Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
15
H>"Vr
Menning
Lítil dýr, mikill gauragangur
Umsjón: Siija Aðaisteinsdóttir silja@dv.is
í Lúsastríðinu
eftir Brynhildi
Þórarinsdóttur
segir frá lúsafar-
aldri í 6. bekk
M.G. Þó að flest-
um finnist lýs
vera andstyggileg
kvikindi sem best
sé að eiga sem
minnst samskipti
við hafa börnin i bekknum aðra
skoðun. Þau sjá nefnilega fram á að
hægt sé að kría út frí ef lúsafarald-
urinn verði nógu skæður. Því grípa
þau til þess ráðs að hjálpa lúsunum
að dreifa sér - með þeim afleiðing-
um að skólanum er lokað og þau fá
vikufrí til að leika sér og láta illa.
Bókmenntir
Lúsastríðið segir einkum frá höf-
uðpaurunum í þessari aðgerð.
Sögumaður er Inga Þóra sem er
með eindæmum uppátækjasöm
stúlka. Hún og félagar hennar
tveir, Benni og Maggi, standa fyrir
faraldrinum og halda stanslaus
bekkjarpartí á meðan skólinn er
lokaður. Þá sjá þau fram á að geta
grætt á því að selja lýs í aðra skóla
en börnin þar átta sig auðvitað á
þeirri snilld að fá frí út á lýsnar.
Lúsastríðið er hefðbundinn farsi.
Uppátækjum Ingu Þóru og félaga
hennar virðast engin takmörk sett og stund-
um gengur fullmikið á. Börn flissa mikið
yfir þessari sögu en fullorðnir fyllast þreytu
enda er sjónarhornið alltaf hjá Ingu Þóru
sem þráir athygli foreldra sinna og verður
DV-MYND E.ÓL
Brynhildur Þórarinsdóttir
Lúsastríöiö er bannaö fyrir eldri en fjórtán - ekki láta fullorðið fólk
komast í bókina.
því nánast óþolandi á köflum. Segja má að
hún skilji eftir sig rjúkandi rúst hvar sem
hún kemur og léttir móður hennar þegar
skólinn byrjar að nýju er fullkomlega skilj-
anlegur!
Þannig verður hamagangurinn
stundum fullmikill en oft er bókin
líka mjög fyndin. Skíðaferðin nið-
ur stigaganginn er t.d. atriði sem
sameinar gauragang og fyndni. Þá
eru lúsalýsingarnar ískrandi
fyndnar og gróteskar í senn. At-
burðarásin nær að vera nokkuð
spennandi lengst af en endirinn á
sögunni er léttvægur og veldur
vonbrigðum.
Inga Þóra sjálf er ótrúlega óð
stúlka en sem aðalhetja í sögu er
hún ekki mótuð af nægri dýpt.
Benni og Maggi eru trúverðugri
persónur þar sem Benni er plottari
en Maggi trúr fylgismaður. For-
eldrar Ingu Þóru eru hins vegar
bestu persónurnar; þau elska jepp-
ann sinn, parketið og aðra muni
eins og börnin sín en finnst Inga
Þóra óttalega erfið - þangað til þau
þurfa að snúast henni til varnar.
Þetta minnir á marga foreldra sem
gleyma börnunum sínum þangað
til í óefni er komið en eru þá af-
skaplega aum, enda búin að átta
sig á því hvað skiptir máli.
Lúsastriðið er læsileg saga,
skrifuð af léttleika og gleði. Gaura-
gangurinn verður fullmikill á köfl-
um og lausnin ristir ekki nógu
djúpt. Þó lofar Lúsastríðið góðu
sem frumraun höfundar á þessu
sviði og mun órugglega vekja
kátínu margra barna.
Katrín Jakobsdóttir
Brynhildur Þórarinsdóttir: Lúsastríöið. Mál og menn-
ing 2002.
Hljómdiskar
Leikrænar tónsmíðar Eötvös
Þeir sem velt hafa vöng-
um yfir þróun tónlistar-
innar hin síðari ár, segj-
um frá falli Berlínarmúrs-
ins og til vorra daga, hafa
verið nokkuð sammála
um að framlag austur-evr-
ópskra tónskálda hafl þar
haft meira að segja en
flest annað. Vist er að fá
. tónskáld í samtímanum
hafa verið eins mikilvirk
og áhrifamikil og þau
Part, Schnittke, Gubaidul-
ina og Kancheli. En nú er
Schnitfke ekki lengur
meðal vor og hin tónskáld-
in farin að reskjast. Þá
velta menn fyrir sér hvort
þeir eigi sér arftaka þarna
fyrir austan, tónskáld sem
séu þess umkomin að
auka við tónmál forver-
anna eða jafnvel að um-
turna þvi með eftirtektarverðum hætti. I því
sambandi nefna menn æ oftar nafn ungverska
tónskáldsins Peter Eötvös, sem fæddur er
1944, jafnvel þótt tónverk hans hafi ekki verið
Peter Eötvös
Tónskáld sem vert er að
fylgjast með.
flutt ýkja oft á Vesturlöndum.
Helstu verk Eötvós hafa ný-
lega verið gefin út á fjórum
smekklega útlítandi diskum
frá BMC, ungversku tón-
verkamiðstöðinni, og sannast
sagna opna þeir gáttir inn í
afar óvenjulegan tónheim.
Rætur Eötvös liggja bæði í
leikhús- og tónlistarlífi í Ung-
verjalandi, og því er dramat-
ískur textafiutningur honum
mikið hjartans mál, jafnvel
þótt textinn sé á hrognamáli
og snúist á köfium upp í
óhljóð eða elektróník.
Úrval söngverka eða „radd-
verka" eftir Eötvös á einum
þessara diska rekur ákveðna
þróun í tónsmíðum hans. í
elstu verkunum (1968) bregð-
ur  fyrir  tilviljunum,  el-
ektónískum effektum og áhrif-
um frá austurlenskri tónlist;
verk sem nefnist „Harakiri" er til dæmis
byggt upp sem tilbrigði við búddíska helgisiði.
Það vantar heldur ekki dramatíkina í
hreinræktuð elektrónísk verk Eötvös frá 8.
áratugnum sem finna má á öðrum diski frá
BMC. Eitt þeirra er raunar útlegging á leikriti
eftir Beckett.
Tilviljanir leika stórt hlutverk í þessum
verkum en hljóðin sem tekin eru upp við ýms-
ar aðstæður eru að stórum hluta endurunnin
og keyrð saman við hefðbundin hljóðfæri, t.d.
orgel, saxófón, ungverskan zítar og gamaldags
lírukassa. Við þetta verða til margradda sam-
ræður fremur en heildstæðar hljómkviður,
þar sem hver rödd er skýrt og skilmerkilega
útlistuð.
Það er hins vegar með hljómsveitarverkun-
um frá síðasta áratug sem Eötvös hefur
stimplað sig inn í veröld nútimatónlistar fyr-
ir alvöru, verk á borð við „zero points", „Afl-
antis", „Psychokosmos" og „Shadows". í þeim
fer lítið fyrir mannsröddinni en þeim mun
áhrifameiri eru ástríðufull skoðanaskipti
hljóðfæranna og sá skýri tónræni rammi sem
þessum samræðum eru sett. Þessi verk eru
einnig með hugnanlegu persónulegu ívafi; til
dæmis er fyrsti kafii „zero points" tekinn upp
með þar til gerðu suði, í minningu gömlu LP-
platnanna sem tónskáldið hlustaði á í æsku.
Sem sagt; Peter Eötvös er tónskáld sem vert er
að fylgjast með.
Aðalsteinn Ingólfsson
Bókmenntir
Af hræddum manni
Handan við regnbogann eftir Stefán Sigur-
karlsson er Reykjavíkursaga en þó harla frá-
brugðin þeim sögum af svipuðum slóðum sem
mest er hampað þessa dagana. Það
liggur reyndar við að líta megi á
hana sem sögulega skáldsögu, svo
fjarri eru sögusvið og persónur
Reykjavík nútímans. Ósjálfrátt
kom upp í hugann að þessi saga
Stefáns væri jafnfjarri samtíman-
um og Brekkukotsannáll Laxness
var á sínum tíma. Þó er ekki ætl-
unin að fara þar út í frekari sam-
anburð nema að geta þess að
Handan við regnbogann er
einnig uppvaxtarsaga þó frem-
ur teljist hún stöðnunar- en
þroskasaga.
Söguhetjan og sögumaður-
inn Marteinn hefur sögu sina
við tíu ára aldur og rekur
hana fram á miðjan aldur. Frásagnar
mátinn ber þess merki að hann segi sögu sína
á efri árum, hún hefur nokkurn minninga-
keim og stundum bregður óþægilega fyrir
þeim illa fanti Plús Ex sem áðurnefndur
Nóbelshöfundur taldi verstan gest í skáldsögu
- sögumanninum sem fer að sletta sér fram í
frásögnina.
Marteinn  er  viðkvæmúr
drengur og óframfærinn
en þessi viðkvæmni hans
snýst upp í dáð- og fram-
kvæmdaleysi,    einkum
vegna  aðsteðjandi  fjöl-
skylduvanda. Sagan verður
því þegar fram vindur saga
af hræddum manni, manni
sem forðast að taka ákvarð-
anir og forðast samneyti við
annað fólk. Slíkar persónur
eiga að sjálfsögðu fullt erindi í
skáldskap, líkt og þeir sem
framfærnari eru, en hættan er
sú að kringum þá gerist harla
fátt og sjálfhverfa þeirra er lítt
til fallin að vekja áhuga á sálar-
stríði þeirra eða örlögum.
Það verður þvi miður að segjast að höfundi
tekst ekki að láta umhverfi og persónur lifna
í návist daufingjans Marteins. Hann er svo
inniluktur í eigin vesaldómi að hvorki um-
hverfi né annað fólk virðist snerta hann að
ráði. Stríðsárin líða hjá án þess að þjóðfélags-
breytinganna verði vart hjá honum, hann
gæti þess vegna verið grafmn niður í snjó-
skafl. Aðrar persónur verða einnig furðu lit-
lausar og er þar skýrasta dæmið unnustan
Solla. Því nær það eina sem lesandinn kemst
að varðandi þá góðu stúlku er að hún er ljós-
hærð og starfar sem flugfreyja. Flétta sögunn-
ar er einföld og lausnin blasir við lesandanum
löngu áður en ljós kviknar hjá söguhetjunni,
og þá er líka áhugi lesandans á skelfingum og
örlögum Marteins löngu slokknaður. Það er
nokkur skaði því Stefán Sigurkarlsson er um
margt fær höfundur sem nýtur sín best í ljóð-
rænum náttúrulýsingum en miður þegar kem-
ur að átökum manna og samskiptum þeirra,
og þess geldur þessi saga.
Geirlaugur Magnússon
Stefán Sigurkarlsson: Handan viö regnbogann.
Ormstunga 2002.
Jólabasar
í kvöld kl. 20 verður opnaður Jólabasar í
Nýlistasafninu þar sem tækifæri gefst til að
finna aldeilis sérstakar jólagjafir handa vin-
um og vandamönnum - eða bara manni sjálf-
um.
Stjórn Nýlistasafnsins hefur ákveðið að
nota neðra rými safnsins við Vatnsstig undir
markað fram til jóla þar sem listamenn og
hönnuðir verða með ýmsa muni til sölu, tón-
list, bækur, plaköt, sýningarskrár, póstkort,
gamalt og nýtt í bland. Þá verða ýmsar uppá-
komur í safninu, m.a. koma jólasveinar í
heimsókn I kvöld.
í kvöld verður opið til kl. 24 og síðan i takt
við verslanir í bænum allt til jóla.
Brot af því besta
Á notalegri stund í forsal
Borgarleikhússins kl. 20 í
kvöld lesa rithöfundarnir
Arnaldur Indriðason, Einar
Már Guðmundsson, Einar
Kárason, Guðrún Eva
Mínervudóttir, Stefán Máni
og Þórarinn Eldjárn úr nýj-
um bókum sínum og ljúfir
tónar KK fá að hljóma.
Skáldalestur
Upplestrarmaraþon verð-
ur á efri hæð Dubliners í
Hafnarstræti í kvöld kl. 20.
Þar lesa: Baldur Óskarsson,
Bjarni Bernharður, Einar
Már Guðmundsson, Hall-
berg Hallmundsson, Hrafn
Jökulsson (sem les úr Flug-
um Jóns Thoroddsens),
Ingibjörg Haraldsdóttir,
ísak Harðarson, Kristján Eiríksson (sem held-
ur fyrirlestur), Norma E. Samúelsdóttir, Sig-
tryggur Magnason, Sigmundur Ernir Rúnars-
son, Steinn K. og Þorsteinn frá Hamri.
fslendingasögur
hinar nýrri
Bókin Er æxlið Ulkynja?
íslendingasögur hinar
nýrri eftir Jóhannes Ragn-
arsson i Ólafsvík er nýkom-
in út. Hún inniheldur 17
smásögur og 18 örsögur. í
sögunum er komið víða við |
og tjöldunum svipt á
óvenjulegan og nýstárlegan
hátt ofan af ýmsum leynd-
armálum sem gerast að tjaldabaki samfélags-
ins og þjóðarsálarinnar - leyndarmálum sem
þola dagsljósið misjafnlega illa en flestir
þekkja samt mætavel úr hversdagslífmu.
Útgefandi er Þorbjörn tálkni ehf. Tálknafirði.
Gúmmí-Tarsan
Giírnmí-
Tarsars
JPV útgáfa hefur sent frá
sér nýja útgáfu af hinni sí-
gildu sögu Gúmmi-Tarsan
eftir Ole Lund Kirkegaard í
þýðingu Þuríðar Baxter.
Hún kom fyrst út á ís-
lensku árið 1978 og á vin-
sældir hennar hefur aldrei
fallið skuggi. Segja má að
hann sé forveri allra þeirra
„öskubuska" sem hafa komiö sér áfram með
yflrnáttúrulegum hætti í barnabókum síðan.
Gúmmí-Tarsan heitir réttu nafni ívar Ólsen
og hann er bæði lítill og mjór og ólaglegur að
auki. Honum gengur illa að læra að lesa og
hann kann ekki að spila fótbolta, hvað þá að
hann geti spýtt í stórum boga eins og stóru
strákarnir. Hann er heldur ekki vitund sterk-
ur og getur ekki lumbrað á neinum. En dag
nokkurn rekst ívar á ósvikna galdranorn og
allt í einu getur hann óskað sér hvers sem
hann vill - en bara í einn dag ...
Sæludagar með
Jamie
Aðdáendur kokks án
klæða geta glaðst þessi jól
því PP forlag hefur gefið út
þriðju bókina með frumleg-
um og spennandi uppskrift-
um Jamie Oliver. Hún heit-
ir Sæludagar með kokki án
klæða og Sigrún Davíðs-
dóttir meistarakokkur þýðir hana. Að venju
er bókin listilega (lystilega) myndskreytt; ljós-
myndirnar tók David Loftus.
Bókahappdrætti
Dregið hefur verið í happdrætti bókatiðinda
fyrir 12.des.: 61.905.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32