Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 282. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						-f
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002
11
Skoðun
Nú ljóma aftur ljósin skær
Jónas
Haraldsson
aöstoöarritstiórí
Laugaidagspistill
„Eigum við ekki að fara snemma
í útidótið í ár, elskan," sagði minn
betri helmingur nokkru áður en að-
ventan gekk í garð. „Við eigum
þetta allt í geymslunni. Það er bara
að drifa sig í að greiða úr flækjunni
og ganga frá þéssu. Ekki ætti veðrið
að stoppa okkur, það er þessi ein-
muna blíða hvern einasta dag, hiti
eins og í suðurlöndum."
„Úff," sagði ég, „er virkilega liðið
ár frá því að við settum þetta seríu-
dót upp síðast? Mér finnst það nán-
ast hafa verið í gær. „Það er vegna
þess, minn kæri," sagði konan, „að
þú tókst jólaskrautið ekki niður
fyrr en í vor. Þú varst langsíðastur
aUra í götunni að koma því upp en
bættir það hressilega upp með því
að halda jólaljósunum á trjánum
fram að jafndægri á vori. Þannig á
þetta ekki að vera. Væri ekki til-
breyting," sagði hún, „að reyna að
gera þetta eins og hinir? Þá á ég
við," hélt hún áfram, „að láta ljósin
loga á aðventu, um jól og áramót en
taka þau síðan niður strax eftir
þrettánda. Ég get ekki séð að slíkt
sé ofverk annarra svo þú hlýtur að
ráða við þetta líka."
„Það er ofmælt," sagði ég, „að
ljósin hafi logað fram á vor. Ég
kippti dótinu úr sambandi í febrú-
ar. Það getur vel verið að eitthvað
hafi dregist að krafsa seríurnar úr
trjánum en ég man að jólasveinum
og snjókalli stakk ég áður inn í
skúr. Ég get viðurkennt að þeir
stungu svolítið í stúf eftir að sólin
var komin hátt á loft og farfuglar
farnir að tínast til landsins.
Deyja frændur
„Notum helgina," sagði konan,
„þetta er bara gaman. Það er nauð-
synlegt að lýsa upp svartasta
skammdegið." Hvað segir maður
svo sem við frómri ósk. Áður en ég
vissi var ég kominn á kaf í geymsl-
una að leita að útidótinu. Það
stefndi allt í að ég yrði fyrstur í göt-
unni þetta árið. Hver hefði trúað
því? Seríurnar voru í hrúgu í köss-
um. Ég sá svolítið eftir að hafa ekki
nennt að gera þær upp í vor. Jóla-
sveinarnir biöu þögulir í horninu
en snjókallinn glotti til mín. Hann
stóð enn á plötu sem ég hafði skrúf-
að upp undir hann fyrir síðustu jól.
Hún gerði hann stöðugri.
Ég kom jólasveinunum og snjó-
kallinum fyrir meðfram heimtröð-
inni. Mér til furðu kviknaði ljós á
allri hjörðinni. Sama gilti ekki um
seríurnar. Ég dreifði þeim á stofu-
gólfið og setti í samband, eina af
annarri. Þaö varð ljós og ljós á
stangli. Jólaseríur eru undarlegustu
raftæki sem ég hef umgengist, sér-
vitur og duttlungafull fyrirbrigði.
Það má heita hending ef á þeim
logar átakalaust. Svo sérkennilega
er þetta dót samansett að drepist á
einni peru deyr heill frændgarður
líka. Það er því ekki fyrir óþolin-
móða að reyna að finna sökudólg-
inn.
Kaupum nýjar
í seríukösinni var ein með þokka-
legu lífsmarki, aðrar daufar. Ég fór
í úlpu, setti á mig húfu og vettlinga
og tók þá líflegu með mér. Af ára-
tuga baráttu við jólaseríur veit ég
að það er kaldsamt verk að hengja
Jólasveinarnir lágu Ijós-
lausir á víð og dreif, þar
af tveir ígarði grannans.
Gloitið var horfið af snjó-
kallinum. Hann hafði
slitnað af plötunni og
hékk uppi í tré."
þær á tré, jafnvel þótt konan haldi
þvi fram að veðrátta hér sé suðræn.
Ég valdi mér fallegt birkitré fyrir
seríuna. Fyrst stakk ég henni í sam-
band. Jú, hún logaði þokkalega. Þó
vakti það nokkurn ugg í brjósti að
serían blikkaði þegar ég tók á
henni. Ég lét mig samt hafa það og
tróð henni á tréð. Til þess notaði ég
tiltæk hjálpartæki, stiga, tröppur og
strákúst svo ná mætti í hæstu hæð-
ir.
Ég leit stoltur yflr verkið þegar
niður kom. Serían lýsti upp tréö. Ég
leit upp og niður eftir götunni. Það
fór ekki milli mála. Ég var fyrstur,
hafði skotið grónnunum ref fyrir
rass. Öðru vísi mér áður brá. Jóla-
sveinarnir kmkuðu kolli þegar ég
gekk heim tröðina. Snjókallinn
glotti á plötunni. „Komdu og kíktu á
jólaljósin," sagði ég við konuna.
„Koma þau ekki vel út hjá mér?"
Kona hins myndarlega manns lét
ekki á sér standa, gekk út og leit
yfir garðinn. „Á hvaða tré hengd-
irðu seríuna, góði minn?" Það var
von að frúin spyrði. Þegar ég leit á
tréð loguðu engin ljós. Lif seríunnar
var slokknað. Hún var dauð eins og
hún lagði sig.
Ég starði á dagsverkið, stolt mitt.
Orðalaust gekk ég að trénu og reif
niður seríuna, reyndi ekki einu
sinni að koma lífi í hana. „Við
kaupum nýjar," sagði ég við konuna
sem hafði horft á aðfarirnar. „Þetta
er einnota drasl. Það borgar sig að
henda því eftir hver jól svo maður
þurfi ekki að ergja sig endalaust.
Konan mótmælti ekki enda höfðu
hrotið af munni bónda hennar litt
jólalegar athugasemdir.
Bænaraugu jólasveina
Ég kláraði að setja nýju seríurnar
upp á mánudagskvöldið. Þá hafði ég
tekið gleði mína á ný. Litfagrar per-
urnar nutu sín vel á trjánum. Engin
þeirra blikkaði. Jólasveinarnir
undu sér vel við garðstíginn og síst
hafði dregið úr glottinu á snjókallin-
um. Ég sofnaði sæll um kvóldið.
Rokið vakti mig um morguninn.
Það var eiginlega ekki rok heldur
bálviðri. Það var með hálfum hug
að ég lyfti gardínunni og kíkti út í
garðinn. Þar blikkuðu nokkur ljós,
ekki á trjám heldur í hrúgum á jörð-
inni. Jólasveinarnir lágu ljóslausir
á víð og dreif, þar af tveir í garði
grannans. Glottið var horfiö af snjó-
kallinum. Hann hafði slitnað af plöt-
unni og hékk upp í tré. Ég sá ekki
betur en hann hefði hengt sig í ser-
íusnúru.
Mér féllust hendur. Satt að segja
fór ég í vinnuna án þess að skera
snjókallinn úr snörunni eða bjarga
jólasveinunum. Dugði lítt þótt þeir
horfðu á mig bænaraugum. Seríu-
hrúgöldin lágu þar sem þau voru
komin. „Manni hefnist fyrir þaö að
byrja á undan öðrum," tautaði ég
við konuna um kvöldið og snerti
ekki á draslinu, „næst hengi ég
þetta upp á Þorláksmessu."
Fölnað glott
„Við verðum að koma skikki á
jóladótið," sagði konan degi síðar.
„Þetta er okkur til vansæmdar, sér-
staklega snjókallinn." Ég mannaði
mig upp og sótti kauða i tréð. Hann
glotti á ný eftir peruskipti. Sama
gilti um jólasveinana, einkum þá
sem ég sótt í nágrannagarðinn. Þeir
Ijómuðu. Merkilegt nokk lifnaði að
mestu á seríunum eftir að ég hafði
þurrkað þær, hrist hæfilega og skipt
um fjórar perur. Konan dásamaði
mann sinn fyrir dugnaðinn. „Batn-
andi manni er best að lifa," sagði
hún. Heitt kakó beið hins veður-
barða. Sæll í hjarta hvarf ég í
draumalandið. Allt hafði farið á
besta veg.
Gnauðið vakti mig. Veðurham-
urinn var ekki minni um morgun-
inn en tveimur sólarhringum fyrr. í
svefnrofunum heyrði ég að útvarpið
var á. Fréttamaður sagði frá þvi að
björgunarsveitir hefðu átt annríkt
alla nóttina, neglt niður þök og fest
plötur. Lausamunir höfðu fokið um
alla borg. Með hálfum huga kíkti ég
út um þakgluggann en hrökk frá.
Fölnaö glottið á snjókallinum blasti
við mér. Hann hafði fokið upp á
þak. Ég sá ekki jólasveinana. Serí-
urnar voru dauðar.
Bjartsýnn þulur
„Hvað með inniseríur þetta
árið?" sagði ég við konuna áður en
ég fór í vinnuna. Hún svaraði engu.
Snjókallinn hafði runnið frá glugg-
anum niöur á þakkantinn. Hvergi
sá til jólasveinanna. Ég kveikti á út-
varpinu um leið og ég bakkaði frá
húsinu. „Við höldum þá áfram með
jólalögin," sagði útvarpsþulurinn,
eins og það væri sjálfsagt mál,
„næst hlustum við á hið fallega jóla-
lag og Ijóð Emmy Köhler, í þýðingu
Gunnlaugs V. Snævarr: „Nú Ijóma
aftur ljósin skær".
Ég slökkti áður en fyrstu tónarn-
ir heyrðust.
« 4-   .«ttf-  í4l* <
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80