Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 283. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002
Menning
Jl>"V
ART á faraldsfæti
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is
Að undanförnu hefur verið kvartað um ónóg
tengsl íslenskrar myndlistar við myndlistina í
öðrum löndum; sú ávöntun væri þess valdandi að
hérlent listáhugafólk færi á mis við mikilvæga
myndlistarviöburði. Ein leið til að auka á þessi
tengsl er fólgin í skipulegu samstarfi íslenskra
safna við sambærileg söfn 1 nágrannalöndunum,
og þá á ég ekki einasta við Norðurlandaþjóðirn-
ar. í stað þess að hugsa stöðugt i staðbundnum
einka- eða samsýningum, ættu forráðamenn ís-
lenskra safna að íhuga að búa allar sýningar til
flutnings og bjóða þær útlendum söfnum. Á móti
byðist þeim væntanlega að halda sýningar á
verkum markverðra listamanna í öðrum löndum
með reglulegu millibili. Farandsýningum fylgir
auðvitað verulegur flutnings- og tryggingarkostn-
aður, en stærstu kostnaðarliðir, til dæmis vegna
sýningarskrár, myndu deilast niður á þrjú eða
fleiri söfn. Norræna myndlistarappíratið, NIFCA,
væri kannski rétti aðilinn til að setja á fót slíkan
„skiptimarkað" með listsýningar.
Undanbrögö
Tilefni þessara orða er sýningin á verkum
danska listamannsins Martins Bigum að Kjar-
valsstöðum, en hún er einmitt til komin vegna
samstarfs Malmö Konstmuseum, Listasafns
Reykjavíkur og Borás Konstmuseum. Martin Big-
um er raunar í meira lagi safnvænn listamaður,
því árið 1997 tóku fjögur dönsk listasöfh hann
upp á arma sér og stóðu fyrir farandsýningu á
verkum hans. Var hann þá rétt rúmlega þritugur
að aldri. Því er Ijóst að menn taka Bigum býsna
alvarlega meðal frændþjóöa vorra.
Sjálfum er mér ekki alveg ljóst hvað það er í líf-
inu eða listinni sem hann sjálfur tekur alvarlega.
öll aðferðafræði hans markast af meðvitaðri
iróníu, margræðni og undanbrögðum
harðsviraðra póstmódernista sem forðast að láta
hanka sig á prívatmeiningum. Vissulega ber Big-
um sig að eins og hefðbundinn listmálari, en
ýkjukenndur myndstíll hans er ættaður beinustu
leið úr ævintýrabókum fyrir börn og unglinga.
Og það sem eflaust eykur á aðdráttarafl þeirra í
norrænu samhengi er að Bigum staðsetur frá-
sagnir sinar hér á norðurslóðum fremur en að al-
þjóðavæöa þær.
Martin Bigum: Uppgjafahermaðurinn
Ýkjukenndur myndstíll hans er ættaður beinustu leiö úr ævintýrabókum fyrir börn og unglinga
Þannig virkjar hann sögur H.C. Andersen og
norrænar þjóðsögur um álfa og tröll. Náttúran og
borgarlandslagið og skammdegisbirtan í mynd-
um hans eru einnig ættuð héðan úr norðrinu.
Auk þess virðist listamaðurinn eiga erindi við
Tívolí í Kaupmannahöfn, ef marka má ljós-
myndaseríu sem er soldið eins og út úr kú á sýn-
ingu hans.
Myndlist
Allt er þetta líkingamál. Samkvæmt meðfylgj-
andi texta er megmumfiöllunarefhi sýningarinn-
ar „heimkoman" í margyfirfærðri merkingu, og
hún virðist tengjast sjálfri „listinni", (ART) sem
er persónugerð í myndunum sem hempuklæddur
dvergur með ljá (!?). Dvergur þessi er stöðugt á
leiöinni „heim", en ratar í aðskiljanlegar raunir.
Hér stöndum við frammi fyrir grundvallar-
spurningu. Getur þessi ýkjukenndi, gróteski og
skoplegi myndstill gegnt því allegoríska hlut-
verki sem Bigum, og örugglega fleiri listamenn,
vilja að hann gegni? Geta margþvældar teikni-
myndafígúrur nokkurn tímann tekið að sér að
miðla stórbrotnum þankagangi og djúpum tilfinn-
ingum? Um það hef ég miklar efasemdir. Að
minnsta kosti náðu þessi verk ekki að hreyfa við
mér.                Aðalsteinn Ingólfsson
Heimkoman eða: heimurinn samkvæmt ART stendur til
5. jan. 2003. Kjarvalsstaöir eru opnir alla daga kl. 10-
17 og til kl. 19 á miðv.
Bókmenntir
Gegn sleggjudómum
Öðruvísi dagar nefnist
nýjasta bók Guðrúnar Helga-
dóttur. Hér kynnumst við nýrri
fjölskyldu og er sögumaður
Karen Karlotta sem er bara níu
ára en hugsar margt skemmti-
legt og skrýtið um fjölskyldu
sína og aðra. Hún er yngst en á
þrjú eldri systkini, MatthOdi
sem er nítján ára og búin að fá
sér gervineglur í tflefni þess að
hún er að verða stúdent, Martein sem er fimmtán ára
og hefur gaman af að yrkja og Jöra, sem er næstur
henni í aldri og góður vinur hennar.
Mamma og pabbi þessara systkina eru útjöskuð af
vinnu eins og algengt er með foreldra, einkum eftir að
þau byggðu sér nýtt einbýlishús. Svo kemur Karlotta
amma við sögu, dugnaðarforkur mikill, stór kona
með svört krulluð hár á hökunni.
Sagan gerist á haustmánuðum og segir frá þvi þeg-
ar Jöri og Karlotta fara að bera út Moggann. Meðal
Moggakaupenda er gömul kona, Elísabet Daviðsdótt-
ir, sem Karlottu finnst afar dularfull enda þekkir
hana enginn þó að hún hafi búið í hverfinu í mörg ár.
Svo fer að Karlotta og Elísabet kynnast og þá kemur
í Ijós að saga hennar er samofin mannkynssögunni og
varpar um leið ljósi á samfélag samtimans. Karlotta
og Elisabet lenda svo í einkennilegu ævintýri sem
þeim tekst að leysa í tæka tíð fýrir jól.
Ööruvísi dagar er
spaugileg og fyndin saga
og má þá einkum nefha
samskipti fjölskyldunn-
ar. Til að mynda spyr
Karlotta amma Matt-
hildi hvort hún sé kom-
in með kartnögl þegar
hún sér gervineglurnar,
og viðbrögð Karenar
Karlottu við erfðafjár-
skattinum sem lagður
er á ömmu hennar eru
stórskemmtileg.
Guðrún tengir ís-
lenskan hversdagsleika
við atburði úti í hinum
stóra heimi með ágæt-
um árangri. Um leið
vekur hún umræðu um
fordóma en Karen
Karlotta á einkar erfitt
með að þola sleggju-
dóma fjölskyldu sinnar
sem segir að hinn og
þessi sé „klikkaður"
eða álíka. í sögunni lær-
ir fjölskyldan að fólk er
ekki allt eins og það virðist við fyrstu sýn og Karen
Karlotta lærir líka að fjölskyldan meinar ekki alltaf
það sem hún segir og óþarfi er að taka hlutina of al-
varlega. Þá kemst fjölskyldan að þvi að það er betra
að tala um hlutina, líka þá óþægOegu.
Fjölskylda Karenar Karlottu minnir um margt á
fyrri fjölskyldur Guðrúnar; þannig er Matta systir
Guðrún Helgadóttir
Frá sögu hennar stafar góömennsku og velvild.
eldri útgáfa af Önnu
Jónu, með króníska
ástsýki og annað gild-
ismat en krakkarnir.
Mamma Karenar er
skemmtOeg persóna
sem er ekki alveg sátt
við lífið eins og það er
en þökk sé yngstu dótt-
urinni kynnist hún
ýmsum skemmtOegri
hliðum lífsins í þessari
sögu. Karen Karlotta
er sjálf skemmtOeg
persóna, alvarleg og
með stöðugar áhyggj-
ur. Guðrúnu tekst vel
sem endranær að lýsa
öðruvísi sýn barnsins
á það sem fuOorðnum
finnst hversdagslegt af
gömlum vana.
öðruvísi dagar er
hlý  bók;  frá  henni
stafar góðmennsku og
velvOd. Lesandi fyOist skOningi og umburðarlyndi að
loknum lestrinum og veitir svo sannarlega ekki af.
Katrín Jakobsdóttír
Guðrún Helgadðttir: Öðruvísi dagar. Myndir: Anna Cynthia Leplar.
Vaka-Helgafell 2002.
... mannsgaman
/
^\>
Af rauli umlarans
Norðan við Rauöa torgið í Moskvu er svolítið
hverfi lágreistra húsa sem máluð eru á víxl í gul-
um og rauðbrúnum lit.
Á síðustu dögum Sovétsins voru rekin þar
þónokkur veitingahús fyrir fólk með dollara í fór-
um sinum. Þetta voru öðruvísi staðir, heimahús
með kokkum og mörg hver svo lítil að einungis
fáir komust að í einu.
Við fórum þar nokkrir saman að sötra súpur
með kjöti og káli tO hálfs.
Þar var spOað á lækur og söngvarinn sat úti í
horni og raulaði meir en hann söng. Svipur hans
var ámátlegur og flatur. Og hnén hristust bæði
eins og blómið smáa í þjóðsöngnum.
Þessi hornmaður dró að sér augu og eyru. En
gerði samt fátt. Eins og hann hæfi sig aldrei á loft
upp úr ljúfsárum kvæðum af einsemd og dauða
en raulaði fremur í hægri atrennu að einstaka
sérhljóða. Já umlaði út úr sér ósóma heimsins.
Ég býst við að okkur hafi langað til að gráta
framan við þennan tregafulla flutning á sögu og
geymd. En við fengum okkur ekki tU þess. Sátum
þarna hoknir yfir söltuðu seyði og sigldum með
skeiðina á milli kálbita og kjöts.
Nokkru seinna fórum við hljóðir út í nóttina,
mettir af mannsins meini.              -SER
Konungar
háloftanna
Guðbergur Auðunsson og Brian
Pilkington hafa saman skapað ynd-
islega bók með fallegri sögu úr
æsku Guðbergs og litríkum og ná-
kvæmum myndum Brians sem
kalla skýrt fram löngu liðin ár.
Sagan segir frá fjórum systkinum
sem taka berstrípaðan dúfuunga,
nýkominn úr egginu, í fóstur og ala
hann upp. En þó að lítið þurfi fyrir
dúfum að hafa miðað við ýmis önn-
ur gæludýr tekur pabbi barnanna
nokkuð skondið ráð tfl að koma í
veg fyrir fjölgun dúfna á heimflinu
og frá því segir sagan.
Mál og menning gefur bókina út.
Imbra
Ljóðabókin
Imbra eftir Aust-
firðinginn,
spaugarann,
skáldið og nátt-
úruverndarsinn-
ann Hákon Aðal-
steinsson er sam-
ansett af ljóðum
og kvæðum frá
ýmsum tímum, eins og hann segir
sjálfur í formála. Mörg eru ort að
gefnu tilefni og eru komin á prent
vegna þrýstings frá fólki sem hafði
heyrt þau flutt og langaði að lesa
þau á bók. Það á við um Konungs-
drápu sem flutt var við Hákonarhól
í Noregi haustið 2000, ýmis brúð-
kaups- og afmæliskvæði og gaman-
bragi en ekki síst um „Ákall" sem
flutt var á Eyjabökkum á stund sem
ekki gleymist þeim sem upplifðu:
Heyr vorar bœnir, öræfaandi
óspilltra fjalla.
Gefþú oss mátt til aö geyma
þinnfjársjóð
um grundir og hjalla.
Laufgaöir bakkar, lágvaxinn gróður,
lindir sem kliða,
burkni í skoru og blóm í lautu,
biöja sér griða.
Hér eru lika tær náttúrukvæði
eins og „Hreindýr", ástarljóð og
vöggukvæði og allt sem andann
gleður. Hörpuútgáfan á Akranesi
gefur bókina út.
Söngbækur
Skálholtsútgáfan
hefur gefið út tvær
nýjar söngbækur
með nótum í út-
gáfuröðinni
Söngvasveigur.
Önnur heitir „Við
hátíð     skulum
halda" og geymir
25 jóla- og aðventu-
söngva sem raddsettir eru fyrir
barnakóra og kvennakóra. Lögin
eru íslensk og erlend, bæði hefð-
bundnir jólasálmar og veraldleg
jólalög.
Hin bókin er sérstaklega ætluð
blönduðum kórum og heitir Heyr
söngvanna hljóm. Þar eru rúmlega
50 lofgjörðarsálmar og söngvar, allir
stuttir, tfltölulega auðveldir og á
færi allra kóra. M.a. eru hér þekkt-
ir sálmar í nýjum útsetningum, afr-
íkskir og suður-amerískir sálmar og
trúarleg alþýðutónlist sem er sam-
bland af negrasálmum, vísnalögum,
dægurlögum og þjóðlögum
Bókahappdrættið
Dregið hefur verið í happdrætti
Bókatíðinda fyrir 7. des.: 90.096, 8.
des.: 74.378 og 9. des.: 99.888.
&&?°%
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56