Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 283. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002
Fréttir
j.^^
Rekstur embættis forseta íslands:
Almennur rekstrar-
kostnaður hefur aukist
- samt verulegur samdráttur á síðasta ári vegna opinberra heimsókna
Almennur rekstrarkostnaður emb-
ættis forseta íslands hefur hækkað
verulega frá árinu 1996 er Ólafur
Ragnar Grímsson tók við embætti til
og með árinu 2001. Miðað við fast
verðlag árið 2001 og neysluverðsvísi-
tölu, þá nemur aukningin i heild um
20%, en 44% miðað við verðlag hvers
árs. Yfirstjórnin sjálf tekur þó til sín
mun meiri aukningu, eða 40% miðað
við fast verðlag 2001, en ríflega 68%
miðað við verðlag hvers árs.
Ekki hækka þó allir liðir við al-
mennan rekstur embættisins og má
geta þess að í fyrra lækkaði kostnað-
ur vegna opinberra heimsókna t.d.
um helming, eða úr 31,6 milljónum
árið 2000 í 15,7 milljónir króna árið
2001. Þessi liður vegur þó ekki nema
um 7,7% í heildartölu almenns kostn-
aðar forsetaembættisins. Hefur þessi
kostnaðarliður reyndar aldrei verið
lægri frá því Ólafur Ragnar Grímsson
tók við embætti. Eins og áður sagði
var hann rúmlega 15,7 milljónir 2001,
31,6 milljónir árið 2000, rúmlega 28,8
milljónir árið 1999, rúmlega 19,7 rnillj-
ónir 1998, 23,5 milljónir 1997 og rúmar
20 milljónir króna árið 1996. Miðað
við verðlag hvers árs er þetta um 28%
lækkun vegna opinberra heimsókna
miðað við árin 1996 og 2001. Lækkun-
in er enn meiri milli þessara ára ef
miðað er við fast verðlag 2001 og
neysluverðsvísitölu, eða ríflega 53%.
Kostnaður vegna fálkaorðunnar
dróst einnig verulega saman á síðasta
ári og var aðeins 532.000 krónur, eða
um þriðjungur þess þegar hann var
mestur 1.618.000 krónur árið 1999.
í samtali við DV sagði Stefán L.
Stefánsson forsetaritari að kostnaður
við opinberar heimsóknir færi vita-
skuld eftir þvi hve margar slíkar
væru á dagskrá yfir árið hverju sinni.
Þannig hefðu heimsóknirnar verið
færri nú í seinni tíð að undanförnu,
sem aftur skýrði lækkun þessa kostn-
aðarliðar undanfarin ár. Hins vegar
kæmu heimsóknir erlendra fyrir-
menna hingað til lands með næsta
skömmum fyrirvara og við því yrði þá
að bregðast. „Það er erfitt að ráða við
opinberar heimsóknir," sagði forseta-
ritarinn. Hann sagði að hins vegar
væri rekstrarkostnaður við embætti
forseta Islands í nokkru jafnvægi þó
með því flökti sem verða vildi, eins og
hann komst að orði.
Kostnaður við orðuveitingar er
minni nú í seinni tíð en var á fyrstu
árum Ólafs Ragnars Grimssonar á
Bessastöðum, einsog kemur fram hér
á undan. Spurður um skýringar á því
sagði Stefán að á fyrstu misserum sér-
hvers forseta íslands í embætti væri
byrjað á heimsóknum til Norðurland-
anna. Hefð væri fyrir þvi að margir í
viðkomandi löndum fengju heiðurs-
merki islenska þjóðhöfðingjans í þeim
utanferðum hans. Þegar þær væru af-
staðnar og útdeilingu lokið lækkaði
síðan kostnaðurinn. Á þessu væru því
mjög eðlilegar skýringar, eins og öðra
er varðaði rekstrarkostnað hins háa
embættis.             -HKr./sbs
íslensk fegurðardrottning á leið í Miss Europe:
íslensk fegurð í
Líbanon um jólin
- keppir í bleikum pallíettukjól
DV-MYND: HARI
Kveöjustund
Berglind átti notalega stund á Fjörukránni ígærkvöld ásamt fjölskyldu sinni
og kærasta, Jóni Ólafi Guðjónssyni, en hún missir afjólahaldinu þar sem
hún veröurytra umjólin og kemur ekki heim fyrr en á gamlársdag.
Amerískur hvíldarstóll
Órrúlega þœgilegur!
(Þú vefei ekki fyrr en þú hefgr prófað!)
„Þetta verður örugglega algjört æv-
intýri og leggst bara vel í mig," segir
hin 19 ára gamla Keflavíkurmær
Berglind Óskarsdóttir sem er á leið til
Líbanon á morgun til þess að taka
þátt í fegurðarsamkeppninni „Miss
Europe" sem haldin verður í Beirút
þann 28. desember. Berglind lenti í
öðru sæti í Fegurðarsamkeppni ís-
lands í vor og verður hún fulltrúi ís-
lands í keppninni ytra sem sýnd verð-
ur í beinni útsendingu á Skjá einum.
Þetta þýðir að Berglind mun verja jól-
unum úti ásamt 40 öðrum keppend-
um. „Ég hef aldrei áður verið að heim-
an um jólin svo þetta verða viðbrigði.
Foreldrum mínum flnnst þetta alla-
vega svolítið sorglegt, en ég held það
verði gert eitthvað hátiðlegt fyrir okk-
ur keppendurna á aðfangadag," segir
Berglind og bætir við að hún muni ör-
ugglega taka með sér íslenskt konfekt
og jólageisladiska út en jólapakkarnir
verði að bíða þar til hún komi aftur
heim á gamlársdag.
Tók jólaprófin fyrr
Hingað til hafa íslenskar stúlkur
ekki komist í verðlaunasæti í Miss
Europe-keppninni, en nokkrar hafa
þó komist áfram í 15 manna úrslita-
hópinn. „Ég veit ekkert hverju þeir
eru að leita að en ég mun að sjálf-
sögðu koma eins vel fyrir og ég get,"
segir Berglind og upplýsir um leið
að hún muni skarta sérsaumuðum
bleikum pallíettukjól saumuðum af
Sarí og þjóðbúningi sem er í eigu
Reykjanesbæjar. Keppnin verður
haldin á 900 fermetra sviði í hinni
glæsilegu höll BIEL, en 500 milljón-
ir Evrópubúa munu geta fylgst með
keppninni í sjónvarpi. Síðustu vik-
urnar hefur verið meira en nóg að
gera hjá Berglindi því auk þess að
hafa verið á þönum við að finna föt
fyrir ferðalagið, en hún hefur notið
aðstoðar ýmissa fyrirtækja við þaö,
þá hefur hún verið að taka jólapróf-
in í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
„Kennararnir hafa sýnt mér mikinn
skilning og leyfðu mér t.d að taka
eitthvað af jólaprófunum fyrr," seg-
ir Berglind sem stundar nám á
tungumálabraut. í gærkvöld átti
Berglind svo notalega stund á Fjöru-
kránni í Hafharfirði ásamt foreldr-
um sínum, systkinum og kærasta
en þau munu ekki sjá hana fyrr en
eftir jól, eða eftir þrjár vikur. -snæ
Landslið hagyrðinga
kveðast á annað kvöld
Landslið hagyrðinga mun takast á
þegar efnt verður til kvæðaþings á
Hótel Selfossi annað kvöld kl. 20.30.
Þar munu nokkrir af snjöllustu hag-
yrðingum landsins leiða saman hesta
sina, það er þingmenn og fulltrúar al-
þýðunnar. Þingliðið skipa Halldór
Blöndal þingforseti, Jón Krisrjánsson
ráðherra og Steingrímur J. Sigfússon
alþingismaður. í þjóðarliðinu eru Há-
kon Aðalsteinsson skáld, sr. Hjálmar
Jónsson dómkirkjuprestur og Flosi
Ólafsson leikari.
Kvæðaþingið er til styrktar hand-
knattleiksdeild Ungmennafélags Sel-
foss. Verndari þess er Guðni Ágústs-
son og stjórnandi Ómar Ragnarsson.
„Með kvæðaþingi þingmanna og al-
þýðunnar mörkum við upphaf kosn-
ingavetrar og það er víst að frammi-
staða stjórnmálamanna í þessari
glímu mun marka spor i frama þeirra
í baráttunni í vor," sagði Bjarni Harð-
arson sem er blaðafulltrúi kvæða-
þingsins.
-sbs
Stuttar fréttir
Lægri leiga
Framboð á leiguhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu er orðið mun meira en
eftirspurnin og muna starfsmenn á
leigumiðlunum ekki eftir öðru eins á
leigumarkaðnum. Verð á leiguhúsnæði
hefur lækkað í kjölfarið. Leigumarkað-
urinn hefur lengi verið erfiður, framboð
á húsnæði lítið og verðið hátt. En það
hefur gjörbreyst, fyrir tveimur árum lá
við slagsmálum um hverja íbúð, en nú
getur fólk valið úr. Dæmi era um að
herbergi séu leigð á 12.000-13.000 krónur
á mánuði, sem ekki fengust fyrir minna
en 20.000 kr. fyrir ári. Einstaklingsíbúð-
ir eru leigðar á 35^40.000 kr , tveggja
herbergja íbúðir á 50.000-70.000 og
þriggja á 60.000 til 80.000 kr. RÚV
greindi frá.
Ný reiðkennsluaðstaða
Hólaskóli tók í notkun nýja reið-
kennsluaðstöðu um helgina. Hólaskóla
hefur sárlega skort aðstöðu af þessu tagi
um alllangt skeið enda hefur umfang á
starfsemi hrossabrautar skólans vaxið
mjög á síðustu áram. Hin nýja aðstaða
er sérhannað 1500 fermetra reiðkennslu-
hús. Reiðsalurinn er 1200 fermetrar og
auk þess áhorfendasvæði sem ætlað er
fyrir liðlega 200 manns. Framkvæmdir
hófust snemma sumars og er fyrsta
áfanga þeirra nú lokið og húsið tilbúið
undir kennslu. Eiðfaxi greindi frá.
Tré ársins
Tré ársins era tvö grenitré við bæinn
Stóru-Giljá í A-Húnavatnssýslu. Þau
vora útnefnd við hátíðlega athöfn i gær.
Það gerði Magnús Jóhannesson, formað-
ur Skógræktarfélags Islands. Trén
standa á harðbala sunnan undir húsinu
á Giljá og blasa við vegfarendum um
þjóðveg 1. í umsögn um trén segir að
annað þeirra sé hærra og fallegra að sjá
en hitt. Það mældist 9,7 metrar í fyrra.
Hitt er heldur minna. Bæði eru tvítoppa
efstu 1 til 2 metrana. RÚV greindi frá.
Eltingaleikur í Eyjafirði
Lögreglan á Akureyri veitti bíl eftir-
fór í morgun þar sem ökumaðurinn
sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Eltinga-
leikurinn fór frá Akureyri og inn eftir
firði oghandtók lögreglan tvo aðila, þeg-
ar henni tókst loks að stöðva bílinn,
grunaða um ölvun við akstur.
Geirmundur vinsæll í Færeyjum
RÚV greindi frá því
að Færeyingar hafl
tekið nýrri plötu Geir-
mundar Valtýssonar,
Alltaf eitthvað nýft,
opnum örmum. Lagið
Brosandi birta af nýju
plötunni komst inn á
svokallaðan danstopp-
lista hjá færeyska útvarpinu i síðustu
viku og hljómar þar oft á öldum ljós-
vakans.ÝGeirmundur sagði í viðtali við
Fréttastofu Útvarps að þefta væru mjög
ánægjuleg tíðindi. Hljómsveitin hefur
aldrei spilað utan landsteinanna, en
vissulega væri gaman að spila í Færeyj-
um og vonandi gæfi sá draumur ræst.
Ekki væri svo verra að trommarinn í
hljómsveitinni er hálffæreyskur.
Vilja vernda Þjórsárver
„Við vUjum tryggja ævarandi vernd-
un Þjórsárvera og stækka friðlandið þar
eins og Gnúpverjar hafa meðal annarra
lagt til og horfið verði frá öllum hug-
myndum um orkumannvirki sem
skerða myndu Þjórsárver meira en orð-
ið er." Þetta segir í stjórnmálaályktun
aðalfundar kjördæmisráðs VG í Suður-
kjördæmi sem haldinn var um helgina.
-sbs

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56