Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 7 \ DV Fréttir Margir koma til að skoða storkinn Storkurinn á Ásiinnarstöðum í Breiðdal er enn allsprækur en hann er farinn að mjókka allur, að sögn Hildar Ellenar, bónda- dóttur á bænum. Hún segir að greinilegt sé að af storknum sé farið að draga. Storkurinn dregur upp ánamaðka úr túninu en ekki hefur honum verið geflð æti enn sem komið er. Hildur segir að storkurinn sé spakur og hægt sé að nálgast hann án þess að hann fljúgi upp. Hún segir að stöðugt sé fólk að koma í heimsóknir til að berja storkinn augum. Sagan segir að storkurinn komi með börnin í goggnum en svo er ekki i þetta skiptið. Ekki er vitað til að nein fjölgun sé í Breiðdals- hreppi um þessar mundir, alla vega sagði séra Gunnlaugur Stef- ánsson í Heydölum að honum væri ekki kunnugt um fjölgun. Séra Gunnlaugur sagði tíðina með eindæmum, hlýtt veður og gott. Víða um Evrópu hefur það tíðkast um áratugi að bjarga veg- lausum storkum. Sú umræða hef- ur enn ekki hafist hér en vissu- lega hlýtur að vera unnt að bjarga þessum vinsælasta fugli Evrópu frá vetrarkuldunum sem hljóta að skella á Austfjörðum innan skamms. -JBP Birtunni bregður Sólar nýtur aöeins viö í röska fjóra tíma þessi dægrin. Tíöin er hins vegar yndisleg og til þess fallin aö spóka sig í vetrarkyrröinni úti á Nesi. SR-mjöl eignast hlut í grænlenska loðnukvótanum SR-mjöl hefur gengið frá kaupum á 25% eignarhlut í grænlenska fé- laginu East Greenland Codfish. EGC hefur með höndum útgerð grænlenska nótaveiðiskipsins SIKU GR 18-1 sem hefur til umráða um 30% af grænlenska loðnukvótanum. Á síðasta veiðitímabili jafngilti það um 35.000 tonnum af loðnu. Kaup- verð eignarhlutarins, sem SR-mjöl Igreiddi með eigin fé, er trúnaðarmál milli hlutaðeiganda. SR-mjöl hf. væntir þess að SIKU GR 18-1 muni landa sem mestu af afla sínum í verksmiðjur SR-mjöls hf. og að það verði til hagsbóta fyrir bæði félögin. Þórður Jónsson, forstjóri SR- mjöls, segir það mjög teygjanlegt hvað SR-mjöl hafi yflr miklum loðnukvóta að ráða þvi fyrirtækið sé í samstarfi viö báta eins og Þórð Jónasson EA, Björgu Jónsdóttur ÞH, Hugin VE og Bjama Ólafsson AK sem landa reglulega hjá fyrir- tækinu þegar loðnan, síldin eða kolmunninn gefur sig. Sáralítil loðnuveiði hefur verið að undan- fömu en það litla sem hefur fundist hefur veiðst norður af Melrakka- sléttu. -GG Sellafield á Skotlandi: Viðræður um minni losun Norðmaðurinn Asmund Kristoff- ersen, formaður umhverfis- og nátt- úruauðlindanefndar Norðurlanda- ráðs, heimsótti þann 25. nóvember sl. Sellafield-orkuverið í Skotlandi. Kristoffersen rifjaði upp í heim- sókninni óskir Noröurlandanna um að losa minna af kjamorkuúrgang- inum teknetíum. Kristoffersen taldi að bresk stjómvöld ættu að gefa um- hverfisspjöllum í hafinu sem teknetíum veldur meiri gaum en þau hingaö til hafa gert. Kristoffersen heimsótti Sellafield í tengslum við fundi i British-Irish Interparlimentary Body sem er þingmannasamstarf milli Bretlands og írlands, sem Norðurlandaráð hef- ur hafið samstarf við. Á fundinum sem haldinn var í Manchester var samþykkt tillaga um að auka sam- starf þessara tvennra samtaka. -GG ILÉTTGREIÐSLUR I / ÞRJÁ MÁNUÐI HJÁ ORMSSON RdDIQ^ UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ! LAGMULA 8 • SIMI 530 2800 FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SIMI 462 1300 AEG þvottavél með íslensku stjórnborði Lavamat 74639 ÍSLAND íslenskt stjórnborð • Taumagn:5 ka • Vinduhraði:1400/1200/900/700/400 snúningar á mín.» Ljós sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu • "ÖKO-System" sparar allt að 20% sápu • Þvottahæfni: A • ÞeytivinduafköstB • Orkuflokkur: A • Mjög hljóðlát • Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu • Sérstakt vindingarkerfi fyrir viðkvæman þvott og uli* 24 þvottakerfi ásamt sparnaðarkerfi • Ullarkerfi •"Bio-kerfi"* Hægt er að.stilla gangsetningu fram ítímann. AEG barkalaus þurrkari með íslensku stjórnborði Lavatherm 57520 ÍSLAND íslenskt stjórnborð • Taumagn:5 kg • Tvö hitastig • Mjög lágvær • Hægt er að stilla fram i tímann 3, 6 eða 9 klst. • Klukkurofi:20 eða 40 mínútur • Níu mismunandi þurrkstig * Rakaskynjari sýnir þurrkstigið í tauinu • Krumpuvörn Veltir eftir þurrkun • Ljós í tromlu 1 ' 36 tromlu af og til í 30 mín Minnir á að þurrkun sé lokið • Hurðarop 36 sm Notendahandbók á íslensku með þvottavél og þurrkara Verð kr. 80.000.- Verð kr. 83.763.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.