Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 282. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						4-G    H (2 IC) Ct K b l Ct Cj  Mjr\l    LAUOARDAGUR 7. DESEMBER
.lóii Óttar Ragnarsson, stofnandi
Stöðvar 2, snýr aftur í íslenskt
menningarlíf eftir 10 ára dvöl í
Hollywood og hefur gert heimild-
armynd um Stein Steinarr.
DV-mynd E.Ól.
snyr
Jón Ottar Raqn-
arsson, stofn-
andi Stöðvar 2,
er byltíngar-
maður ííslensk-
um sjónvarps-
heími og eld-
hugiíbestu
merkingu þess
orðs. Hann hef-
ur verið búsett-
uríio ár í
Hollywood en
snýr nú aftur
inn ííslenskt
menningarlíf
með nýrri heim-
ildarmynd um
Stein Steinarr.
Það er meira en líklegt að
margir sem eru yngri en 30
ára hafi varla hugmynd um
hver Jón Óttar Ragnarsson
er. En þeim sem voru komn-
ir til vits og ára þegar Stöð 2
var stofhuð og horfðu á
hljóðlausa opnunarávarpið
og horfðu á siglingu fyrir-
tækisins með himinskaut-
um næstu árin á eftir, liður
hann aldrei úr minni.
Jón  Óttar var Stöð 2
fyrstu árin. Hann var stofn-
andi, sjónvarpsstjóri, þátta-
gerðarmaður, menningarviti
og gagnrýnandi. Allt í ein-
um manni á einni stöö. Þar
sem skjánum sleppti tók lit-
ríkt einkalíf hans og orðspor
við og það er stutt siðan
undirritaður  heyrði  Val-
gerði Matthíasdóttur, sam-
starfskonu Jóns, lýsa því í sjónvarpsþætti hvernig hún hefði verið
frumkvöðiul á sviði opinskárra tímaritsviðtala á níunda áratugnum.
Það er eflaust rétt og Jón Óttar kom viö sögu í mörgum þeirra.
Er Jón komínn heim?
Jón hvarf af klakanum og úr sviðsljósinu í byrjun 10. áratugarins
og hefur búið tiu undanfarin ár í Los Angeles ásamt Margréti
Hrafhsdóttur, eiginkonu sinni, og syninum, Einari Ragnari. Það var
ekki laust við að margir rækju upp stór augu þegar fréttist af Jóni
Óttari sitjandi við klippitölvu í myndveri Skjás eins við að klippa
jólamynd hinnar ungu sjónvarpsstöðvar, nánar tiltekið heimildar-
mynd eftir sjálfan sig um skáldið litríka, Stein Steinarr.
DV náði í skottið á Jóni Óttari eftir nokkra snúninga og spurði
hann hvers konar mynd þetta væri eiginlega.  .
„Þetta er heimildarmynd um þennan mikla listamann sem er
jafnframt liður í undirbúningi að stórri leikinni kvikmynd um hann
og ævi hans en hana erum við með í smíðum. Steinn var ekki að-
eins listamaður i þeim skilningi að hann orti frábær h'óð heldur var
hann eldhugi og uppreisnarmaður og þess vegna finnst mér saga
hans eiga skýrt erindi við nútímann," segir Jón sem talar við mig í
farsíma um það bil níu tímabeltum vestar á hnettinum.
- Er til mikið myndefni af Steini Steinarr?
„Það eru mest ljósmyndir og hljóðupptökur sem hafa varðveist
með honum. Það eru enn lifandi mjög margir sem þekktu Stein og
höfðu kynni af honum og við tókum viðtöl við þá og það fer ekki hjá
því að manni fínnist maður vera að bjarga ákveðnum menningar-
arfi þó ekki væri nema með því. Þannig er myndin í rauninni að-
dragandi eða prologus að stærra og allt öðru verki en um leið heim-
ildasöfnun."
- Þekktir þú Stein sjálfur?
„Faðir minn, Ragnar Jónsson, var útgefandi hans og ég man fyrst
eftir mér i heimsókn hjá skáldinu i Camp Knox þegar ég var níu ára
en við komum oft til hans í Fossvog seinna. Hann dó þegar ég var
þrettán ára en Steinn var sérlega barngóður og indæll maður og ég
tel að ég hafl lært mikið af honum og lít á hann sem einn af mínum
helstu áhrifavöldum.
Ég hef lesið ljóð hans mjög mikið alla mína ævi en lagöi þau nokk-
uð til hliðar þegar ég flutti til Ameríku fyrir 10 árum og hélt að þau
myndu kannski veðrast svolítið með tímanum en þegar ég tók þau
fram aftur þá sá ég enn betur hvað þetta er stórkostlegt efni."
Stórmyndin lim Stein
- Hvernig sérðu fyrir þér mynd um ævi Steins?
„Það er saga hans sem baráttumanns fyrir lítilmagnann. Þetta er
maður sem kynntist af eigin raun versta kerti sem hefur verið til í
sögunni sem er íslensk sveitarforsjá en hann ólst upp á sveit. Hann
missir móður sína 3 ára gamall og það markar hann fyrir lífstíð.
Hann ánetjast seinna hugmyndakerti sem er enn verra en það sem
ól hann upp en hafði kjark til að rísa gegn því.
Þetta er mitt eigið handrit og gerist að mestu á stríðsárunum og
fjallar um baráttumanninn og ástina í lífl hans. Þarna verða Ásthild-
ur og Louisa og svo aftur Ásthildur en á þessum stríðsárum orti
hann nánast öll sín kvæði, nánar tiltekið á 10 árum, frá 1933 til
1943."
- Jón Óttar segir að þegar séu þrjú handrit eftir hann í vinnslu
eða skoðun hjá ýmsum framleiðendum en Jón Óttar býr í hjarta há-
borgar kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood. En hver er tilgangurinn
með þessari jólasýningu á Skjá einum?
„Ég er að skipuleggja næstu skref en ég er að vona að íslensk
stjórnvöld taki við sér og styrki mig í þeirri viðleitni að flytja út ís-
lenska menningu eins og hún birtist í ljóðum Steins og sögu hans.
Það er búið að gera Halldór Laxness að útflutningsvöru og nú held
ég að tækifærið blasi við og Steinn er okkar maður sem hefur allt
til brunns að bera til að ná athygli alls heimsins. Hann er merkis-
beri fyrir þá gullöld íslenskra lista sem Halldór var hluti af en það
er ekki nóg fyrir Stein að vera frægur á íslandi. Við eigum að deila
honum og fleiri listamönnum með heiminum öllum."
- Ertu þá að leita eftir fjármagni frá íslandi?
„Við erum með leiðir að ákveðnu fjármagni hér en mín von er sú
að ég fái táknrænan styrk til að láta þennan draum rætast. Það hef-
ur tekið mig 10 ár að komast inn í þennan heim hér í Hollywoood
og ég tel nú að ég skilji hann nógu vel til þess að vekja athygli kvik-
myndaheimsins á Islandi. Við lifum á nýjum víkingatímum og þetta
er okkar tækifæri."
Að opna rétta póstinn
- Jón er virkilega búinn að ná sér á flug þegar hér er komið sögu
og fer að rifja upp misjöfn viðhorf íslendinga á ólíkum tímum og
vitnar aftur til föður síns, Ragnars Jónssonar, bókaútgefanda og
menningarjöfurs, sem jafnan var kenndur við Smára.
„Hann fór á pósthúsið á hverjum degi og var vanur að henda út-
lenda póstinum því hann sagði að það þýddi ekkert að vera að lesa
þetta. Nú held ég að það sé nóg komið af naflaskoðun og afdalahætti
íslendinga og nú er kominn tími til að fara að lesa póstinn frá út-
löndum."
- Ein helsta skrautfjöður Skjás eins er fyrrum samstarfskona
Jóns, Valgerður Matthíasdóttir. Finnst þér þú vera að endurlifa árin
á Stöð 2 þegar þú kemur inn á unga sjónvarpsstöð á Islandi?
„Skjár einn er alger hliðstæða þess sem Stöð 2 var á sinum tíma.
Þar iðar allt af sköpunarkrafti og þar er verið að gera að mörgu leyti
það sem við vildum gera á Stöð 2 á sínum tíma áður en peninga-
mennirnir tóku af okkur völdin. Amerískar kvikmyndir áttu aldrei
að vera annað en tæki tO að fjármagna íslenska dagskrárgerð. Þær
áttu ekki að verða aðalatriðið.
Ég flnn þarna að mörgu leyti sama kraftinn og ég leitaði að forð-
um. En ef þetta tekst ekki núna og það fer á sömu leið og Stöð 2 þá
hefur RÚV að lokum sigrað í þessari samkeppni."
Óorði komið á brennivínið
- Finnst þér Stöð 2 vera á þeirri leið sem þú markaðir í upphafi
eða sérðu barnið þitt í tröllahöndum þegar þú horfir til þess í dag?
„Ég fylgist nú ekki svo með að ég vilji segja neitt um ástandið þar
en í grófum dráttum má segja að þessi stöð sé að staðfesta tilvist
RÚV í stað þess að berjast gegn henni. RÚV er enn sama einokunin
og þar hefur ekkert gerst.
íslensk menning er lykillinn að öllu og þær hugmyndir sem búa
i Islendingum sjálfum. Þetta vildum við virkja á sínum tíma en
menning hefur fengið á sig hálfneikvæðan stimpil með þvi að það er
framleitt svo mikið af prumpi í nafni menningar. Það kemur á hana
óorði eins og rónar koma óorði á brennivínið. Þær tvær sjónvarps-
stöðvar sem nú starfa fyrir utan RÚV verða að taka ábyrgð á ís-
lensku framtaki því annars hefur RÚV sigrað."
- Jón lýsir lífi fjölskyldunnar svo að það séu forréttindi að búa í
Los Angeles en á þessum tíu árum hefur hann einnig fengist við
rekstur myndbandaleigu og einnig verið umsvifamikill í sölu á Her-
balife fæðubótarefnum og er einn mikilvirkasti innflytjandi þeirra
til íslands um árabil.
„Við komum alltaf til íslands svona þrisvar á ári og það er hvergi
betra að vera. Það eru hins vegar spennandi timar í Hollywood þar
sem amerísk neðanjarðarhreyfing sjálfstæðra kvikmyndagerðar-
manna er að ná völdum smátt og smátt."
Herbalife og smjörlíki
- í ljósi þess að faðir Jóns var eitt stærsta aflið í íslensku menn-
ingarlífi meðan Jón var að alast upp og Jón er nú að snúa sér enn
einu sinni að íslenskri menningu er freistandi að spyrja hann hvort
hann sé að feta í fótspor fóður síns, hins þjóðkunna Ragnars í
Smára, sem notaði smjörlíkissölu til þess að standa undir menning-
arstarfsemi líkt og Jón Óttar virðist nota Herbalife.
„Það er ekki persónulegur metnaður minn. Ég hef frekar eytt æv-
inni í að reyna að forðast skuggann af fóður minum sem var risa-
stór. Við vorum vinir svo það er ekki um neina uppreisn að ræða
en ég tók á mig króka í önnur verkefni eins og matvælafræði og
næringarfræði og verkfræði því ég vildi finna minn sess í tilver-
unni. Ég dróst samt að íslenskri list eins og segli og þegar ég stofn-
aði Stöð 2 fann ég að ég var kominn á rétta hillu og margt af því sem
ég hef gert dregur óneitanlega dám af hans ferli og verkum."
-PÁÁ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80