Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 29 Sport Fjórir leikir í NBA-deildinni í fyrrinótt: Annar sigurleikur Lakers á 3 dögum LA Lakers vann sinn annan sigur á þremur dögum þegar liöið lagði Utah á heimavelli sínum, 110-101. Lakersliðið virðist nú óðum vera að komast í sitt fyrra form, eftir að Shaguille O’Neiíl hóf að leika aftur með því eftir meiðsli. Þeir Kobe Bryant og Shaquille O’Neill voru sem fyrr allt í öllu leik Lakers, en Shaq skoraði alls 32 stig í leiknum, auk þess sem hann tók ellefu fráköst. Kobe Bryant gerði enn fremur 25 stig og alls gaf hann 14 stoðsendingar. Lakers hafði yfirhöndina allan tímann og náði mest 20 stiga forskoti. Lakers er nú í fimmta sæti í Kyrrahafsriðli vest- urdeildar, en Utah í fjórða sæti mið- vesturriðils sömu deildar. Stórleikur Stephen Marbury kom ekki í veg fyrir tap Pheonix gegn Memphis, en alls gerði Marbury 35 stig í leiknum og gaf 7 stoðsendingar. Lokatölur urðu 102-94, Memphis í vil. Pau Gasol var atkvæðamestur í Memphisliðinu en hann gerði 21 stig og tók 17 fráköst. Þetta var aðeins þriðji sigur Memphis í vetur, en liðið situr á botni miðvesturriðUsins. Þetta var hins vegar níundi ósigur Phoenix, sem er í fjórða sæti í sama riðli. Portland sigraði Toronto með 104 stigum gegn 91 stigi Toronto. Bonzi WeUs var atkvæðamestur í liði Portland með 29 stig og þá gerði Ras- heed WaUace 20 stig og tók níu frá- köst, aUt varnarfráköst. Vince Carter var stigahæstur I liði Toronto með 25 stig og þá gerði Morris Peterson 22 stig. Portland er sem stendur í fjórða sæti KyrrahafsriðUsins og var þetta níundi sigur liðsins og annar sigurinn í röð. Þetta var hins vegar 13 ósigur- inn í röð hjá Toronto sem er í sjötta sæti miðdeUdar AusturdeUdarinnar. Sacramento, efsta lið Kyrrahafs- deUdarinnar, hélt áfram sigurgöngu sinni og vann sinn sjötta sigur í röð. Fórnarlömbin nú voru leikmenn San Antonio. Þeir Chris Webber og Jim Jackson gerðu báðir 23 stig fyrir Sacramento og þá tók Webber 13 frá- köst. Tim Duncan skoraði 16 stig fyr- ir San Antonio og tók 13 fráköst. Eins og fyrr sagði er Sacramento á toppi KyrrahafsdeUdarinnar en San Anton- io er i þriðja sæti miðvesturriðUsins með 12 sigra. -PS HBA-DEILDIN Úrslit í nótt Boston-Orlando..........114-109 Pierce 30, Walker 28 (9 frák.), Delk 20 - McGrady 31 (9 frák.), MUler 29 (8 frák.), HiU 20 (14 frák., 7 stoös.). Cleveland-Milwaukee . . .133-140 Davis 45, Ilgauskas 20, Parker 20 - Cassell 39 (10 frák.), Redd 35, Ailen 28. New Jersey-Phoenix ......106-93 Kidd 20, Jefferson 19, Rogers 18 - Stoudemire 19, Marbury 16, Johnson 16. New Orleans-LA CUppers . .90-94 Davis 33, Wesley 16, Mashbum 15 - Brand 29, Miller 18, Richardson 16. Denver-Minnesota............84-92 Howard 20 (7 frák.), Satterfield 15, Posey 9 - Hudson 22, Gamett 20 (13 frák., 8 stoðs.), Nesterovic 12. Kobe Bryant hjá LA Lakers og Paul Pierce hjá Boston Celtics voru valdir leikmenn vikunnar í Vestur- og Aust- urdeUdinni. Pierce var með 26,7 stig, 7,7 fráköst, 5,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali i þremur leikjum með Boston en Bryant var með 23,3 stig, 9,3 stoðsendingar, 7,0 frá- köst og 2,5 stolna bolta að meðáltali í fjórum leikjum með Lakers en þetta var í annað sinn í vetur sem Bryant hlaut þessa útnefningu. -ek/ÓÓJ Bergur Emilsson, nú fyrrum þjalfari Vaismanna í körfuboltanum. Valsmenn skipta um þjálfara í Intersportdeildinni í körfubolta: Bergur rekinn - Ágúst Björgvinsson tekur við og tveir nýir leikmenn eru á leiðinni Bergi Emilssyni, sem þjálfað hefur Val í Intersportdeildinni í körfuknatt- leik, var í gærkvöld sagt upp sem þjálfara liðsins og hefur stjórnað sín- um síðasta leik í vetur. Valur í mikilli fallhættu Valsmenn sitja á botni Intersport- deildarinnar með tvö stig ásamt Skallagrími og eru í mikilli fallhættu. Bergur var á sinu öðru ári með Valsliðið en hann stjórnaði Val í 1. deildinni síðasta vetur þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild. Stjórn körfuknattleiksdeildar Vals hefur ráðið eftirmann Bergs og mun Ágúst Sigurður Björgvinsson stýra liðinu það sem eftir er leiktíðar. Ágúst hefur þjálfað yngri flokka hjá Val síðustu ár og var m.a. aðstoðar- þjálfari Péturs Guðmundssonar þegar Valur og Fjölnir sendu sameiginlegt lið til keppni. 2 Evrópuleikmenn á leiðinni Ágúst var einnig aðstoðarþjálfari Brynjars Karls Sigurðssonar hjá ÍA veturinn 1999-2000. Þá er Ágúst starf- andi unglingalandsliðsþjálfari kvenna. Valsmenn ætla greinilega að blása til sóknar því þeir hafa samið við tvo erlenda leikmenn sem eiga að styrkja liðið eftir áramót. Því verða Vals- menn með þrjá erlenda leikmenn eftir áramót en fyrir er Bandaríkjamaður- inn Laverne Smith. Annar þeirra sem væntanlegir eru heitir Barnaby Craddock en hann er leikstjórnandi sem hefur leikið í Ir- landi í vetur með Tralee Tigers. Craddock er 185 cm á hæð og er á 32. aldursári. Hann er frá Kanada en er með enskt ríkisfang. Hann hefur leik- ið í Þýskalandi, Hollandi, Portúgal, Noregi og siðast Irlandi. Hann hefur skorað 12,8 stig í leik í írsku deildinni í vetur, gefið 6,3 stoðsendingar en tap- að 4,7 boltum. Hinn leikmaðurinn er framherji frá Júgóslavíu og er vitað minna um þann kappa eins og gengur og gerist um leikmenn frá Júgóslavíu. Næsti leikur Vals er á fimmtudag þegar Stólamir koma í heimsókn og verður.fyrsti leikur Ágústs við stjóm- völinn. -Ben Ágúst Siguröur Björgvinsson mun stýra Valsliðinu þaö sem eftir er leiktíðar en hann hefur þjálfaö yngri flokka hjá Val síö- ustu ár og var m.a. aðstoöar- þjálfari Péturs Guömundssonar þegar Valur og Fjölnir sendu sameiginlegt lið til keppni. Munið að slökkva á kertunum Jólin eru hátíð Ijóss og friðar. Slökkvum á öllum kertum í lok vinnudags. ó Rauði kross íslands -----------:.. — /^ySLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.