Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 283. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16

MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2002
+
MANUDAGUR 9. DESEMBER 2002
41
Utgáfufélag: Utgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagio DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Háskattamenning
Svo háttar til á íslandi að virðis-
aukaskattur af erlendum klám-
blöðum er 14 prósent en 24,5 pró-
sent af íslenskri tónlist. Óvíst er
hvort þessi ákvörðun ráðamanna
segir eitthvað um þann hug sem
þeir bera til íslenskrar menningar-
starfsemi en óneitanlega væri gam-
an að heyra röksemdir þeirra fyrir þessum vitleysisgangi.
Ljóst má vera að líftími þessara fyrirbrigða er misjafn; klám-
blöðin halda ekki nafni þjóðarinnar á lofti en það gerir tón-
listin lengi með fulltingi glæsilegra listamanna.
Þetta ósamræmi í skattlagningu er dæmigert fyrir íslenska
skattkerfið sem er svona hipsum-haps og hittir fólk og félög
fyrir eins og vindurinn blæs hverju sinni. í þessu efni er leit-
un að heillegum brúm og það sem einum manni er gert að
greiða getur verið mismunandi eftir því hvar hann kýs að tjá
sig. Þannig ber ný bók um tónlistarmanninn KK 14 prósenta
virðisaukaskatt en nýjasta hljómplata sama manns ber hins
vegar 24,5 prósenta vask. Rökin fyrir mismuninum eru
óþekkt.
í eina tíð á meðan söluskattskeríið var við lýði voru bæk-
ur undanskildar söluskatti. Þá voru bækur litnar blíðu auga
stjórnvalda. Hornaugað læsti sig um síður bókanna þegar
virðisaukaskattskeríið var tekið upp árið 1988 og eftir það
hafa bækur borið 14 prósenta virðisaukaskatt, rétt eins og
mest af matvöru og heitu vatni. Þrátt fyrir áralanga og átaka-
mikla baráttu hafa bókaútgefendur ekki getað máð þennan
skatt af bókum sínum og verður ekki séð að það takist í bráð.
Ef bókaútgefendur geta kvartað geta hljómplötuútgefendur
skælt. Þeir eru hátekjugrein að mati löggjafans og hafa það
greinilega svo miklu betra en bókaútgefendur að þeir geta
borið langtum meiri byrðar en aðrar listgreinar í landinu. Og
fjárhirðar ríkisins hljóta að kætast þessa dagana. Hljómplötu-
sala hefur farið fram úr björtustu vonum útgefenda í upphafi
jólavertíðar og er söluaukningin í nóvember um 30 prósent
frá sama tíma í fyrra. Þetta skilar sér ákaflega í ríkissjóð.
Athygli vekur að allar hljómplöturnar í efstu tíu sætum
vinsældalistans eru íslenskar. Það er til vitnis um verulega
framsókn íslenskra tónlistarmanna sem halda frægustu mús-
íköntum heims að baki sér. Reyndar hefur íslensk tónlist sleg-
ið svo rækilega í gegn á undanförnum árum að heimsathygli
vekur. Það er ekki eins og ríkisvaldið hafl áhuga á þessum af-
reksmönnum íslenskra lista. Það skattleggur framlag þeirra
til íslenskrar menningar eins duglega og nokkur ýtrasti kost-
ur er.
Glœsileg endurútgáfa
Þrjátíu ár eru liðin frá því tónlistarmaðurinn og
lífskúnstnerinn Magnús Þór Jónsson, betur þekktur sem
Megas, sendi frá sér fyrstu hljómplötu sína. Á þeim tíma sem
liðinn er hefur hann sent frá sér nálega tuttugu plötur með
eigin verkum sem náð hafa tangarhaldi á fjölmörgum tónlist-
arunnendum í landinu. Megas er og verður einstakur lista-
maður og þáttur hans í íslenskri tónlist og textagerð er með
því sérstæðasta og merkilegasta sem seinni tíma menningar-
saga landsmanna státar af.
Það er mikið fagnaðarefni að hljómplötuútgáfan Skífan og
Megas hafa tekið höndum saman um einstaklega veglegar
endurútgáfur á fyrstu 10 plötum meistarans en flestar þeirra
hafa verið með öllu ófáanlegar um áraraðir. Þar við bætist
glæsileg safhplata, „Megas 1971-2002" sem er þrefaldur diskur
og geymir 43 lög af öllum sólóplötum listamannsins. Þessi
metnaðarfulla útgáfa er hvalreki á fjörur listunnenda og er
einstakur vitnisburður um yndislegan kafla í listasögu ís-
lands.
Sigmundur Ernir
I>V
Skoðun
Hlutlausir og óháðir erindrekar ESB
Birgir Tjörvi
Pétursson.
framkvæmda-
stjórí Heimssýnar.
Eg öfunda samborgara
mína ekkert sérstaklega
af því að þurfa að setja
sig inn í Evrópumálin. Þau
eru frekar flókin og um-
ræðan því stundum heldur
tyrfin. Það breytir ekki
mikilvægi þess að fólk sé
upplýst um hvað snýr upp
og hvað niður.
Eitt af því sem skemmir tækifæri
fólks til að móta afstöðu sína er þeg-
ar hlutdrægir einstaklingar tala und-
ir formerkjum hlutleysis. Ég er ekki
hlutlaus í málinu því ég er andvígur
aðild. En það þýðir ekki að allt sem
ég segi beri að virða að vettugi. Fólk
verður að taka tiilit til góðra rök-
semda hvaðan sem þær koma, hvort
sem ég rata á slíkar eða ekki.
Villandi umfjöllun
Ástæðan fyrir því að ég sting nið-
ur penna er villandi umfjöllun um
Evrópumál í fjölmiðlum að undan-
förnu. Menn hafa verið teknir tali
eins og um sé að ræða hlutlausa sér-
fræðinga þegar þeir eru allt annað
en hlutlausir. Hitt er hreinlegra.
Máli mínu til stuðnings nefni ég
framgöngu Eiríks Bergmanns Ein-
arssonar, sem titlaður hefur verið
sérfræðingur í Evrópumálum í
hverju fjölmiðlaviðtalinu á fætur
öðru. Hann er yfirlýstur stuðnings-
maður aðildar íslands að ESB og
starfaði um tíma hjá fastanefnd ESB
í Ósló. Ég vil ekki gera lítið úr því að
hann kunni sitthvað fyrir sér í Evr-
Fundað um ESB-málin í Reykjavík. - „Eitt afþvísem skemmir tœkifœri fólks til
að móta afstöðu sína er þegar hlutdrœgir einstaklingar tala undir formerkjum
hlutleysis."
ópumálum. Alls ekki. En hann
ekki hlutlaus frekar en ég.
Óháöur sérfræðingur um
Evrópumál?
í inngangi fréttar ríkissjónvarps-
ins hinn 22. nóvember siðastliðinn
sagði m.a. svo: „Yfirlýsingar forsæt-
isráðherra um Evrópusambandið
vegna krafna þess um aukin framlög
frá EFTA-ríkjum og greiðari leið að
fjárfestingum í sjávarútvegi eru
ókurteisi segir sérfræðingur um
Evrópumál." I fréttinni sjálfri spurði
Jón Gunnar Grjetarsson fréttamaður
svo „sérfræðinginn": „Telur þú að
forsætisráðherra hafi þarna kannski
hlaupið dálítið út undan sér með
þessum ummælum?" Og „sérfræð-
ingurinn," Eiríkur Bergmann Ein-
arsson, svaraði: „Nú skal ég ekki
meta það eitt og slikt svona sér. En
hins vegar er það augljóst að ef að
menn ætla að sitja saman að samn-
ingaborði og komast að niðurstöðu,
að þá þurfa þeir að sjálfsögðu að
gæta ákveðinnar kurteisi í ummæl-
um í garð hvers annars."
„Pirrandi ríkar
laumufarþegaþjóðir"
Það er sennilega ónnur saga að ég
sé ekki hvernig hægt er að túlka við-
brögð forsætisráðherra á þennan
veg. Kröfur ESB á þessu stigi eru
ósanngjarnar og óeðlUegar eins og ég
rökstyð m.a. í grein I Morgunblaðinu
laugardaginn 7. desember. En að rik-
issjónvarpið hafi fengið áróðurs-
mann í viðtal undir því yfirskini að
hann væri hlutlaus sérfræðingur er
afskaplega óvandað. Telji fréttamenn
hjá sjónvarpinu enn að Eiríkur sé
hlutlaus vona ég að eftirfarandi um-
mæli hans í Silfri Egils sunnudaginn
24. nóvember sl. taki af allan vafa:
ESB er að líta til austurs og svo eru
bara einhverjar svona pirrandi ríkar
laumufarþegaþjóðir þarna í norðri,
aðallega Noregur og svo ísland, sem
er alltaf eitthvað að kvabba, ég er
bara að tala þetta út frá sjónarhóli
þeirra, ég er ekki að segja að þetta
eigi að vera svona ... þetta er ekki
mitt viðhorf." Og bætti svo við síðar
um almennar skeytasendingar ís-
lenskra stjórnmálamanna í átt að
ESB: „Halda menn að þetta heyrist
ekki niður eftir? Halda menn að það
sé ekki fólk eins og ... fólk sem grein-
ir frá þessu niður eftir?" Jú, ég er al-
veg sannfærður um að þú gerir það,
Eiríkur.
Syndir feðranna
Jónas Bjarnason
efnaverkfræöingur
Mörg álitaefni koma upp
í sambandi við spurning-
ar um hversu langt aftur
í tímann afkvæmi eigi að
bera ábyrgð á gjörðum
feðra sinna og forfeðra.
Fréttir af þessu tagi
koma nú iðulega upp
víða um heim.
Bretar urðu nokkurs konar skil-
greinendur glæpaábyrgðar um
miðja síðusru öld, enda hafa sigur-
vegarar í stríðum gjarna rétt fyrir
sér; sigurorðsmenn nasismans og
dómarar í Niirnberg verða nú að
horfast í augU við eigin glæpi víða
um heim og nú síðast í Kenýa. Þeir
sem eru komnir á miðjan aldur eða
meir minnast bresktúlkaðra frétta
af svokölluðum Mau-mau-mönnum
og glæpaverkum þeirra í Kenýa, en
nú kunna margir innfæddir þar
aðra sögu að segja og margir þeirra
krefjast bóta. Þeir voru margir not-
aðir sem þrælar fyrir Breta við alls
konar framkvæmdir og sumir með-
höndlaðir skelfilega, konum nauðg-
að og karlar pyntaðir og þeir geltir.
Þessi mál rifjast nú upp í sam-
bandi við hryðjuverkin í Mombasa
og skelfingarnar í Nairobi og Dar es-
Salaam fyrir fjórum árum. Kenýa og
Tansania ásamt Sómalíu veita al Qa-
eda, með eða án bin Ladens, frá nátt-
úrunnar hendi miklu hættulegra
bakland og skjól en eyðimerkurlönd-
in Afganistan og Jemen gera, en þar
má fylgjast með flestöllu úr gervi-
tunglum og beita ameriskum hern-
aðarnýjungum; alveg „yndislegur"
tilraunavettvangur hátæknimanna
þeirra.
„Sjá má kröfugöngur og útisamkomur óupplýsts fólks
sem hrópar slagorð gegn röngum andstœðingum; ekki
gegn œpandi menntunar- og þekkingarskorti heima
fyrir og litlum mannréttindum, en þar er andstœðing-
ana að finna."
Fasismar síðustu aldar
Uppi eru fjárkröfur á hendur
Japönum varðandi illa meðferð á
Kóreumönnum og þá alveg sérstak-
lega konum sem var nauðgað í stór-
um stíl, en karlarnir margir bara
pyntaðir og drepnir. Rússar ráða
yfir eyjum sem þeir tóku af Japön-
um í heimsstyrjöldinni og hafa ekki
skilað. Meðferð þeirra á Kínverjum
fyrir einni öld var hrikaleg og fram-
ferði í Mansjúríu síðar, en sá tími er
að miklu leyti rykfallinn og stendur
bara í bókum; kínversk yfirvöld
hafa hvort eð er lítinn áhuga á að
rétta hlut einhverra einstaklinga
með fjárkröfur.
Þjóðverjar hafa varla sagt múkk
vegna fyrri austurhéraða landsins í
Slésíu og Austur-Prússlandi, en sí-
fellt var tautað um Oder-Neisse-lín-
una sem ný landamæri og sem út-
spil i pólitískri skák um sameiningu
landsins gagnvart Sovétríkjunum og
Póllandi, flóttamenn þaðan eru ótelj-
andi. Þýskumælandi fólk var einnig
flæmt úr Súdetahéruðunum í Tékk-
landi eftir heimsstyrjöldina; hversu
mikla ábyrgð ber það fólk sem voru
bændur þar í síðustu heimsstyrjöld?
Þessi spurning kemur nú upp í sam-
bandi við aðildarumsókn Tékklands
að ESB; sagan er oftast sú að þeim
sem tapa í stríði er refsað „kollek-
tíft" með hóprefsingum vegna af-
brota ráðamanna eða bara ofbeldis-
manna í hópi hermanna.
Fasismi nýrrar aldar
Svo virðist að nýr fasismi, grænn,
sé í uppsiglingu meðal múslíma, en
sem betur fer er mikil óeining á milli
þeirra, og sumir foringjar þar líta á
sjálfa sig sem leiðtoga íslams; en það
hefur gengið brösulega. Auðvitað hafa
sum landanna haft leiðtoga, sem stýrt
hafa með fasískum hætti, með alræði
og harðstjórn með þjóðleg og trúarleg
gildi fyrir stafni.
Rauði fasisminn hafði engin trúar-
gildi önnur en speki heimspekinga eða
stjórnmálaleiðtoga, sem settir voru í
guðatölu, en sá brúni forna frægð
Rómaveldis og norræna goðafræði og
hetjudýrkun. En á meðan íslömsku
ríkin, sem engin státa af lýðræðishefð-
um eða aðgreiningu stjórnarfars og
trúar, svo ekki sé minnst á beitingu ís-
lamskra laga í sumum þeirra, er ekki
að búast við mikilli framtíð eða upp-
risu stórvelda í hópi þeirra, en þeim
mun meiri hættu á hryðjuverkum
vegna eigin vandræða og niðurlæging-
ar.
Sjá má kröfugöngur og útisamkom-
ur óupplýsts fólks sem hrópar slagorð
gegn röngum andstæðingum; ekki
gegn æpandi menntunar- og þekking-
arskorti heima fyrir og litlum mann-
réttindum, en þar er andstæðingana
að flnna.
Það er eins og niðurlægingu al-
mennings í löndum íslams verði allt
að vopni. Hluti af vanmáttarkennd og
smán hans á rætur að rekja til ný-
lendutímans og yfirráða Breta og
Frakka, en ekki ísraels eða BNA, en
þau eru nú úthrópuð sem aðaland-
stæðingar; það er ósköp einfalt að
benda á þau og ríkidæmi þeirra og
láta siðan æsa sig upp og skrökva að
sér, að þau hafi arðrænt sig og því sé
allt volæðið og skorturinn á mannrétt-
indum.
Sandkora
sandkorn@dv.is
Ógnvœnlegur dráttur á fólksfjölgun     FyrirgefMoss vorar skuldir
Sveitarstjórn Akrahrepps brást
fyrir nokkru við yfirvofandi fámenni
með því að bjóðast til að greiða
100.000 krónur úr sveitarsjóði með
hverju nýfæddu barni í hreppnum.
Ekki veitti af, þvi aö samkvæmt
þjóðskrá voru íbúar ekki nema 230 þann 1. desember í
fyrra og hafði aðeins fjólgað um einn einasta einstak-
ling frá árinu áður. Sandkornsritara er ekki kunnugt
um hve margir tóku við sér þegar spurðist af tilboðinu
né hvaða árangur aukin viðleitni íbúanna bar. Skattin-
um var hins vegar ekki skemmt og hann heimtaði sín
40% eða svo af styrknum, en við þau tiðindi ákvað sveit-
arstjórn að draga tilboðið til baka og hætta við allt sam-
an. Það sem stendur í vegi fyrir fjólgun í hreppnum er
því ekki nákvæmlega það sem talið var í upphafi; núna
felst lausnin í því að fólk leggi allt kapp á að verða sér
úti um frádrátt...
Ummæli
Páfar og
hry ð j u verkamenn
„Færeyingar létu ekki kúga sig af þessari endemis
dellu. Þeir brutust út úr veldi Alþjóðahafrannsókna-
stofnunarinnar, hvers páfi situr í Kaupmannahöfn; þar
er Vatíkanið. [...] Einn færeyski ráðherrann hafði orð
yfir þessa menn: Biologiske terrorister."
Einar Oddur Kristjánsson um vísindi
hafrannsókna í umræöum á Alþingi.
Styttra takk
„Ég hvet háttvirta þingmenn til
að stytta mál sitt og komast að
kjarna málsins."
Ólafur Örn Haraldsson í umræöum á
Alþingi. Aörir þingmenn höfðu áöur
gagnrýnt Ólaf hvaö eftir annaö fyrir
aö halda ótrúlega stuttar framsögu-
ræöur um frumvörp til fjáraukalaga
og fjárlög.
Það getur verið dýrt að eiga vini. Það þekkja fáir betur en
Blönduóssbúar, sem fá fyrir hver jól sent tré frá vinabæ sín-
um, Moss í Noregi. Þannig vill tÚ að jólatrén frá Moss eru
óttalegar hríslur sem brotna 1 mél við minnsta hnjask. Tréð
í ár er engin undantekning; fyrst brotnaði toppurinn af og
þegar gert hafði verið við hann með ærnum tilkostnaði
brotnaði tréö í tvennt. Það var því ekki um annað að ræða
en að sækja almennilegt íslenskt tré að Hofi í Vatnsdal!
Blönduósbær situr hins vegar uppi með umtalsverðan kostn-
að því að Norðmennirnir láta vini sína uppi á íslandi borga
undir fiutninginn. Heimamenn þykjast nú hafa fyrirgefið í
hin sjötíu og sjö lögbundnu skipti og ræða nú um hvernig
svara megi í sömu mynt. Besta hugmyndin til þessa er að
færa íbúum Moss að gjöf það sem kallað yrði „gómsætur
jólaglaðningur að íslenskum sið": nokkra poka af hinu al-
ræmda „fisknasli" sem framleitt var á Ólafsflrði seint á síð-
ustu öld og átti að slá rækilega í gegn, en öllum öðrum en höf-
undunum þótti með öllu óætt og minna helst á fiskimjöl...
Einmitt það!
„Það vona ég svo sannarlega að
ég verði í flokki sem myndar
næstu ríkisstjórn."
Einar Már Siguröarson
I umræöum á Alþingi.
Undarleg siðfræði
„Það er undarleg siðfræði fólgin í því að útvalda el-
itan fordekraða fái frítt í háskólanám meðan pöpullinn
er látinn greiða fúlgur í leikskólagjöld."
Eiríkur Bergmann Einarsson á Kreml.is.
Góður
„Að svo mæltu ætla ég að afklæðast og rölta um
húsnæði Morgunblaðsins, eins og ekkert sé."
ívar Páll Jónsson í viöhorfsgrein sinni, „Röklausar kenndir", í
Morgunblaöinu.
Ný staða í EES-málum
Haligrímsson
sagnfræöingur
Kjallari
A næsta ári eru liðin 10
ár frá því að samningur-
inn um um hið Evrópska
efnahagssvæði (EES) var
lögfestur á alþingi. Því er
rétt að líta yffir farinn
veg, og árangurinn af
þessu samningsferli.
Undirritaður var einn þeirra er lögð-
ust gegn aðild íslands að EES. Taldi það
ekki fara saman við hagsmuni Islend-
inga að tengjast þessum Evrópusam-
bandslöndum með sérstökum samningi
við þau. Raunin hefur líka orðið sú að
EES-löndunum hefur fækkað mjög frá
árinu 1993, þannig að nú eru það aðeins
ísland, Noregur og smáríkið Liechten-
stein sem eftir sirja. Hin EES-löndin
eru vist öll gengin í ESB. Eins og t.d.
Svíþjóð og Finnland.
Hver er reynslan?
Spyrja verður um reynslu af þessu
frjálsa flæði fjármagns og vinnuafis inn-
an EES-landanna fyrir okkur Islend-
inga. Það hefur að vísu ekki farið hátt
en ýmislegt hefur gerst í þessum málum
á tíu ára tímabili EES-aðildar íslend-
inga. Fyrst vil ég nefha stóraukinn inn-
fiutning útlendinga til okkar lands og
munu þeir nú vera um 10% af þjóðinni.
Enda þótt þeir komi ekki allir frá ESB-
og EES-löndum þá fer þeim stórum fjölg-
andi er þaðan koma, t.d. frá Póllandi,
sem mun vera eitt af tilvonandi ESB-
löndum. Hætta er á að þeir taki störf frá
Islendingum, enda heyrast nú fregnir af
þvi, að atvinnuleysi sé að stóraukast í
landinu, t.d. á Suðurnesjum.
Þá ber þess að geta að er við geng-
umst undir EES-samninginn skulbund-
um við okkur til að greiða 100 milljón-
ir í sjóð til styrktar hinum fátækari
löndum ESB. Gert var ráð fyrir að þetta
væri aðeins tímabundiö en raunin hef-
ur orðið sú að það hefur verið fram-
lengt ár frá ári.
Glæfraleg hækkun
Nú eru hins vegar þau tíðindi að ber-
ast hingað frá framkvæmdasrjórn ESB
í Brussel að þeir krefjast þess að við,
sem aðilar að EES-samningnum, greið-
um 2,3 miiljarða (tvö þúsund og þrjú
hundruð milljónir) í þennan fátæk-
lingasjóð ESB-landa. Þetta er nokkuð
glæfraleg hækkun frá þvi er 100 millj-
ónirnar voru samþykktar árið 1993.
Eins og sjá má er hér um verulegar
fjárfúlgur að ræða sem gætu komið að
góðum notum hér heima. Vel mætti
byggja fyrir þær stórt sjúkrahús, eða
nýjan flugvöli á Álftanesinu, svo eitt-
hvaö sé nefnt.
Væri það ekki skynsamlegri fjárfest-
ing fyrir okkur heldur en greiða of fjár
til að halda uppi bláfátækum löndum
fyrrverandi Sovétríkjanna eða þá hin-
um rómónsku löndum Suður-Evrópu
sem nú vilja hasla sér völl í hópi með
auðugri ríkjum ESB-landanna. Þetta
segja þeir i Brussel að við íslendingar
„EFTA-samningurinn ætti að duga okkur nógu vel,
enda er þar að finna auðug lönd eins og Noreg og Sviss.
Það er deginum Ijósara, að aðild að EES hefur, og mun
færa okkur, lítil auðœfi." - Fulltrúar EFTA-ríkjanna
funda á Hótel Sögu fyrir tveimur árum.
skulum svo sannarlega greiða til ESB-
landanna viljum við ekki ganga í ESB
og afhenda þeim fiskimiðin, enda séum
við taldir meðal auðugri landa Evrópu.
Þáttur framsóknarmanna
Ætli ESB-ríkin að þvinga okkur til
að greiða þessar stórfelldu álögur er þá
ekki kominn tími til að við endurskoð-
um afstöðu okkar og riftum EES-samn-
ingnum? Til greina gæti komið að
hressa upp á EFTA-samninginn frá
1970 á miili þeirra landa er eftir eru
innan hans, sem eru EES-löndin þrjú
og Sviss að auki, en það land er hvorki
í EES- eða ESB. EFTA-samningurinn
ætti að duga okkur nógu vel, enda er
þar að finna auðug lönd eins og Noreg
og Sviss. Það er deginum ljósara að að-
ild að EES hefur og mun færa okkur lít-
il auðæfi. Því væri best að við segðum
okkur frá honum nú þegar verið er að
gera á honum stórfelldar breytingar
hvað varöar okkur íslendinga.
Það er því alrangt sem þeir fram-
sóknarþingmennirnir Halldór Ásgríms-
son og Jón Kristjánsson, nú báðir orðn-
ir ráðherrar, héldu fram er þeir akváðu
að sitja hjá við atkvasðagreiðsluna um
EES á Alþingi 1993. Það var á þá leið að
við gætum ekki lifað við jafngóð lífs-
kjör og við ella myndum gengjum við
ekki i EES. Vera má að þeir hafi gert
það í því skyni að niðurlægja Steingrím
Hermannsson, þáverandi formanri
Framsóknarflokksins, sem var alfarið á
móti inngöngu okkar í EES, sem og víst
flestir aðrir srjórnarandstöðu- þing-
menn, að þeim Halldóri og Jóni undan-
skildum. Það gæti verið að þeim fynd-
ist auðurinn fara í öfuga átt þegar þeir
sjá eftir öllum milljörðunum í Evrópu-
sambandshítina sem virðist endalaust
geta tekið við en engu skilað til baka.
Augljóst er að til EES og ESB sækj-
um við ekkert okkur í hag, aðeins fjár-
útgjöld og niðurlægingu, sem litið ríki
á ystu mörkum ESB-svæðisins og engu
fengið að ráða um ákvarðanir stjórnar-
herranna, yfirboðara okkar í Brussel.
Þetta hygg ég að flestir sannir íslend-
ingar geri sér grein fyrir. Það er því
engin ástæða til þess að ætla að meiri-
hluti þjóðarinnar sé hlynntur EES- eða
ESB-aðild ef greitt væri atkvæði um
það nú. Ef frá eru taldir fáeinir fram-
sóknarmenn og Samfylkingin, sem býr
við mjög ótraust og breytilegt þingfylgi.
Meira en 35 þúsund íslendingar
skrifuðu undir áskorun til Forseta ís-
lands arið 1993 um að bera samninginn
um EES-aðild undir þjóðaratkvæði en
því var hafnað. Ætli útkoman yrði ekki
nokkuð svipuð nú, 10 árum síðar, ef
leitað væri undirskrifta hjá þjóðinni?
Hagnaðurinn af því liggur hér ljós fyr-
ir. Hvers vegna skyldum við þá ekki
segja okkur úr EES? Seljum ekki full-
veldi þjóðarinnar fyrir fáeina „denara",
eins og Júdas forðum. - ísland verði
frjálst og fullvalda riki áfram um ókom-
inár.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56