Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 19
19 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 DV Tilvera lí f iö V 1 N N II •Opnanir HTileinkaft Heklu Allsérstæöri sýningu verður hleypt af stokkunum í Galleríi Sævars Karls kl. 17. Þá sýnir hópur lista- og fræöimanna úr ýmsum áttum afrakstur tveggja ára samvinnuverkefnis um eldfjalliö Heklu. Þetta er vikulöng sýning sem hefur yfir- skriftina Samruni-sköpun heildar og er hún tileinkuö „United Nation", ári fjalls- ins, aö sögn Hlédísar Sveinsdóttur arkitekts sem er í forsvari fyrir sýninguna. En hvaö segir hún um sýninguna, hvernig lýsir hún henni? Á sýningunni sýnir blandaöur hópur lista- manna, fræöimanna og arkitekta sem hefur í tvö ár unniö saman aö verki sem tileinkaö er eldfjallinu Heklu. Verkiö er safn og sýning þar sem fræösla, mynd- list, arkitektúr, kvikmyndageröariist, Ijósmyndun og tónlist renna saman í eina heild, sem veröur aö upplifun áhorf- enda aö verkinu. Viö opnun mun Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytja tónverk. Þá mun Ari Trausti Guömundsson jaröeölisfræðingur og höfundur, vera með flutning á eigin efni, tileinkuöu Heklu. ■Samsvning 10 listamanna Tíu listamenn opna sýningu, frá kl. 20-23 í Skipholti 33B (fyrir aftan gamla Tóna- bíó). Á sýningunni veröa málverk, Ijós- myndir, skúlptúrar og fatahönnun. Lista- mennirnir eru: Heiöar Þór Rúnarsson, Þórunn Inga Gísladóttir, Sigríöur Dóra Jó- hannsdóttir, Hermann Karlsson, Sandra María Sigurðardóttir, Karen Ósk Sigurðar- dóttir, Ásta Guömundsdóttir, Hrund Jó- hannesdóttir, Hrólfur Vilhjálmsson og Margrét M. Norðdahl. Sýningin verður opin laugardag og sunnu- dag, frá 14-18. Allir velkomnir. •Uppákomur ■Afré og magadans i Austurbæ, gamla Austurbæjarbiói, verö- ur heljarinnar danssýning í kvöld. Sýndir verða heföbundir afrískir dansar frá Gíneu auk magadans frá Brasilíu. Helga Braga mætir á svæöiö. Sýningin er tæþir tveir tímar meö hléi og það kostar 2000 kall inn. Miöar seldir I Kramhúsinu, Exodus og viö innganginn. Sýningin hefst kl. 20. •T ónleikar ■Söngtónleikar____í__Grensás- kirkiu Kl. 20 halda sóþransöngkonurnar Kristín R. Slgurðardóttlr og Hulda Guðrún Geirs- dóttlr söngtónleika í Grensásklrkju. Meö- leikari þeirra á píanó er Antonía Hevesi. Á efnisskrá eru m.a. dúettar og aríur eftir Vivaldi, Purcell, Hándel, Pergolesi, Bononcini, Rossini og Paésiello. ■Spaftar i 12 ténum Hljómsveitin Spaöar hefur sent frá sér nýja plötu sem nefnist Skipt um peru og af því tilefni verða litlir kynningartónleikar í verslun 12 Tóna viö Skólavöröustíg í dag milli 17 og 18. Allir eru velkomnir í sveiflu og með því. Hljómsveitina Spaöa skipa Aöalgeir Arason, mandólín, Guömundur Andri Thorsson, söngur, Guömundur Ing- ólfsson, kontrabassa, Guömundur Páls- son, fiölu, Gunnar Helgi Kristinsson, harmóniku, Hjörtur Hjartarsson, flautu, klarinett og rafmagnsgltar, Magnús Har- aldsson, gítar, og Siguröur G. Valgeirs- son trommur. Krossgáta Lárétt: 1 kona, 4 glatt, 7 ákveðin, 8 gabb, 10 oflát- ung, 12 þvottur, 13 myrk, 14 gort, 15 káfa , 16 tré, 18 gáki, 21 hrópiöa, 22 gár- ar, 23 dugleg. Lóðrétt: 1 fíkniefni, 2 hugarburð, 3 samningar, 4 stóryrði, 5 fífl, 6 kven- dýr, 9 óskemmtilegt, 11 beitisigling, 16 dýjagróð- ur, 17 karlmannsnafn, 19 sveifla, 20 hóp. Lausn neðst á síöunni. Skák Hvítur á leik! Það er ótrúlegt, en það eru samt um 40 ár síðan þessi skemmtOega skák var tefld á Ólympíuskákmótinu í Varna, Búlgaríu. Tiu árum seinna stóð Bobby uppi sem sigurvegari i heimsmeistaraeinvíginu í skák hér í Reykjavík og Najdorf lést fyrir um 10 árum síðan. Þessi skák þótti merkileg fyrir þær sakir að Najdorf var sigrað- ur í afbrigöinu sem við hann er kennt með hinum skrýtna leik 6. h3 sem enginn hefur teflt nema Fischer sjálfur eiginlega. En það minnir mig á að þegar Fischer tapaði einhvem tíma fyrir Arthur Bisguier sagði Bobby að það myndi taka Arthur milljón ár að vinna sig aftur. Auðvit- að vann Arthur Bisguier hann aftur seinna og gat þá ekki stillt sig um að segja: „How time flies!“ eða en hvað tíminn er fljótur að líða! Hvitt: Bobby Fischer Svart: Miquel Najdorf Sikileyjarvörn. Ólympíuskákmótið í Vama, Búlgaríu (2), 1962 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. h3 b5 7. Rd5 Bb7 8. Rxf6+ gxf6 9. c4 bxc4 10. Bxc4 Bxe4 11. 0-0 d5 12. Hel e5 13. Da4+ Rd7 (Stöðumyndin) 14. Hxe4 dxe4 15. Rf5 Bc5 16. Rg7+ Ke7 17. RÍ5+ Ke8 18. Be3 Bxe3 19. fxe3 Db6 20. Hdl Ha7 21. Hd6 Dd8 22. Db3 Dc7 23. Bxf7+ Kd8 24. Be6. 1-0. Lausn á krossgátu 'UOJ oz ‘QU 61 ‘ÍW il ‘Ájs 9t ‘ssruij u ‘ui9j 6 ‘Xií 9 ‘!ue fi ‘jiaeuunStp f ‘jbibuihes g ‘bjo z ‘dop i majQoq 'UIQ! SZ ‘JIJÁ ZZ ‘!im IZ ‘ISJ® 81 ‘IPis 9i ‘tU[E fii ‘dnEj n ‘uiunp gt ‘nei zi ‘M>I?3 01 ‘)E[d 8 ‘uiqbj l ‘Hep [ ‘sojp i uiqjbj Dagfari Ferðir nú og þá Brá mér austur yfir sanda um síðustu helgi. Sólheima- sand, Mýrdalssand, Skeiðarár- sand, Breiðamerkursand. Brun- aði þetta á mínum hjólafáki á fáeinum klukkutímum, enda hálkulaust. Brekkur og beygjur eru fáar á þessari leið, brýr yfir öll vatnsföll, bundið slitlag á vegum og varla nokkur mis- fella. Varð ósjálfrátt hugsað til forfeðranna og annarra ferða- langa fyrri tíma. Þetta máttu þeir paufast á hestunum sínum um vegleysur eða í besta falli ógreinilega slóða, þræða brotin á vötnunum og jafnvel sund- ríða. Þótt sjálf muni ég miklar breytingar á samgöngum um þetta svæði og hafi upplifað það að gerast fylgdarmaður ferðafólks yfir Skeiðarárjökul, fyrir daga brúar, vitna eldri frásagnir um ólíkt meiri svaðil- farir og erfiðleika á þessum leiðum, jafnvel mannraunir. Sem dæmi um tafsamt ferða- lag má nefna að fyrir réttum 56 árum hafði mitt heimafólk fjár- fest í jeppabifreið. Á leið yfir Skeiðarársand bilaði hún við Gígjukvísl og var dregin viku síðar á hestum að sæluhúsi austar á sandinum og skilin eftir. Samkvæmt gestabók hússins (7.12.1946) tók ferðin þann spotta þrjá tíma og tutt- ugu mínútur. Þeir sem greiðast aka í dag komast langleiðina milli Reykjavíkur og Horna- fjarðar á þeim tíma. Þess má geta að rúmir fjórir mánuðir liðu áður en umrædd jeppabif- reið komst alla leið til hins fyr- irheitna lands - austan sands. Okkur ofurstressuðu nútíma- fólki þætti þetta auðvitað ótta- , legur seinagangur en svona var*^ lífið. Gunnþóra Gunnarsdóttir blaðamaður Myndasögur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.