Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 283. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002
11
J3"V
Utlönd
George W. Bush.
Uppstokkun boð-
uð í ráðgjafaliði
George W. Bush Bandaríkjaforseti
hefur boöað algjöra uppstokkun i
efnahagsráögjafasveit sinni eftir
óvænta afsögn tveggja lykilmanna í
starfsliði hans fyrir helgina.
Þeir sem sögðu af sér voru Paul
O'Neill fjármálaráðherra og Lawrence
Lindsey, helsti efnahagsráðgjafi Hvíta
hússins, en Lindsey sagði af sér strax
í kjölfar uppsagnar O'Neills á fóstu-
daginn.
Búist er við því að eftirmaður
O'Neills verði tilnefndur í vikunni og
hefur nafn Stephen Friedman, fyrr-
verandi forstjóra Goldman Sachs,
verið nefnt til sögunnar.
Frá upphafi hafa veriö uppi efa-
semdir um hæfni O'Neills og hefur
hann stöðugt sætt gagnrýni fyrir
klaufalega framkomu sina.
Óstaðfestar fréttir herma að O'Neill
hafi sagt af sér að beiðni Hvíta húss-
ins og að ný skýrsla um aukið at-
vinnuleysi í nóvember hafi verið
kornið sem fyllti mælinn.
Viagra lykillinn að
endurreisninni?
Stinningarlyfið Viagra gæti hugs-
anlega verið lykillinn að þeirri upp-
örvun sem þarf til að endurreisa við
efnahag þeirra landa sem orðið hafa
hvað verst úti í niðursveifm síðustu
missera, ef marka má niðurstöður
rannsóknar sem nýlega var kynnt á
heilbrigðisráðstefnu í Singapúr.
Þar vara sérfræðingar við því að
kynferðisleg vandamál eins og getu-
leysi gætu hugsnalega haft sín nei-
kvæðu áhrif og hæglega tekið sinn
efnahagslega toll.
„Kynferðisleg ófullnægja hefur
vissulega mikil áhrif og verður þess
valdandi að draga úr væntingum okk-
ar sem leiðir sjálfkrafa til þjóð- og
efnahagslegrar niðursveiflu," sagði
prófessor Emil Man-Lun Ng, sem
stjórnaði rannsóknarverkefninu.
Hann bætti við að greinileg tengsl
væru á milli versnandi efnahags og
löngunar til kynlífs þar sem með-
fylgjandi óvissa og spenna hefði sín
niðurdrepandi áhrif. Viagra væri því
hugsanleg lausn á vandanum, alla
vega fyrir karlpeninginn, en rann-
sóknirnar hefðu frekar beinst að
vandamálum þeirra þó þau séu ekki
síður fyrir hendi hjá konum.
Iransklr námsmenn mótmæla.
Framhald áimót-
mælum í íran
Framhald varð á mótmælum
námsmanna við háskólann í Teh-
eran í Iran um helgina þegar um
3000 þeirra héldu mótmælafund á
háskólalóðinni á laugardaginn.
Mótmælendur kölluðu eftir frels-
un pólitiskra fanga og kröfðust póli-
tískra umbóta í landinu.
Fjóldi námsmanna var hand-
tekinn eftir að til átaka kom milli
þeirra og lögreglu, sem sett hafði
upp varnargirðingar utan háskóla-
lóðarinnar til að hindra æsta harð-
línumúslíma, andstæðinga póli-
tískra umbóta í landinu, í að ráðast
gegn mótmælendum.
Al-Qaeda hóta áframhald-
andi hryðjuverkaárásum
Al-Qaeda-samtökin hafa hótað
áframhaldandi hryðjuverkaárásum á
bandarísk og ísraelsk skotmörk í kjöl-
far árásanna tveggja í Kenía í síðasta
mánuði, sem urðu þrettán manns að
bana þegar sprengja sprakk í anddyri
Paradise-hótelsins í Mombasa.
Þetta kom fram í hljóðupptöku sem
send var út í arabísku al-Jazeera sjón-
varpsstöðinni í Qatar í gær, en þar
hótaði Sulaiman Abu Ghaifh, helsti
talsmaður al-Qaeda, þvi að frekari
árásir væru fyrirhugaðar á bandarísk
og ísraelsk skotmörk á landi, í lofti og
á sjó.
„Krossferð gyðinga verður hvergi
óhult fyrir árásum stríðsmanna okk-
ar," sagði Abu Ghaith i yfirlýsing-
unni, sem einnig er birt á íslamskri
vefsíðu, aðeins nokkrum dögum eftir
að al-Qaeda samtökin lýstu ábyrgð á
árásunum í Kenia.
„Við munum ráðast á það sem þeim
er mikilvægast og einnig gegn hernað-
arlegum hagsmunum þeirra," sagði
Abu Ghaith.
Stjórnvöld i Kenía hafa lýst hættu-
ástandi í landinu i kjölfar hótunarinn-
ar og sett her og lögreglu í viðbragðs-
stöðu.
Sulaiman Abu Ghaith
Sulaiman Abu Ghaith, helsti talsmaöur al-Qaeda-samtakanna, hótaði ígær
áframhaldandi hryöjuverkaárásum á bandarísk og ísraelsk skotmörk í kjólfar
árásanna tveggja í Kenía í síðasta mánuði.
Nýtt Líf
- 25 ára
éá&$* *

Stærra blað en nokkru sinni fyrr, 276 bls
- en á sama verðí og áður!
Nýtt Líf
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56