt fyrir að Sæmundur, fað-
ir hennar, hafi verið eindreginn
stuðningsmaður Páls Péturssonar
þegar Páll tókst sem harðast á við
Stefán Guðmundsson, fyrrverandi
alþingismann, er Stefán nú eindreg-
inn stuðningsmaður Herdísar. Sagt
er að það komi til af því að Stefán,
sem er frá Sauðárkróki, hafi ávallt
lagt mikla áherslu á að Sauðkræking-
ar ættu fulltrúa í forystusveit flokks-
ins í kjördæminu. „í Herdísi hefur
Stefán fundið Sauðkrækinginn sinn,"
segir einn viðmælenda DV.
Flokksholl
„Hún nýtur velvildar hjá forystu
flokksins," fullyrðir einn heimildar-
manna blaðsins alvörugefmn. Sam-
herjar jafnt sem andstæðingar segja
að hún sé ákaflega holl flokknum og
ekki líkleg til að hefja einleik í þing-
flokki. Eins og samstarfsslitin við
sjálfstæðismenn bera með sér lætur
hún hins vegar ekki buga sig þegar
flokkar takast á; „hún er röggsöm,
stjórnsöm og hún þorir," segir einn
stuðningsmanna hennar og telur
litlar líkur á að hún verði í hópi
þeirra nýliða á Alþingi sem hverfa
eftir að þeir ná kjöri.
Enginn fékkst til að staðsetja Her-
dísi til hægri eða vinstri í flokkn-
um. í sveitarstjórn lagði hún mikla
áherslu á skólamál, var formaður
skólanefndar samhliða formennsku
i byggðaráði (sambærilegt bæjar-
ráði) og sem helsta afrek hennar
nefna menn forystu um uppbygg-
ingu grunnskóla Sauðárkróks.
Ástríöan
„Lífið hjá henni snýst um stjórn-
mál og félagsmál," segir náin vin-
kona Herdísar og bætir við að frí-
tímanum vilji hún helst verja á
jórðinni sem faðir hennar keypti
fyrir nokkrum árum í Fljótum,
skammt frá uppeldisslóðum sínum.
Herdís er sögð afar metnaðar-
gjarn og klókur stjórnmálamaður,
jafnframt góður ræðumaður sem
eigi ákaflega gott með að ná til
fólks. Sumir vilja draga úr árangri
hennar i prófkjörinu með því að
benda á að sem kona úr Norður-
landskjördæmi vestra hafi hún ein-
faldlega uppfyllt „skilyrðin" fyrir
því að hreppa þriðja sæti á eftir
körlum úr hinum kjördæmunum
tveimur. Sigurinn verður hins veg-
ar ekki tekinn af henni svo glatt því
að keppinautur hennar, Elín R. Lín-
dal, uppfyllti þessi sömu skilyrði.
Eftir allt sem á undan var gengið
má þvi segja að Herdís hafi hlotið
uppreisn æru og nýtt líf i pólitík.
Leyfi ráðherra þarf ef
Hættuleg tjörn í Grafarvogi
Opinn grunnur í nálægð Rimaskóla
er þyrnir f augum yfirmanna skólans.
Tjörn nálægt
Rimaskóla
viðsjárverð
Lóð í nágrenni Rimaskóla í
Grafarvogi, sem var um tíma í
eigu Landssímans, en nú í eigu
byggingarfélags sem hyggst reisa
þarna íbúðir, hefur verið þyrnir í
augum forsvarsmanna Rimaskóla.
Þarna "er um opinn grunn að
ræöa sem fyllist af vatni á rign-
ingardögum en þeir hafa verið
margir að undanfbrnu. Getur
hann verið skeinuhættur yngstu
nemendunum sem finnst hann
eðlilega álitlegur leikvöllur. Ófáir
þeirra hafa farið heim, ataðir aur
og bleytu. Nú mun búið að girða
umhverfis skólann og á girðingin
að vera sæmilega barnheld.
Guðni Kjartansson aðstoðar-
skólastjóri segir að vissulega hafi
forsvarsmenn skólans verið
smeykir þegar stórt gat var á girð-
ingunni og ungir drengir, sem
hafi viljað gerast smiðir, hafi
dregist þangað eins og járn að
segli. Þá hafi nálægð þessa hættu-
lega „leiksvæðis" vissulega verið
þyrnir í augum skólayfirvalda.
-GG
bjarga á storkinum
Ef menn hyggjast bjarga storkin-
um í Breiðdal fra bráðum dauða í
komandi vetrarveðrum verða þeir
að fá leyfi umhverfisráðuneytisins
til að fá aö handsama fuglinn. Þeir
sem reyna að fanga fuglinn eru að
brjóta lög því fuglinn er vemdaður.
Guðmundur A. Guðmundsson vist-
fræðingur og fuglafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun sagði í spjalli
við DV í gær að allar líkur bentu til
að storkurinn lifði ekki af veturinn
á íslandi. Hann sagði að efiaust
gætu menn reynt að gefa fuglinum
þegar allar bjargir eru bannaðar, en
storkar gætu ekki lifað lengi í
hríðaréljum og frostum austfirsks
vetrar. Ætti hann að lifa yrði að
hýsa hann og fæða.
Guðmundur sagði að storkurinn
hefði greinilega lent í slæmu veðri í
Evrópu og látið berast með sunnan-
vindinum. „Storkum er ekki eigin-
legt að fljúga yfir sjó. Þeir fara frá
Evrópu tU suðlægra landa á vetrum,
Gíbraltar og margra Afríkulanda,"
sagði Guðmundur. Hann segir að
þessi storkur sé hinn fjórði sem vit-
að er til að hafi villst til íslands. Sá
fyrsti kom 1969, tveir árið 1975 og
núna Austfjarðastorkurinn. Hinir
tveir voru á ferli í Hornafirði og í
Mýrdal. Þorvaldur Björnsson hjá
Náttúrufræðistofnun bætti við að
varnarliðsþyrla hefði fyrir
nokkrum árum fundið dauðan stork
og annan lifandi.
Storkurinn er talinn vinsælastur
fugla í Evrópu. Fyrir nokkrum ára-
tugum voru miklar aðgerðir víða
DV-MYND BRYNJÚLFUR BRYNJÓLFSSON
Ásunnarstaðastorkurinn
Hér er storkurinn í ætisleit á túninu á Ásunnarstööum í Breiðdal. Vinsælasti
fugl Evrópubúa á ekki fyrir höndum langt lífþegar vetrar í Breiödal, nema
honum verði boðið inn í hlýjuna.
um lönd til að bjarga storkum sem
höfðu lent í hremmingum og
meiðst. Til er myndabók og saga um
storkinn í Fröstrup sem víðfrægur
var og laðaði að strollu af blaða-
mönnum og ferðamönnum. Hann
hafði vængbrotnað og var tekinn í
fóstur af fjölskyldu sem hýsti hann.
Eftir átta ára veru í Fröstrup fékk
storkurinn, sem reyndist vera kven-
kyns, heimsókn hins sterkara kyns,
storkhana. Þetta leiddi til þess að
þau storkahjónin komu þremur
ungum á legg. Vorið eftir kom han-
inn fljúgandi á ný og sagan endur-
tók sig.                  -JBP
s£<Jj' v£ sjíi'JsifsLU
RÉYKJAVÍK  AKUREYRI
Sólarlag í kvöld       15.39     14.59
Sólarupprás á morgun  11.00     11.08
Síðdegisflóö          19.51     12.02
Árdegisflóö á morgun  08.15     00.24
V5'
J<Jófi~i> i j'.Jvlú
v  f^
V
v60t
V7
V7
Hlýjast fyrir austan
Sunnan- og suðvestanátt, 8-15 m/s,
hvassast norðvestan til, en yfirleitt
3-8 um landiö austanvert. Rigning
öðru hverju suöaustan til, skúrir og
síðar slydduél suðvestan og vestan
til, en annars skýjað með köflum.Hiti
2-10 stig, hlýjast austan til.
{íff)    4'
Kólnar í veðri
Suðvestanátt 4-10 m/s, skýjað
með köflum og skúrir eða slydduél.
Hiti 0 til 6 stig.
V
V
		
Sunnudagur	Mánudagur W5	Þriðjudagur o
Hrti 0"	Hití 4"	Hití 0°
«15°	til lO"	tiie*
Vindun	Vindur:	Vmrjur:
10-16»/'	13-18"V»	8-10™/"
«-	*	t
A10-15 m/s	SA 13-18	S 5-10 m/s
viö suður-	m/s	og rignlng
ströndlna en	suðvestan til	austanlands,
5-10 nyrðra.	en annars	en annars
Skýjað syðra	8-13. Þurrt	skýjað og
en bjart	nyrðra en	úrkomulitið.
noröan tll.	rignlng	Kölnar heldur
Hltl 0 tll 5	syðra. Hltl 4	I veðri.
stlg.	tll 10 stlg.	
[:, Jjjj^hszíui
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stlnnlngsgola
Kaldi
Stlnnlngskaldi
Allhvasst
Hvassviðrl
Stormur
Rok
Ofsaveður
Fárviðri
VBtomiA.G,
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3,4-5,4
5,5-7,9
8,0-10,7
10,8-13,8
13,9-17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24,5-28,4
28,5-32,6
>= 32,7
AKUREYRI	hálfskýjaö	8
BERGSSTAÐIR	hálfskýjaö	8
BOLUNGARVÍK	rigning	8
EGiLSSTADIR	skýjaö	11
KEFLAVIK	úrkoma í gr.	6
KIRKJUBÆJARKL.	rigning	7
RAUFARHÖFN	alskýjað úrkoma í gr.	10
REYKJAVÍK		6
STÓRHÖFÐI	þokumóða léttskýjaö	8
BERGEN		-1
HELSINKI	kornsnjór	-9
KAUPMANNAHÖFN	alskýjað	1
ÓSLÓ	alskýjaö	-2
STOKKHÓLMUR		-2
ÞÓRSHÖFN	skúr	9
ÞRÁNDHEIMUR	skýjað	-4
ALGARVE	heiðskírt	9
AMSTERDAM	alskýjaö	4
BARCELONA		
BERUN	snjókoma heiðskírt	-1
CHICAGO		10
DUBUN	þokumóöa	-1
HAUFAX	alskýjað	-5
HAMBORG	alskýjað	-1
FRANKFURT	alskýjað	3
JAN MAYEN	súld	5
LONDON	mistur	7
LÚXEMBORG	skýjaö	4
MALLORCA		
MONTREAL	alskýjað	-6
NARSSARSSUAQ	léttskýjað	-5
NEW YORK	alskýjað	-2
ORLANDO	rigning	19
PARÍS	súld	6
VfN	rigning	1
WASHINGTON		
WINNIPEG	léttskýjaö	-11
1\IWnHII.LlV-M-imm		ll*M?itJ.J

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32