Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRTDJUDAGUR 10. DESEMBER 2002
15
I>V
Menning
Umsjón: Sílja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is
Auður Jónsdóttir var í liðinni viku tilnefnd til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ævisögu
Halldórs Laxness, œtlaða börnum, í bókinni
Skrýtnastur er maður sjálfur. DV bað tvo unga
lestrarhesta að gefa sitt álit á bókinni. Þess má
geta að „rauðu kaflarnir" sem Þorgeir talar um
eru fræðslukaflar til hliðar við meginmál sem
prentaðir eru með rauðbrúnu letri.
Líka venju-
legur maður
DV-MYND TEITUR
Mér fannst bókin um Dóra,
Skrýtnastur er maður sjálfur,
skemmtileg og vel skrifuð. í
henni er fullt af skemmtilegum
myndum af honum og fólkinu
hans. Bókin fjallar um Halldór
Laxness rithöfund og líf hans.
Hann byrjaði að skrifa þegar
hann var 7 ára gamall og ákvað
fljótt að verða rithöfundur. Hann
hafði lítinn áhuga á að vinna
venjulega vinnu eða vera í skóla.
Hann vildi bara skrifa og skrifaði
alla ævi. En þó hann hafi ekki
farið í skóla vissi hann miklu
meira en margir sem voru búnir
að vera lengi í skóla.
Auður, sem skrifar bókina, var
afastelpan hans Dóra og segir
skemmtilega frá afa sínum. Hann
var svolítið skrýtinn karl, soldið
utan við sig en góður afi sem
fannst gaman að tala við börnin.
Hann var góður karl sem elskaði
pönsur og klatta og vildi vera jafn
góður við alla. Amma hans
kenndi honum það. Og svo
elskaði hann hundinn sinn, sagði
að hann væri músíkalskur.
Dóri var stundum utan við sig.
Einu sinni gekk hann á Esjuna á
aðfangadag og gleymdi að segja
frá því. Fólkið hans var farið að
hafa áhyggjur af honum þegar
hann kom ekki heim í matinn. En
Bókmenntir
Auíw JfcWÍ&Uír
það ævintýri endaði vel. Dóri var
mikið úti að ganga með hundin-
um sínum og elskaði að hlusta á
fuglana og öll hljóðin í náttúr-
unni. Hann var líka dótakall og
átti marga skemmtilega hluti.
Það er gaman að lesa allt í einu
um manninn sem skrifaði bæk-
urnar sem ég sé í hillunni heima
á hverjum degi. Ég hef ékki lesið
mikið eftir Dóra
en las h'óðið Úng-
língurinn í skóg-
inum nokkrum
sinnum upphátt
fyrir pabba og
mömmu. Það er
skrýtið Ijóð en
skemmtilegt.
Þegar ég les
einhvern tíma
einhverja bók
sem Dóri skrifaði
er gaman að hafa
lesið um hann. Þó
hann hafi verið
heimsfrægur rithöfundur var
hann líka venjulegur maður.
Edda Þöll Hauksdóttir,
13ára
Auöur Jðnsdóttir: Skrýtnastur er maöur
sjálfur. Hver var Halldór Laxness? Mál
og menning 2002.
Auöur Jónsdóttir
Skrifar bók um afa sinn sem höföar bæöi til barna og fullorbinna.
Dóri var
prakkari í sér
5kwfrW5fcur "N
er mowr sjátíUr
Mér finnst bókin
Skrýtnastur er maður
sjálfur mjög skemmti-
leg. Það eru margar
fyndnar sögur í þess-
ari bók og Dóri eða
Halldór Laxness var
dálítið     sérstakur
strákur. Mér fannst
bókin best þegar hún
fjallaði um Dóra sem
lítinn strák. Til dæmis
var góð sagan af því
þegar hann stal sæl-
gætinu úr tösku fínu
konunnar sem kom í
heimsókn i Laxnes. Það var einnig
gaman að lesa um þegar hann vildi
ekki svara í símann og lokaði meira
að segja fyrir hann af því hann var
að skrifa. Dóri hefur greinilega ver-
ið svolítill prakkari í sér.
Halldór Laxness hefur alltaf verið
gamall maður í mínum augum. Þaö
var svolítið skrýtið að lesa um hann
sem lítinn strák. Hann var ótrúlega
duglegur að lesa og skrifa þegar
hann var lítill - ég held að krakkar
séu ekki svona duglegir í dag.
Dóri var líka skemmtilegur afi.
Mér þótti samt skrýtið að hann
skyldi vera matvandur þegar hann
var fullorðinn. Hann sagði við Auði
konu sína að hann borðaði ekki
graut úr pappafernu því hann
bragðist eins og grænsápa. Hann gat
líka verið góður og skemmtilegur
við börnin sín, gaf þeim sælgæti og
átti fullt af flottum leikföngum.
Sögurnar í bókinni eru margar
skemmtilegar. Rauðu kaflarnir voru
oft ágætir en nokkrir voru dálítið
erfiðir, sérstaklega kaflar úr bókun-
um hans. Þær á ég kannski eftir að
lesa síðar. Það eru líka margar
gamlar myndir í bókinni sem gam-
an er að skoða.
Skrýtnastur er maður sjálfur er
fín bók sem krakkar hafa örugglega
gaman af að lesa.
Þorgeir Helgason, 10 ára
Sagan öll?
Með þriðja bindi af íslandi i aldanna rás ljúka
Dlugi Jökulsson og samstarfsfólk hans ferðalagi
sínu um sögu íslands á 20. öld. Til að lesendur
fái einhverja hugmynd um umfang verksins má
geta þess að bindin eru í stóru broti og alls
um 1300 síður, þar af er síðasta bindið
og það sem hér er til umfjóllunar
stærst, yfir 500 síður. í þessum þremur
bindum hefur verið dreginn saman
óhemjumikill fróðleikur um ísland á 20.
óld og er auðvelt að gleyma stund og stað
við að skoða myndir, lesa gamlar fréttir
eða rýna í samantektir fróðra manna um
ýmsa þjóðlífsþætti. Er óhætt að fullyrða
að bækurnar eiga eftir að verða mörgum
dægrastytting og ótaldir þeir skólanemar
sem þangað leita með ritgerðarverkefni sín ]
í hinum ýmsu námsgreinum.
Fyrir utan að vera fróðleiksnáma er bók-
in hinn eigulegasti prentgripur og hefur
prentun á myndum tekist sérstaklega vel. í
því sambandi skal bent á myndir sem er rað-
að meö reglulegu millibili á sérstakar mynda-
síður og bregða upp svipmyndum af líðandi
stund, tísku og tíðaranda
Mikill fengur er að afmörkuðum yfirlitsköfl-
um þar sem ýmsum þjóðlífsþáttum, einkum
menningarmálum, eru gerð skil í stuttu, hnit-
miðuðu máli. Að öðrum slíkum köflum ólöstuð-
um var fróðlegt að lesa um djassinn og dægur-
tónlistina. Hins vegar olli samantekt um efna-
hagsmál vonbrigðum, þar hefði að ósekju mátt
kafa dýpra og ítarlegar ofan í hlutina. Af bráð-
skemmtilegum samantektum má nefna deilurn-
ar um niðurrif gamalla húsa, byltingarhópana
sem störfuðu til vinstri við Alþýðubandalagið
og keðjubréfafárið sem allir ætluðu að stór-
græða á. Þar er höfundur í essinu sínu. Einnig
má nefna greinargóðar úttektir á Hafskipsmál-
inu, kvótakerfinu og inngöngunni í EES.
Yfirleitt er hægt að samþykkja mat höfundar
á vægi atburða og ekki verður í fljótu bragði
bent á alvarlegar gloppur í þeim efnum. Þó
verður ekki hjá því komist að
benda  á  eitt  afleitt
dæmi    um
IQ76
SAG,\ t.ANDS OG I'IÓDAR AR VRÁ ÁRl
vanmat á mikilvægum atburðum en það er með-
ferðin á síðasta þorskastríði íslendinga og
Breta, 200 mílna stríðinu. Það fær um tvær og
hálfa síðu af texta og er hluti af honum tekinn
í yfirlit yfir fyrri átök þjóðanna um flskveiðilög-
söguna. Átökin 1976 eru afgreidd í eins konar
annál þar sem atburðir eru raktir í tímaröð og
fer mest fyrir átökunum á miðunum. Það er
engu líkara en gersamlega hafi farið fram hjá
höfundi og ritsrjóra aö hér voru að gerast mik-
ilvægir atburðir. Þetta er í eitt skiptið frá lok-
um síðari heimsstyrjaldar sem tvö vestræn ríki
slitu stjórnmálasambandi og í marga mánuði
var starfsemi mikilvægustu valdastofnunar
vesturveldanna, NATO, að nokkru undirlögð
átökum Breta og íslendinga með tilheyrandi
fundahöldum, þrasi og baktjaldamakki. Auk
þess komu Sovétmenn flestum á óvart með af-
stöðu sinni í deilunni þótt lágt færi, enda í litlu
samræmi við viðtekin kaldastríðsviðhorf. Að
atburðir sem þessir fá svipað textarými og
deilur tveggja kverúlanta í Skerjafirði um
stærð bílskúrs er í hæsta máta sérkennilegt.
Svipaða sögu er að segja um leiðtogafund
þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Um
hann hefði gjarnan mátt vera ítarlegri efnis-
leg umfjöllun.
Hörmulegir atburðir svo sem morð og
önnur óhæfuverk eru hluti af sögu okkar og
um slíka atburði ber að fjalla með viðeig-
andi hætti. Samantektin um Geirfinnsmál-
ið sem reyndar dreifist á alla bókina er
gott dæmi um fyrirmyndarumfjöllun um
slíkt mál enda eitt umfangsmesta sakamál
síðari tíma og að meira eða minna leyti
enn þá óuppgert. í ýmsum öðrum tilfell-
um eru hins vegar frásagnir af glæpum
og afbrotum með þeim hætti að engu er
líkara en verið sé að velta sér upp úr
þeim.
Þrátt fyrir það sem hér hefur verið
tínt til er ísland í aldanna rás í heild af-
bragðsrit og höfundum sínum og útgef-
anda til sóma.
Guðmundur J. Guðmundsson
lllugi Jökulsson o.fl.: ísland í aldanna rás 1976-2000.
JVP útgáfa 2000.
Ég er slanga
Myndabókin Ég er slanga er ekki bara bók
með fjörugum og litríkum myndum Höllu
Sólveigar Þorgeirsdóttur, hún er líka
kennslubók í leikfimi! Síðu eftir síðu fylgj-
umst við með hvemig dýrin gera og prófum
að gera eins: urra hátt eins og ljónið, stinga
hausnum í sandinn eins og strúturinn, fljúga
eins og örninn, skjóta upp kryppu eins og
kisa, hoppa eins og froskur, reisa brjóstið og
sveifla hreifunum eins og selurinn, draga
hausinn undir sig eins og skjaldbakan, reisa
höfuðið og hvæsa eins og slangan, sveifla
rana eins og flll og slaka á eins og hvolpur-
inn.
Höfundurinn, Birgir Þ. Jóakimsson, er
jógakennari eins og glöggt má sjá á hug-
myndunum og úrvinnsla Hóllu Sólveigar er
frumleg og skemmtileg. Bjartur gefur út.
Raggi litli í
Súkkulaðilandi
RaggiJitH
í Súkkulaðilahdi
Haraldur S. Magnús-
son hefur bætt við bók í
safhið um Ragga litla og
Brian Pilkington mynd-
skreytir. Hér fer Raggi í
heimsókn til Fúsa
frænda og Erlu frænku.
Þau eru rosalega góð við
Ragga og leyfa honum
að sprella að vild. Fúsi
er meira að segja stundum of góður við
Ragga því hann gefur honum svo mikið sæl-
gæti. „Ef þú heldur áfram að borða svona
mikið súkkulaði breytist þú í súkkulaði-
strák," segir Erla fænka, og það er einmitt
það sem gerist eina nóttina í draumi - eða
öllu heldur martröð - Ragga litla. Höfundur
gefur bókina út sjálfur.
Jólahreingerning
englanna
Englarnir Trú, Von
og Kærleikur hitta alls
konar fígúrur þegar
þeir eiga að vinna það
erfiða verkefhi að taka
til í veröldinni fyrir jól-
in í sögunni Jólahrein-
gerning englanna eftir Elínu Elísabetu Jó-
hannsdóttur. Þeirra á meðal eru Hrekkjalóm-
ar, litlir, rauðir og boltalaga með úfið hár og
margar tennur, illkvittnir á svip og strang-
lega bannaðir í öllum leikskólum og skólum,
Frekjudósir, litlar grænar dósir með bláa
fætur og áberandi framtennur sem hafa
skelfileg áhrif á hvern þann sem þær setjast
á og Prakkarastrik, hvít strik með græna
fætur og rauðar hendur, mjög prakkaraleg á
svip, sem geta fengið börn til þess að gera
hluti sem þeim dytti annars alls ekki í hug
að gera!
Eins og má geta sér til lenda englarnir í
óttalegu basli við þessi gerpi. Teikningar í
bókinni eru eftir Bua Kristjánsson myndlist-
armann. Skálholtsútgáfan gefur hana út.
Undraland Astridar
Allir sem unna bók-
urn Astridar Lindgren
munu fagna lítilli bók
sem ber heitið Undra-
land minninganna og
geymir minningar þess-
arar ástsælu skáldkonu.
Lengsta frásögnin er af
foreldrum hennar,
Samuel August frá
Sevedstorp og Hönnu í Hult, hvernig þau
sáust fyrst og hvernig kynni þeirra þróuðust
hægt og hægt. Sú saga, segir Astrid, „býr yfir
meiri ást en nokkur bók sem ég hef lesið".
Svo geta lesendur skemmt sér við að bera
bernskuminningar Astridar saman við bæk-
urnar sem þeir þekkja best; einnig er gaman
að skoða hugmyndir hennar um bamabækur
og hlutverk þeirra.
Halla Kjartansdóttir þýddi bókina en eftir-
mála ritar Silja Aðalsteinsdóttir um Astrid
Lindgren.   j 1  ,.  1 . ,,

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32