Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
ÞRIDJUDAGUR 10. DESEMBER 2002
Utlönd
jj^þ-Kjr
Öll spjót standa á stjórnvöldum í írak:
Auður og orbirgð i hrjaöu landi
- sumir græða á viðskiptabanni SP, aðrir svelta
Undraveröld
Askan út í geiminn
Urte MuUer,
Frá írak berast stöðugar fréttir af
Ulsku Saddams Husseins og váleg-
um fyrirætlunum hans um að brúka
gereyðingarvopn á þær þjóðir sem
honum er í nöp við. Öryggisráð SÞ
samþykkir ályktanir sem hann hef-
ur að engu og nú eftir margra ára
hlé hafa írakar hleypt vopnaeftir-
litsmönnum inn í landið til að
ganga úr skugga um hvort þar eru
geymd eða framleidd gereyðingar-
vopn en ávallt leikur grunur á að
þau séu betur varðveitt en svo að
eftirlitsnefndir SÞ finni þau auð-
veldlega. Bush Bandaríkjaforseti
hefur í raun sagt Irökum strið á
hendur, nema þeir losi sig við ein-
ræðisherrann og sýnist tímaspurs-
mál hvenær staðið verður við hót-
anirnar. En í raun hafa Bretar og
Bandaríkjamenn gert loftárásir á
íraskt land allt síðan Flóabardaga
lauk fyrir rúmum áratug.
Gífuryrði og hótanir eru sem sagt
þær fréttir sem daglega berast af
málefnum Iraks og afstöðu stjórnar-
herra hér og hvar til þeirra. En
hvernig írösku þjóðinni vegnar og
hvernig stendur á því að Saddam er
traustur í sessi þrátt fyrir allar þær
hörmungar sem þjóð hans hefur
mátt þola í stjórnartíð hans er yfir-
leitt ekki frásagnarefni. Franskur
blaðamaður gerði nýverið tilraun til
að lýsa daglegu lífi í Bagdad, þar
sem ríkidæmi og flottræfilsháttur
er eins og best gerist í upplýstum
lýðræðisríkjum en örbirgð og skort-
ur er ekki síður ömurlegri en víðast
hvar annars staðar.
Samt sem áður eru það
einkum peningar sem
fólk hefur áhyggjur af og
hugsar um. Haft er eftir
íröskum námsmanni að
efnahagserfiðleikarnir
séu þungbœrari en þau
pólitísku vandamál sem
við er að stríða. Vxð-
skiptabannið er eins og
krabbamein sem nagar
þjóðlífið innan frá og
kemur í veg fyrir að
hægt sé að endurreisa þá
innviði þjóðfélagsins sem
eyðilagðir hafa verið og
stofnanir eru máttvana.
Fólkið reynir að þrauka
frá degi til dags. íþví
ástandi eru draumar um
frelsi og betra mannlíf
fjarlœgir.
Auðugir írakar lifa svipuðu lífi og
ríkt fólk annars staðar. Það býr í
sínum fínu hverfum og á sína
klúbba og veitingastaði sem öðrum
er meinaður aðgangur að. Um
fimmtán mínútna akstur frá mið-
borg Bagdad er mikið sóttur veit-
ingastaður sem stendur við bakka
Tígisfljóts. Bílastæðin eru full af
glansandi þýskum eðalbílum. í
skuggsælum veitingasölum geta
gestir keypt vín og viskí að vild,
mega ekki láta það standa á borðum
heldur undir þeim og í felum, eða
þannig í þykjustunni. Samkvæmt
lögum er áfengisneyslan bönnuð en
séð er gegnum fingur hvað það bann
snertir í hinumbestu klúbbum.
Múslímar banna alla neyslu
áfengis og er víða gengið fast eftir
að það bann sé virt en ekki alls stað-
ar. Hér má minna á að Irak er ekki
trúarríki eins og mörg önnur
arabalönd. Þar er Baath-flokkurinn
allsráðandi en hann var upphaflega
byltingarsinnaður stjórnmálaflokk-
ur og heldur völdum með kosninga-
kerfi sem gjarnan er kennt við Sov-
étríkin sálugu.
En þeir sem eiga nóga dollara í
Irak geta leyft sér sitthvað fleira en
sauðsvartur almúginn. Á nokkrum
árum hafa verið stofnaðir margir
auðmannaklúbbar. Þeir eru sóttir af
háttsettum flokksmeðlimum, versl-
unarmönnum sem gera það gott og
viðskiptajöfrum frá Rússlandi,
Frakklandi og Þýskalandi sem eru
þar í boði íraskra viökiptavina
sinna.
Þótt viðskiptabann SÞ hafi staðið
meirihluta þegna Saddams. Verð-
bólga hefur verið með ódæmum og
denarinn verðminni með hverjum
mánuði. En gjaldmiðUl hinna auð-
ugu er stóðugur því dollarinn er
notaður í flestöllum alvöruviðskipt-
um.
Samt sem áður eru það einkum
peningar sem fólk hefur áhyggjur af
og hugsar um. Haft er eftir íröskum
námsmanni að efnahagserfiðleik-
arnir séu þungbærari en þau póli-
segja þeirra sem einhverja vinnu
hafa og stúlkurnar læra heimilis-
störfin af mæðrum sínum.
Bandarísk menning og ógn
frá Hvíta húsinu
I Bagdad er fjöldi markaðstorga,
eða basara, þar sem fjölbreyttur
varningur er á boðstólum. Á þeim
sýnist ríkja meira frelsi en víðast
hvar annars staðar utan auðmanna-
hverfa. Þar er troðist og þrefað og
Veraldir á milli auðs og örbirgöar, sem samt þrífast hliö við hlið. Hér eru skartgripasalar á markaði i Bagdad
með gullið næstum á færibandi.
yfir síðan 1991 eru til fín verslunar-
hverfi í Bagdad. Tískuverslanir þar
gefa ekkert eftir sams konar versl-
unum á Vesturlöndum. Viðskipta-
vinirnir koma á fínu þýsku bílun-
um sínum til að versla. Unga ríka
fólkið fer á sína tískustaði að
skemmta sér á kvöldin og drekkur
viskí og horfir á Madonnu og Britn-
ey Spears i stuði á stórum víd-
eóskjám. I veitingahúsi handan göt-
unnar óma gleðilætin frá kúrdísku
brúðkaupi. Næturhrafnar geta orðið
sér úti um afengi fram á morgun ef
þeir eiga nóga dollara. Fyrir þá efn-
uðu ríkir visst sjálfstæði í hófuð-
borginni, þrátt fyrir að þar sé hálf-
gildings stríðsástand.
Flokksmenn fitna
Viðskiptabannið hefur ekki kom-
ið í veg fyrir auðsöfnun, fremur gert
hana auðveldari. Smygl og svarta-
markaðsbrask færðist í aukana og
margir mökuðu krókinn á gjaldeyr-
isbraski. Þegar undanþágur voru
veittar á viðskiptabanninu 1996, þar
sem leyft var að flytja út olíu fyrir
matvæli og lyf, rann upp mikið
gróskutlmabil og flokksgæðingar
með Saddam í fararboddi urðu
margfaldir miUjarðamæringar. Við-
skipti við Sýrland, Jórdaníu og
Tyrkland margfölduðust og Rússar
og nokkrar Vestur-Evrópuþjóðir
eiga mikil viðskipti við eitt olíuauð-
ugasta land veraldar, írak.
Þeir sem eru fylgispakir Baath-
flokknum og tryggir Saddam for-
ingja hans njóta góðs af og raka
saman fé og lifa hátt. Auðmanna-
hverfin stækka og i þau eru lögð
kapalkerfi sem ná allt að 14 sjón-
varpsrásum. Gervihnattasamband
er samt bannað og farsímar illa séð-
ir í landi þar sem stríðsástand gild-
ir og tortryggni ræður ríkjum.
En fínar verslunargötur og auð-
mannahverfi sýna ekki sanna mynd
af írak, síður en svo. Viðskipta-
banniö og öll hervæðingin kemur
illa niður á almenningi. Atvinnu-
leysi og skortur er hlutskipti mikils
tísku vandamál sem við er að stríða.
Viðskiptabannið er eins og krabba-
mein sem nagar þjóðlífið innan frá
og kemur í veg fyrir að hægt sé að
endurreisa þá innviði þjóðfélagsins
sem eyðilagðir hafa verið og stofn-
anir. eru máttvana. Fólkið reynir að
þrauka frá degi til dags. I því
ástandi eru draumar um frelsi og
betra mannlíf fjarlægir.
Oddur Olafsson
blaöamaður
Samkvæmt tilskipunum SÞ er
innflutningur á hveiti og hrísgrjón-
um miðaður við daglegar þarfir og
ekkert þar fram yfir. Annar inn-
flutningur á mat er ekki leyfður.
Flestir atvinnuvegir eru í rúst og
þarfir fólks eru meiri en nemur dag-
skammti af kornmat. Það þarf fatn-
að og húsnæði, vatn og rafmagn.
Allt er þetta af skornum skammti,
en hið eina sem er ódýrt er bensín,
enda meira en nóg til af því í land-
inu.
24 milh'ónir íraka lifa við ör-
birgð. Þeir sem hafa vinnu verða að
gera sér að góðu laun sem eru langt
frá því að nægja fyrir daglegum
nauðsynjum. Til dæmis hefur kenn-
ari sem svarar 5 dollurum á mán-
uði.
Yfirgefnum flökkubörnum fjölgar
óðfluga og samkvæmt upplýsingum
franskrar mannúðarstofnunar, sem
reynir að fylgjst með málum, eru
nú 400.000 börn án skólagöngu sem
er mikið í landi sem áður státaði af
100% barna sem nutu almennrar
skólamenntunar. Foreldrar hafa al-
mennt ekki efni á að senda börn sín
í skóla og hafa því verið teknir upp
gamlir siðir, að börnin læra af for-
eldrum sínum, piltarnir gerast að-
stoðamenn feðra sinna, það er að
prúttað um verð á úrum frá
Taílandi, kryddi að austan, skart-
gripum, vídeótækjum, hnífum og
sígarettukveikjurm frá Taívan og
svo má lengi telja. Flestu eða öllu
þessu er smyglað til landsins og
hafa yfirvöldin lítil afskipti af þess-
um verslunarháttum.
Á sérstökum bókamarkaði eru
fornbókasölur sem hafa erlend
timarit og bækur til sölu, eða þær
sem hafa hlotið náð hjá ritskoður-
um Baathfiokksins. Bóksalan á
þessum mörkuðum er fjörug. Til
mun orðatiltæki í þessum heims-
hluta sem segir að Egyptar skrifi
bækur, Líbanar gefi þær út og írak-
ar lesi þær.
Bandarisk menning er ekki víðs
fjarri á mörkuðunum. Sjóræningja-
útgáfur af DVD Hollywoodmyndum
gömlum og nýjum eru í þúsundatali
á söluborðum. Þær koma frá Rúss-
landi og Suðaustur-Asíu og er slik-
um varningi yfirleitt umskipað í
Dubai. Það styttir þeim stundirnar
sem efni hafa á að eiga sýningar-
tæki til að horfa á amerísku mynd-
irnar og er hvíld frá ríkissjónvarp-
inu sem sýnir lítið annað en áróður
frá stjórnvöldum.
Irakar sjá enga þversögn í því að
halda upp á framleiðsluna frá
Hollywood og fyrirlíta Ameríku
Bush forseta. Eigandi tölvuverslun-
ar, sem ræddi viö blaðamanninn
sem fyrr er getið, sagði að hann og
landar sínir hefðu ekkert út á
bandarískan almenning að setja.
Vandræðin stöfuðu öll frá Hvíta
húsinu. Hann kvað fólkið vera þjóð-
ernissinnað og vera annt um arfleið
sína og siði. Hann gengur ekki að
því gruflandi, fremur en aðrir írak-
ar, að land þeirra er auðugt að nátt-
úrugæðum, eiginlega ótakmörkuð-
um þar sem olían er. En hvenær
þjóðin fær að njóta þeirra gæða velt-
ur á hvenær eiginlegur friður kemst
á og ekki verður búið að leggja land-
ið endanlega í rúst áður en gerðar
eru upp sakir.
(Aó mestu byggt á Le Monde)
58
ára gömul hjúkr-
unarkona frá
Berlín, ætlar að
verða við hinstu
óskum eigin-
manns síns sálugs
og senda öskuna
af honum út í
geim. Urte hefur
þegar tryggt duft-
kerlnu far með rússneskri eldflaug,
fyrir milligöngu bandarísks fyrir-
tækis, og þarf að greiða um eina
milljón króna fyrir. Ekki verða send
nema tiu grömm af ösku bóndans og
kemst hún fyrir í hylki á stærð við
varalit.
Lagt verður upp i geimferðina í
janúar á næsta ári og verður flaug-
inni skotið frá rússnesku geimferða-
miðstöðinni í Baíkonúr á sléttum
Kasakstans. Dufthylkið fær að svífa
umhverfis jörðina í flmm til sex ár.
Þá taka geimkraftarnir til sinna
ráða og splundra því og dreifist þá
askan vítt og breitt um geiminn.
Ekki ætlar Urte að fylgja jarð-
neskum leifum eiginmannsins síð-
asta spölinn og hún verður heldur
ekki í Kasakstan að fylgjast með
geimskotinu. Hún er nægjusöm
kona og ætlar að gera sér upptöku
af öllu saman að góðu.
Handjárn vinsæl í bóli
Þýskar konur eru alveg vitlausar
í handjárn sem þær nota í ástar-
leikjum í bólinu. Að minnsta kosti
seljast handjárn eins og heitar
lummur í fimm nýjum verslunum
með hjálpartæki ástarlífsins sem
sniðnar eru að þörfum og áhuga-
sviði kvenna.
„Hugarflugið setur meiri svip á
kynlífslanganir kvenna en karla,
þær nota ímyndunaraflið meira,"
segir Assia Tschernookoff, talskona
kynlífsfyrirtækisins Beate Uhse AG.
Handjárnin seldust upp á einum
degi og segir talskonan það til merk-
is um að konur yiti hvað þær vilji
þegar skemmtiferðir í rúmið eru
annars vegar. „Og þær eru ekkert
feimnar við að ná sér í það," segir
Assia Tschernookoff.
Köttur veldur skilnaði
Dómari nokkur á Taívan hefur
veitt konu þar í landi skilnað af
þeirri ástæðu að hún neitar aö deila
rúmi með ketti eiginmanns sins.
Hjónin hafa lengi deilt um kattar-
skömmina og hefur það komið nið-
ur á samlífi þeirra.
Eiginmaðurinn var sakaður um
að hafa ekki alið köttinn sinn al-
mennilega upp þar sem hann leyfði
dýrinu að pissa í hjónarúmið og
hvar sem því sýndist annars staðar
á heimili þeirra hjóna.
„Hann neitaði að setja köttinn í
annað herbergi. Þetta sýnir glögg-
lega að hann skeytti engu um til-
finningar systur minnar," sagði
bróðir umræddrar eiginkonu í við-
tali við sjónvarpsstöð á Taivan.
Afmæli á öskuhaugunum
Michael Wong-
Sasso er sjálfsagt
ekki eins og
flestir sjö ára
jafnaldrar hans.
Hann dreymir
ekki um að
verða ruðnings-
eða körfubolta-
hetja þegar hann
verður stór,
heldur á hann þá
ósk heitasta að verða öskukall. Af
þeirri ástæðu hélt hann upp á sjö
ára afmælið sitt um daginn á ösku-
haugum við Los Angeles.
Um fjörutíu vinir Michaels og for-
eldrar þeirra komu í veisluna sem
var að vísu haldin fjarri illa þefj-
andi sorpinu, en engu að síður á
landi öskuhauganna.
Helstu áhugamál Michaels eru að
elta öskubílinn um hverfið sitt og
skoða ofan í öskutunnur. Hann seg-
ist ætla í háskóla svo hann geti lært
að aka öskubíl. „Ég hef gaman af
stórum trukkum. Mér finnst gaman
að koma ruslinu þangað sem þaö á
heima og að gera heiminn hreinni,"
segir þessi stórhuga drengur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32