Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
Skoðun
¦j-yyr
Spurning dagsins
Hvert er uppáhalds-
jólalagið þitt?
Hjalti Magnússon neml:
White Christmas.
Benedikt Jóhannesson nemi:
Hawaian Christmas úr myndinni
Christmas Vacation.
Stefán Stefánsson neiiii:
Ég á ekkert uppáhaldsjólalag.
Herberg Birgisson nemi:
The Night Santa Went Crasy.
Svavar Jón Bjarnason nemi:
Snjókorn falla.
Kári Kolbeinsson nemi:
White Christmas.
Alþingi - gildi kosningaréttar
Albert Jensen
skrífar:
Kosningaréttur
er vörn alþýðunn-
ar, tákn hinna
frjálsu og því tæki
til betra lífs. í
þeim tilfellum sem
fólk umgengst
þann rétt sinn í
hugunarleysi, og
þá væntanlega án
hugmyndar um
vægi hans, er hann lltils virði.
Erfitt er að sjá við áróðri sem flokk-
arnir beita þegar verið er að laða til
sín þá sem þeir vinna gegn.
Dæmi um þingmenn með ólíkar
lífsskoðanir eru Pétur Blöndal og
Steingrímur Sigfússon en málflutn-
ingur þeirra gæti sýnt viðkomandi
flokka í hnotskurn. Annar mælir
fyrir misrétti og auðsöfnun umfram
þörf en hinn fyrir jafnrétti og eðli-
legri hófsemi.
Greinilegt er að vinnusemi þing-
manna er einstaklingsbundin og fer
ekki eftir pólitík. Margir þingmenn
virðast sofa í þessi fjögur ár, enda
er ótrúlega margt öfugsnúið og
ranglátt sem að almenningi snýr og
rekja má til Alþingis. Til dæmis
skattleysismörk sem viðhalda fá-
tækt og sú staðreynd að þvi lægri
laun sem fólk hefur því meira borg-
ar það hlutfallslega í skatta og er
fleira því líkt. - Það er mikið að á
Alþingi okkar íslendinga að svo
óheyrilegt ranglæti skuli koma það-
an.
Manndómur er fágætur, sá er
þarf til fylgis eigin skoðana og að
bjóða flokksvaldi birginn. Eigi ein-
hver þingmaður kaup sitt skilið þá
er það Jóhanna Sigurðardóttir
vegna ósérhlífni hennar og baráttu
gegn ranglæti stjórnvalda og spill-
ingu. Stöðug barátta hennar fyrir
sanngjörnu þjóðfélagi hefur farið
fyrir brjóstið á orðljótum andstæð-
ingum hennar sem æ oftar verða
sér til skammar vegna skapvonsku
og tómleika.
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaöur.
Stóöug barátta hennar fyrir sanngjörnu þjóöfélagi fer fyrir brjóstiö á oröljót-
um andstæöingum hennar, segir m.a. í bréfinu.
„Stjórnmál eru svo viðsjár-
verð að swnir í hjólastól-
um; öryrkjar og láglauna-
fólk kýs flokka sem vinna
gegn hagsmunum þess.
Fólkið virðist ekki skilja að
rétturinn til að kjósa er
nær eina vopnið sem það
hefur sér til varnar gegn
ranglátum valdhöfum."
Fyrir marga er pólitíkin trúmál,
áhrif forfeðra, lítið um rökrétta
hugsun og fjöldi fólks lætur rétt
sinn reka á reiðanum og leyfir jafh-
vel öðrum að vasast með hann.
Stjórnmál eru svo viðsjárverð að
sumir í hjólastólum; öryrkjar og
láglaunafólk kýs flokka sem vinna
gegn hagsmunum þess. Fólkið virð-
ist ekki skilja að rétturinn til að
kjósa er nær eina vopnið sem það
hefur sér til varnar gegn ranglátum
valdhöfum. Úr áróðri stjórnvalda
fyrir mismunandi málum verða
menn að vinna sjálfir og þá vandast
mál þeirra sem ekki nenna að
hugsa.
Mörgum finnast stjórnmál leiðin-
leg og því tekst flokkum að gera ein-
faldleikann flókinn fyrir einfeldn
inga. Verra en engu hefur sá hópur
skilað öldruðum sem stofnaði deild
innan Sjálfstæðisflokksins. - Aldr-
aðir eiga að stofna eigin flokk með
öryrkjum og víkka svo út starfsem-
ina með láglaunafólkinu.
Ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar
Hafsteinn Jónsson
skrífar:
Það er ekki tíundað eða blásið upp
ósamkomulagið milli stjórnmála-
flokkanna og formanna þeirra þegar
þeir samþykktu samhljóða hækkun á
framlögum til flokkanna. Enda var
um það enginn ágreiningur og þá
voru allir vinir! - Hvernig á fólk nú
svo að taka við öðrum í umræðum á
Alþingi - þegar þeir sviðsetja deilur
og karp sín 1 milli út af smámunum?
Jafnvel tíðar ferðir þingmanna
Vinstri grænna í pontu til að láta lita
svo út að þeir styðji sérstaka aðstoð
til handa Sementsverksmiðju rikis-
ins verða hlægilegar þegar þeir vita
fyrirfram að þessi rikisverksmiðja
„Fœrri þingmenn, minni
kostnaður, meira rými í
þinghúsinu, o.s.frv. En
þjóðin lifir sig inn í grínið.
Þess vegna áttar hún sig
ekki á sjálftöku þingmann-
anna á fé til stjórnmála-
flokkanna."
verður látin rúlla burt af Skaganum.
Þetta veit þingheimur ofurvel, en líta
verður svo út, að a.m.k. þingmaður
úr kjördæminu styðji ríkisstyrkinn.
Og svona er þetta bara; þingmenn
koma sér upp málefnum til að deila
um, en engin meining í neinu af tuð-
inu, þótt umræður velti svona dag
frá degi. Flokkarnir verða að hafa
eitthvað til að skreyta sig með, og
þeir verða að merkja sér málefni, til
að ná til kjósenda sinna, væntan-
legra.
Auðvitað eru stjórnmálaflokkarnir
alltof margir, hæfilega margir væru
tveir, og það væri þjóðhagslega lang-
hagkvæmast. Færri þingmenn,
minni kostnaður, meira rými í þing-
húsinu, o.s.frv. En þjóðin lifir sig inn
í grínið. Þess vegna áttar hún sig
ekki á sjálftöku þingmannanna á fé
til stjórnmálaflokkanna. - Hvilíkur
endemis skrípaleikur.
Reyktir hrafnistumenn
Kata gamla, kerlingarskassið í Hafmu,
sem Herdis Þorvaldsdóttir lék svo dá-
samlega, saknaði einskis í lífinu utan
þess eins aö hafa ekki byrjað að reykja
fyrr. Um leið og hún lýsti þessu yfir sog-
aði hún í sig reykinn og púaði honum
yfir barnabarn sitt. Það yndislega skass
kom Garra í hug í gær þegar hann las í
blaði sínu að gamlingjar á Hrafnistu í
Reykjavík kvörtuðu sáran yfir reykinga-
aðstöðu sinni. íbúar hjúkrunardeildar-
innar, sem enn hafa getu til reykinga,
verða að una því að sjúga í sig reykinn í
gluggalausri kytru, óloftræstri. Þar er
því fátt hægt að gera nema soga sinn eig-
in reyk, og annarra til viðbótar. Þaðan
koma menn reyktir, jafnt að utan sem
innan.
Allt önnur Ella
Það má hugsa sér að amast við því að ung-
dómurinn reyki. Hvað vistmenn á elliheimili
gera er hins vegar allt önnur Ella. Þeir sem hafa
skilað sínu dagsverki og eru á síðustu metrun-
um, ef svo má segja, eiga auðvitað að djamma og
djúsa meðan öndin er enn í kroppnum. Þar eiga
að vera barir og reyksalir á hverju horni, gamla
fólkinu til dægrastyttingar. Á þá unaðsstaði geta
gamlir sjóarar og verkamenn af vinakri drottins,
og tiltækar konur, komið saman, kveikt sér í
vindli, pípu eða sígarettu eftir atvikum, sagt af
sér frægðarsögur eða hlustað á slíkar yfir kon-
íaks- eða sérríglasi. Þeir sem hafa vanið sig á
annars konar brúkun tóbaks geta tekið í
nefið þótt það sé að sönnu ekki eins
smart.
Þannig á dagur gamla fólksins að líða.
Óskastaðan er að það hendi frá sér göngu-
grindunum og lifi í léttu daðri og djammi.
Þess í stað er söfnuðurinn píndur inn í
gluggalausa og óyndislega skonsu þaðan
sem það staulast blátt í framan af reyk-
eitrun og súrefnisskorti.
Fagurt ævikvöld
Við svo búið má ekki standa. Það er
sama hvort það er Hrafnista eða önnur
ellihús. Inn með stuðið, barina og vel loft-
ræsta reyksali með leðursófum og fíniríi.
Burt með óhrjálegu, daunillu kompurnar,
boðin og bönnin. Fyrir hverjum eru púrit-
anarnir svo sem að hafa vit? Varla eiga
viðvaranir landlæknis við þá áttræðu eða níræðu
sem eru löngu búnir að koma upp börnum, barna-
börnum og barnabarnabörnum.
Búum öldruðum fagurt ævikvöld. Leyfum þeim
að reykja í friði.
HÚSASMIÐIAN
Húsasmiöjan og BYKO
Samkeppnin um vöruval og pekkingu.
Húsasmiðjusalan
Gunnar Kristjánsson skrifar:
Sala Húsasmiðjunnar er orðin að
stórmáli. Það gengur á með sögum
um rangfærslur og misskiling á
rangfærslur og misskilning ofan frá
báðum aðilum í málinu, núverandi
eigendum Húsasmiðjunnar og
fyrrv. forstjóra hennar. Þetta er sér-
lega slæmt mál fyrir Húsasmiðjuna
að mínu mati. Ég hef unnið talsvert
i viðgerðum ýmiss konar og hef
keypt efhi á báðum stöðum, í Húsa:
smiðjunni og í BYKO, en ég fmn
mun á því hve BYKO stendur sig
betur í vöruúrvali og þekkingu en
Húsasmiðjan, á þessu sviði. Vestur í
bæ, þar sem ég versla er t.d. munur-
inn áberandi, með mun stærri þjón-
ustukjarna BYKO. Húsasmiðjan
þurfti sannarlega á annars konar
sviðsljósi að halda nú en því sem
hnútukast og deilur stjórnenda
hennar við fyrrverandi forstjóra
valda, vegna sólu hennar.
Fín sjónvarpsmynd
H. Ben hringdi:
Stundum koma prýðilegar kvik-
myndir í Sjónvarpinu, þrátt fyrir
allt. Ein slík var sl. laugardag, „Ein-
stök nótt" („One special night").
Þetta var ein þessara afbragðsgóðu
og vel leiknu mynda þar sem tvær
rosknar Hollywood-stjörnur léku
aðalhlutverkin, þau Julie Andrews
og James Garner. Myndin var frek-
ar nýleg, en þessir leikarar og fleiri
í sama gæðaflokki eru enn að og
skila hlutverkum sínum með stakri
vandvirkni. Svona kvikmyndir ætti
Sjónvarpið að sýna í hverri viku,
helst hvern laugardag. Þá fer orð-
spor Sjónvarps brátt batnandi. Og
það veitti ekkert af því. Þakka samt
þessa mynd og fleiri slikar.
Bætir Waris heiminn?
Hulda Ólafsdóttir skrifar:
„Mögnuð  bók,
mögnuð frásögn...
einstök  lesning",
segir í auglýsing-
um  um  bókina
Eyðimerkurdögun
eftir Waris Dirie.
Islenskar  konur
WarisDirie    ^afa  flykkst  á
fyrirsæta    fundl með Warls
Kom, sá en tap- t>essari sem vUi
aoi       bæta heiminn. I
—      myndablaðinu
Séð og heyrt er svo mynd af konunni
og hún sögð hafa komið fram með
ósæmandi hætti er hún ætlaði að
árita bókina í einni verslun borgar-
innar, hafi verið drukkin og grýtt
tússpennum á borðið og sýnt af sér
vanvirðu gagnvart fólki sem vildi ná
til hennar vegna áritunarinnar. Ég
get staðfest að þetta er rétt, og þótti
það miður vegna konunnar. Þetta
sýnir okkur íslendingum líka að það
er ekki til fagnaðar að taka sérhverj-
um útlendingi opnum örmum, jafn-
vel þótt frægur sé, og á vegum SÞ.
Leiðari um sóðaskap
Jón Jóhannsson hringdi:
Ég vil taka undir og þakka fyrir
góðan leiðara í DV, Af þjóðum og sóð-
um, undirritaðan af Sigmundi Erni.
Hér er nefnilega tekið á máli sem fáir
skrifa um og enn færri vilja viður-
kenna opinberlega. Staðreyndin er að
óvíða viðgengst meiri sóðaskapur ut-
anhúss en hér á landi og sérstaklega
í höfuðborginni. Okkur er nauðsyn á
að taka okkur tak í hreinlætismál-
um. Þetta er stærsti lösturinn sem
snýr t.d. beint aö erlendum gestum.
Og það er hörmulegt.
lEJFV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Skaftahlío 24,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32