Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 10. DESEMBER 2002
27
Sport
Enska rallíliðió Ford hefur ráðið
Finnann Mikko Hirvonen sem
ökumann á Ford Focus-bíl liðsins í
heimsmeistarakeppninni í rallí fyr-
ir næsta ár. Mikko er aðeins 22 ára
að aldri og þykir ákaflega efnilegur
ökumaður.
Norski leikmaöurinn Vidar
Riseth, sem leikið hefur með 1860
Munchen i þýsku úrvalsdeildinni,
er að öllum likindum á leið til Ros-
enborgar i Noregi. Félögin hafa
náð samkomulagi um að leikmað-
urinn færi sig til Noregs og samn-
ingur um leikmannaskiptin verður
að öllum líkindum undirritaður á
næstu dögum. Riseth kom til 1860
frá Celtic fyrir tveimur árum og er
með samning við liðið til 2005.
Hann er þó ekki inni í myndinni
hjá núverandi þjálfara liðsins.
Japanski leikmaöurinn Naohiro
Gakahara er nú til reynslu hjá
þýska úrvalsdeildarliðinu Ham-
borg. Hann er markahæstur leik-
manna í japönsku J-deildinni, en
hann gat ekki leikið með Japönum
á HM í sumar vegna sýkingar í
lungum.
Martin Keown, varnarmaður
Arsenal, hefur beðið Arsene Weng-
er afsökunar vegna atviks í leik
Arsenal og Man. Utd. Keown sló
þar Ruud Van Nistilrooy í jörðina,
en dómari leiksins kom ekki auga á
það. Enska knattspyrnusambandið
er með máliö til athugunar og lík-
legt er að Keown fái leikbann. Það
verður enn eitt leikbannið sem leik-
menn Arsenal fá á leiktíðinni, en
bæði Ashley Cole og Dennis Berg-
kamp eiga yfir höfði sér leikbönn
vegna hegðunar sinnar á knatt-
spyrnuvellinum.
Borussia Dortmund hefur bæst á
listann yfir lið sem eru á eftir
Miroslav Klose en hann leikur nú
með Kaiserslautern sem á í miklum
erfiðleikum og heyr harða baráttu á
botni þýsku úrvalsdeildarinnar.
Klose er með samning við liðið til
ársins 2005, en líklegt er að hann
muni fara frá félaginu. Auk Dort-
mund yUja Hertha Berlin, Bayern
Munchen og fleiri lið útan Þýska-
lands fá Klose 1 sínar raðir.
Bobby Robson, framkvæmdastjóri
Newcastle, segir að hann hafi neit-
að tilboði frá portugalska liöinu
Benfica þess efnis að hann tæki að
sér stjórnun liðsins. Robson segir
að Portúgalarnir hafi gefið sér
klukkustund til að gera upp hug
sinn, en hann hafi aðeins þurft
nokkrar mínútur til þess. Hánn seg-
ist vera I draumastarflnu sem fram-
kvæmdasrjóri Neweastle og að það
muni vérða sitt síðasta starf á ferl-
inum sem framkvæmdastjóri.
Dikembe Mutombo, leikmaður
New Jersey Nets i NBA-deildinni í
körfuknattleik, verður frá keppni í
allt að fjóra mánuði. Hann fór í að-
gerð vegna meiðsla á úlnlið en
hann sleit liðband í liðnum i leik
með New Jersey liðinu.
ítalska    fyrstudeildarfélagiö
Roma hefur óskað eftir því við
italska knattspyrnusambandið að
Pierluigi Collina dæmi ekki leiki
félagsins 1 framtíðinni. Forsvars-
menn' félagsins eru um þessar
mundir að safna saman gógnum til
að styðja mál sitt og eru meðal ann-
ars að setja saman myndband sem
þeir segja að muni sýna að tví-
mælalaust hallaði á lið Roma í
dómum Collinas.
Stephen Marbury, leikmaður
Phoenix, var kjörinn leikmaður
vikunnar í vesturdeild NBA-deild-
arinnar í körfuknattleik. Leikmað-
ur austurdeildarinnar var kjörinn
Allen Iverson, en hann leikur meö
Philadelfiu.
Knattspyrnusamband Suður-Am-
eriku hefur farið fram á það að álf-
an fái fimm sæti á næstu heims-
meistarakeppni i knattspyrnu, en
Suður-Amerika hefur nú fjögur
sæti, auk þess sem lið úr álfunni
þarf að leika aukaleik við lið frá
Eyjaálfu. I síðustu heimsmeistara-
keppni komust Uruguayar sem
fimmta lið eftir aukaleiki við Ástr-
ali.
Þaó eru fleiri að pressa á aukinn
sætafjölda á úrslitakeppni HM, en
Asía hefur sótt það stift aö fá fleiri
sæti í úrslitakeppninni, auk þess
sem Eyjaálfa hefur sótt það stíft að
fá sæti i keppninni án þess að þurfa
að leika aukaleik. Ekki verður séð
hvernig Sepp Blatter, forseti FIFA,
ætlar að snúa sig út úr þessu máli,
án þess að styggja einhvern.
-PS
Þeir Marc Overmars og Patrick Kluivert veröa í eldlínunni meö Barcelona í kvöld þegar þeir taka á móti Newcastle á
Nou Camp í Barcelona.
Fjórir leikir í Meistaradeild Evrópu í kvöld:
Jafnar Barcelona 10 ára
gamalt met AC Milan?
- Patrick Viera líklega ekki meö gegn Valencia
Með sigri á Newcastle í A-riðli
Meistaradeildarinnar í knattspyrnu
getur Barcelona jafnað 10 ára gam-
alt met AC Milan. Með sigrinum
hefur Barcelona unnið 10 leiki í röð,
en gamla metið setti AC Milan í
gömlu Evrópukeppni meistaraliða,
sem síðar breyttist í Meistaradeild
Evrópu.
Það var fyrsta árið sem keppnin
var leikin í formi deildarkeppni, en
ekki með útsláttarfyrirkomulagi. Þá
verða þeir aðeins einum leik frá
meti Ajax í öllum Evrópukeppnun-
um frá árinu 1988, en þá sigraði
Ajax í alls ellefu leikjum í röð.
Það er fátt sem bendir til annars
en þetta takist hjá leikmönnum
Barcelona þar sem þeir hljóta að
tefjast sigurstranglegri á heimavelli
sínum, Nou Camp, þrátt fyrir afleitt
gengi í spænsku deildinni. Luis En-
rique er enn frá vegna meiðsla, en
Newcastle er án þeirra Alans Shear-
er og Craig Bellamy.
í B-riðlinum fær Arsenal Val-
encia í heimsókn, en ensku meistar-
arnir voru þeir einu sem náðu
þremur stigum í fyrstu umferðinni í
riðlinum. Það eru hins vegar ekki
góðar fréttir fyrir Arsenal að ólík-
legt þykir að Patrick Viera verði
með í kvöld vegna meiðsla, en Dav-
id Seaman kemur hins vegar inn í
liðið að nýju. Ray Parlour tekur
sæti Viera ef til kemur.
Arsene Wenger útilokaði þó ekki
að Viera myndi leika, en sagði það
ekki líklegt. „Hann fékk spark á ut-
anverðan fótlegginn og í framhaldi
af því tognaöi hann á innanverðu
lærinu. Það er ekki gott að vera án
Viera og ég er viss um að Spán-
verjarnir verða fegnir því. Hins veg-
ar ef sá leikmaður sem kemur í
hans stað kemur til leiks með réttu
hugarfari verður þetta allt í lagi.
Parlour hefur ekki leikið marga
leiki, en hann er harður af sér,"
sagði Wenger.
Það eru fleiri breytingar á
Arsenal-liðinu í kvöld, Sol Campbell
kemur að nýju inn í liðið og þá er
talið að Dennis Bergkamp muni
leika við hlið Thierry Henry i sókn-
inni.
-PS
Sunderland og Man City mættust í ensku úrvalsdeildinni:
Góður sigur City
Þaö er ekki glæsilegt útlitið hjá
Sunderland en í gærkvöld tapaði lið-
ið sínum níunda leik í ensku úrvals-
deildinni og hefur ekki skorað mark
í fimm leikjum í röð.
Það voru leikmenn Manchester
City sem reyndust ofjarlar Sunder-
land i gærkvöld, en City sigraði 0-3 á
leikvangi ljóssins, heimavelli Sund-
erland. Gestirnir voru betri aðilinn
í leiknum allan tímann og hefði sig-
ur City getað orðið mun stærri, því
þeir fengu nokkur góð færi til að
skora fleiri mörk. Peter Schmeichel,
markvörður Man. City, varð þó að
taka á honum stóra sínum í eitt eða
tvö skipti I leiknum, en að öðru leyti
náðu afspymulélegir leikmenn Sund-
erland ekki að ógna sigri Man. City.
Vamarleikur Sunderland var í al-
gerum molum og áhangendur
heimaliðsins létu ekki bjóða sér
þessa frammistöðu og yfirgáfu völl-
inn löngu áður en leiknum lauk.
Ekki eru sjáanleg nein batamerki
á liði Sunderland eftir að Howard
Wilkinson tók við liðinu og spurning
hversu lengi hann verður við sljórn-
völinn þar á bæ. Það voru mörk frá
þeim Mark Vivian Foe, Sun Jhai og
Shaun Goater sem tryggðu sigurinn.
Man. City komst með sigrinum i
12. sæti deildarinnar með 23 stig, en
Sunderland er sem fyrr í því
næstneðsta með 14 stig.
-PS
*3 MEISTARADEIIDIN
A-riðiU
Úrslit í 1. umferð
Leverkusen-Barcelona........1-2
Newcastle-Inter Milan  .......1-4
Leikir kvöldsins
Barcelona-Newcastle............
Inter Milan-Leverkusen..........
Staðan
InterMilan  110  0  4-1   3
Barcelona   110  0  2-1   3
Leverkusen  10  0  11-2   0
Newcastle   10  0  11-4   0
B-riðill
Úrslit í 1. umferð
Roma-Arsenal..............1-3
Valencia-Ajax..............1-1
Leiklr kvöldsins
Ajax-Roma ...................
Arsenal-Valencia...............
Staðan
Arsenal    110  0  3-1   3
Valencia    10  10  1-1   1
Ajax      10  10  1-1   1
Roma      10  0  11-3   0
Arsenal spáir
í Wembley
Forsvarsmenn enska úrvalsdeild-
arliðsins Arsenal eru nú að skoða
möguleika á að kaupa sig inn í fyr- ^
irtækið sem hyggst byggja nýjan
Wembley og hætta viö áform um
byggingu nýs heimavallar félagsins.
Áætlaður kostnaður við Wembley
eru um 90 milljarðar króna, en áætl-
un vegna byggingar nýja vallarins
hjá Arsenal hljóðar upp á 35 millj-
arða íslenskra króna.
Það freistar Arsenal-manna að
nýr Wembley er talsvert stærri en
hinn nýi völlur Arsenal, en þeir eru
minnugir þess tíma þegar liðið lék
nokkra lelki i meistaradeildinni á
gamla Wembley, en hann tók þá um
73 þúsund áhorfendur.        -PS
Stóru liöin til  v
Bandaríkjanna
Barcelona, Manchester United og
Juventus halda öll til Bandaríkj-
anna næsta sumar og leika þar þrjá
leiki, en þetta er gert til að auka
hróður knattspyrnunnar þar í
landi.
Þetta er í raun samstarfsverkefni
Barcelona og atvinnumannadeildar-
innar í Bandaríkjunum og leikur
Barcelona þar þrjá leiki. Þeir tveir
fyrstu verða við Man. Utd og
Juventus, en eftir er að ákveða
hverjir þriðju mótherjar Barcelona
verða, en að öllum líkindum verður
það úrvalslið úr bandarísku deild-
inni.                     -PS   K
Hægur bati
hjá Patreki
Bati Patreks Jóhannessonar, sem
leikur með þýska handknattleikslið-
inu Essen, er hægur, en hann
meiddist á dögunum á hné og hefur
ekki verið með í þremur síðustu
leikjum liðsins. Patrekur æfði lítil-
lega með Essen i gær en næsti leik-
ur liðsins er í bikarkeppninni ann-
að kvöld og sagði Patrekur í samtali
við DV alls óvíst hvort hann léki
með.
„Meiðsli af þessu tagi taka sinn
tíma en læknar liðsins segja mér að
meiðslin séu ekki alvarleg. Ég er á
batavegi en þaö verður að koma í
ljós á morgun hvort ég er orðinn
leikhæfur," sagði Patrekur.         -t
Þess má geta að Essen hefur ekki
boöið Patreki nýjan samning en
hann vill helst að sín mál verði
kpmin á hreint fyrir áramótin.___|
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32