Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002
Fréttir
DV
Áhrif verðbólgu ekki endurskoðuð frá því staðgreiðsla var tekin upp:
Skattbyrðin íviö meiri
en við setningu laganna
Arið 1988 var
tekin upp stað-
greiðsla skatta á
íslandi og tekið
upp eitt skatt-
hlutfall í stað
fjögurra áður, að
meðtöldu útsvari
til sveitarfélaga.
Skattstofn tekju-
skatts var breikk-
aður með því að
felldir voru niður ýmsir frádráttar-
liðir, eins og iðgjaldagreiöslur í líf-
eyrissjóði, stéttarfélagsgjöld, náms-
frádráttur o.fl. Útsvarshlutfallið var
lækkað og útsvarsafslættir felldir
niður.
Skattleysismörk einstaklinga
hækkuðu verulega, eða úr 197.000
krónum árið 1986 í 530.000 krónur
Indriði H.
Þorláksson.
árið 1988, lægsti jaðarskatturinn
hækkaði um 7% og hæsta skattþrep-
ið lækkaði um þriðjung, eða úr 56%
í 35%. Afleiðing breytinganna var
m.a. sú að jaðarskattar hinna hærra
launuðu lækkuðu en jaðarskattar
hinna lægra launuðu hækkuðu. Því
var gripið til þess ráðs að hækka
skattleysismörkin sem dró úr áhrif-
um hærra skatthlutfalls og leiddi til
þess að skattbyrði hinna lægra
launuðu minnkaði. Allar þessar
breytingar miðuðu við það að skatt-
byrðin yrði svipuð fyrir og eftir að
staðgreiðsla skatta var tekin upp.
Tillit tekiö til verðbólgu
„Þegar lögunum var breytt árið
1987 og tekin var upp staðgreiðsla
skatta í stað eftirágreiddra skatta
var tekið tillit til verðbólgu og þess
að greiðslan gat rýrnað í verðbólgu
vegna þess að það gat dregist nokk-
uð að hún skilaði sér. Við ákvörðun
á prósentunni var stílað upp á það
að halda óbreyttri raunverulegri
skattbyrði og því m.a. tekið tillit til
verðbólgu og sett inn ákveðin leið-
rétting á þeim greiðslum sem kæmu
í eftirágreiðslu. í dag er greitt 2,5%
álag á þann skatt sem ekki greiðist
í staðgreiðslu. Síðan þá, eða í 15 ár,
hefur þetta þó ekki verið endur-
skoðað þótt verðbólga hafi hjaðnað
verulega. Það var því reynt að láta
menn borga sama skatt eftir breyt-
ingar miðað við þá verðbólgu sem
var á þeim tíma. Þá var verðbólga
býsna drjúg, eða á bilinu 15 til
20%," segir Indriði H. Þorláksson
ríkisskattstjóri.
Ekki afturvirkt
I dag mælist verðbólgan 2,5% og
hefur hækkað um 2,4% síðustu 12
mánuði og spáð er svipaðri verðbólgu
í árslok 2003. Vegna þessa er varlega
ályktað að skattbyrði sé ívið meiri nú
en lögin frá 1987 gerðu ráð fyrir, mið-
að við eftirágreidda skatta.
Nú er Alþingi að hækka persónuaf-
sláttinn um 0,4% og sú tekjurýrnum
fyrir ríkissjóð er um 240 milljónir
króna. Um áramótin átti að koma til
framkvæmda 2,75% hækkun á per-
sónuafslætti sem hefði hækkað hann
upp í 320.616 krónur á ári, eða í 26.718
krónur á mánuði, en fer við breyting-
arnar upp i 321.900 á staðgreiðsluárinu
2003, eða í 26.825 krónur á mánuði.
Breytingarnar eru ekki afturvirkar en
koma strax inn í staðgreiðsluna í jan-
úar 2003 og við álagninguna 2004. -GG
Tökur á Kaldaljósi í fullum gangi á Seyðisfirði:
Verðum órólegir ef ekki fer að snjóa
- segir Hilmar Oddsson leikstjóri
„Ég á ekki orð yfir þá hjálpsemi
og vinsemd sem við höfum fundið
fyrir hér, án þessa hefði þetta
ekki verið hægt," segir Hilmar
Oddsson, framleiðandi myndar-
innar Kaldaljós, í stuttu spjalli
við fréttaritara DV á Seyðisfirði.
Tökur á kvikmyndinni hófust 18.
nóvember og á að ljúka á Seyðis-
firði 18. desember. Myndin er tek-
in eftir samnefndri sögu Vigdísar
Grimsdóttur.
Sagan gerist á Seyðisfirði og
segir frá Grími, dreng sem missir
allt sitt fólk í stóru snjóflóði. Hún
lýsir því hvernig hann er allt sitt
líf að takast á við þessa skelfilegu
reynslu. Kristbjórg Kjeld leikur
Álfrúnu einsetukonu sem Grímur
leitar mikið til í æsku. Hún er
eins og amma, vitur og hefur
næman skilning á þroska drengs-
ins en hún er farin þegar snjóflóð-
ið skellur á.
Framleiðandi myndarinnar er
Kaldaijós ehf., sem er í íslensku
kvikmyndasamsteypunni. Áætl-
aður kostnaður við framleiðslu
myndarinnar er 180 milljónir
króna.     Kvikmyndahandritið
skrifa Hilmar Oddsson og Freyr
Þormóðsson og það eru valdir
leikarar í hverju hlutverki.
Hilmar segir afar spennandi að
kvikmynda söguna í sínu rétta
umhverfi. Metúrkoma hefur verið
órólegir ef ekki fer að snjóa. Við
fórum trúlega að búa til snjó - en
okkur vantar snævi þakin fjöll."
Kvikmyndagerðarfólkið hefur
aðstööu i Skaftfelli þar sem amma
Vigdísar Grímsdóttur bjó. Hilmar
segir það skapa vissa stemningu.
„Vigdís á ættir að rekja til Seyðis-
fjarðar, amma hennar bjó hérna i
Skaftfelli og ég veit að Vigdís er
undir sterkum áhrifum frá ömmu
sinni þegar hún kemur hingað."
- Eru nokkrar líkur á því að
hún komi hingað meðan á tökum
stendur?
„Það verður þá alveg óvænt."
Síðari hluti myndarinnar verður
tekinn í Reykjavík og segir frá
Grími sem fullorðnum manni, en
kvikmyndafólkið á eftir að koma
aftur og sjá byggðina í snjó.  -KÞ
DV-MYNDIR MAGNÚS REYNIR JÓNSSON
Afrakstur dagsins
Hilmar Oddsson leikstjóri aO grúska
í töku myndarinnar, afrakstur dags-
ins reyndist ekki sem verstur.
frá því tókur hófust. „Það hefur
haft sín áhrif og við höfum þurft
að endurskipuleggja tökur dag-
lega," segir Hilmar.
- Nú gerist sagan mikinn snjóa-
vetur - veldur snjóleysið ekki erf-
iðleikum?
„ Jú, það gerir það, flestir verða
Panasonic sony Panasonic sony
Sérfræðingar í viðgerðum og viðhaldi á Sony og Panasonic tækjum
Fagmennska
Einholti 2 • sími 552 3150 ( 25 skrefum fyrir ofan DV húsið)
Tökur úti í rigningunni
Hér er kvikmyndaliöiö að störfum, snjólaust meO óllu, viö hina voldugu elds-
neytistanka SeyöisfjarOar. Og enn rignir hann.
Hús ráðherrans
Hraun, hús Eysteins Jónssonar, fjár-
málaráöherra landsins um langt
skeið, er virkilega fallegt, ekki síst
þegar hallar aðjólum.
Loksins
styttir upp
Loksins stytti upp á Austurlandi
og laugardagurinn var einn sá feg-
ursti í langan tíma, logn og blíða án
sólar. Hús, garðar og klettar eru
skreytt jólaljósum og bærinn í heild
er orðinn virkilega jólalegur.
Hraun, fyrrum íbúðarhús Ey-
steins Jónssonar ráðherra, er komið
í jólabúning og jólaljós sett í kletta-
vegginn bak við húsiö.
Það er fagurt að horfa ofan af klett-
unum yfir byggðina við voginn á
Djúpavogi, ekki síst þegar búið er að
setja skreytingar á nærri öll hús.  tJI
Bónus á ísafirði:
Fjórir dæmdir
fyrír fjárdrátt
Fjórir fyrrum starfsmenn verslun-
arinnar Bónuss á ísafirði hafa verið
fundnir sekir í Héraðsdómi Vest-
fjarða. Fjórmenningarnir, sem eru á
aldrinum 18 til 22 ára, voru fundnir
sekir um að hafa dregið sér fé úr
sjóðsvélum verslunarinnar með því
m.a. að nota starfsmannakort og skrá
með þeim rafrænar peningafærslur í
bókhald fyrirtækisins. Peningaupp-
hæðirnar voru síðan skuldfærðar á
fólkið og síðan dregnar af launum
þess. í heildina mun fólkið hafa dreg-
ið sér um 154 þúsund krónur með
þessum hætti.
Fólkið játaði skýlaust brot sin og að
teknu tilliti til þess þótti dómara rétt
að fresta ákvörðun refsingar og fellur
refsingin niður að tveimur árum liðn-
um - haldi fólkið skilorð. Einn sak-
borninganna þarf þó að greiða 14 þús-
und krónur í skaðabætur.      -aþ
Akureyri:
Kittý, kittý,
bang, bang
Skothvellir vöktu athygli vegfarenda
á Akureyri um helgina. Bárust all-
nokkrar tilkynningar um skothvelli
neðan af Eyri og uppi á Brekku - auk
þess sem einn hveÚurinn heyrðist inn
á lögreglustöð. Við eftirgrennslan lög-
reglu bárust böndin að bifreið einni
sem er í eigu góðkunningja lögreglunn-
ar á Akureyri. Kannaðist bíleigandinn
ekki við skothvelli en í bifreið hans
fannst ýmis smávarningur - þýfi sem
lögregla hefur leitað að undanförnu,
svo sem búnt af vinnuvettlingum, bens-
ínbrúsar og trekt.
Lögregla telur skýringuna á skot-
hvellunum vera þá að útblásturshverfi
bifreiðarinnar sé áfátt auk þess sem
bensínið í brúsunum mun hafa verið
blandað olíu. „Var þar með kominn
grundvöllur fyrir akstri eins og margir
kannast við úr bíómyndinni „Kitty,
kitty, bang, bang," segir m.a. í dagbók
lögreglunnar.              -aþ
Sisræna jolatréo
Sígraent eóaltré i haesta gæðaflokki frá
skátunum prýðir nú þúsundir íslenskra heimila.
lOáraábyrgð              i* Ektaraust
i2stærðir,90-500cm      ;* Þarf ekki ao vökva
ít StáKÓtur fyigir              ;*• fskenskar iáðbeiningar
M> Ekfcert barr að ryksuga       ?*¦ Traustur sökiaðiti
Truflar ekki stofubtómin      t* Skynsamlcg fjárfesting
Smáraiind, 1. hmB v§6 ©aberafeoms
SkétamS&ÁSiÍJi toiisrbekko %
Fiskútflutningur til Japans:
Aðeins um 1,8% heildar-
innf lutnings Japana
om
Eandalag ísienskra skóta
íslendingar flytja út til Japans
um 37.000 tonn af sjávarafurðum,
aðallega karfa, grálúðu og rækju, og
er útflutningur íslendinga aðeins
um 1,8% af heildarinnflutningi Jap-
ana á sjávarafurðum en alls flytja
þeir inn um 1,9 milhonir tonna.
Mest af innflutningnum kemur frá
nágrönnum þeirra, Kínverjum, eða
443 þúsund tonn, aðallega rækja og
túnfiskur,  357  þúsund  tonn  frá
Bandaríkjunum, aðallega lax og
ýmsar tegundir flatfisks, og 198 þús-
und tonn frá Rússum, aðallega flat-
fiskur, síld og þorskur úr Barents-
hafi.
Japanar eru einnig mjög stórvirkir
veiðimenn, veiddu 6,6 milljónir tonna
á síðasta ári, aðeins Kínverjar og Per-
úmenn eru stórvirkari. Heildarneysla
Japana á fiskafurðum er því um 8,5
milljónir tonna.            -GG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32