Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002
DV
Utlönd
Bandaríkjamenn halda áfram að beita þrýstingi:
Höfum öruggar sannanir
fyrir vopnaeign íraka
- segir Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins
Ari Fleischer, talsmaður Hvíta
hússins, sagði í gær að bandarísk
stjórnvöld hefðu fyrir þvi nægar hald-
bærar sannanir að Saddam Hussein
hafi yfir gjöreyðingarvopnum að ráða,
þrátt fyrir að hann haldi sjálfur fram
því gagnstæða.
Fleischer neitaði þó að gera nánari
grein fyrir því um hvaða sannanir
væri að ræða og sagði að umrædd
gögn yrðu send vopnaeftirlitinu í
írak.
„Hvorki Bush Bandaríkjaforseti né
Rumsfeld     varnarmálaráðherra
myndu svo eindregið halda því fram
að írakar hefðu yfir gjöreyðingar-
vopnum að ráða ef þeir hefðu ekki fyr-
ir því nægar öruggar sannanir og ef
það væri ekki satt," sagði Fleischer í
gær eftir að Tariq Aziz, aðstoðar for-
sætisráðherra íraks, hafði fullyrt það
í viðtali í fyrradag að írakar hefðu
hvorki yflr sýkla- og efnavopnum eða
kjarnavopnum að ráða.
Varðandi  ásakanir  Bandaríkja-
Leitarhlé í Irak
Hlé vargert á vopnaeftirliti í írak í
gær og dag af tillitssemi vegna Eid
al-Fitr-hátíöahaldanna i lok föstu-
mánaðarins Ramadan.
manna um það gagnstæða sagði Aziz
að hugsanlega mætti líta svo á að
hægt væri að nota sum sakleysisleg
tæki og tól í tvennum tilgangi og
hugsanlega til hernaðar, en þar væri
ekki um að ræða gjöreyðingarvopn.
Viðbrög Fleischers voru að þetta
væri í samræmi við fyrri fullyrðingar
íraka. Þeir hefðu áður logið til um
vopnaeign sína og gerðu það áfram.
Háttsettur íraskur embættismaður
sagði í gær að írakar myndu afhenda
vopnaeftirlitinu vopnaskýrslu sína á
morgun, degi áður en frestur öryggis-
ráðsins rennur út, en hlé var gert á
vopnaeftirlitinu í gær og dag af til-
litssemi við Eid al-Fitr-hátíðahöldin í
lok föstumánaðarins Ramadan.
Saddam Hussein íraksforseti ávarp-
aði þjóð sína í sjónvarpi í gær eftir
langt hlé og hvatti fólk til þess að gefa
vopnaeftirlitsmönnum tækifæri til
þess að sinna störfum sínum í aðgerð-
um sem hann kallaði „óréttlátan
hroka" af hálfu Bandaríkamanna.
REUTERS^lYND
Nakti kúrekinn í snjókomu
Götulistamaðurinn Robert Burck, sem gengur undir nafninu „nakti kúrekinn", lét snjókomuna i New York ekki aftra
sér frá því að spila bg syngja á hinu fræga Times Square í heimsborginni. Busck, sem kemur frá Cincinnati í Ohio,
þvertók fyrir að sér væri kalt, enda „logandi af ástríðu". Mikil snjókoma setti annars allt á annan endann á austur-
strönd Bandaríkjanna ígær og létust tugir manna afhennar völdum, beint og óbeint.
Samkomulag um
nýja heimastjórn
á Grænlandi
Tveir stærstu stjórnmálaflokk-
arnir á Grænlandi, jafnaðarmanna-
flokkurinn Siumut og hinn vinstri-
sinnaði Inuit Ataqatigiit (IA), náðu
samkomulagi um myndun nýrrar
hehnastjórnar í nótt, að því er fram
kemur í skeyti frá dönsku fréttastof-
unni Ritzau. Því má ljóst vera að
sjálfstæðismálin verða ofarlega á
baugi næsta kjörtímabil.
Kuupik Kleist, sem situr á danska
þinginu fyrir IA og er nýkjörinn til
setu á því grænlenska, sagði í nótt
að hann gerði ráð fyrir að nýja
stjórnin yrði kynnt síðdegis í dag.
Siumut er stærsti flokkurirm á
grænlenska þinginu eftir kosning-
arnar á þriðjudag og fékk tíu menn
kjörna. IA fékk átta menn kjöma og
flokkarnir hafa þvi stuðning 18
þingmanna af 31 á grænlenska
þinginu. Flokkarnir lýstu því báðir
yfir í kosningabaráttunni að þeir
vildu aukið sjálfstæði Grænlands
frá Danmörku.
Fasteignakaup forsætisráðherrarfrúar:
Dæmdur svindlari
aðstoðaði Cherie
Cherie Blair, eiginkona
Tonys Blairs, forsætisráð-
herra Bretlands, hefur við-
urkennt að hafa notið að-
stoðar dæmds svindlara,
Peters Fosters, við kaup á
fasteignum í Bristol. Jafh-
framt hefur hún beðist af-
sökunar á því að hafa vald-
ið misskilnmgi um vrð-
skipti sín við Foster.
Áður höfðu blaðafulltrúar
forsætisráðherrans sent frá
sér yfirlýsingu þar sem því
var vísað á bug að Foster hefði
nokkuð komið nálægt kaupunum.
Breskir fjölmiðlar fara mikinn í
dag vegna máls þessa og gagnrýna
forsætisráðherrafrúna harkalega.
Cherie, sem er þekktur málflutn-
ingsmaður í Bretlandi, sagði að
Cherie Blair
Frú í vanda.
Foster hefði ekki fengið
neina greiöslu fyrir ómakið
og að hann hefði ekki samið
um afsláttarkjör fyrir kaup
á tveimur íbúðum, eins og
haldið hefur verið fram í
fjölmiðlum í Bretlandi.
Foster, sem var dæmdur í
september  2000  fyrir  að.
falsa skjöl til að fá lán til að
markaðssetja     megrun-
arpillu, var kærasti Carole
Caplin, einkaþjálfara forsæt-
isráðherrafrúarinnar.
Euan, sonur Blair-hjónanna, býr í
annarri íbúðinni en hann stundar
háskólanám í Cardiff. Cherie Blair
sagði í yfirlýsingu sinni að sér hefði
ekki verið kunnugt um einstök at-
riði í fortíð Fosters sem nú væru á
almanna vitorði.
a
Munið
slökkva
kertunum
Vandið til alls
frágangs á
jólaskreytingum,
sérstaklega þeim
sem bera kerti.
(I
í	
¦ i y	\ \ 1 5
	(SiUSIa
	/\.OVtX
w
ÖRYGGISNET
SECNET
¦I Rauði kross íslands   \^k
Rikislögreglustjórinn
l&
LÖGGKLDINGARSTOfA
/^T^SLÖKKVILIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32