Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
13
JOV
Innkaup
Metþátttaka í piparkökuhúsaleik Kötlu:
Fimmtíu hús af öllum
stærðum og gerðum
Metþátttaka var í piparkökuhúsa-
leik Kötlu en 50 manns sendu inn hús
í leikinn. Þátttökufrestur rann út á
mánudagskvöld og var fólk að koma
með húsin sín fram á síðustu stundu.
Af þessum 50 húsum eru 37 barna-
hús og 13 eftir fullorðna. Þar á meðal
eru hús sem varla verður lýst öðru-
vísi en með orðum eins og meistara-
verk. Enda munu sum húsanna hafa
verið í allt að mánuð í byggingu.
Húsin eru sýnd í Kringlunni til 15.
desember. Verðlaunaafhending fer
fram í Kringlunni kl. 16.30 á föstudag.
Piparkökuhúsaleikur Kötlu hefur
verið fastur punktur i jólaundirbún-
ingi margra fjölskyldna undanfarin
ár. Sömu fjölskyldurnar hafa tekið
þátt í leiknum ár eftir ár og hafa sum-
ir þátttakendur jafnvel unnið oftar en
einu sinni. Síðan hafa nýir keppendur
bæst við á hverju ári.
Verðlaun í piparkökuhúsaleiknum
eru vegleg sem aldrei fyrr en verðlaun
eru veitt fyrir 3 fallegustu húsin.
Einnig verður besta barnahúsið verð-
launað sérstaklega. Fyrstu verðlaun
eru vöruúttektir frá Epal og Dún og
fiðri, samtals að verðmæti 400.000
krónur. Önnur verðlaun eru 70.000
króna gjafabréf frá Bræðrunum
Ormsson og þriðju verðlaun 30.000
króna vöruúttekt á sama stað.
Fyrir besta barnahúsið er veitt
leikjatölva frá Nintendo ásamt gjafa-
bréfi upp á 15.000 krónur frá Bræðr-
unum Ormsson.             -hlh
KÓKOSMJÖL
MÖNDLUR
Hnetur
alltsem þarfí baksturinn!
Láttu okkur
yfirfara
upptökuvélina
tímanlega fyrir jól
DVMYND GVA
Meistaraverk úr piparkökudeigi
Stórkostleg sýning á 50 piparkökuhúsum aföllum stæröum oggerðum stenduryfir í Kringlunni til 15. desember.
^^ ^ Radioverkstæðið
Savm**
Einholti 2 • sfmi 552 3150
Panasonic
Jóhannes Gunnarsson um hækkanir brunatrygginga:
Staða tryggingafélaganna
gefur ekki tilefni til hækkana
„Ekki verður annað séð en að fé-
lögin skili verulegum hagnaði á
þessu ári og hafi styrkt fjárhagslega
stöðu sína til muna frá árinu áður.
Slík heildarstaða stóru íslensku vá-
tryggingafélaganna gefur ekkert til-
efni til þess að þau láti neytendur
bera aukin útgjöld af vátryggingaið-
gjöldum á nýju ári.
Á grundvelli þessa krefjast Neyt-
endasamtökin þess að tryggingafé-
lögin endurskoði fyrri ákvörðun
sína um hækkun á brunatrygging-
um," segir Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytendasamtakanna, í
nýrri grein á vefsíðu samtakanna.
Hann bendir á að þessi atvinnu-
grein starfi á fákeppnismarkaði sem
gefi henni enn meira svigrúm en
ella til að verðleggja þjónustu sína.
Nú þegar hafi tvö stór tryggingafé-
lög boðað stórhækkuð iðgjöld
brunatrygginga og þriðja félagið
ihugi umtalsverðar hækkanir. Geri
félögin þetta með vísan til afkomu í
vátryggingarekstri á árinu 2002.
Jóhannes
Gunnarsson.
„Þegar betur er
að gáð skila stóru
vátryggingafélög-
in þrjú ekki ýkja
minni hagnaði á
fyrstu níu mánuð-
um ársins heldur
en á sömu mánuð-
um í fyrra, eða
tæpum milljarði
nú miðað við rúm-
an milljarð i fyrra
og munar þar aðeins 16%. Þessi hagn-
aðarminnkun er þar að auki ekki
raunveruleg heldur skýrist að fullu
með breyttum reikningsskilareglum
tryggingafélaga. Staða félaganna hef-
ur greinilega styrkst á fyrstu níu
mánuðum ársins 2002. Það sést, auk
hagnaðarins, á stækkun bótasjóða fé-
laganna. Þessir sjóðir nema nú um 50
milljörðum króna og jukust um 5
milljarða, eða 11%, á fyrstu níu mán-
uðum ársins," segir Jóhannes.
Hann bætir við að félögin tilgreini
tap á eignatryggingum sem ástæðu
hækkananna. Afkoma í þessari trygg-
ingagrein sé hins vegar mjög mismun-
andi á mnli félaganna og afkoman gefi
því varla tilefni til almennrar hækk-
unar eignatryggingaiðgjalda.
„Ef slæm afkoma í eignatrygging-
um um þessar mundir gefur tilefni til
svo stórfelldra hækkana iðgjalda sem
boðaöar hafa verið, má með sömu rök-
semdum spyrja hvort góð afkoma í
öðrum tryggingum, t.d. í bifreiða-
tryggingum, gefi ekki tilefhi til stór-
lækkana á iðgjöldum í þeim greinum.
Á þessu ári er útlit fyrir mörg hundr-
uð milljóna króna hagnað af rekstri
bifreiðatrygginga samkvæmt upplýs-
ingum félaganna sjálfra," segir Jó-
hannes og krefst þess að vátrygginga-
félögin geri mun nákvæmari grein
fyrir forsendum iðgjaldahækkana
eignatrygginga en þau hafa þegar
gert. Spyr hann að auki hvort bruna-
tjón á atvinnuhúsnæði geti gefið til-
efni til hækkana brunatrygginga íbúð-
arhúsnæðis.
-hih
Heitasta búðin
íbœnum!
100% mesta vöruúrval áferm, alltfrá
magadansbúningum til ektapelsa.
Oðruvísi Ijðs, styttur, myndir, rúmteppi,
dúkar, púðar.
Jólagjöfin iár!
Sigurstjarnan
í bláu húsi við Fákafen, sími 588 4545.
Einnig opið um helgar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32