Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 25
LAUG ARDAGU R V. DESEMBER 2002 HelQctrbloö H>V 25 r DV-myndir Sig. Jökull Ólafur Gísli í Heitt og kalt sker djúpa skurði í pöruna með hálfs til eins sentímetra milli- bili. Vel beittur hnífur er nauð- synlegur í þetta verk og dúka- hnífar eru sérlega hentugir. Þótt það þyki venjulega ekki góð latína að „núa salti í sárin" þá er það nauðsynlegt á skorpusteik. Ólafur Gísli notar gróft salt. Hér dreifir hann líka piparkornum í rifurnar. Til að paran verði stökk er gott að láta hana snúa niður fyrstu 10-15 mínúturnar í ofn- inum og hafa vatn í skúffunni. Vatnið og saltið gerir það að verkum að fitan „poppast“, eins og Ólafur Gísli orðar það, og verður brakandi hörð. Milt Mommesin með og gæðakoníak á eftir - er val Ólafs H. Ingasonar hjá Heildverslun Alberts Guðmundssonar Margir eru komnir í veislustellingar enda annar sunnudagur í aðventu nú um helgina. Veitinga- staðir bjóða upp á jólahlaðborð og menn gera sér glaðan dag með vinnufélögum, vinum og fjöl- skyldu. Og brátt koma jólin þegar menn gera ekki síður vel við sig í mat og drykk. Nú háttar svo til að aðfangadagur er á þriðjudegi þannig að strax eftir hátíðamar er komin helgi og strax eftir helg- ina eru áramótin. Það má því búast við að reyni á ófáa buxna- og pilsstrengi eftir þau átök. Svínakjöt, bæði nýtt og reykt, setur svip sinn á mög jólaborðin. Þar á meðal er pörusteik eins og sjá má hér í opnunni. Ólafur H. Ingason hjá Heild- verslun Alberts Guðmundssonar segir aö þegar boðið er upp á svínakamb ætti gott rauðvín yfir- leitt ekki að vera langt undan. Og gott rauðvín er nokkuð sem hann sýslar með dag hvern. Mommessin er virt fyrirtæki í Frakklandi og þaðan kemur einmitt Mommessin Cotes du Rho- ne, milt rauðvín með léttum kryddkeim og dá- litlu tanníni. Fyrir utan það að henta vel með öllu kjöti þá er Mommessin Cotes du Rhone einnig tilvalið með ostum eða bara eitt og sér. Ólafur bætir við að rómantík og Cotes du Rhone frá Mommessin eigi einstaklega vel saman. Mommessin Cotes du Rhone er annars mjög vel þekkt meðal íslendinga, hefur lengi verið til sölu í verslunum ÁTVR. Fyrirtækið Mommessin var stofnað árið 1865 af Jean Marie Mommessin og hef- ur það verið i eigu fjölskyldunnar allar götur síð- an. Gæðakröfur hjá Mommessin eru afar strang- ar og kemur fjöldi gamalreyndra víngerðar- manna og sérfræðinga að vínframleiðslunni. Það þarf því ekki að koma á óvart að unnendur góðra vína séu hrifnir af Mommessin. Hafa Mommessin-vínin unnið fjölda vinkeppna og hlotið ótal verðlaun og viðurkenning- ar í gegnum tíðina. Mommessin-vínin fást í yfir 70 löndum í fimm heimsálfum. Mommessin Cotes du Rhone kostar 1.220 krónur í vinbúðum ÁTVR. Eftir góða máltíð, ekki síst massífa veislu- máltíð, er oft gott að „stilla sig af ‘ og dekra við sig um leið. Þá þykir mörgum við hæfi að leka koníakstári í glas og koma sér vel fyrir. Og jafnvel sötra á kaffi í leiðinni. Hennessy VSOP koníak þykir hæfa slíkum stundum. Hennessy er risi í heimi koníaks- ins, mest selda koniak veraldar. Koníak er stundum nefnt drykkur englanna en mikil uppgufun á sér stað úr Cognac-héraðinu og segja sögur að englarnir safnist gjarnan saman þar yfir og njóti góðs af. En þeir sem vilja njóta góðs af þessum engladrykk á ís- landi í desember geta lagt leið sína i ÁTVR. Þar kostar 70 cl flaska 4.610 krónur. Umsjón Haukur Lárus Ilauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.