Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2002, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002 Fréttir i>v Allt upp í 300 prósenta hækkun í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar: Islandsmet i hækkunum - segir minnihlutinn - vegna hallarekstrar fyrri ára, segir meirihlutinn Þetta er trúlega íslandsmet í hækkunum á einu bretti og leggst hvað þyngst á barnafjölskyldur," sagði Þröstur Karlsson, oddviti minnihlutans og bæjarfulltrúi B- listans í Mosfellsbæ. Meirihluti bæjarstjómar lagði fram til fyrri umræðu tillögur sínar að fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 sl. miðvikudag. Samkvæmt útreikning- um minnihlutans gera tillögurnar ráð fyrir að álagningarprósenta lóð- arleigu íbúðarhúsnæðis hækki mest eða um 300 prósent milli ára. Út- svarsprósenta hækki um 2,29%, fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis um 12,50%, fasteignaskattur atvinn- nuhúsnæðis um 20%, lóðaleiga at- vinnuhúsnæðis um 20% og sorp- hirðugjald um 10,77%. Leikskólagjöld hækki um 24,22%, fæði í leikskóla um 25%, skólasel um 63,64%, íþrótta- og tómstunda- skóli um 63,64%, gæsluvöllur um 50%, skólamáltíðir um 22,22% og loks árskort i sundlaug um 34,62 prósent. Þröstur sagði að minnihlutinn myndi mótmæla miklu af þessum hækkunum, einkum álögum á barnafjölskyldur og börnin. í Mos- fellsbæ væru íbúamir hvað yngst- ir borið saman við önnur sveitar- félög, þar byggi mikið af ungum foreldrum með böm sín. Vissulega yröi að koma til einhverra hækk- ana, en ekki með „sliku offorsi og látum“. Hafsteinn Pálsson, forseti bæjar- stjómar, sagði að bæjarfélagið hefði verið rekið með halla á undanförn- um árum. Slikt gengi ekki til lengd- ar. Eðlilegt væri að þjónustugjöld yrðu aðlöguð að því sem tíðkaðist í umhverfinu. Hins vegar væri alls ekki verið að fara upp fyrir það sem tíðkaðist í öðrum sveitarfélögum. Verið væri að veita sambærilega þjónustu og eðlilegt væri að miða við sambærileg gjöld. Hafsteinn sagöi enn fremur að verið væri að taka upp nýja hluti, svo sem niður- greiðslur fyrir bamagæslu til fleiri foreldra en eru i svokölluðum for- gangshópum. Þá væri í farvatninu að auka sumarþjónustu leikskóla. Þannig væri ekki einungis um að ræða hækkanir á þjónustugjöldum, heldur aukna þjónustu, ekki síst við bamafjölskyldur. -JSS Víðtækt samstarf: Vímulaust tómstunda- og menningarhús Geymslan, samstarfsverkefni um forvamarstarf og rekstur tóm- stunda- og menningarhúss fyrir ungt fólk á Sauðárkróki tekur til starfa 10. desember nk. undir nýjum formerkjum með undirritun stofn- samnings í bæjarþingssalnum í gamla barnaskólanum á Sauðár- króki. Geymslan er samstarfsverk- efni Rauða kross íslands, Rauða kross-deildanna á Hvammstanga, Austur-Húnavatnssýslu, Skaga- strönd, Skagafirði og Sigluflrði ásamt Sauðárkrókskirkju, Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra, sýslumannsembættisins á Sauðár- króki og sveitarfélagsins Skaga- fjarðar. Tilgangur verkefnisins er að starfa sameiginlega að forvörnum og starfrækja vímulaust tóm- stunda- og menningarhús fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Markmið verkefnisins er að skapa ungu fólki vettvang til vímulauss félagsstarfs, listsköpunar og fræðslu. Hópur ungs fólks, aðal- lega úr Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra, hefur borið hitann og þungann af starfsemi menning- arhússins Geymslunnar til þessa. Félagið mun ráða til starfa for- varnarfulltrúa sem hefur umsjón með rekstri tómstunda- og menn- ingarhússins ásamt öðrum for- varnarverkefnum. Með þessum nýja samningi er þess vænst að nýju lífi verði hleypt í forvarnir og félagsstarf ungs fólks á Sauðár- króki, en á Sauðárkróki dveljast á hverjum vetri um 150 ungmenni úr nágrannabyggðarlögum við nám, leik og störf. -GG Sauöárkrókur. DV-MYND KÖ Kveikt á jólatrénu á Austurvellí í gær Kveikt var á jótatrénu é Austurvelli í Reykjavík í gær en það er eins og áður gjöf frá Óslóarbúum. Sami meirihluti áfram í Borgarbyggð eftir kosningar á laugardag: Óánægðir framsóknar- menn skiluðu sér heim - segir oddviti sjálfstæðismanna „Þessi úrslit eru ánægjuleg og með því að bæta við okkur einum manni mun rödd okkar framsókn- armanna í bæjar- stjórn betur heyr- ast. Jafnvel þó svo að við verðum áfram í minni- hluta,“ sagði Þor- valdur T. Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins i Borgarbyggð, í samtali við DV. Kolfinna kemst í bæjarstjórn Framsóknarmenn eru sigurvegari kosninganna í sveitarfélaginu um helgina. Fengu 562 atkvæði af 1.400 eða tæp 41% og fjóra fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Bættu við sig einum full- trúa frá í vor, i kosningunum sem dæmdar voru ógildar. Nýr bæjarfull- trúi framsóknarmanna er Kolfmna Jóhannesdóttir í Norðtungu sem sat í bæjarstjórn fyrir flokkinn á síðasta kjörtímabili. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 518 at- kvæði eða tæp 38% og þrjá fulltrúa. Tapaöi einum. Borgarbyggðarlistinn hlaut 294 atkvæði eða 21% og tvo full- trúa og hélt sínum hlut, borið saman við kosningarnar síðasta vor. Á kjör- skrá voru 1.793 og kusu alls 1.400. Það er 78% kjörsókn - eða sama og i kosn- ingnum sl. vor. „Þeir sem vinna leikinn geta aldrei verið sáttir við að sá sigur sé dæmdur af þeim og að endurtaka þurfí leikinn. Við slíkar kringumstæður er líka hæpið að sami árangur náist eins og raunin varð líka. Óánægðu framsókn- armennimir skiluðu sér heim, eins og flokkur þeirra lagði áherslu á að þeir gerðu,“ sagði Helga Halldórsdóttir, Úr Borgarnesi. leiðtogi sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn. Sátt við útkomuna Hún sagðist engu að síður vera nokkuð sátt við útkomuna, greinilegt væri að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Borgarbyggðarlista nyti trausts íbúa sveitarfélagsins. Hann yröi áfram við lýði - og unnið yrði á grundvelli þess samkomulags sem þessi tvö framboð gerðu þegar þau mynduðu með sér meirihluta á liðnu vori, í kjölfar þeirra kosninga sem síð- an voru endurteknar um helgina.-sbs Hríseyingar óánægðir með þróunarfélagið Hreppsnefnd Hríseyjar hefur ákveðið að kanna hvort ástæða sé fyrir hreppinn að vera áfram aðili að Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarð- ar. Hreppsnefndarmönnum þykir Atvinnuþróunarfélagið ekki hafa sýnt neitt frumkvæði til úrbóta í at- vinnumálum Hríseyjar. Bágborinn fjárhagur Hríseyjar- hrepps var til umræðu á síðasta fundi sveitarstjórnar. Á fundinum var einnig rætt um hvort hætta eigi aðild að Atvinnuþróunarfélagi Eyja- fjarðar. Menn spurðu hvort framlag Hríseyjarhrepps til Atvinnuþróun- arfélags Eyjafjarðar skOaði sér að einhverju leyti til sveitarfélagsins. Kom fram að þrátt fyrir erflða stöðu í atvinnumálum Hríseyjarhrepps hefði Atvinnuþróunarfélagið ekki haft neitt frumkvæði til úrbóta. Var því ákveðið að kanna hvort ástæða væri fyrir Hríseyjarhrepp að vera aðili að félaginu. -hiá AkurejTÍ: Landsliðið á að- ventujasskvöldi Sunna Gunnlaugsdóttir mætir með glæst lið jasstónlistarmanna í Græna hattinn, sal undir Bláu könnunni á Akureyri, miðvikudagskvöldið 11. desember og hefjast tónleikarnir, sem eru á vegum Jazzklúbbs Akureyrar, kl. 21.00. Allir tónlistarmennirnir sem þar koma fram eru þekktir fyrir fram- úrskarandi sveiflugaldur en þeir eru auk Sunnu Gunnlaugsdóttur á píanó, Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Sig- urður Flosason saxófónleikari, Scott McLemore trommuleikari og Gunnar Hrafnsson, kontrabassaleikari. Flutt verða lög af geisladiskinum sem nú var að koma út og heitir Fagra veröld og er útgefinn af Eddu margmiðlun. Tónlistin og flutningur hennar hefur fengið frábæra dóma. Jólajass verður að sjálfsögðu einnig á boðstólum. Styrktaraðilar eru ýmis þekkt norðlensk fyrirtæki. -GG Mæðrastyrksnefnd: Jólaúthlutun hefst í dag Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefst í dag. Eins og kom- ið hefur fram hafa nefndinni borist margar góðar gjafir til úthlutunar til bágstaddra, bæði frá hinum ýmsu fyr- irtækjum og einstaklingum. Undan- farnar vikur hefur þeim farið sífjölg- andi sem leitað hafa aðstoðar nefndar- innar. Jóiaúthlutunin verður aila mánu- daga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14 til 17 og síðustu vikuna fyrir jól verður einnig opið á fimmtudegi frá 14 til 17. Tekið er á móti gjöfum til nefndarinnar á sama tíma eða eftir samkomulagi. -JSS RDGUM Á MORGUN Fáöu þér miða í síma 800 6611 eba á hhi.is happdrætti HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.