Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002
Tilvera
I>V
Treflarnir
^skiluðu jgóð-
um ágoða
Krabbameinsfélaginu og Samhjálp
kvenna hefur verið afhentur ágóði af
sölu á treflum í tengslum við átak í
október gegn brjóstakrabbameini,
alls rúmlega 1100 þúsund krónur. i
mörgum löndum hefur októbermán-
uður ár hvert verið helgaður ár-
vekni um brjóstakrabbamein. Islend-
ingar tóku nú í þriðja sinn þátt í
þessu átaki á þann hátt að Artica,
umboðsaðili Estée Lauder, Clinique
og Origins, og þrjátíu útsölustaðir
* fyrirtækisins seldu vandaða ullar-
trefla merkta tákni átaksins, bleikri
slaufu. Salan gekk mjög vel og hlut-
fallslega mun betur en í nálægum
löndum. Öllum ágóða af sölunni
verður varið til að gera fræðslu-
myndband um gildi brjóstaskoðunar
og brjóstakrabbameinsleitar.
Árveknisátakið fólst einnig í því
að vekja athygli á þessum sjúkdómi,
sem tíunda hver kona á íslandi
greinist með einhvern tíma á lífsleið-
inni, fræða um hann og hvetja kon-
ur til að nýta sér boð leitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins um röntgen-
myndatöku.              -aþ
Edda Hrund Harðardóttir syngur í Salnum:
Syindlaði sér inn
í Söngskólann
Edda Hrund Harðardóttir
sópransöngkona vissi snemma
hvað hún vildi. Hún var aðeins
fjórtán ára þegar hún fór í áheyrn-
arpróf í Söngskólanum í Reykja-
vík og átján ára i Royal Academy
of Music í London og komst inn í
báðum tilfellum. Nú ætlar hún að
halda einsöngstónleika í Salnum á
morgun klukkan 16. Undirleikari
er Richard Simm píanóleikari og
yfirskriftin er Tónar Evrópu.
Edda útskrifaðist á liðnu vori
úr Royal Academy of Music í
London með B.Mus.-gráðu í tón-
list, ásamt söngkennaraprófi, með
ágætiseinkunn. Nú vinnur hún að
Postgraduate diploma í söng í
sama skóla sem lýkur með út-
skriftartónleikum næsta sumar.
En aftur að upphafi söngnámsins
sem Edda Hrund lýsir svo:
Ágóöínn aflientur
Eva Garðarsdóttir Kristmanns og Þóra Hrönn Njálsdóttir, frá Estée Lauder, afhenda
Guörúnu Sigurjónsdóttur, formanni Samhjálpar kvenna, og Sigurði Bjömssyni, for-
manni Krabbameinsfélags íslands, ágóða afsölu á treflum meö bleiku slaufunni.
I  b
Einnig Vídd: Njorðarnes 9 - Akureyri
og Agentia ehf. - Baldursgótu 14 - Keflnvik
FLfSAVERZLUN
Bæjarlind 4 - Sími 554 6800
www.vidd.is — vidd@vidd.ís
Góð kaup!
Renault Laguna Berline RT 1.6
Nýskr.04.2002,
1600cc vél,
5 dyra, 5 gíra
grár, ekinn 6.þ,
¦> 1.890/3
575 1230
Opio mán-fös 09-18 og lau 10-16
bílo-
land
Grjóthálsi 1
bilaland.is
„Ég var sísyngjandi sem barn
og systir mín sem hafði heyrt um
áheyrnarpróf hjá Söngskólanum í
Reykjavík hvatti mig til að prófa.
Þar var þá sextán ára aldurstak-
mark þannig að í prófinu sagði ég
ósatt um aldur minn og bætti því
við að ég væri í fjölbraut! Mér leið
þvi mjög asnalega þegar ég komst
inn og fékk þann vitnisburð að ég
hefði sérlega þroskaða rödd af 16
ára stúlku að vera. Það endaði
með því að ég bað mömmu að
hringja og útskýra málið." Edda
Hrund kveðst hafa verið undir
handleiðslu fjögurra ágætra
kvenna, þeirra Þuríðar Pálsdótt-
ur, Ásrúnar Davíðsdóttur og Jór-
unnar Viðar í Söngskólanum í
Reykjavík, og eftir að til London
kom, Elísabethar Ritchie prófess-
ors. En hvernig kann hún við sig
í London?
„Mér líður vel i London og leigi
húsnæði ekki svo langt frá skólan-
um en það kostar heilmikið hark
að halda sér uppi," svarar Edda
Hrund. Hún kveðst víða hafa kom-
ið fram á tónleikum, unnið í
Royal Albert Hall og sungið hlut-
verk Barbarinu í Le Nozze di Fig-
aro síðasta sumar í Litla leikhús-
inu í Suður-Frakklandi. Fram
undan er meðal annars söngur í
Requiem eftir Mozart auk þess
sem hún ætlar að kynna íslensk
sönglög i Englandi, ásamt þremur
öðrum íslendingum. Hvað við tek-
ur svo að námi loknu er óráðið
DV-MYND SIG. JOKULL
Sópransöngkonan
Edda Hrund ætlar að kynna íslensk
sönglög í Englandi á næstu mánuð-
um, ásamt þremur öðrum.
enn en óperusöngurinn heillar.
„Hann hæfir rödd minni best,"
segir söngkonan unga.     -Gun.
7-SJ í Setbergsskóla í heimsókn á DV
Aðalgeir Sigurðsson, Andrea Sól Kristjánsdóttir, Arnar Bjarki Jónsson, Arndís
Sara Þórsdóttir, Árni Grétar Finnsson, Benedikt Reynir Kristinsson, Daníel
Freyr Þorsteinsson, Erna Oddný Gísladóttir, Freydís Helgadóttir, Guðrún Al-
bertína Einarsdóttir, Gunnar Emil Sigurðsson, Hafsteinn Hafnfjörð Jónsson,
Hafsteinn Þór Guðjónsson, Helena Karlsdóttir, Hólmfríöur Stefánsdóttir, Jó-
hann Helgi Ólafsson, Jónas Karl Jónasson, Katrín Huld Vignisdóttir, Klara
Ingvarsdóttir, Kristrún Gunnarsdóttir, Signý L Sigurðardóttir, Steinunn Eiríks-
dóttir, Sunna Jóhannsdóttir, Sveinn Ragnar Sigurðsson, Tryggvi Jónsson.
Kennari er Sandra Jónasdóttir.
Myndbönd
Greenfingers
••*
Skapandi
fangar
í upphafi Green-
fingers er sagt að
byggt sé á sönnum
atburðum. Þetta er
staðreynd sem
gleymist mjög fljótt,
enda held ég að
sannleikurinn í
þessari ágætu gam-
anmynd sé ein-
göngu sá að einhvern timann tóku
fangar þátt í blómasýningu. AUt armað
hlýtur að vera skáldskapur þar sem yf-
irbragð myndarinnar hefur þennan
skemmtilega blæ bresks humors sem
byggist á persónum, sem eiga sér litla
stoð í raunveruleikanum.
Aðalpersónan er fanginn Colin
Briggs (Clive Owen), sem er einn út-
valdra fanga sem fá að dvelja í opnu
fangelsi. Briggs er bitur maður og vill
helst fá að vera í friði. Með honum í
klefa er gamall maður, sem hefur
áhuga á blómum. Sá nánast treður
þessum áhuga sínum á Briggs, sem fær
lífsviljann á ný við það að gróðursetja.
Kemur í ljós að hann er gæddur mikl-
um hæfileikum í garðyrkju. Á vegi
fangans verður fræg sjónvarpskona
(Helen Mirren) sem gefur út bækur um
garðyrkju og tekur hún fangana upp á
sina arma og kemur þeim í sviðsljósið.
Greenfingers er uppfull af skemmti-
legum húmor og eins og Bretum er ein-
um lagið þá er góðlátleg þjóðfélags-
ádeila í húmornum. Leikarar eru finir.
Clive Owen fer sjálfsagt bráðlega að
teljast til kvikmyndastjarna, Helen
Mirren bregst ekki frekar en fyrri dag-
inn. Svo er það senuþjófurinn, David
Kelly, sem heillar okkur jafn mikið og
hann gerði í Waking Ned Divine. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Joel
Herschman. England, 2001. Lengd: 91
mín. Leikarar: Clive Owen, Helen Mirren,
David Kelly og Warren Clarke. Bönnuö
börnum innan 12 ára.
Other Voices
••
Framhjáhald
Other Voices er dæmigerð kvik-
mynd metnaðarfolls leikstjóra, sem er
að hefja feril sinn, en fer fram úr sjálf-
um sér og skilur áhorfendann með eitt
spurningarmerki í
augum. Leikstjórinn
og handritshöfund-
urinn Dan McCor-
mack fékk víst ein-
hver leikstjórnar-
verðlaun fyrir þessa
kvikmynd. Ekki veit
ég fyrir hvað þvi ef
eitthvað er þá miss-
ir hann tökin á myndinni þegar líða
fer á hana.
Other Voices byrjar sem drama. Phil
(David Aaron Baker) og Anna (Mary
McCormack) eru komin að endapunkt-
inum í hjónabandinu og telja að hvort
um sig standi í framhjáhaldi. Anna
gengur til sálfræðings, sem virðist vera
verri á taugum en Anna og Phil trúir
vini sínum fyrir hjónabandsvandamál-
um sínum. Vinurinn mælir með því að
hann fái sér einkalöggu sem þekktur er
fyrir það að redda hlutunum. Á meðan
fer Anna í heimsókn til bróður síns,
sem býður henni í hádegisverð á eftir-
sóttasta hádegisverðarstaðnum i New
York. Sá staður er á opnu götuhorni.
Hér fer textinn smátt og smátt að breyt-
ast í húmor, sem er í dekkri kantinum.
Um leið missir leiksrjórinn tökin á sög-
unni svo úr verður óskiljanleg enda-
leysa þar sem aukinn hraði í atburða-
rásinni gerir það að verkum að eríitt er
að horfa á myndina og öll skemmtun
sem i upphafi var boðuð er fokin út í
veður og vind. Einstaka atriði eru vel
gerð og vonandi kemst Dan McCor-
mack niður á jörðina, hann hefur hæfi-
leikana.                 -HK
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Dan
McCormack. Bandaríkin 2000. Lengd:
104 mín. Leikarar: Mary McCormack,
David Aaron Baker, Campbell Scott,
Stockard Channing, Rob Morrow og Peter
Gallagher. Bönnuö börnum innan 16 ára.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32