Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						+
16
ÞRIDJUDAGUR 10. DESEMBER 2002
ÞRIDJUDAGUR 10. DESEMBER 2002
17
Utgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalrttstjóri: Oli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlið 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagift DV ehf.
Plötugero og prentun: Árvakur ht.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við bá eða fyrir myndbirtingar af beim.
Tilboð eykur virkjunarlíkur
Ráðherra orkumála og forráða-
mönnum Landsvirkjunar var það
léttir er í ljós kom við opnun til-
boða í gerð Kárahnjúkastíflu og
aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkj-
unar að tilboð ítalska verktakafyr-
irtækisins Impregilo var nokkuð
undir kostnaðaráætlun Lands-
virkjunar vegna framkvæmdanna. Önnur tilboð fyrirtækja-
samsteypa, ýmist í stífluna eða aðrennslisgöngin, voru tals-
vert og jafnvel verulega langt yfir kostnaðaráætlun.
Landsvirkjun fer nú yfir tilboðin með ráðgjöfum og ætl-
ar sér til þess tvær til þrjár vikur. BrottfaU fyrirtækja úr
þeim hópi sem hafði verið valinn sem bjóðendur í hið viða-
mikla verk hafði vakið athygli. Allt eins hefði því mátt bú-
ast við að öll tilboð hefðu verið langt yfir kostnaðaráætlun,
eins og iðnaðarráðherra vakti athygli á eftir að tilboðin
voru opnuð.
ítalska tilboðið eykur því líkurnar á því að af virkjunar-
framkvæmdunum verði og ætti um leið að hafa jákvæð
áhrif á viðræður þær sem nú fara fram milli Landsvirkjun-
ar og bandaríska álfyrirtækisins Alcoa vegna fyrirhugaðs
álvers í Reyðarfirði. Verði tilboði Impregilo tekið eru
kostnaðartölur undir áætlunum Landsvirkjunar. Hærri til-
boðin hefðu án efa sett strik í reikning framkvæmdanna
með tilliti til þess orkuverðs sem Landsvirkjun þarf að fá
frá orkukaupandanum.
Enn er of snemmt að segja til um hvort tilboði ítalska
verktakafyrirtækisins verður tekið. Það verður athugun
Landsvirkjunar að leiða í ljós. Á þessari stundu bendir þó
ekkert til annars en svo verði. Á heimasíðu Landsvirkjunar
segir að Impregilo SpA sé gamalgróið verktakafyrirtæki
með höfuðstöðvar á ítalíu. Það hefur komið við sögu um 160
vatnsaflsvirkjana um allan heim og sumar þeirra eru svip-
uð verkefni og Kárahnjúkavirkjun.
Landsvirkjun vitnar í samantekt Morgunblaðsins um
stöðu Impregilo. Sú samantekt sýnir að ítalska fyrirtækið
hefur alla burði til þess að annast stórverkefni sem þetta.
Það er stærsta verktakafyrirtækið á ítalíu og starfsmenn
þess og dótturfyrirtækja eru yfir 20 þúsund. Velta fyrirtækis-
ins er um 175 milljarðar íslenskra króna á ári. Meðal eig-
enda þess eru þekkt fyrirtæki á borð við Fiat og Banco di
Roma. Impregilo hefur reist virkjanir í flestum heimsálfum
og meðal verkefna þess á seinni árum má nefna Mont Blanc-
jarðgöngin. Fulltrúi Impregilo hefur lýst því yfir að fyrirtæk-
ið hafi bæði mannafla og tæki tilbúin í verkefnið. Gangi
Landsvirkjun að tilboðinu fengi ítalska fyrirtækið íslenskan
samstarfsaðila og vinnuafl yrði bæði innlent og erlent.
Kárahnjúkavirkjun er dýr framkvæmd og umdeild sem
og bygging álvers í tengslum við virkjunina. Deilt er um
hagkvæmni hennar en einkum umhverfisspjöll sem óhjá-
kvæmilega fylgja framkvæmdum af þessari stærðargráðu.
Nýjasta útspil andstæðinga virkjunarinnar er Hálendisblað-
ið sem kom út um helgina. Tilgangur þess er, eins og fram
kemur með blaðhaus, að koma á framfæri sjónarmiðum um-
hveríisverndarsinna vegna virkjunaráforma á hálendinu,
vekja athygli á óskynsamlegri ráðstöfun almannafjár og
kynna hugmyndir um þjóðgarð á hálendinu og aðra valkosti
og koma í veg fyrir vanhugsuð áform gegn náttúru landsins.
Eðlilega er hart tekist á um framkvæmd sem þessa, skyn-
samlega nýtingu auðlinda, mikla fjármuni, umhverfisvernd
og meðferð á landi. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbún-
ing Kárahnjúkavirkjunar þótt enn sé ekki ljóst hvort af
framkvæmdum verður, auk þess sem beðið er niðurstöðu
viðræðna við Alcoa. Verði hins vegar gengið að tilboði
ítalska fyrirtækisins, sem við fyrstu sýn virðist hagkvæmt
fyrir Landsvirkjun, eykur það tvímælalaust líkur á að virkj-
unin verði að veruleika.
Jónas Haraldsson
Tr%-\r
Skoðun
Hver gætir hagsmuna íslands?
Eiríkur
Bergmann
Einarsson
stjórnmálafræöingur
Þegar rökin þrýtur skal
ráðist á persónuna. Þetta
gætu veriö einkunnarorð
Heimssýnarmanna, ef
marka má þær sendingar
sem samtökin senda
meintum andstæðingum
sínum þessa dagana. í
öllu falli virðast málefna-
legar röksemdir órafjarri í
málflutningi framkvæmda-
stjóra samtakanna í DV í
gær.
Forsætisráöherra lét stór orð falla
í tengslum við kröfu um aukin fram-
lög í þróunarsjóð ESB í kjölfar
stækkunar sambandsins til austurs.
Efnislega sagði hann eitthvað á þá
leið, að það þýddi nú lítið að taka
mark á þessum vitlausu blýantsnög-
urum í Brussel og að þeir sem teldu
að hægt væri að fá viðunandi aðild-
arsamning fyrir ísland væru bara
kjánar. Jafnframt hefur forsætisráð-
herra látið sér um munn fara hluti á
borð við þá að þessi samtök fimmtán
rótgróinna lýðræðisríkja í Vestur-
Evrópu séu „eitthvert ólýðræðisleg-
asta skriffinnskubákn, sem menn
hafa fundið upp".
Tillit til íslenskra sjónarmioa
Undirritaður hefur í tengslum við
þessi ummæli vogað sér að benda á
þá staðreynd að í samskiptum við er-
lendar þjóðir og stofhanir er það al-
mennt séð ekki hyggilegt til verndar
„Stuðningsmenn Heimssýnar eru flestir hverjir hið
ágœtasta fólk. Undirritaður trúir ekki öðru en því að
vilji þeirra standi til þess að talsmaður samtakanna
svari ofangreindum málflutningi undirritaðs á annan
hátt en að ráðast grímulaust gegn faglegum heiðri
hans."
hagsmunum íslands að ausa yfir þær
óbótaskömmum áður en gengið er til
samninga um mikilvæg hagsmuna-
mál. Af því leiddi sjálfkrafa að yfir-
lýsingar sumra ráðamanna þjóðar-
innar í garð Evrópusambandsins
væru helst til þess fallnar að skaða
hagsmuni íslands og ímynd í samfé-
lagi þjóðanna.
íslenskir embættismenn eiga
vegna aðildar okkar að samningnum
um Evrópskt efnahagssvæði (EES) í
daglegum samningum við embættis-
menn Evrópusambandsins um marg-
vísleg málefni. Við eigum skUjanlega
mikið undir því að samskiptin gangi
vel. Evrópusambandið er langmikil-
vægasti markaður íslenskra afurða,
og þaðan þiggjum við lagasetningar
sem hafa afgerandi áhrif á Islandi.
Því er brýnt að tekið sé tillit til ís-
lenskra sjónarmiða og hagsmuna
innan Evrópusambandsins og að
skilningur og velvild stafl í okkar
garð.
Frá gerð EES-samningsins hafa ís-
lendingar mætt miklum velvilja frá
embættismönnum ESB og samning-
urinn gjarnan verið túlkaður vítt og
jafnan íslandi í hag. í kjölfar skeyta-
sendinga forsætisráðherra hefur vel-
vijjinn aftur á móti dofnað og eðli-
lega þrengst nokkuð um hagsmuni
íslands. Hagsmunum lands og þjóðar
Sandkorn
Engar œviminningar
Æviminningar virðast vera að hrapa úr
tísku. Matthías Johannessen, skáld og fyrr-
verandi ritstjóri Morgunblaðsins, sendi
Sandkornsritara heilmikla og góða kveðju í
aðsendri grein í Morgunblaðinu um nýliðna
helgi. Tilefnið var Sandkorn þess efhis, að
margir biðu þess óþreyjufullir að Matthías
gæfi út æviminningar sínar. Þeir sömu
myndu órugglega rýna grannt í nýja skáld-
sögu hans, „Vatnaskil", til þess að greina
þar sannar frásagnir af afskiptum Matthíasar af mönn-
um og málefnum á ritstjóraferlinum. Af grein Matthías-
ar að dæma mun sú rýni ekki bera árangur. Hann upp-
lýsir raunar, að hann ætli ekki að skrifa neinar
æviminningar - og allra síst safaríkar, enda merki það
líklega það „brenglaða veruleikaskyn og sjálfsdýrkun
sem einkennir svona bækur." Sandkornsritari er hálf-
svekktur, enda treystir hann Matthíasi tn að hefja sig
Ummæli
Ekki á móti öllu
„Ef það ætti að byggja þessa verksmiðju í dag væru
þeir náttúrlega á móti henni."
Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í
Silfri Egils á Skjá einum. Um greinaskrif Árna Steinars Jó-
hannssonar og Jóns Bjarnasonar, þingmanna VG, til stuön-
ings áframhaldandi rekstri
Sementsverksmiöjunnar á Akranesi.
Guðni trúður
„Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvernig Guðna
Ágústssyni er tekið í þessu samfélagi. [...] Hann er
bara gamaldags þjóðernissinnaður afturhaldsmaður -
og trúður."
Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í
Silfri Egils á Skjá einum. Um vinsældir Guöna Ágústssonar.
Maður með skoðanir
„Hann er nú aldrei með lokaðan munninn þegar
hann talar."
Ólafur Páll Gunnarsson á Rás 2. Um tónlistarmanninn Moby.
sandkorn@dv.is
upp yflr þessa galla sem hann segir einkenna
flestar „safaríkar" æviminningar. Davíð Odds-
son forsætisráðherra lýsti raunar svipaðri af-
stöðu og Matthías í DV-Magasíni í síðustu
viku; sagðist ekki ætla að gefa út æviminning-
ar og taldi að svoleiðis skrif stjórnmálamanna
ættu öll að heita „Sjálfsánægður segir frá". í
gamni mætti álykta sem svo, að skáldin
treystu sér ekki til að halda sér á jörðinni - en
í öllu falli er skaðinn mikill fyrir áhugamenn
um endurminningar og frásagnir aðalleikara í
hasar þjóðlífsins...
Sikileyjarförin dýrmœta
Sem kunnugt er bauð ítalska stórfyrirtækið Impreg-
ilo lægst í gerð stíflu og aðrennslisganga Kárahnjúka-
virkjunar. Svo vel vill til aö hópur starfsmanna Lands-
virkjunar fór í mikla ferð til Sikileyjar í fyrra og þykj-
ast eftir það færir í flestan sjó með ítólunum ...
Venjulega fólkið nasistar?
„Þetta er alveg sama
termínólógía og nasistarnir notuðu
á sínum tíma þegar þeir voru að sá
fræjum tortryggni í garð gyðinga."
Garöar Sverrisson, formaöur Öryrkja-
bandalags íslands, í Silfri Egils á Skja ein-
um. Um þaö sjónarmiö Hallgríms Helga-
sonar rithöfundar og fleiri, aö á meoan ör-
yrkjar og fleiri hópar eigi sér málsvara í
stjórnmálum vanti þar sárlega málsvara
„venjulegs fólks".
Skrýtin pólitík
„Emhverjum gæti nú þótt þetta skrýtin pólitík þar
sem það ætti að vera pólitískt kappsmál félagshyggju-
aflsins að byggja upp öfluga leikskóla í borginni sem
hægt er að treysta á, fremur en sjálfstæðismanna. Póli-
tíkin í borginni er því að nokkru leyti furðuleg þessa
dagana."
Gu&mundur Freyr Sveinsson á Maddömunni.is. Um boöaöar
sumarlokanir í leikskólum Reykjavíkurborgar.
í útlöndum hefur með ofangreindum
hætti verið kastað fyrir róða i þeim
eina tilgangi að slá pólitískar keilur
heima á íslandi.
Ekki Heimssýn til framdráttar
Stuðningsmenn Heimssýnar eru
flestir hverjir hið ágætasta fólk. Und-
irritaður trúir ekki öðru en því að
vilji þeirra standi til þess að talsmað-
ur samtakanna svari ofangreindum
málflutningi undirritaðs á annan
hátt en að ráðast grimulaust gegn
faglegum heiðri hans. Ekki frekar en
undirritaður trúir því, að það sé
Heimssýn til framdráttar að talsmað-
urinn bíti svo höfuðið af skömminni
með því að úthúða fjölmiðlum fyrir
að bera fram sjónarmið sem henta
samtökunum ekki nógu vel. Það hef-
ur aldrei þótt góð latína að þagga
niður í boðberum óþægilegra tíðinda
með því að reyna að gera þá sjálfa
tortryggilega. - Ekki frekar en það
hefur gefist vel gegnum tíðina að af-
höfða sendimenn.
Ummæli berast víöa
í sjónvarpsþætti um daginn benti
undirritaður á að ummæli á íslandi
berist víðar en landsfjórðunga í mill-
um. Hér á landi eru til að mynda
starfrækt sex sendiráð ESB-ríkja og í
verkahring þeirra er meðal annars
að greina frá þeim ummælum is-
lenskra valdhafa sem snerta alþjóða-
samstarf þjóðarinnar. Þessu sama
hlutverki gegna íslensk sendiráð á
erlendri gnmd.
Talsmaður Heimssýnar breytir
ekki þessari staðreynd frekar en öðr-
um með þvi að gera undirritaðan tor-
tryggilegan sem fræðimann í al-
þjóðamálum og fyrrverandi starfs-
mann sendiráðs ESB gagnvart ís-
landi. Sú starfsreynsla ætti nefnilega
einmitt að veita góða innsýn í starf-
semi ESB og nokkuð haldgóða þekk-
ingu á málefninu.
En Heimssýnarmenn geta svo sem
stungið höfðinu í sandinn að vild og
afbakað veruleikann og brenglað
eins mikið og lengi og þeim þykir
henta.
Nyja merkið hjá Eimskip
Guömundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Kiallari
Þegjandi og hljóðalaust
hafa þau tíðindi gerst í
íslensku menningar- og
viðskiptalífi að Eimskipa-
félagið hefur skipt um
merki.
Nýja merkið er stórt blátt E sem
bylgjast ofurlítið og er satt best að
segja svolítið eins og armar á kol-
krabba. Við hliðina á gamla merk-
inu er það hins vegar sérlega sviplít-
ið, eins og á skipafélagi sem langar
ekki að skera sig úr við höfnina,
heldur vera eins og hinir, þótt erfitt
sé reyndar að sjá að hið nýja merki
sé „táknrænt fyrir þann árangur,
samstarf og traust sem Eimskip
leggur áherslu á í öllum samskipt-
um", eins og það er orðað í greinar-
gerð sem fylgir merkinu.
Síöasta sérviskan
Með þessu nýja merki er síðasta
íslenska sérviskan horfin úr heimin-
um inn í víddina þar sem sjónvarps-
lausir fimmtudagar búa, bann við
bjór og bann við hundum í Reykja-
vik á meðan sauðfjárbúskapur þótti
hins vegar sjálfsagður inni í miðri
borginni ... Síðasta sérstaðan sem
sagði við útlendinga: okkur er sama
hvað ykkur fmnst, okkur finnst rétt-
ast að hafa þetta svona.
Eitt af því bíræfnasta var að sigla
um heimsins höf undir merkinu
sem útlendingar kenndu við
svastiku eða hakakross nasistanna
illræmdu. Þegar þeir útlensku furð-
uðu sig á slíkri bíræfni - sem hlýtur
að hafa verið oft - var þeim vinsam-
legast bent á að íslendingar hefðu
verið á undan nasistum, merkið
væri frá 1914 en meginmálið væri þó
að okkar merki sneri öfugt við nas-
istamerkið og hlyti þar með að hafa
allt aðra merkingu. Núverandi ráða-
menn hjá Eimskipafélaginu hafa
greinilega gefist upp við þessa sér-
stöðu. Ætli þeir séu Evrópusinnar?
Það er einhver ESB-fnykur af nýja
merkinu...
Úr því að maður er farinn að
skrifa minningargrein um þetta
merki er kannski allt í lagi að árétta
að merkið heitir Þórshamar og ætti
að réttu lagi að vera á ættarfána
okkar Thorsara - það er að segja ef
sá fáni væri til, og ef ættfaðirinn
hefði ekki álpast til að láta það af
hendi.
Þórshamarinn
Allt kemur þetta fram í Minning-
um Thors Jensen sem Valtýr Stef-
ánsson skráði og komu út árið 1955.
Þar segir Thor frá setu sinni í und-
irbúningsnefnd að stofnun Eim-
skipafélagsins sem var honum mik-
ið hjartans mál og er á honum að
skilja að sjálfur hafi hann mjög haft
frumkvæði í þessu máli. Hann
komst hins vegar ekki á stofnfund-
inn vegna þess að þá þurfti hann að
„Núverandi ráðamenn hjá
Eimskipafélaginu hafa
greinilega gefist upp við
þessa sérstöðu. Ætli þeir
séu Evrópusinnar? Það er
einhver ESB-fnykur af
nýja merkinu..."
vera úti í Kaupmannahöfn að semja
við bankasrjóra sem honum þóttu
býsna óbilgjarnir.
Thor skrifar: „Ég hafði litið á mig
sem íslending í þrjátíu ár. Kannske
fann ég það aldrei betur en nú, er ég
var í Höfn og litið var á mig þar sem
hinn eindregnasta andstæðing
gamla verzlunarólagsins, sem Danir
vildu halda í. En ég náði ekki kosn-
ingu i stjórn Eimskipafélagsins..."
Þarna virðist tvennt hafa valdið:
annars vegar upphaflegt ríkisfang
Thors - hann var með óðrum orðum
Dani. Og hins vegar Milljónafélagið
og erfiðleikar hans þar sem and-
stæðingar hans virðast hafa notað.
Thor Jensen þráði að „eiga því
láni að fagna að ná tiltrú þjóðarinn-
ar", eins og hann orðar það í bréfi
til konu sinnar og sárnaði að vera
ýtt burtu á lokastigum undirbún-
ings þessa hjartabarns síns sem
Eimskipafélagið var.
Ekki síst í ljósi þess - eins og
fram kemur í bókinni - að þegar
hann var að undirbúa stofnun
Kveldúlfs, sem átti eftir að verða
stórveldi i íslenskri útgerð, hugsaði
hann með sér, að félagið yrði að eiga
einkennismerki sem tengdist hon-
um og fjölskyldu hans. Þá datt hon-
um í hug Þórshamarinn sem bæði
tengdist nafni hans og nafni konu
hans, Margrétar Þorbjargar, og
hafði auk þess persónulegt gildi fyr-
ir hann úr bernsku. Þetta var svo
langt komið, að hann var búinn að
láta leggja merkið með gólfflísum í
anddyri Kveldúlfshússins. Þar sá
Samúel Eggertsson það og taldi það
þegar tilvalið fyrir Eimskipafélagið
og þegar Eggert Claessen bættist í
hópinn og bað um Þórshamarinn lét
Thor undan þessari þrábeiðni. Það
segir manni að Thor hefur vitaskuld
hugsað sér eitthvað meira en að
vera bara í stjórn Eimskipafélags-
ins. - En nú er merkið sem sagt
laust aftur...
Stefnt í óefni
Siguröur A.
Magnússon
rithöfundur
Sennilega er engin vest-
ræn þjóö jafnlrækilega
heilaþvegin og íslending-
ar, nema ef vera skyldi
bandarískur almenningur
undir ægishjálmi fáráðs
og stríðsóðs forseta. Þar
kann okkar gamla þræla-
blóð að segja til sín: við
létum kúga okkur í 600
ár án þess að æmta eða
skræmta.
Og enn lætur þorri landsmanna
að meðtöldum flestum fréttamönn-
um sem ekkert sé, þó við blasi að
stjórnvöldum og meirihluta Alþing-
is urðu á hrikaleg og afdrifarík mis-
tök þegar gagnagrunnslögin voru
samþykkt, og í kjölfar þeirra 200
milljarða króna ríkisábyrgð til Is-
lenskrar erfðagreiningar.
Fyrr á þessu ári veitti Alþingi
Tryggingastofnun ríkisins heimild
til að afia upplýsinga úr sjúkra-
skrám og nú heyrist annarsvegar
um frumvarp til lyfjagagnagrunna
og hinsvegar kröfu Tryggingastofn-
unar til upplýsinga um fjárhag
maka lífeyrisþega. í frumvarpinu
koma ekki fram neinar skýringar á
því, hversvegna persónugreinanleg-
ar upplýsingar um lyfjaávísanir
skuli geymdar lengur og með öðrum
hætti en nú er gert. Umsagnar
Mannverndar um frumvarpið var
ekki leitað, og má furðu gegna.
Hrærigrautur
Hrært er saman í einn graut
nauðsyn á að stemma stigu við mis-
notkun, löngun yflrvalda til að veita
betri þjónustu við „sjúkratryggða"
vegna endurgreiðslna og svo þörf yf-
irvalda til að „fá betri yfirsýn yfir
lyfjanotkun landsmanna". Sannar-
lega er ástæða til að taka undir þau
orð Persónuverndar um frumvarp
um aðgengi að sjúkraskrám, að hér
sé of langt seilst.
Á sama tíma og svipuð þróun á
sér stað í vestrænum löndum, er
verið að þróa siðareglur og laga-
bálka sem eiga að vernda einstak-
linginn fyrir ágangi og misnotkun.
Togstreitan milli þessara andstæðu
skauta, aukinnar og skertrar per-
sónuverndar, hefur reynst jafnvel
öflugustu aðilum torveld. Alþjóða-
læknafélagið, bandarísk stjórnvöld,
Evrópusambandið og Evrópuráðið
hafa haft forgöngu um að setja nýjar
reglur, en hafa ekki ævmlega undan
örri þróun í starfsaðferðum rann-
sakenda í kjölfar vísindaframfara.
Þannig koma nýju reglurnar
stundum of seint fram, en hafi þær
verið í gildi um langa hríð og tak-
marki athafnasemi iðnaðarins, eru
„Hér á landi er brýn þörf á strangari reglum um
starfsaðferðir rannsakenda. Hvorki fjölmiðlar né yfir-
völd hafa sýnt neinn vilja eða getu til að taka á
margvíslegum spillingarmálum sem komið hafa uppá
yfirborðið."
þær sagðar úreltar og kröfum um
breytingar óspart veifað. Þegar
Helsinki-yfirlýsing Alþjóðalæknafé-
lagsins var samþykkt fengu krófurn-
ar um að draga úr persónuvernd til
hagsbóta fyrir rannsakendur engan
hljómgrunn. í Bandaríkjunum voru
persónuverndarlög lengi í smíðum á
valdatíma Clintons, en voru nýlega
dregin til baka á síðustu stund
vegna andstöðu hagsmunahópa og
Bush forseta.
Brýn þörf á reglum
Hér á landi er brýn þörf á strang-
ari reglum um starfsaðferðir rann-
sakenda. Hvorki fjölmiðlar né yfir-
völd hafa sýnt neinn vilja eða getu
til að taka á margvíslegum spilling-
armálum sem komið hafa uppá yfir-
borðið. Samt er vissulega til bóta að
þau eru afhjúpuð með öðrum hætti.
í gögnum deCODE Genetics kom
þannig fram, að ráðuneytisstarfs-
maður, sem var ábyrgur fyrir samn-
ingnum um sérleyfið, átti mikið
magn hlutafjár í deCODE þegar hann
gerði samninginn við íslenska erfða-
greiningu. Kannski er ekki við öðru
að búast þegar fyrrum heilbrigðis-
ráðherra er farinn að starfa fyrir
sjóð sem íslensk erfðagreining stofn-
aði stuttu eftirað leyfið var veitt, og
aðstoðarmaður sama ráðherra er
lika starfsmaður fyrirtækisins! Sam-
starfslæknar hafa fengið greitt fyrir
sýni með hlutafé í deCODE, en upp-
lýsa ekki um þessa hagsmunaá-
rekstra, hvorki í vísindaritum né við
sjúklinga þegar leitað er eftir sam-
þykki þeirra fyrir þátttöku.
Prófessor í geðlækningum rekur
eigið fyrirtæki inná geðdeild Land-
spítalans sem selt hefur blóðsýni úr
sjúklingum geðdeildar til deCODE,
samkvæmt gögnum frá þeim sjálf-
um. Lýsingar sjúklinga á sýnatök-
um og samþykki eru ófagrar. Að
beiðni Geðhjálpar og Mannverndar
eru þessi mál nú í athugun hjá yflr-
völdum, og standa vonir til að
vinnubrögð batni og meiri virðing
verði framvegis borin fyrir sjálfs-
ákvörðunarrétti sjúklinga. Sömu-
Teiðis ætti að koma fram, hvort
þessi sýni hafi ratað í nýjan gagna-
grunn deCODE, sem nú er seldur að-
gangur að til Clinical Genome
Miner, sem samkvæmt lýsingunni
er bæði lífssýnasafn og gagnagrunn-
ur með heilsufarsupplýsingum.
Nú stefnir erfðarannsóknaiðnað-
urinn í að þróa aðferðir til að greina
þá sem næmir eru fyrir og þola til-
tekin lyf. Það skýrir samstarf og
samruna erfðarannsókna- og lyfja-
fyrirtækja. Eftir á aö koma í ljós,
hversu raunhæft það brölt er, en
haflð er yflr allan vafa að áhættan
er mikil og sennilega snöggtum
meiri en við hefðbundnar erfða-
rannsóknir.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32