Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 282. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Helcjarbloö "SDfST lauoardaour
7. DESEMBER 2002
Kraumandi
naseiður
E inar Már heldur áfram söqu
fólksins síns - sem ersaga okkar
allra - íNafnlausum vequm, oq
hann er enn þá að leita að stað
til að setja punkt aftan við hana.
Fótspor á himnum og Draumar á jörðu - ljóðræn
nöfn á tilfinningaríkum sögum Einars Más Guðmunds-
sonar sem öll þjóðin getur fundið fortíð sína í. Nú er
sú þriðja komin út hjá Máli og menningu, Nafnlausir
vegir, og vefur áfram litríkan frásagnardregil þar sem
þetta fólk, nýir og gamlir aðstandendur þess, börn og
tengdabörn lifnar við, og uppsprettan er í endalausum
frásögum fólksins í kringum hann. „Þaö hefur vakið
áhuga minn og athygli þegar ég hef verið að ræða við
fólk hvernig frásagnarlistin og bókmenntirnar búa í
fólki," segir Einar Már. „Enda er það forsenda þess að
við rithöfundarnir skrifum. Þetta háþróaða frásagn-
arapparat er inni í mönnum, og þaðan hljóta bók-
menntirnar að koma."
Saiimir skáldskapur
- Einhvem tíma sagðirðu að íslendingum væri
tamt að lesa skáldsögur með slmaskrána við hönd-
ina. Nú hefurðu ekki dregið dul á að fólkið í þessum
bókum stendur þér nærri - þetta er þitt fólk ...
„Já, eða byggir á mínu fólki, skulum við segja,"
leiðréttir Einar Már blaðamann. „Ég vil nú ekki að
hinar raunverulegu persónur þurfi að taka ábyrgð á
skáldsógupersónunum!"
- Hvað segir fólkið þitt þá um þessar bækur?
„Það berst um að fá að vera í þeim," segir Einar
Már og glottir ómótstæðilega. „Fólk hefur verið mjög
viljugt að ræða við mig og segja mér frá. Síðan nota
ég það allt á minn hátt og fer frjálslega með. Það er
ekkert heilagt nema veruleikinn - hann er heilagur.
En það getur allt gerst. Setjum svo að ég hafi tekið
niður áhugaverða setningu eftir einhverjum, þá get-
ur hún alveg lent í munni annars, auk þess sem ég
legg persónunum eitt og annað í munn frá eigin
hrjósti, eða finn hliðstæðu hjá allt öðru fólki."
- Hvað finnst þá þínu fólki um það að sjá setning-
arnar sínar eignaðar öðrum?
„Mitt fólk virðir mitt skáldlega frelsi. Einhvern
tima sagði ég móður minni í gagnrýnum tón að fólk
væri alltaf að spyrja mig hvort þetta væri sannleik-
ur eða skáldskapur. Þá svaraði móðir mln: „Þá áttu
bara að segja að þetta sé sannur skáldskapur!" í
minni fjölskyldu hefur verið sagður urmull af sög-
um gegnum tíðina en ég held ekki að neinn hafi
ímyndað sér að þær ættu eftir að rata á bækur. Ég
nálgast þetta fólk sem ákveðin skáldleg sjónarhorn
á lífið, og persónurnar geta haft mismunandi sýn á
sama hlutinn; til dæmis er ákaflega ólíkt hvernig
börn Ragnars og Helgu upplifa braggahverfið. Minn-
ið festir sig við ólíka hluti, það þekkja allir. Gegnum
aldirnar hefur fólk búið við þau þjóðfélagslegu skil-
yrði að geta ekki ræktað sína hæfileika. Sú var raun-
in á mínum sögutíma á 20. öldinni og sú er raunin
enn."
Allur í ími er samtúni
- Bygging þessara bóka er sérstæð; þú hirðir ekki
um að segja frá í réttri tímaröð heldur ferð fram og
til baka í tíma, kemur aftur að atburðum og stundum
fær maður grun um endinn áður en sagan er al-
mennilega hafin ... Af hverju gerirðu þetta?
„Ja, þessi aðferð hefur mótast við ritun þessara
bóka, og segja má að henni sé einnig beitt að hluta í
Englum alheimsins," svarar Einar Már. „Það er bara
vegna þess að mitt viðhorf til tímans er skáldlegt á
þann hátt að allur tími sé samtími. Þess vegna skrái
ég tímann tilfinningalega, tek atvikin og leyfi þeim að
lifa. Þetta er klukka sem maður finnur upp með penn-
anum!"
- Stundum fannst mér sögumaður þinn, Hrafn,
vera eins og maður sem rifjar upp fortiðina og lætur
eitt minna sig á annað.
„Já, þetta á margt skylt við alþýðlega frásagnarlist
þar sem fólk talar oft í hliðstæðum í stað þess að
byrja á byrjuninni og rekja sig eftir lögmálum tím-
ans."
- Eru þetta þá fyrst og fremst svipmyndir af fólki
og atburðum á fyrri tíð eða er einhver yfirskipaður
sannleikur í þessum bókum? "
„Mér finnst nú tilgangurinn með því að flétta sög-
ur saman alltaf vera sá sami, sko," segir Einar, gríp-
ur Drauma á jörðu og leitar að ákveðnum stað, ,já,
hér er þetta: „Heimspeki er það sem stendur á milli
lína i skáldsögum, af því að viska heimsins býr í hinu
ósagða. Því skýtur skökku við að heimspekirit séu oft
svona miklir doðrantar. En ég er ekki heimspekingur
og ég er ekki skáld. Ég kann ekki þá list að dulbúa
sögur né heldur að hrófla upp hátimbraðri speki en
skrái þessi atvik til að gefa þögninni mál og minna á
hið gleymda." Til þess skrifa ég einmitt - til að minna
á hið gleymda, og þannig tel ég að skáldskapurinn
viðhaldi og miðli anda tímans til komandi fólks. Þá
stendur maður mitt á milli fortíðar og framtíðar - í
þessu núi. Ég er ekki að afhjúpa einhvern sannleika
heldur er ég að segja sögu alþýðunnar, og þó að ég
sæki forsendurnar í mitt eigið fólk þá er þetta saga
okkar allra. Því „sagan" er ekki bara saga stórvið-
burða og valdhafa. Ég vil sýna að meðal alþýðufólks
eru margir merkilegir karakterar og hver maður á
sína sögu. Lífið er einn kraumandi sagnaseiður!"
Að breyta vorum minnsta bróður í guð
- Almúgafólkið tekur á sig goðsögulega stærð í þess-
um bókum, eins og í sögum Halldórs Laxness af fisk-
verkunarstúlku, skáldi og öryrkja ogkjaftforum leigu-
liða Rauðsmýrarfólks. Þið takið þann smæsta og
stækkið hann í goðumlíka veru. Er þetta meðvitað eða
stækka þær ósjálfrátt?
„Bæði og," segir Einar Már. „Þessi tilhneiging að
búa til goðkynjaða veru úr almúganum liggur svolítið
í okkar sagnaarfi alveg aftur í íslendingasögur og forn-
aldarsögur Norðurlanda. Hluta af þessum arfi hefur
maður fengið úr móðurmjólkinni og andrúmsloftinu,
svo verður maður meðvitaðri um þetta eftir því sem
maður les meira. Þessi aðferð mótaðist strax í Englum
alheimsins þar sem vor minnsti bróðir er svo risavax-
inn að maður sér ekki til sólar fyrir honum! En ég held
að þessi aðferð hafi frekar valið mig en ég hana. Ég get
ekki skrifað um persónur nema mér þyki vænt um
þær og þegar maður horfir á fólk með ástaraugum þá
stækkar það óhjákvæmilega. Persónurnar sem maður
skrifar um verða að lifna og lifa á sínum eigin forsend-
um í sögunni. Ég hef ekki tekið að mér það hlutverk
að dæma þetta fólk - ekki heldur okurlánarana mína
sem leika stórt hlutverk í Nafnlausum vegum. Ég
kynnti mér nokkuð þann þjóðflokk fyrir þessa bók og
fannst áhugavert hvað þeir áttu oft svipaðan bakgrunn
í algeru allsleysi og vondum dögum. Munstrin endur-
taka sig."
- Sögunni er ekki lokið?
„Nei. Ég er enn þá að leita að stað til að setja punkt
aftan við hana."
Meðan við biðum getum við unað okkur á Nafnlaus-
um vegum.                            -SA

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80