Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
ÞRIDJUDAGUR 10. DESEMBER 2002
Sport
Framleiðendurnir
afhuga Formúlu 1
Njáll
Gunnlaugsson
umsjónarmaður
DV-bíla
[<Xíí
Bílaframleiðendur llta á mótor-
sport sem mjög góða aðferð til að
byggja upp nafn merkis og til að
selja þeim sem hafa gaman af mót-
orsporti bíla. Efst á þessum lista
hefur Formúla 1 trónað með glæsi-
legum keppnum sínum frá Mónakó
til Malasíu.
Það dylst þó engum sem fylgist
eitthvað með mótorsporti að For-
múlan hefur dalað mikið að undan-
förnu. Himinhár kostnaður hefur
sett sum minni liðin á hausinn og
Ferrari er svo ósigrandi að margir
"^ hafa einfaldlega slökkt á sjónvarps-
tækjunum sínum.
Á meðan er heimsmeistara-
keppnin í ralli í mikilli uppsveiflu.
Áhangendur þeirrar keppni horfa
ekki bara á sjónvarpsútsendingar
heldur fara þeir mikið á keppnir
þar sem þeir geta horft á bíla, sem
líkjast mjög framleiðslubílum,
keppa við klukkuna.
Góöur árangur Peugeot
„Það var ódýrara fyrir okkur að
j- verða heimsmeistarar i ralli heldur
en að fá fáein stig í formúlunni og
það á þeim tima þegar við sköffuð-
um aðeins vélar," segir Corrado
Provera, framkvæmdastjóri mótor-
sportdeildar Peugeot.
„Við fengum einfaldlega lítið fyr-
ir okkar snúð í formúlunni." Peu-
geot yfirgaf formúluna árið 1999 til
að hefja aftur keppni í ralli. Síðan
þá hefur Peugeot hampað heims-
meistaratitlinum tyisvar með 206
bíl sínum.
Peugeot náði aldrei tilætluðum
árangri í Formúlu 1, þrátt fyrir 180
manna tæknilið og milljarða kostn-
að. Ralllið Peugeot hefur 160 tækni-
menn á sinum snærum. Mótor-
sportlið gefa aldrei upp kostnað
v sinn opinberlega en samkvæmt
áætlun frá Alþjóðlega mótorsport-
sambandinu, sem rekur WRC-
heimsmeistarakeppnina, eyða flest
rall-lið yfir fjórum miUjörðum
króna á ári.
Meiri kostnaöur í Formúlu 1
Árið 2002 tóku Ford, Citroén,
Hyundai, Skoda, Mitsubishi,
Subaru og Peugeot öll þátt í heims-
meistarakeppninni í ralli með
þremur bílum hver. Talið er að
heimsmeistaratitillinn hafi kostað
Peugeot um sex mUljarða króna,
segir einn höfuðandstæðingur Peu-
geot.
„Við vitum hverju við höfum eytt
x sjálfir og hvað þarf til að vinna."
Þótt þetta hljómi eins og mikið er
þetta samt mun ódýrara en þátttaka
í Formúlu 1. Samkvæmt tölum úr
innsta hring kostar keppnistímabil-
ið 10 milljarða fyrir Mercedes-Benz
og allt að 25 miUjarða fyrir Renault
og Ferrari.
Þótt ekki sé vitað um það með
vissu er áætlað að þriggja ára
kostnaður Toyota við að koma með
sinn eigin bíl í Formúlu 1 hafi
numið 35 milljörðum. Rallbílar likj-
ast mjög framleiðslubílum en eru
hátæknivæddar útgáfur þeirra með
yfir 300 hestafla vélum og fjórhjóla-
drifi.
Eftir hvert keppnistímabil selur
Peugeot keppnisbUa sína til einka-
aðUa fyrir um 43 mUljónir hvern.
RalUiðin hafa einnig styrktaraðUa
eins og formúluliðin þó að þeir
kosti ekki eins mUdu tU og í for-
múlunni.
Lélegur árangur Jagúar
„Við munum taka af krafti þátt í
Formúlu 1," sagði Shuhei Toyoda,
forstjóri Toyota í Evrópu, fyrr á
þessu ári. Toyota áætlar að ná um-
talsverðum árangri í sportinu strax
á næsta ári, öðru þátttökuári sínu í
formúlunni. Jafnvel framleiðendur
sem aðeins skaffa vélar tU formúlu-
liða eyða hátt í 10 miUjörðum á ári.
Aðeins þau sem eru tengd stóru lið-
unum, Ferrari, McLaren-Mercedes-
Benz og WUliams-BMW geta átt von
á því að vinna keppnir.
Þrátt fyrir mikinn kostnað og
stóra drauma hafa sum lið farið
flatt á þátttöku og er Jagúar-liðið
eitt besta dæmið um það. Á þessu
ári náði Jagúar aðeins sjöunda sæti
með átta stigum.
Algengustu sjónvarpsskotin af
liðinu voru af bUunum bUanna og
ökumönnum sem voru að klifra
upp úr rjúkandi bUum sínum. í sið-
asta mánuði rak Ford Niki Lauda
sem keppnisstjóra Jaguar Motor-
sports.
Sportleg ímynd formúlunnar
„Vandamálið við Formúlu 1 er
færsla ímyndarinnar og tækni for-
múlubUanna yfir á hefðbundna
framleiðslubUa," segir John JuUens
hjá BBDO ráðgjafafyrirtækinu i
Miinchen. „Auk þess er hún rosa-
lega dýr lfka." Framleiðendur sem
taka þátt í Formúlu 1 segja að þátt-
taka þar auki tUfinningu fólks fyrir
merkinu.
„Flestir framleiðendur, sem taka
þátt í Formúlu 1, eru þegar vel
þekktir svo að þeir eru aðeins að
bæta við ímynd sína," segir Jul-
lens. Þátttaka er skynsamleg fyrir
lið eins og Ferrari, BMW og
Mercedes-Benz vegna þess að þau
merki eru tengd við hraðskreiða og
sportlega bUa. Toyota á hinn bóg-
inn gæti grætt á þátttöku sinni en
þá verður liðið líka að standa sig,"
segir JuUens enn fremur.
Mikiö áhorf fyrirsjáanlegt
Sjónvarpsáhorf á Formulu 1 er
stjarnfræðUegt. Á þessu ári var
samansafnað áhorf á einhverja af
Formúlu 1 keppnunum 3 miUjarðar
áhorfenda. Það þarf aðeins eitt for-
múlulið tU að ná þessu áhorfi á
móti mörgum í fótbolta, sem
dæmi," segir JuUens einnig.
Um 500 mUljónir áhorfenda voru
á 14 heimsmeistarakeppnir í raUi
og á þessu ári jókst áhorf á fyrstu
fjórar keppnirnar um 12%. Einnig
jókst sýningartími á hverri keppni
um 43 mínútur.
„Við búumst við að sjónvarps-
áhorf aukist um 50% á næstu fimm
árum," segir Marc de Jong, stjórn-
andi hjá Alþjóðlega Mótorsportsam-
bandinu. „Á þessu ári sáum við
aukningu um 500% í Bandaríkjun-
um sem dæmi."
Talið er að um 10 milh'ónir áhorf-
enda hafi komið á keppnir í raUinu
á þessu ári. Alþjóðlega Mótorsport-
sambandið telur að 59% fuUorðinna
í heiminum viti af heimsmeistara-
keppninni í raUi. í sumum löndum
er hlutfahið hærra, 82% á Spáni og
70% í Bretlandi.
Minni lioin græöa líka
Peugeot 206 er mest seldi bUl í
Evrópu og er vinsælt hjá ungu fólki
sérstaklega. Síðan Peugeot hóf aftur
þátttöku hefur meðalaldur kaup-
enda 206 bUsins farið niður úr 43
ára í 37 ára.
Annað dæmi um góðan árangur
er Subaru, sem ekki er litið á sem
landbúnaðartæki lengur, heldur
sportbUamerki af fyrstu gráðu.
Skoda telur einnig að það hafi grætt
mikið á þátttöku sinni í raUinu á
síðustu árum.
„Þátttaka okkar hefur opnað fyr-
ir okkur markaði í nýjum löndum
eins og tU dæmis Argentínu," segir
Pavel Hortek, sölustjóri mótorsport-
deUdar Skoda Motorsport.
Skoda hefur takmarkað sig við
þátttöku sem kostar ekki meira en
2 mUljarða króna á ári sem er hið
lægsta af framleiðendum í keppn-
inni. Það hefur notast við Skoda
Oktavía sem er stærri og þyngri en
flestir keppinautarnir og árangur-
inn því ekki verið umtalsverður.
Það gæti þó breyst á næsta ári þeg-
ar það hefur þátttöku með Skoda
Fabia-smábUnum, bU úr sama
flokki og Peugeot 206.
Það litur því út fyrir að framleið-
endur ætli að nota raUið tU að
koma smábUum og minni fjöl-
skyldubílum á framfæri en talið er
að Ford taki þátt með Fiesta-smá-
bílnum árið 2004.
París-Dakar keppnin vinsæl
Mitsubishi er annað dæmi um
farsæla þátttöku í raUinu, hefur
unnið      heimsmeistaratitUinn
nokkrum sinnum og tekur þátt á
tvennum vígstöðvum en hefur
einnig tekið þátt í langferðaröUum
eins og París-Dakar með góðum ár-
angri.
Mitsubishi mun þó sitja hjá á
næsta ári en vegna mikU taps
vegna dýrra innkallana ætlar liðið
að taka sér stutt hlé en koma tvíeflt
tU leiks árið 2004 með nýjan bU. Það
hefur hannað nýja útgáfu af Pajero,
sem er nokkurs konar blanda sport-
bUs og jeppa, fyrir París-Dakar
keppnina.
Fleiri framleiðendur meö
Volkswagen mun hefja þátttöku i
París-Dakar á sama tíma með nýja
Touareg-jeppanum en hefur þróað
sérstaka útgáfu af honum er kaUast
Tarek. Talið er að BMW hefji líka
þátttöku árið 2004 með X5 og
Porsche er ekki ólíklegur þátttak-
andi heldur með nýja Porsche-
Cayenne jeppann en Porsche hefur
tvisvar unnið þessa margfrægu
keppni.
¦Byggt á grein úr Automotive
News
Mitsubishi hefur náö góöum árangri
í París-Dakar og fengifi mikia um-
fjöllun tyrir vikifi. Afirir framleifiend-
ur, eins og VW, BMW og hugsanlega
Porsche, ætla sér afi hefja þátttöku
áfiur en langt um lífiur.
Samanburöur á
þátttöku framleiö-
enda í WRC rallinu
og Formúlu 1
Heimsmeistarakeppnin í
ralli (WRC)
Kostnaöur liða:
2-6 miUjarðar króna árlega.
Sjónvarpsáhorf: ¦
500 mUljónir sjónvarpsáhorf-
enda á ári.
Þátttakendur:
Peugeot,
Mitsubishi,
Skoda,
Ford,
Hyundai,
Subaru,
Citroén.
Formúla 1
Kostnaður liða:
6-25 mUljarðar króna árlega.
Sjónvarpsáhorf:
3 mUljarðar sjónvarpsáhorf-
enda á ári.
Þátttakendur:
Ferrari,
Mercedes-Benz,
BMW,
Jagúar,
Renault,
Honda,
Toyota.
Peugeot getur vel vifi unafi eftir afi hafa fært sig úr Formúlu 1 í rallifi. Sífian
hefur Peugeot tvisvar unnifi heimsmeistaratitilinn og Peugeot 206 er mest
seldi billinn í Evrópu.
Ferrari eyfiir stjarnfræfiilegum upphæfium f Formúlu 1 og árangurinn er gófiur, jafnvel of gófiur. Á mefian tapar Fiat-
samsteypan, eigandi Ferrari-merkisins, og hefur þurft afi segja upp þúsundum starfsmanna.             Reuters
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32