Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002
Menning
I>^
Sigurður Pálsson ætlaði að skrifa glaðlega sögu um gönguferð með fram ströndinni en það fór á annan veg:
Lenti inni í f jalli
/ lífl Sigurðar Pálssonar skálds eru
þrtr aöalstaðir: Norður-Þingeyjarsýsla
þar sem hann ólst upp á prestssetrinu
Skinnastaö í Axarfirói, Reykjavík sem
hann kom tilfjórtán ára gamall til að
fara í landspróf og loks heimsborgin
París, en þangaðfór hann til náms eft-
ir stúdentspróf Nú hefur Sigurður
skilaó hughrifum þessara þriggja
staða íjafnmörgum skáldsögum - Par-
ís er sögusviö hinnar fyrstu, Parísar-
hjóls (1998), Reykjavík þeirrar sem
heitir Blár þríhyrningur (2000) og l
hinni þriðju, Næturstaö sem kom ný-
lega út hjá JPV-útgáfu, hverfur Sig-
urður aftur til bernskuslóðanna.
Lesendur ljðða Sigurðar þekkja þetta um-
hverfi úr mörgum dýrlegum hendingum en
hér fær það að breiða úr sér í viðamiklum
landslagsmyndum. Aðalpersóna Næturstað-
ar, Reynir, skjalaþýðandi í Bruxelles, er
yngri maður en Sigurður, fæddur á að giska
1965 eða um það leyti sem hann fór suður i
skóla, en sjálfsleit Reynis á þessum galdra-
stað stendur þó nærri höfundinum sjálf-
um.
Frumuppsprettan
„Þessi bók er um sköpun
sjálfsmyndar og hvað gerist þeg-
ar menn hafna þeirri vinnu -
sem er svipað og að hafna sorgar-
ferli," segir Sigurður. „Hver ein-
asti heilbrigður einstaklingur lætur
sína innri rödd skapa sjálfsmynd
sína, ég hef orð ekki minni manns en
Olivers Sachs taugasérfræðings fyrir
þvi. Sérhver manneskja er stöðugt að segja sjálfri
sér sögu sína, á hverjum degi, og sagan er alltaf að
breytast, hvort sem við viljum eða ekki, vegna þess
að röddin er að störfum. Staðreyndir eru ágætar en
þær eru ansi mikið hannaðar og breytingum háðar
eftir því sem ævin líður, eins og aUir þekkja. I huga
mannsins byrjar eitthvað tvital, manns sjálfs við
sjálfan mann, og þar með ertu komin með tvær
raddir, síbreytilegar! Þessar raddir eru kjarni
mannlegrar hugsunar, tilveru og sjálfsmyndar og
frumuppspretta alls skáldskapar. Þær eru stöðugt
að búa til sögur, hylma yfir eitthvað, snúa hlutun-
um hornrétt og gleyma því sem er á bak við. Svo
verður það ekki lengur dulið - og þá ertu komin
með dramatík sem liggur í eðli hverrar viti borinn-
ar manneskju. Sá sem meinar sínum innri röddum
að skapa sjálfsmynd sína er á leið inn í heim
sturlunar. Kannski er þannig komið fyrir Reyni í
upphafi sögu."
Bokmenntir
DV-MYND HARI
Sigurður Pálsson, skáld og rithöfundur
Þaö er dauður maður sem veröur ekki upplyftur w'ð að
sjá yfir Axarfjörðinn.
lík í skápum i þessari bók - Reynir uppgötvar
bara sína innri rödd sem maður má aldrei
glata. öll bókin er innra samtal hans við sjálf-
an sig og öll bókin er lausn á vanda hans. Það
sem kviknar til lífs er hann sjálfur sem ein-
hvers konar heild þar sem fortiðin er innifal-
in, þar sem tungumálinu og náttúrunni er
ekki hafnað og þar sem ástin er ekki lengur
útilokuð. Að lokum getur hann horft á heila
mynd sina í speglinum."
Landiö og birtan
„Þetta er algerlega huglæg bók," bætir Sig-
urður við, „og ytri atvik skipta ekki máli
nema að því leyti sem tekið er við þeim í
innra lífinu. Fyrst og fremst er það náttúran
sem vekur hann - miklu fremur en landslag-
ið. Hörð, mjuk, rennandi, hreyfanleg - og svo
birtan. Ein aðalpersóna þessarar bókar er
birtan."
- Landslag og staðir skipta þó líka máli,
andæfir blaðamaður. Þessa bók les maður
með landakortið viö höndina. Hún hefst í
„höfuðstað Norðurlands", síðan er farið heim
til Þorpsins um Kauptúnið og fyrir Nesið. Ég
sé ekki betur á kortinu en endastöðin sé Kópa-
sker...
„Auðvitað er ég mótaður af þessu lands-
lagi," segir Sigurður og baðar út höndum,
„mér liggur við að segja að það hafi alið mig
upp! Þess vegna þurfti ég að koma þangað aft-
ur í skáldsögu og á tímabili var ég að hugsa
um að fara þangað sjálfur og rifja upp stað-
hætti, en fljótlega hvarf ég frá því. Þarna fór
ekkert inn varðandi staðhætti annað en það
sem hefur gerjast í mér frá því ég var barn.
Og þetta er ekki þorpið Kópasker og íbúar
þess, hvorki fyrr né nú, þetta er skáldskapur."
Umsjón: Siija Adalsteinsdóttír silja@dv.is
Bubbi og Kristinn
syngja saman?
Líklegt er að þeir
Kristinn Sigmundsson
og Bubbi Morthens
syngi saman í fyrsta
sinn á fimmtu
Listafléttunni í Lang-
holtskirkju á morgun
kl. 17. Að minnsta kosti
verða þeir báðir meðal listamanna
sem þar koma fram!
Yfirskrift   Listaflétt-
Heil mynd í speglinum
Þegar Reynir snýr aftur til þorpsins á norðaust-
urhorni Islands til að jarða föður sinn hefur hann
óljósa mynd af tilurð sinni og á afar erfitt með að fá
heilan botn i sjálfsmynd sína. Þó að hann hafi átt
góða fósturforeldra vantar í uppvöxt hans bæði föð-
ur og móður. Fólkið sem hann elst upp hjá er barn-
laust, og barnlausir foreldrar er alvarleg þversögn.
Það er hún sem brýtur spegilinn. Reynir yfirgefur
þorpið og ætlar aldrei að snúa aftur, ekki heldur í
huganum. Hann ætlar að búa til nýtt líf handa sér í
útlöndum, en það tekst ekki.
„Það er ekki hægt að búa til nýtt líf öðruvísi en
úr hinu gamla," segir Sigurður, „og á þessum tveim-
þrem vikum sem ferðalag Reynis til íslands tekur
fer hann líka í ferðalag aftur í tímann. Það fyrsta
sem mætir honum er náttúran þegar hann kemur
fyrir brúnina á Nesinu og sér yfir Axarfjörðinn - og
það er dauður maður sem verður ekki upplyftur við
þá sjón. Náttúran ræðst inn i hann og leyfir honum
ekki lengur að afheita fortiðinni. En það eru engin
Olík áhrif
„Annars varð þessi bók allt öðruvísi en grunn-
teikningin af henni," segir Sigurður eftir stutta
þögn.
- Hvernig átti hún þá að vera?
„Hún átti að vera voðalega djollí, svona
„promenade by the sea" en fljótlega lenti ég inni í
fjalli, kominn í eitthvað mun tilfinningatengdara en
ég bjóst við. Enda hefur bókin áhrif á fólk til sam-
ræmis við það - sumir fara að velta sér upp úr eig-
in minningum í miðjum lestri, aðrir hafha fortíð-
inni og þar með bókinni. Það var norðausturhornið
sem fór að virka svona á mig. Óvart lenti ég í miklu
dýpri og undarlegri upprifjunum en til stóð."
- Þannig að þetta er þín eigin sjálfsleit lika ...?
„Persónan er ekki ég, saga hennar er ekki min
saga, en sjálfsleit mín er vafalaust falin þarna eins
og í öllum höfundarverkum," segir Sigurður. „Því
eins og vitur maður sagði eru allar skáldsögur lika
sjálfsævisögur og allar sjálfsævisögur líka skáldsög-
ur!"
Sköpunarkraftur óttans
Engill í Vesturbænum eftir
Kristínu Steinsdóttur er nokk-
urs konar hugleiðingasafh þar
sem lítill drengur er sögumað-
ur og greinir frá skynjun
sinni á umheiminum í stutt-
um söguköflum. Lýst er heimi
þessa drengs sem á heima hjá
mömmu sinni í vesturbænum sunnan við Hring-
braut, fer í Melabúðina og tekur þristinn og
fjarkann eða 115 þegar hann heimsækir pabba
sinn í Grafarvogi.
Reynsla þessa litla drengs er ekki síður innri
reynsla en ytri og lýsingar Kristinar á hugsun-
um hans eru einstakar. Börn skynja veruleikann
á annan hátt en fullorðnir; til dæmis yfirfæra
þau hluti sem þau sjá í fréttum eða kvikmynd-
um yfir á næsta nágrenni sitt. Þannig er stiga-
gangur söguhetjunnar eins og hálfgerð hryllings-
búð með varúlfi í kjallaranum, gægjugötum sem
allir fylgjast með manni í gegnum og engli sem
flögrar um stigaganginn.
Varúlfurinn í kjallaranum er í raun maður
sem drengurinn breytir í varúlf, kannski vegna
þess að honum finnst hann ógna móður sinni, en
maðurinn hefur greinilega mikinn áhuga á
henni. Þegar hann flytur og gömul kona kemur
í staðinn er drengurinn ekki seinn á sér að
breyta henni í norn!
Nánast allar hugleiðingarnar spretta af ótta.
Hann þorir varla í sund vegna þess að á botni
laugarinnar eru skrimsli. Þegar hann heyrir í
flugvél sprettur hann upp og kannar hvort Hall-
grímskirkja og Landakotskirkja standi enn. Þá
„Eg held ao það búl varúlfur í kjallaranum."
Ein mynda Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur viö Engil í
Vesturbænum.
hefur hann yfirfært hryllinginn úr veruleikanum
(í þessu tilfelli atburðina 11. september) inn í
daglegt líf sitt. Hann horfir á frænku sína og fer
allt í einu að óttast að hún brotni. Hann er
hræddur við breytingar á heimilishögum sinum
sem eru ótryggir eins og hjá mörgum nútímafjöl-
skyldum; mamma og pabbi skilin og geta
hvenær sem er hitt nýtt fólk og eignast ný börn.
Eina huggunin er engillinn sem drengurinn
imyndar sér að flögri um stigaganginn. Engill-
inn er hugarsmíð hans sjálfs eins og flest annað
í sögunni en hann er táknrænn verndarengill
sem fylgir honum í gegnum allar þessar raunir
hugans.
Myndir Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur eru
frábærar; einfaldar, litrikar og lifandi. Texti og
myndir falla mjög vel saman í umbroti. Úlfurinn
og engillinn eru einstaklega skemmtilegir,
einnig má nefha biðukollustrákinn og fiðrildin í
maganum.
Kristínu tekst vel að nýta sköpunarkraftinn
sem býr í sterkum tilfinningum á borð við ótta
og tekst á við þá hræðslu sem oft fyllir bernsku-
árin. í sögulok getur drengurinn gefið litla bróð-
ur engilinn og um leið finnur hann hvernig
hann stækkar sjálfur og getur ráðið við hvað
sem er, einn og óstuddur.
Engill í Vesturbænum er bók sem áreiöanlega
er gott að lesa með börnum því að hún gerist að
miklu leyti í hugarheimi sögumanns sem ungir
lesendur eiga kannski erfitt með að átta sig á. í
raun höfðar þessi saga ekki síður til fullorðinna
en 'barna og hefur þau áhrif að bernskan lifnar
við i huga manns - árin þegar hversdagslífið
sveiflaðist á milli þess yndislega og þess skelfi-
lega.
Katrín Jakobsdóttir
Kristin Steinsdóttir: Engill í Vesturbænum. Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir myndlýsti. Vaka-Helgafell 2002.
unnar að þessu sinni er
„Krakkarnir úr hverf-
inu", og bæði Bubbi og
Kristinn ólust upp í
Langholtshverfi. Það
gerðu lika tveir kunnir
rithöfundar sem lesa
upp úr verkum sinum,
Steinunn Sigurðardóttir og Einar Már
Guðmundsson. Fulltrúi myndlistarinn-
ar er svo Tolli, bróðir Bubba, sem sýn-
ir málverk.
Einn krakki til viðbðtar úr Lang-
holtshverfi verður kynnir, nefnilega
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri. Svo verður sauðakjöt á borðum
með laufabrauði og jólaöli. Allir vel-
komnir gegn hóflegu gjaldi.
Viola da gamba
Viola da gamba félagið heldur sína
fyrstu tónleika i listasafni Ásmundar
Sveinssonar í Sigtúni á morgun kl.
12.30. Félagið er ætlað þeim sem hafa
áhuga á hljóðfærinu og tónlist fyrir
gömbur, jafnt leikmönnum sem lærð-
um.
Viola da gamba er strengjahljóðfæri
(með ftmm, sex eða sjö strengjum),
strokið með boga og var mjög vinsælt
á endurreisnar- og barokktímanum í
Evrópu. Á tónleikunum í leikur Sig-
urður Halldórsson á sóprangömbu,
Hildigunnur Halldórsdóttir á tenór-
gömbu, Ólöf Sesselja Óskardóttir á
bassagömbu og Snorri Örn Snorrason
á lútu. Leikin verður tónlist frá endur-
reisnartímanum auk verks eftir Arvo
Párt.
Hátíð í Dublin
I gær hófst í Dublin
fjögurra daga írsk-nor-
ræn tónlistarhátíð þar
sem flutt verða níu ís-
lensk tónverk, þar af
eitt sérstaklega pantað
af hátíðinni. Það verk
er eftir Hilmar Þórðar-
son og heitir „Tum-
ultuous Passions" (Ólgandi ástríður).
Hilmar er þar í hópi níu topp-tón-
skálda sem semja sérstaklega fyrir há-
tíðina, er eitt frá hverju Norðurland-
anna og fjórir Irar. Þess má geta að
Hilmar átti verk á alþjóðlegu tónlistar-
dögunum í Hong Kong nýlega, einn ís-
lendinga. Önnur íslensk tónskáld sem
kynnt verða í Dublin eru Áskell Más-
son, Kjartan Ólafsson, Karólina Eiriks-
dóttir, Atli Ingólfsson og Hafliði Hall-
grímsson. Eini íslenski flytjandinn á
hátíðinni er Einar Jóhannesson klar-
inettuleikari sem var sérstaklega val-
inn til að leika á fyrstu tónleikunum.
Norræna ráðherranefhdin styrkir
hátíðina sem er afar glæsileg. Norræn
tónlist fer nú víða og vekur athygli og
forvitni tónlistaráhugamanna, til
dæmis var hún nýlega kynnt á mikilli
hátíð í Berlín. Þetta helst í hendur við
almennan áhuga víðsvegar á Norður-
löndum og því sem þau standa fyrir í
alþjóðasamfélaginu.
Mannlíf og saga
Ellefta hefti af
Mannlífi og sögu fyr-
ir vestan er komið út
hjá Vestfirska forlag-
inu. Meðal efhis er
seinni hluti frásagnar
Kristjáns           Jóns
Guðnasonar af lífs-
hlaupi móður hans,
Steinunnar Jónsdóttur, sem var
kjarnakona og ekta Vestfirðingur.
Kjartan Th. Ólafsson segir frá ævi
sinni og fjölmargar vestfirskar sagnir
komast þarna á þrykk. Einnig er
myndasería frá byggingu Mjólkár-
virkjunar 1 á árunum 1955-58 og fjöldi
annarra mynda.
Bókahappdrættið
Dregið hefur verið í happdrætti
Bókatíöinda fyrir 6. des., nr. 57.338.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32