Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
Fréttir
J3V
Stríð trommuleikara „Kyrkja-Köttinn" við sýslumanninn á Ólafsfirði:
Hótaði sviptingu skemmt-
ana- og vínveitingaleyf is
- ef strákurinn spilaði á staðnum, segir veitingamaður í Glaumbæ
Bragi Óskarsson, meðlimur Wjóm-
sveitarinnar Kyrkja-Köttinn á Ólafs-
firöi, segir að sýslumaður hafi hótað
Jakobi Agnarssyni, veitingamanni í
Glaumbæ, að taka af honum skemmt-
analeyfið ef hann héldi ball með
hljómsveitinni annan í jólum. Jakob
staðfesti þetta í samtali við DV í gær.
„Hún hótaði því að svipta okkur
skemmtana- og vínveitingaleyfi ef
strákurinn spilaði á staðnum."
„Við höfum tvisvar spilað í
Böggveri á Dalvík án athugasemda
sýslumannsins á Akureyri. Annað var
upp á teningnum þegar við spiluðum
í Glaumbæ. Þá barst umsvifalaust
kæra til Jakobs varðandi Hauk Pál
um að hann væri ólöglega þar inni.
Það var hins vegar alrangt því að
bæði pabbi hans og mamma voru þá
inni á staðnum. Þegar lögreglan kom
sá hún hvers kyns var og var kæran
því felld niður," segir Bragi Óskars-
son.
Stangast á við álit lögmanns
„I framhaldinu fór Jakob til sýslu-
manns að athuga hvort ekki væri ör-
uggt að fjöllistahópurinn Kyrkja-Kött-
inn mætti spila annan i jólum. Ástríð-
ur sýslumaður svaraði þá bara með
hreinu neii. Hún sagðist vera búin að
ráðfæra sig við sýslumann á Akureyri
og Barnaverndarstofu og vitnaði svo í
lög um aðbúnað, hollustuhætti og ör-
yggi á vinnustöðum. Samkvæmt því
mætti Haukur ekki vinna á tímabil-
inu milli 22 og 6 að morgni þar sem
Láttu okkur
yfirfara
videótækið
tímanlega fyrir
Einholti 2 osími 552 3150
Panasonic
LIÐ-AKTÍN
Góð fæðubót fyrir þá sem
eru með mikið álag á liðum
„Kyrkja-Köttinn" á Olafsfiröi
Hljómsveitin Kyrkja-Köttinn fær ekki að spila á árshátíö vélsleðamanna á
Ólafsfíröi þar sem trommarinn, Haukur Pálsson, hefur ekki aldur til aö spila,
samkvæmt áliti sýslumanns. Á myndinni eru Bragi Óskarsson, sem spilar á
gítar, Gísli Rúnar Gylfason, söngvari, Haukur Pálsson trommuleikari og Hjór-
leifur Hjörleifsson gítarleikari. Á myndina vantar Ragnar Ingason bassaleikara
og Guölaug Ingason hljómborösleikara.
hann er ekki orðinn 18 ára. Það stend-
ur hins vegar skýrt 1 lögunum að frá
þessu megi víkja, m.a. þegar um er að
ræða menningarmál og listir.
Þá fór ég sjálfur og talaði við sýslu-
manninn á Akureyri daginn eftir.
Hann kannaðist ekkert við að hafa
ráðfært sig við Ástríði. Kom þá í ljós
að hún hafði ráðfært sig við sýslufull-
trúa þótt hún segði mér annað. Þá
fengum við álit Þorsteins Hjaltasonar
lögfræðings. Hann komst að þeirri
niðurstöðu að bannákvæði vinnu-
verndarlaga, sem sýslumaður vísaði
til, ætti ekki við í þessu tilfelli. (Lög-
fræðingurinn, Þorsteinn Hjaltason á
Akureyri, staðfesti þetta í samtali við
DV í gær.) Með álit lögfræðingsins í
höndum töldum við okkur vera i góð-
um málum en sýslumaður var ekki
tilbúinn að kyngja því. Hún neitaði að
lesa bréf lögfræðingsins og bakkaði
ekki heldur þótt ég segðist hafa verið
búin að fá álit Barnaverndarstofu sem
sagði ekkert hægt að setja út að Hauk-
ur spilaði ef foreldrar hans leyfðu
það."
Sýslumaöur sagðist í gær ekki
hafa séð þetta álit enda skipti það
ekki máli þar sem þetta sneri að
skemmtistaðnum en ekki umrædd-
um dreng.
Önnur lög á Ólafsfiröi?
Móðir Hauks trommuleikara,
Þórhildur Þorsteinsdóttir, sagðist
hafa farið i gær á fund sýslumanns
vegna málsins. Sýslumaður hefði
þar gefið greinargóð svör og lýst
sínum sjónarmiðum. „Hún sagði að
lögin væru svona og hún gæti ekki
gefið undanþágu frá þeim. Ég sagði
henni að mér fyndist skrýtið ef ann-
aö gilti t.d. í Reykjavík en á Ólafs-
firði. Þá sagði hún að erfiðara gæti
verið að fylgja slíkum málum eftir í
Reykjavík og við það yrðum við að
búa."
Þórhildur segir að þar sem Hauk-
ur sé búinn að læra á trommur styðji
hún og faðir hans viðleitni stráksins
við að þjálfa sig í trommuleik. Það sé
þvi hart ef hann fái ekki tækifæri til
þess á Ólafsfirði. Hún sagðist samt
telja þau mjög ábyrga foreldra og
aldrei hefði hvarflað að þeim að vísa
honum til þeirrar iðju inn á vínveit-
ingastaði án þeirra fylgdar.   -HKr.
DV-MYND SJO
Austuriensk sveifla
Um 120 manna kínversk sendinefnd er komin til íslands til að kynna menningu sína og framleiðslu, þar á meðal
vefnað og klæöi. Hér sjást tvær kínverskar meyjar stíga dansinn i Borgarleikhúsinu ígær.
Ein helsta orsökin fyrir launamisrétti kynjanna:
Kynskiptur vinnumarkaður
- segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður
ÍJhei
ttúrulega
ilsuhúsið
Skól»vóröuitíg. Krlnfjlunnl 4 Smírttorgl
„Ein helsta orsökin fyrir þessu
launamisrétti er þessi kynskipti vinnu-
markaður," sagði Lára Júlíusdóttir hrl.
um niðurstöður nýrrar könnunar ESB
á launum kynjanna. Niðurstöður
sýndu, að launamunur karla og kvenna
hér á landi er með því mesta sem þekk-
ist og er allt að 39 prósent í tilteknum
starfsstéttum í opinberum störfum
miðað við greitt tímakaup. Á almenn-
um vinnumarkaði hafa íslenskir karlar
allt að 27 prósent hærri laun en konur,
en 16-27 prósent í öðrum löndum. Um
er að ræða heildartölur, sem sýna ekki
óútskýrðan launamun kynja, þar sem
tekið hefur verið tillit til ýmissa áhrifa-
þátta.
Lára sagði að á vinnumarkaði hér
væru mjög stórar stéttir kvenna og
mjög stórar stéttir karla. Því héldist
launamunurinn á nokkurn veginn
sama bili og erfitt væri að taka á hon-
um. Þar sem hægt væri að taka á slík-
um málum væri við aðstæður þar sem
tveir einstaklingar ynnu hlið við hlið i
sömu eða mjög líkum störfum, hjá
sama vinnuveitanda, og samanburður-
inn yrði mjög augljós. Dómsmál vegna
jafnréttis í launamálum væru því ekki
mörg í gegnum tíðina.
„Það fer engin kona í jafnréttismál
sem er enn í sinni vinnu og ætlar að
halda áfram að vera í henni," sagði
Lára. „Þótt vernd sé í jafnréttislögum
gegn því að konu sem leitar réttar síns
sé vikið úr starfl er það samt sem áður
svo að fari hún að gagnrýna vinnuveit-
andann og draga í efa það réttlæti sem
hún býr við þá er hún að ógna stöðu
sinni."
Lára sagði enn fremur að það ætti að
vera auðveldara fyrir konur i opinber-
um störfum að leita réttar síns heldur
en væru þær á almennum vinnumark-
aði. Á þeim vettvangi hlyti skýringin á
launamuninum að ligga í kynbundnum
vinnumarkaði og þeim duldu áhrifum
sem hann hefði á laun. Mætti sem
dæmi nefna fjölmennar stéttir háskóla-
menntaðra karla, s.s. verkfræðinga,
þar sem laun væru mjög há. Hins veg-
ar væru kvennastéttir, eins og til dæm-
is ljósmæður sem hefðu mikla mennt-
un, en hefðu ekki laun í líkingu við
það. Loks mætti nefna launaleynd á
vinnustöðum sem gerði samanburð á
launum óframkvæmanlegan.    -JSS
Elín ráðin frétta-
stjóri Sjónvarps
Markús Örn
Antonsson út-
varpsstjóri hefur
ráðið Elínu Hirst
fréttastjóra Sjón-
varpsins.      Á
þriðjudag mælti
útvarpsráð með
ráðningu Sigríðar
Árnadóttur, vara-
fréttastjóra Út-
Elín Hirst.    varpsins, í stöðu
fréttastjóra.
Sigriður Árnadóttir hlaut 4 at-
kvæði fulltrúa Samfylkingarinnar,
VG og FramsóknarQokks en Elin
Hirst nlaut 3 atkvæði Sjálfstæðis-
flokksins auk þess að hafa á bak við
sig stuðning Boga Ágústssonar, for-
stöðumanns fréttasviðs Ríkisút-
varpsins, sem taldi reynslu hennar
og hæfni í starfi gera hana að hæf-
asta umsækjandanum.
Fleiri bioja um mat
Mæðrastyrksnefnd leitar eftir
auknum stuðningi fyrirtækja, starfs-
mannafélaga og einstaklinga en
óvenjumargar umsóknir um stuðning
liggja nú fyrir hjá nefndinni.
Á síðasta ári úthlutaði nefndin
styrkjum að verðmæti rúmlega 1,4
miUjónir króna, en rekstrarkostnað-
ur var einungis rúm 22 þúsund krón-
ur. Úthlutað var til 83 heimila með
143 börn og unglinga. Meðalstyrkur
var rúmar 17 þúsund krónur á heim-
ili.
Innflutningur minnkar
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri
Seðlabanka íslands var 2,6 millj-
arða króna afgangur á viðskipta-
jöfnuði við útlönd á fyrstu níu mán-
uðum ársins samanborið við 36
milljarða króna halla á sama tíma i
fyrra.
Miðað við fast gengi batnaði við-
skiptajöfnuðurinn um rúmlega 38
milljarða króna frá fyrra ári. Á
þriðja ársfjórðungi var afgangurinn
4,1 milljarður króna samanborið
við 6,7 milljarða króna halla á sama
fjórðungi í fyrra.
Léleg síldveiöi
Samkvæmt
upplýsingum
Samtaka fisk-
vinnslustöðva
hefur mestur
síldarafli borist
til Síldarvinnsl-
unnar á Nes-
kaupstað eða rétt
10.000 tonn. Næst
kemur Skinney-Þinganes á Horna-
firði með um 9.900 tonn. Hornfirsku
bátarnir Steinunn SF og Jóna Eð-
valds SF hafa hætt síldveiðum og
síldarleit og eru fáir bátar norð-
austur af landinu við síldveiðar en
þar er helst von til þess að síldin
gefi sig. Alls er búið að veiða 56.000
tonn af 130.000 tonna kvóta og því
óveidd enn um 74.000 tonn.
Skrýtin skáldaveisla
Hin árlega
Stjörnumessa í
Grafarvogi verður
haldin á morgun
en hún er að því
leyti óvenjuleg að
hún fer fram á
bílaverkstæði
Bílastjörnunnar
við Gylfafiöt.
Fjöldi listamanna
kemur fram á
messunni með Grafarvogsskáldin í
broddi fylkingar, þ.á m. Ara Trausta
Guðmundsson, Einár Má Guðmunds-
son, Kristínu Marju Baldursdóttur,
Sigmund Erni Rúnarsson og Sigur-
björgu Þrastardóttur. Auk þess munu
Einar Kárason og KK troða upp
ásamt Stebba og Eyfa.
Kynnir verður séra Vigfús Þór
Árnason, prestur í Grafarvogskirkju.
Samkomunni lýkur með glæsilegri
flugeldasýningu á vegum Flugeldaæv-
intýrisins.          GG/HKr/-aþ
Einar Má
Guðmundsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32