Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2002, Blaðsíða 54
58 H e / c) a rb / a ö 3Z>V LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 Stiglaus skipting og þægindin í fyrírrúmi Kostir: Þœgindi, hljólátur, hljómkerfi Gallar: Armpúöi fyrir handbremsu að láta hana yfirfara öll kerfi í bilnum, eins og smurkerfi, vatnsþrýsting og fleira. Gott pláss er í öll- um sætum sem styðja vel við með fjölda stillinga og milli framsæta er stór armpúði. Hann er reyndar til trafala að því leyti að sé hann hafður niðri á sínum þægilegasta stað rekst handbremsuhandfang i hann þegar togað er í það. Farangursrými er kannski ekki það stærsta í flokkinum en er aðgengilegt og þægilegt en hanskahólf er stórt og gott, í bílnum er líka mjög fullkomið hljómkerfi sem staðalbúnaður og óhætt að mæla með því. Audi A4 kom á markað snemma árs 2001 sem alveg ný kynslóð. DV-bílar höfðu áður prófað hann sem 2,5 lítra dísil Quattro en sá bíll sem er mest seldur hér- lendis er tveggja lítra bensínbíllinn. Því var vel við hæfi að gripa aðeins i þann bíl. Vel búinn og þægilegur í útliti likist A4 nokkuð A6, með rúnaðan en um leið kantaðan afturenda og afturljós sem setur skemmtileg- an svip á hann. Audi A4 er vel búinn bíll í sínum stærðarflokki og munar þar litlu á honum og stóra bróður sem segir sex. Stýrið er með aðdrætti og halla, þannig að ökumaðurinn getur komið sér vel fyrir í sinni uppáhaldsstellingu. Tvískipt miðstöðin stýrir hitanum í báðum hliðum bllsins og einnig er hægt að skjóta hita á bæði framsætin. Aksturstölvan er afar fullkomin og hægt er með því einu að ýta á einn takka Sérlega öruggur Audi A4 er vel heppnaður bíll í alla staði og ekki síst í öryggi enda fékk hann fjórar stjörnur í árekstraprófi NCAP og var ekki langt frá því að bæta við þeirri flmmtu. Burðarvirki yfirbyggingar hefur verið endur- hannað og styrkt til að taka betur við höggum að fram- an og á hlið óg þessar breytingar ásamt sterkari sætis- grind minnka hættu á að farþegarými gefi eftir. Sex ör- yggispúðar eru staðalbúnaður, tveir að framan og fjór- ir frá hlið, auk þess sem höfuðpúðar og þriggja punkta belti eru í öllum sætum. Billinn er einnig búinn spól- vöm og einnig ESP-skrikvörn til að auka öryggi í akstri. Hljóðlátur í akstri í akstri virkar bíllinn þéttur og góður og hann er sérlega hljóðlátur. Hann liggur ágætlega en leggst að- eins í beygjur og stýri svarar mjög vel öllum hreyfing- um ökumanns. Tveggja lítra vélin er nokkuð spræk á snúning þrátt fyrir það að bíllinn sé búinn stiglausri Multitronic-sjálfskiptingu með valskiptimöguleika. Valskiptingin virkar vel sem slík og athygli vekur að sjálfskipting eyðir ekki meira en beinskipting í blönd- uðum akstri. Hemlar eru góðir enda einnig með hjálp- araðstoð en vart varð við örlítið iskur frá hemlum að aftan. Nokkuð gott verð Grunnverð bílsins er nokkuð gott, 3.250.000 kr. sjálf- skiptur, sem er nokkuð ódýrara en sambærilegir Benz og BMW. Kostar C-lína Mercedes Benz til að mynda 3.746.000 kr. og sambærilegur BMW 318 kostar 3.490.000 kr. Volvo S60 Turbo er á 3.455.000 kr. sjálfskiptur og Lexus IS 200 á 3.080.000 kr og er sá eini sem er ódýrari en Audi A4 í lúxusflokkinum. -NG AUDI A4 2,0 Vél:________________2ja lítra, 4ra strokka bensínvél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.