Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
ÞRIDJUDAGUR 10. DESEMBER 2002
Utlönd
T"*» "***/*
REUTERSMYND
Jimmy Carter
Kominn til Óslóar til að taka við friö-
arverölaunum Nóbels í dag.
Carter vill að SÞ
leiði friðarleitina
Jimmy Carter, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, sagði að styrjaldir
væru af hinu illa þegar hann tók við
friðarverðlaunum Nóbels í Ósló nú í
hádeginu. Hann hvatti þjóöir heims
til að fallast á forystu Sameinuðu
þjóðanna þegar kæmi að því að leita
friðar og leiða til að minnka bilið
milli ríkra og fátækra.
Carter sagði einnig í þakkarræðu
sinni að heimurinn væri að mörgu
leyti hættulegri á nýrri öld en áður
þegar hryðjuverk og borgarastyrj-
aldir hefðu leyst kalt stríð 20. aldar-
innar af hólmi.
„Við verðum að leggja áherslu á
friðinn þegar við tökum á vandan-
um sem steðjar að heiminum,"
sagði Carter meðal annars í Ósló.
Þrjú lönd hafa
tekið tilboði ESB
Þrjú umsóknarlandanna hafa faU-
ist á skilyrðin sem Evrópusamband-
ið hefur sett fyrir inngöngu þeirra.
Lönd þessi eru Kýpur, Slóvakía og
Eistland. Hin umsóknarlöndin sjö
hafa hins vegar ekki enn fallist á
skilyrðin. Öll hafa umsóknarlöndin
gert það ljóst að þau vilji líka fá
meiri fjárhagsaðstoð ef öðrum lönd-
um tekst að semja um meiri aðstoð
frá Evrópusambandinu.
Pólverjar komu á óvart á samn-
ingafundi í Brussel í gær með því að
leggja fram langan kröfulista. Per
Stig Moller, utanríkisráðherra Dan-
merkur, varaði þá við að gera of
miklar kröfur á hendur ESB. Vonir
standa til að ganga frá aðildarsamn-
ingunum á leiðtogafundi ESB í
Kaupmannahöfn í vikulok.
Fólk oskast
til starfa við pökkun.
Kvöld- og næturvinna.
Uppl. gefur Nína í síma
59 50 300
ISilllliliill'IIITIIISIIIÍIljill'lll
Suðurhrauni 3 - Garðabæ
Láttu okkur
yfirfara
videótækið
tímanlega fyrir
jólin
nj
^^m ^ Radioverkstæðið
Sorm*
Emholti2.sími552 3150
Panasonic
Prófkjör Likud-bandalagsins í ísrael:
Stórsigur stuðnings-
manna Netanyahus
Stuðningsmenn harðlínumanns-
ins Benjamins Netanyahus, nýskip-
aðs utanríkisráðherra ísraels, unnu
yfirburðasigur í prófkjöri Likud-
bandalagsins sem lauk í gærmorg-
un og raða sér í efstu sætin á fram-
boðlista flokksins fyrir þingkosn-
ingarnar sem fram fara í landinu
þann 28. janúar nk.
Þetta er nokkur sárabót fyrir Net-
anyahu sem í síðasta mánuðu tap-
aði með miklum mun fyrir Ariel
Sharon, forsætisráðherra ísraels, í
kosningum um leiðtogasætið í
Likud-bandalaginu og var sigur
stuðningsmanna hans í prófkjörinu
mun stærri en fyrir fram var búist
við, en þeir unnu tíu af þrjátíu efstu
sætunum.
Nýjustu kannanir sýna að Likud-
bandalagið sé líklegt til að vinna
stórsigur í komandi kosningum og
að það verði langstærsti fiokkurinn
á ísraelska þinginu á næsta kjör-
tímabili, á kostnaö helstu andstæð-
inganna, Verkamannflokksins, en
prófkjör hans hófst í gærmorgun.
Benjamln Netanyahu
Sigur stuöningsmanna hans þykir
góö sárabót eftir ósigurinn gegn
Sharon í leiðtogakjörinu.
Fyrirfram höfðu Sharon og Net-
anyahu verið ætluð tvö efstu sætin
á lista Likud-bandalagsins, en hinn
gamalreyndi harðlínumaður Tzachi
Hanegbi, sem skipaði sæti umhverf-
isráðherra í rikisstjórn Sharons,
fékk flest atkvæði í prófkjörinu og
skipar því þriðja sætið á undan
þeim Silvan Shalom utanríkisráð-
herra og Limor Livnat mennta-
málaráðherra, sem skipa fjórða og
fimmta sætið.
Hjá Verkamannaflokknum eru
þrjú efstu sætin þegar frátekin fyrir
þá Amram Mitzna, formann flokks-
ins, Benjamin Ben-Eliezer, fyrrum
varnarmálaráðherra og Shimon
Peres, fyrrum utanríkis- og forsæt-
isráðherra ísraels.
Ranaan Gissin, helsti talsmaður
Ariels Sharons sagði í gær að
Yasser Arafat yrði ekki leyft að vera
viðstaddur jólahaldið í Bethlehem í
ár þar sem hann væri ekki „maður
friðarins" og ætti því ekkert erindi
þangað. „Honum verður ætlað að
dvelja í höfuðstöðvum sínum í Ram-
allah. Það er öllum fyrir bestu þar
sem hann hefur valdið kristnu fólki
miklum harmleik og nærvera hans
myndi bara gera illt verra."
REUTERSMYND
Imelda aftur fyrir rétt
Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú á Filippseyjum, kom enn einu sinni fyrir rétt í höfuöborginni Manila í morgun þar
sem hún svaraöi ákærum um aö hafa stungiö undan milljónum dollara og komiö fyrir á bankareikningum í Sviss.
Stuöningsmenn Imeldu létu sig ekki vanta fyrir utan dómhúsiö og stöppuðu í hana stálinu.
Blair segir að konan sín
hafi ekki gert neitt af sér
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, steig fram fyrir skjöldu í
gær og sagði að Cherie, eiginkona
sín, hefði ekki haft nein afskipti af
tilraunum yfirvalda til að koma
dæmdum svindlara, sem aðstoðaði
hana við íbúðakaup, úr landi.
Staðfest hefur verið að Cherie
Blair hringdi í lógmenn svindlar-
ans, Ástralans Peters Fosters, til að
spyrjast fyrir um málsmeðferðina.
Forsætisráðherrann sagði í skrif-
legu svari við fyrirspurn Iains
Duncans Smiths, leiðtoga íhalds-
flokksins, að málið hefði hlotið eðli-
lega meðferð og að pólitísk afskipti
af því hefðu engin verið.
Starfsmenn skrifstofu forsætis-
ráðherrans höfðu áöur fullyrt að
Cherie, sem er vinkona kærustu
Fosters, hefði ekki á neinn hátt að-
stoðað hann í baráttu hans gegn
brottvisun frá Bretlandi.
Breskir fjölmiðlar hafa farið mik-
REUTERSMYND
Forsætlsráðherrafrú í vanda
Fasteignakaup bresku forsætisráð-
herrafrúarinnar og samskipti hennar
við dæmdan svindlara hafa tröllriðið
breskum fjölmiðlum síðustu vikuna.
inn gegn Cherie Blair undanfarna
rúma viku eftir að upp komst að
Foster hefði aðstoðað hana við
íbúðakaup í Bristol þar sem elsti
sonur Blair-hjónanna stundar há-
skólanám.
Foster hefur hlotið dóma í
nokkrum löndum fyrir að selja
gagnslaust megrunarte og fyrir að
nota fólsuð skjöl máli sínu til stuðn-
ings. Þá er hann eftirlýstur í heima-
landi sinu fyrir enn eitt megrun-
arsvindlið.
Blaðafulltrúar Tonys Blairs neit-
uðu í fyrstu að Foster hefði komið
nálægt fasteignaviðskiptunum en
urðu síðan að éta það ofan í sig.
Cherie Blair baðst svo afsökunar á
því að hafa valdið misskilningnum,
eins og hún kallaði það.
Mál þetta hefur orðið til þess að
varpa rýrð á heiðarleika srjórnar
Tonys Blairs sem hefur notið mikils
meðbyrs í skoðanakönnunum.
Stuttar fréttir
Nýr fjármálaráðherra
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
hefur tilnefnt John
Snow, forstjóra
stórs járnbrautar-
fyrirtækis, í emb-
ætti fjármálaráð-
herra landsins. Öld-
ungadeild Banda-
ríkjaþings þarf að fallast á tilnefn-
inguna áður en Snow getur tekið
við embætti. Snow sagði í gær að
hann myndi fylgja stefnu Bush um
að hressa upp á efnahagslífið.
Talar bara grænlensku
Hans Enoksen, formaður nýrrar
heimastjórnar fiokkanna Siumut og
IA á Grænlandi, er fyrsti landstjórn-
arformaðurinn sem ekki talar ann-
að en grænlensku. Enoksen er 46
ára kaupmaður.
ESB heitir aöstoö
Evrópusambandið hefur ákveðið
að veita Eþíópíu rúmlega fimm
milljarða króna aðstoð vegna
þurrka og matarskorts í landinu.
Fátækir styðja Chavez
Hópar fátæklinga sem styðja
Hugo Chavez Venesúelaforseta um-
kringdu i gær sjónvarpsstöðvar sem
þeir segja að styðji stjórnarandstæð-
inga sem ætla sér að hrekja forset-
ann úr embætti með verkföllum.
United lýst gjaldþrota
Bandaríska flugfélagið United
Airlines óskaði í gær eftir gjald-
þrotaskiptum og varð þar með
stærsta flugfélagið til að grípa til
slíkra órþrifaráða.
Dugir ekki að drepa OBL
Sérfræðingur
bandarisku alríkis-
lögreglunnar FBI
um hryðjuverk
sagði i gær að þótt
Osama bin Laden
-j       1 væri  drepinn  eða
Mi   '  Í handsamaður
[          j myndi  það  ekki
breyta miklu í að losa Vesturlönd
við þá ógn sem þeim stafar af
stgarfsemi hryðjuverkamanna.
Ný skjöl um presta
Ný skjöl um kynferðislega mis-
notkun kaþólskra presta í Banda-
ríkjunum á sóknarbörnum sínum
voru birt í gær, þar sem kemur
fram að kirkjan vék nokkrum
þeirra úr embætti.
Áfangasigur fyrir Cheney
Dick Cheney,
varaforseti Banda-
ríkjanna, vann mik-
ilvægan sigur í gær
þegar dómari visaði
frá máli sem endur-
skoðunardeild
Bandaríkjaþings
höfðaði tÚ að fá upp
géfin nöfn forstjóra sem Cheney
ráðfærði sig við þegar orkustefna
stjórnvalda var mótuð.
Ókeypis í göngin
Færeyingar fá að fara ókeypis um
góngin undir Vestmannasund,
fyrstu neðansjávargöng Færeyja,
þar til byrjað verður að taka gjald
fyrir á miðnætti annað kvöld.
Banvænar aurskriður
Að minnsta kosti 34 týndu lífi
þegar aurskriður féllu á strandbæ
nærri Rio de Janeiro í Brasilíu í
gær og nokkurra er enn saknaö.
...............................iii
l;
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32