Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 1
i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i DAGBLAÐIÐ VlSIR_________________________________284. TBL. - 92. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 VERÐ I LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Skólppyttur á Nesjavöllum - viðgerðarmenn austur í dag I fogru umhverfí Nesjavalla sting- ur mjög í stúf að sjá fúlan pytt skammt frá húsvegg Nesbúðar sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Þar virðist sem skólpmál séu í veru- legum ólestri. Þrátt fyrir annars vönduð og rándýr mannvirki á svæðinu hefur afrennsli frá Nesbúð runnið óhindrað úr opinni skól- plögn út í náttúruna. Alfreð Þor- steinsson, stjórnarformaður Orku- veitunnar, sagði í morgun að sér hefði verið ókunnugt um þetta. Hins vegar yrði brugðist skjótt við og sagði hann að frá þeim yrðu sendir menn strax i dag til að skoða hvað hefði farið úrskeiðis. Nokkra tugi metra frá húsunum hefur myndast dálaglegur skólppytt- ur. Guðmundur Halldórsson, veit- ingamaður í Nesbúð, sagði í samtali við DV að þarna hefði orðið eitt- hvert slys og menn sem hefðu kom- ið til að tæma skólp á dögunum hefðu bent á að tengingar í rotþró væru í ólagi. Hann sagðist þó ekki hafa vitað annað en að þetta ætti að vera komið í lag. -HK ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2 í DAG I fögru umhverfi Nesjavaila má sjá þennan fúla og miður geðslega pytt skammt frá veitinga- og gististaðnum Nesbúð. m í ii 4, -■ ■&?«& " 7~" S';.;■ Dæmdur kynferðisbrotamaður, sem var eftirlýstur af Interpol, „kominn heim“: Bankaði upp á í fang- elsinu - vildi komast inn - varð fyrir aðkasti af hálfu fanga í gærkvöld eftir frétt Stöðvar 2 Maður, sem fengið hefur einn þyngsta dóm fyrir kynferðisbrot fyrr og síðar hér á landi, bankaði upp á í fangelsinu á Litla-Hrauni á sunnudag. Hann óskaði eftir að fá að hefja af- plánun og það milliliðalaust. Venju- lega eru dómþolar í sambandi við Fangelsismáiastofnun eða hún við þá og hefja þá gjaman langtímaafplánun fyrstu dagana í Hegningarhúsinu. Þessi maður vildi hins vegar greini- lega byrja strax. Ríkislögreglustjóri hafði reyndar lýst eftir manninum úti um allan heim og fengið spumir af því að hann væri í Marokkó eftir að Fangelsismálastofnun óskaði eftir að alþjóðalögreglan lýsti eftir honum og fengi hann framseldan þaðan sem til hans næðist. Hæstiréttur dæmdi manninn í mars en eftir það var hann boðaður í afplánun án þess að til hans næðist. Fimm og hálfs árs afplánun hjá manninum er þrátt fyrir allt þar með hafin. Samkvæmt heimildum DV varð maðurinn fyrir aðkasti samfanga á Litla-Hrauni í gærkvöldi eftir að Stöð 2 sýndi opinskátt viðtal við fórnar- lamb hans í kynferðismálinu - fyrrum stjúpdóttur hans. Stuttu áður en DV fékk fregnir um það í gær að maðurinn hefði komið austur á Litla-Hraun á sunnudag ræddi blaðamaður við Smára Sigurðs- son hjá alþjóðadeild ríkislögreglu- stjóra. Stóðu lögreglumenn þá í þeirri trú að maðurinn væri erlendis enda höíðu spumir borist af honum frá Marokkó. Ekki liggur fyrir hvenær hann kom til landsins en kominn er hann á bak við lás og slá og Fangels- ismálastofnun mun senda afturköllun á handtökuskipan hans í ljósi þess hvemig mál hafa þróast. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa misnotað stjúpdóttur sina þegar hún var á aldr- inum níu til fjórtán ára - samræði við barnið á árunum 1983 til 1987. Ríkislögreglustjóri mun halda áfram að lýsa eftir öðrum afbrota- manni en sá maður er ættaður frá Norður-Afríku. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið mann tvisvar með hníf fyrir utan Hróa hött í Fákafeni í janú- ar 2001 en einnig fyrir tilraun til ann- arrar hættulegrar líkamsárásar gagn- vart bróður hins. -Ótt JÓLAGETRAUN DV: Hvað heitir fjallið sem jólasveinninn er að skoða? 18 ÖRN ARNARSON KOMINN TIL ÞÝSKALANDS: Stefnir á sigur í 200 I m baksundi | 261 ART294 ÍTffe' 1 Góður 139 sm ÍSSKÁPUR á frábæru verði. Fjórar hillur úr hertu gleri í kæli oi fjögurra stjörnu frystir. uuBODsmm uu land allt __ ___ ótrúlegt 59.995 ^saff irlpool Heimilistæki j - 'I-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.