Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
t>tt
Tilvera
Afmælisbamiö
Jennifer Connelly
32 ára
Jennifer Connelly á af-
mæli í dag. Connelly var
aðeins fjórtán ára gömul
þegar Sergio Leone fékk
henni hlutverk í stórmynd
sinni, Once upon a Time in America. Hef-
ur hún leikið allar götur síðan og oft sýnt
góðan leik í eríiðum hlutvérkum. Það var
þó ekki fyrr en með A Beautiful Mind
sem hún skaust upp á stjömuhimininn.
Hlaut hún óskarsverðlaunin sem besta
leikkona í aðalhlutverki fyrr á þessu ári.
Um sama leyti var Requiem for a Dream
sýnd en leikur hennar er ein af þunga-
miðjum myndarinnar. Connelly á einn
son, Kai, sem er fimm ára.
Hrutunnn (21.
Stjörnuspá
Gildir fyrir föstudaginn 13. desember
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.1:
. Þú átt skemmtilegan
dag fram undaii og
hver veit nema að
ástin leynist á næstu
grösum. Náinn vinur þinn
þarfhast þín.
Fiskarnlr (19. febr.-20. mars):
Þér gengur vel að ráða
^f^Mfram úr minni háttar
^^T^  vanda og hlýtur
| miMð lof fyrir. Þú
gengur í gegnum erfitt tímabil
í ástarmálum.
Hrúturinn (?1. mars-19. aorih:
. Deilur í fjölskyldunni
'hafa mikil áhrif á þig.
Deilurnar eru þó ekki
eins alvarlegar og á
horfðistög í kvöld verður allt
fallið í tjúfa löð.
Nautlð (20. april-20. man:
I      Ekki vera að reyna að
J^^^ sýna fram á yfirburði
fy*^ þtaa í tíma og ótíma,
\^/    lítíllæti er líklegra til
að vekja aðdáun. Ekki er óliklegt
að þú farir í óvænt ferðalag.
Tvíburarnír m. maí-21. iúníl:
\^^ Þú gætir þurft að
gf* fresta einhverju vegna
^Jf   breyttrar áætlunar á
^S^   siðustu stundu. Það
verður létt yflr deginum, þó að þú
lendir í smávægilegum illdeilum.
Krabbinn (22. iúní-22. iúlil:
Það er litið að gera í
í félagshfinu um þessar
mundir og það er gott
þar sem er kominn
timi tífað þú takir þig á í námi
eða starfi. Forðastu kæruleysi.
Liónið (23, iúIÍ- 22. áeústt:
^T"\ Það er mikið að gera
B hjá þér um þessar
f*W  V mundir. Þér gengur þó
>*^ Crf  vel með aUt sem þú
tekur þér fyrir hendur og hefur
gaman af því sem þú ert að gera.
Mevjan (23. áeúst-22. seot.l:
j^^  Þú ert í góðu skapi í
^Y^^ dag og færð góðar
^^^thugmyndir. Hresstu
r  upp á minnið varðandi
ákveðin atriði sem eru að liða
úr minniþér.
Vogln (23. sept.-23. okt.l:
J Ekki vera of fljótur að
€**^Æ dæma fólk og í'elldu
V^T   allan vafa um ágæti
rf    einhvers, manneskj-
unni í hag. Kvöldið verður rólegt.
Happatölur þínar eru 5,14 og 33.
Sporðdreklnn (24. okt.-2i. nóv.):
-» Það er gott að eiga
*\\\ góða vini og þú
i V\j)þarft mikið á þeim
|g að halda um þessar
mundir. Ekki vera feiminn við
að leita til þeirra.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l:
[Gerðu eitthvað sem veit-
Fir þér útrás, þá á þér eft-
ir að hða betur. Kýldu á
] það sem þú þarft að
gera í stað þess að eyða orkunni í
það að vera með áhyggjur yfir því.
Steingeitln (22. des.-19. ian.l:
^  ~  Þér hætttr ttl að vera of
fus til að fórna þér fyrir
*Jr\ aðra og í dag ættir þú
•^f**  að hugsa meira um
sjálfan þig. Reyndu að klára liluti
sem þú hefur verið að draga lengi.
Háskólabíó - Hlemmur  ••*-•
Bíógagnrýni
Jaðar
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
samfélagsins
Þegar ég var að alast upp nálægt
miðbænum í Reykjavík var Arnar-
hóll aðsetur útigangsmanna bæjar-
ins. Eftir að þeim var úthýst frá
styttu Ingólfs Arnarsonar áttu þeir
engan fastan samstað og voru víðs
vegar um bæinn. Þegar byggð var
miðstöð fyrir Strætisvagna Reykja-
víkur á Hlemmi varð hún fljótt sam-
komustaður útigangsmanna þótt
einnig væri þá að fmna þar sem
styttra var í brennivínið, til að
mynda á ýmsum búllum sem hafa
orðið frægar einmitt fyrir það að
hýsa róna bæjarins. Hlemmur var
góð stoppistóð fyr-
ir þá. Á Hlemm
fóru einnig aðrir
sem minna mega
sín í þjgðfélaginu
að venja komu sín-
ar og fijótt barst
það um bæinn að á
Hlemmi væri „alls
konar fólk", auk
farþega á leið í
strætó.
Það eru- sýnis-
horn af fólki sem
sækir Hlemm sem
Ólafur Sveinsson
er að fjalla um í
góðri heimilda-
mynd      sinni,
Hlemmur. Hann
tekur fyrir nokkra
einstaklinga sem
hefur verið útskúf-
að úr samfélaginu
og aðra sem eiga
við geðræn vanda-
mál að stríða - fólk
sem á það sameig-
inlegt að stór hluti
af veröld þess er
Hlemmur. Við
kynnumst harðri
og erfiðri lífsbar-
áttu fólksins. Sum-
ir eiga afturkvæmt
í samfélagið, aðrir
ekki.
Myndin byrjar á
viðtali við fyrrver-
andi útigangs-
mann, mann sem
búinn er að komast
yfrr sín vandamál, er strætóbílstjóri
og búinn að eignast eigið húsnæði. í
honum kemur kannski í ljós að
þrátt fyrir allan vilja þá verður
maður sem hefur verið háður
brennivíninu á þann hátt sem rónar
eru aldrei samur maður aftur. Það
er eitthvað í heilabúinu sem bregst.
Hjá honum kemur það fram í mót-
sagnakenndum og öfgafullum skoð-
unum. Frá honum förum við yfir 1
eitt besta atriði myndarinnar og
kynnumst tveimur aðalpersónun-
um, Ömari og Hannesi, þar sem
þeir eru að leysa út bætur Ómars og
drekka á skipulagðan hárt vín og
meðul til að koma sér í gang. Sam-
töl Ómars og Hannesar eru þess eðl-
is að við getum skyggnst á bak við
tjöldin - séð fjölskyldumenn sem
gáfust upp á lífsleiðinni.
Saga þeirra Ómars og Hannesar
er ekki uppbyggjandi og þvi síður
brosleg. Ekki er þó annað hægt en
að brosa þegar þeir eru að ræðast
við. Þeir eru báðir miklir karakter-
ar og spekúlera á sinn hátt í veröld-
inni - til að mynda þegar þeir eru
myndaðir morgun einn eftir að hafa
dvalið í Hverfissteini um nóttina.
Þeir muna ekkert af hverju þeir
voru settir inn en ná í sameiningu
að púsla í götin á þann hátt að góð-
ir gamanleikarar gætu ekki gert
betur. Þetta atriði er fyndið á sinn
sorglega hátt.
Hinn hópurinn af viðmælendum
Ólafs eru þeir sem haldnir eru
þunglyndi og eiga við geðræn
vandamál að stríða, hafa yfirleitt
flosnað frá heimilum og vinnu og
hafa engan annan dvalarstað en
Hlemm. Einn slíkur, sem fáir koma
til með aö eyða orðum á vegna sjúk-
dómsins, „hefur það ágætt", að eig-
in sögn, peningalega séð. Það eru þó
órlög hans að enginn vill tala við
hann þó „allt sé í lagi á milli eyrn-
anna" og hans eina skemmtun á
löngum einmanalegum dögum er að
ferðast með strætó.
Hlemmur er gerð á löngum tíma.
Ein aðalpersónan er látin þegar
lokakafiinn er myndaður. Önnur er
orðin nýnasisti og sú þriöja, Ómar,
sem er eftirminnilegastur, er edrú
og starfar í Byrginu - er þar í sjálf-
Verð f rá
68.500-
m. grind
Queen 153 x 203
4r-
Olafur og Hlemmur
Leikstjórínn Ólafur Sveinsson fyrir framan Hlemm þar
sem örlög viöangsefna' hans hafa ráöist.
boðavinnu en langar að breyta til.
Hann er sá sem átti heima undir
trjárunna og var kippt upp úr snjón-
um á jólunum og tókst að rétta úr
kútnum. Hvað verður um aðra sem
eftir lifa og þá sem ekki geta hjálp-
að sér sjálfir er ekki vitað meðan
þjóðfélagið tekur ekki á málinu.
Ólafur Sveinsson hefur í tveimur
fyrri heimildamyndum sínum, Non-
stop og Braggabúum, forvitnast um
mannlíf, yfirleitt þeirra sem eru út
undan einhverra hluta vegna. Hefur
honum farið fraih með hverri mynd
og Hlemmur er tvímælalaust best.
Það fer enginn út í gerð heimilda-
kvikmyndar á borð við Hlemm
nema búa yfir mikilli þolinmæði.
Ólafur hefur slíka þolinmæði. Hann
hefur sagt að áður en hann tók til
við kvikmyndatökuna hafi hann
verið thnunum saman á Hlemmi og
kynnst „fastagestum". Þannig
myndaði hann samband sem skilar
sér í myndinni sem fyrir vikið skil-
ur mikið eftir sig og er ein áhrifa-
mesta íslenska heimildamynd sem
gerð hefur verið. Ólafur ætlar að
halda áfram á sömu braut og klára
trílógíu, þar sem Braggabúar og
Hlemmur eru fyrstu tvær myndirn-
ar, og aðra þar sem Nonstop er
fyrsta kvikmyndin. Er ekki hægt
annað, miðað við þær þrjár sem til-
búnar eru, en að bíða með tilhlökk-
un eftir þeim.   Hilmar Karlsson
Ólafur Sveinsson. Kvikmyndataka: Hall-
dór Gunnarsson. Hljóö og hljóðhönnun:
Þorbjörn Á. Erlingsson. Klipping: Ólafur
Jóhannesson. Tónlist: Sigur Rós.
Gott skjól
fyrír bílinn þinn
Bílastæðahúsið við Vitatorg er ódýrt skjól á góðum stað
fyrir þá sem eiga erindi á Laugaveginn og næsta nágrenni.
Fyrsta klukkustundin kostar aðeins 80 kr. eða 1,33 kr.
mínútan, síðan greiðir þú 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur
sem þú notar.
Fyrir þá sem starfa
eða búa í miðborginni ¦
er í boði mánaðarkort Vi taJJJ1
á aðeins 4.000 kr. *)  ¦i-J £'j m |_||.
Það fæst varla betra  "^— T  .^ní_
skjól en þetta fyrir    Vitatorg
bílinn þinn.         á homi yitastígs og Hverfisgötu
Bílastæðasjóður
...svo í borg sé leggjandi
*) Ef þú kaupir 6 mánuði borgarðu aðeins fyrir 5.
c.
:: ¦¦.¦li.'< '¦ '¦'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32