Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 Skoðun dv Spurning dagsins Hver er uppáhalds- kvikmyndin þín? Hlynur Slgurþórsson neml: Til Sammans og Festen. Arnór Gíslason neml: Van Wilder, ég grenjaöi af hlátri alla helgina. Benedlkt Axel Pétursson neml: Fílamaöurinn, hún er eldgömul og góö. Hallvelg Guömundsdóttlr neml: Pretty Woman, ég er búin aö horfa á hana mjög oft. Hún er brjálæöislega góö. írls Dögg Jónsdóttlr neml: Run Lola Run. Hún er rosalega góö. Erna Elríksdóttlr neml: Mary Poppins. Ég hef horft á hana reglulega síöan ég var fjögurra ára. Endurkosið í Borgarbyggð Kosið í Borgarbyggð Um 6 mánuöum eftir „síöustu kosningar“. Úr Borgarbyggð Helga Halldórsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Ásbjörn Sigurgeirsson og Magnús Guöjóns- son, bæjarfulltrúar sjálfstæöismanna: Nú er komið að kosningum i Borgarbyggð um 6 mánuðum eftir „síðustu kosningar". Þann 25. maí sl. kváöu kjósendur upp sinn dóm yflr mönnum og málefhum í Borgar- byggð á sama tíma og aðrir lands- menn í lögbundnum bæjar- og sveit- arstjómarkosningum. Niðurstaðan varð sú að sjálfstæðismenn fengu 4 menn kjöma, en jafnt varð á fjórða manni framsóknar og öðrum manni Borgarbyggöarlista, svo varpa varö hlutkesti. Framsóknarmenn töpuðu hlutkestinu og hafa því 3 menn en Borgarbyggðarlistinn 2 menn. Forystumenn Framsóknar sættu sig ekki við þessi úrslit og kæröu kosninguna til þess að fá úrslitum breytt sér í hag, en þaö tókst ekki. Þá brugðu þeir á það ráð að fá kosn- ingamar ógiltar í heild sinni og þar með knýja fram endurkosningu, þrátt fyrir yflrlýstan viija í upphafi um að það vildu þeir alls ekki. Ekki verður annað sagt um fram- göngu forystumanna Framsóknar í Borgarbyggð í þessu máli en að þar hafi þröngir flokkshagsmunir verið látnir ganga fyrir hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, enda mun þetta mál kosta sveitarsjóð og íbúana milljónir króna. Á sama tíma gagn- rýna frambjóðendur framsóknar- manna þá stefnu meirihlutans að gæta aðhalds í rekstri sveitarfélags- ins. Meirihluti bæjarstjórnar og starfsfólk sveitarfélagsins hefur í haust lagt gríðarlega mikla vinnu í fjárhagsáætlunargerð sem unnin er nú eftir nýjum aðferðum. Jákvæöni og samheldni hópsins hefur ein- kennt þessa vinnu og allir hafa lagt sig fram við að ávinningurinn verði sem mestm-, bæði hvað varðar gæði ✓ Afram Páll Jakob Líndal skrifar: Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamað- ur er ekki hrifinn af Spaugstofunni ef marka má skrif hans í DV þann 3. des- ember síðastliðinn. Það er út af fýrir sig gott og blessað, en mig langar til að koma þremur athugasemdum á fram- færi. 1. Hvem á Páll Ásgeir við þegar hann talar um að „við viljum þetta [húmorsleysi Spaugstofúnnar] ekki“? Ef hann á við alla fslendinga eða alla áhorfendur RÚV, þá myndi ég þiggja að vera spurður framvegis áður en hann talar fýrir minn munn, því ég er hon- um hjartarúega ósammála. 2 Einnig segir nafni að Spaugstofu- menn séu, aö því virðist, ófærir um að „Verður kosið um fram- göngu forystumanna fram- sóknarmanna varðandi ógildingu kosninganna frá því í vor? Eða verður kosið um framgang mála og starf á vettvangi bœjarstjómar þessa 6 mánuði? - Það mun að sjálfsögðu verða ákvörðun kjósenda.“ þjónustu og hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins. Hugmyndaleysi framsóknarmanna varðandi fjármál sveitarfélagsins lýsir sér best í bók- unum þeirra á síðasta kjörtímabili þar sem gagnrýnt er gagnrýninnar vegna en flestar mikilvægar ákvarö- anir meirihlutans varðandi fjármál annars samþykktar af þeirra hálfu. En um hvað verður kosiö 7. des- ember nk.? Verður kosið um fram- göngu forystumanna framsóknar- manna varðandi ógildingu kosning- anna frá því í vor? Eða verður kos- ið um framgang mála og starf á vett- vangi bæjarstjómar þessa 6 mán- uöi? - Það mun að sjálfsögðu verða ákvörðun kjósenda. Við sjálfstæðismenn treystum á dómgreind ykkar kjósenda í þessum kosningum sem og hinum fyrri. Við höfum unnið af krafti í bæjarstjóm og nefndum á vegum bæjarfélags- ins, í meirihlutasamstarfi við Borg- arbyggðarlistann og erum tilbúin að gera það áfram. - En umfram allt munum við virða dóm kjósenda, hver sem hann verður, með hags- muni okkar byggðarlags að leiðar- ljósi. Spaugstofumenn „Ég hlýt að hafa misskilið eftirhermur allt mitt líf! Ég hef aldrei talið að aldur þess sem hermt er eftir skipti máli, frekar að hann vœri þekktur meðal þeirra sem á hlýða. “ herma eftir stjómmálamönnum undir fimmtugu. Ég hlýt að hafa misskilið eftirhermur allt mitt líf! Ég hef aldrei talið að aldur þess sem hermt er eftir skipti máli, frekar að hann væri þekkt- ur meðal þeirra sem á hlýða. Er ekki Steingrímur Sigfússon undir fimm- tugu? Spaugstofúmenn em ekki ófær- ari en svo að herma eftir fólki undir fimmtugu. 3. í gagnrýni sinni falla menn stund- um í þá gryfju að rífa „andstæðing" sinn niður, helst svo að hann eigi sér ekki við- reisnar von. Því miður fellur Páil í þá gryfju í gagnrýni sinni á Spaugstofúna. Hann talar m.a. um Jeti“ grínaranna að fylgjast með fréttum og „safnhaug" af lé- legum íþróttabröndurum sem hafi legiö vikum saman gagnrýnislaust í fórum þeirra. Ég leyfi mér að efast um réttmæti fullyrðingar pistlahöfundar um leti Spaugstofumanna. Mér fmnst iþrótta- brandaramir fyndnir og vafalaust ein- hverjum öðrum líka. Ég og þeir erum því augljóslega ekki í sama liði og nafni. Von- andi heldur Spaugstofan velli sem lengst - hún lengi lifi! Allt í hers höndum Eitt af því fjölmarga sem veitir birtu og yl í líf Garra eru skondnar fyrirsagnir í dagblöðum. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar stóð stór- um og feitum stöfum: „Eldur alltaf hættulegur". Það er; nefnilega það. Magnað. Samkvæmt yfirfyrirsögn var um að ræða frétt þess efnis að slökkviliðið veitti nú ókeypis ráð- gjöf í brunavömum. Ef fyrirsögnin er vísbending um ráðgjöfina er ekki að undra að hún sé ókeyp- is. Stríörekstur En það var nú ekki þetta sem fyrst vakti at- hygli Garra á umræddri blaðsíðu heldur teiknuð mynd efst af forystumönnum ríkisstjómar ís- lands í fullum herklæðum. Tilefni myndarinnar er að undanfama daga hafa margir látið í ljós það álit að með því að íslendingar leggi til flug- vélar undir herlið eða einhvem búnað fyrir stríðsrekstur sé ísland orðið herveldi og þátttak- andi í stríösrekstri. Grafalvariegt Þetta er vitanlega hárrétt mat. Það yrðu mögn- uð tímamót í sögu lýðveldisins ef hermaður stigi fæti upp í íslenska farþegaflugvél á leiö srnni til átakasvæða í fjarlægum heimshluta. Þá er orð- inn stigsmunur en ekki eðlis á því hvort her- maðurinn er af íslensku eða erlendu bergi brot- inn. Þá gætu íslendingar allt eins sent sitt eigið herlið á vettvang. Og er nokkur furða að menn álykti sem svo að íslenskar farþegaflugvélar væm um leið orðnar réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna? Það blas- ir auðvitað við. Og sama ætti vitanlega við ef svo vildi til að hermaður í vopnuðum átökum fengi senda skó frá X-18 uppi á íslandi til að mega betur fóta sig í fenjunum. Eða setti upp í sig Síríus-lengju frá Nóa til að þola betur hið lík- amlega álag. Að ekki sé talað um ef hann fengi sér sopa af hinu rammíslenska Egils-Malti til að bæta meltinguna og hressa upp á útlit sitt. Þá mætti nú hreinlega búast við innrás hinna fjar- lægu óvinaherja! Ráö Það er gott til þess að vita að friðarsinnar, háir sem lágir, æstir sem yfirvegaðir, hafa vak- andi auga með hagsmunum þjóðarinnar og benda á hættumar hvar sem þær kunna að leyn- ast. Ekki má vera hægt að rekja hingað heim til íslands svo mikið sem einnar krónu virði þess búnaðar sem stríöandi her kann að beita fyrir sig - þar með væri sakleysi þjóðarinnar fyrir bí. En einu virðist fólkið, sem nú fer á taugum - og það með réttu - yfir fyrirhuguöu flugi Flug- leiða og Atlanta, hafa gleymt: Síðast þegar Garri vissi var amerísk herstöð i Reykjanesbæ. Er ekki forgangsverkefni að losna við hana áður en því er mótmælt að teppi og plástrar - já, og jafn- vel skór - séu send til vígstöðvanna með íslensk- um flugvélum. Þetta er nú bara vinsamleg ráðgjöf, hugsuð sem innlegg Garra í baráttuna fyrir friði. Og hún er ókeypis. (\xrrl Ásókn í HlV-smitaða Guðný Guðmundsóttir skrifan í nýlegri út- varpsfrétt um HIV- smitaða (eyðnisjúk- linga) kom fram að hin mikla fjölgun þessara sjúklinga stafaði m.a. af þvi að það þætti mikið „sport“ að sofa hjá eða hafa mök við HTV-smitaðan ein- stakling. Það hlaut að vera einhver Gengið gegn eyöni Sóst eftir HIV- félaga í bóliö. skýring á hinu út- ............. breidda alnæmi, t.d. í Afríku og víðar í heiminum. Aðallega meðal samkyn- hneigrða. Ég prísaði mig sæla að hafa ekki gefið fé í söfnun Rauða krossins þegar söfhun stóð yfir, einmitt fyrir þessa vesalinga í Afríku. Hve lágt getur mannskepnan lagst? Er nokkur furða þótt andúðar gæti í garð þessa hóps fólks? En hroðalegt er að þessir aum- ingjar skuli geta borið smit í bömin. Innflutningur flóttamanna Kristinn Sigurðsson skrifan Það vekur furðu margra að á sama tíma og yfirvöld geta ekki hjálpað fá- tækri, einstæðri móður með lítið bam um mannsæmandi húsnæði, þá stendur felagsmálaráðherra fyrir því að flytja inn í landið heiian flugvélafarm af flóttafólki. Ég vona að borgarstjóm neiti að taka við þessu fólki fyrr en búsetuvandamál fá- tæks fólks í Reykjavík og á Akureyri eru leyst Gömul og vitur kona sagði einu sinni: Fyrst á að hjálpa íslendingum, síð- an öðrum. Ráðherra upplýsir að 8000 út- lendingar séu við störf hér á landi. Er ekki nóg að gert í þeim málum í bili? Ég skora á stéttarfelög að mótmæla þessum innflutningi flóttamanna. Fréttastofa Sjónvarps Páll Jónsson skrifar Og ekki er enn búið að ráða nýjan fréttastjóra Sjón- varps. Sl. þriðjudag var vænst frétta af málinu, en það datt upp fyrir að venju. Orðrómurinn segir að Útvarpsráð vilji halda Boga Ágústs- syni sem lengst, helst fram yfir kosningar næsta vor. Hann sé sá sem kunni og fari fúslega að öllum til- mælum um „meðhöndlun" viðkvæmra frétta af hinu opinbera. Og þær eru alltaf „viðkvæmar". Ljóst var þetta sl. þriðjudagskvöld í fréttatima þegar sýnt var frá snerru á Alþingi um fundarsköp milli þingforseta og Gísla S. Einarsson- ar alþm. Fréttin var snubbótt, slitnaði einmitt þegar hæst stóð deilan ... Hefðu Elin Hirst eða Logi Bergmann beitt sömu töktum? - Fréttir Sjónvarps geta vart orðið slappari en raun ber vitni. Óþolandi óstjóm verðlagsmála Nikulás hringdi: Það má fúllyrða að hvergi í heiminum er jafn mikil óstjóm á verðlagsmáium og hér á íslandi. Það liðist hvergi í heimin- um að verðlag hækkaði bara eins og smellt sé fingrum. Og það í öllum grein- um, jafnt á vörum sem þjónustu. Og rík- ið með sín einokunarfyrirtæki í farar- broddi. Enginn virðist vera í forsvari fyr- ir etirliti með eða geta stöðvað þessi ósköp hér. Frjáls álagning? Já, en þýðir hún þá sjálftöku gróða í verslun og við- skiptum? Hefur ríkisstjóm landsins eng- in ráð, ekkert vald, engan viija? Bogi Ágústsson, fréttastj. Sjónvarps „ Viökvæmt“ starf í góöum hörtdum. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.