Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
Sport
,..			
*# MEISTARADEILDIN			
^^j.^/"".......	A-riðill Úrslit		
			3-1
1-0 Daniel	Garcia Dani	(7.),	1-1
Foluwashola	Ameobi  (24.),		2-1
Patrick Kluivert (35.), 3-1 Thiago			
Motta (58.).	Staóan		
Inter Milan	2  2  0  0	7-3	6
Barcelona	2  2  0  0	5-2	6
Leverkusen	2  0  0  2	3-5	0
Newcastle	2  0  0  2 C-riðill Úrslit	2-7	0
			2-2
1-0 Raul Gonzalez (21.),		l-l James	
Obiorah (47), 1-2 Bennett Mnguni			
(74), 2-2 Raul Gonzalez (75.).			
B. Dortmund-AC Milan			0-1
0-1 Filippo Inzaghi (49.).			
	Staóan		
AC Milan	2  2  0  0	2-1	6
Dortmund	2  10  1	2-2	3
L. Moskva	2  0  11	3-4	1
R. Madrid	2  0  11 D-riðill Úrslit	2-3	1
			2-0
1-0 Ruud Van Nistelrooj		' (7-),	2-0
Ruud Van Nistelrooy (55.).			
			4-0
1-0 David Trezeguet (3.),		2-0 Paolo	
Montero	(34.),    3-0	Alessio	
Tacchinardi (43.), 4-0 Alessandro Del			
Piero, víti (51.).			
	Staðan		
Man. Utd	2  2  0  0	5-1	6
Juventus	2  110	fr-2	4
Deportivo	2  0  11	2-4	1
Basel	2  0  0  2	1-7	0 -ósk
Evrópukeppnin 2008:
Austurríki/Sviss
sigurstranglegustu
umsækjendurnir
í dag kemur í ljós hver verður
gestgjafl Evrópukeppninnar í
knattspyrnu árið 2008 en þá mun
framkvæmdastjórn     Knatt-
spyrnusambands Evrópu ákveða
hver hinna sjö umsækjenda er
hæfastur.
Sameiginleg umsókn Austur-
ríkismanna og Svisslendinga
þykir vera sigurstrangleg en for-
svarsmenn þeirrar umsóknar
eru þó ekki farnir að fagna.
Allt getur gerst
„Við munum enn hvað gerðist
fyrir fjórum árum þegar Portú-
galar hirtu keppnina árið 2004
fyrir framan nefið á Spánverj-
um, eingöngu af því að samband-
ið vildi styrkja knattspyrnuna í
Portúgal og taldi hana hafa
meiri þörf fyrir keppnina heldur
en Spánn. Þetta veltur allt á því
hvaða stefnu Knattspyrnusam-
band Evrópu tekur," sagði Pi-
erre Beniot, talsmaður sviss-
neska knattspymusambandsins.
Skotar og írar eru einnig
bjartsýnir en írar sendu staðfest-
ingu í gær þess efnis að þeir
myndu hafa tvo velli klára ef
þeirra umsókn yrði fyrir valinu.
í gær voru umsóknirnar
kynntar í síðasta sinn en aö
þeim loknum fóru meðlimir
framkvæmdastjórnar Knatt-
spyrnusambands Evrópu inn á
hótelherbergi þar sem þeir
munu dvelja án samneytis við
aöra þar til kosið verður.
Eggert situr hjá
Sex stjórnarmenn, þar á meðal
Lennart Johansson, forseti sam-
bandsins og Eggert Magnússon,
formaöur KSÍ, munu sitja hjá í
fyrstu umferð vegna tengsla við
umsókn Norðurlandanna en þeir
munu koma inn í aðra umferð
þar sem kosið verður á milli
tveggja eða þriggja efstu um-
sóknanna.             -ósk
Fimm leikir fóru fram í meistaradeild Evrópu í gærkvöld:
Eintómt Bas(e)l
- svissneska liðið tapaði öðrum leiknum í röð, nú fyrir Juventus, 4-0
Svissneska liðið Basel er í tómu
basli í meistaradeild Evrópu og tap-
aði í gær, 4-0, fyrir Juventus i C-
riðli 1 snjókomu i Tórínó á ítaliu.
Franski framherjinn David
Trezeguet, sem er búinn að vera
lengi frá vegna hnémeiðsla, var
fljótur að setja mark sitt á leikinn.
Hann skoraði fyrsta mark leiksins á
3. minútu og sagði eftir leikinn að
það hefði verið mikil ánægja.
Ótrúlega ánægöur
„Þetta var fyrsta markið mitt í
langan, langan tíma og ég er ótrú-
lega ánægður. Raunir minar eru á
enda því að ég finn ekkert til í
hnénu. Ég er nú reyndar frekar
þreyttur enda á ég langt í land með
að komast í fullt leikform en ég ætla
mér að æfa vel í jólafríinu og koma
i toppformi eftir það," sagði
Trezeguet.
Marcelo Lippi, þjálfari Juventus,
var ekki síður ánægður með að vera
búinn að endurheimta þennan
snjalla framherja.
„Ég er mjög ánægður með að
hann skuli vera byrjaður að spila á
ný. Það er mikilvægt fyrir mig að
hafa alla leikmenn heila og endur
koma hans og markið gaf liðinu
mikið sjálfstraust," sagði Lippi og
bætti við að liðið væri á réttri leið.
„Þessi sigur gerir það að verkum
að við erum tveimur stigum á eftir
Manchester United en við erum á
réttri leið. Við þurfum bara að
halda áfram að spila eins og við
gerðum i kvöld," sagði Lippi.
Christian Gross, þjálfari Basel,
blés til sóknar í leiknum og uppskar
ekki neitt nema fjögur mörk í sitt
eigið mark.
„Við erum að fá á okkur allt of
mörg mörk eins og staðan er i dag
en við erum sóknarlið, spilum alltaf
sóknarleik og þá er alltaf hætta á að
fá sig mörk," sagði Gross og var
ekki vonsvikinn.
„Við skulum muna það að við
höfum átt frábært ár og þetta er i
fyrsta sinn sem við spilum gegn
bestu liðum Evrópu," sagði Gross.
Gjörsamlega óstöövandi
Hollendingurinn Ruud Van Ni-
stelrooy virðist vera gjörsamlega
óstöðvandi i meistaradeildinni.
Hann skoraði bæði mörk Manchest-
er United í sigri á Deportivo, 2-0, á
Old Trafford í gærkvöld og hefur
því skorað fjögur mörk í tveimur
fyrstu leikjum þessarar umferðar í
meistaradeildinni.
Alex Ferguson, knattspyrnusrjóri
Manchester United, var ánægður
með pilt að leik loknum og reyndar
alla sína menn.
„Hann (Ruud Van Nistelrooy) var
stórkostlegur og ógnaði vörn
Deportivo allan leikinn. Það sem ég
er samt ánægðustur með er að liðið
allt spilaði vel sem ein heild. Sókn-
arleikurinn var mjög góður og varn-
arleikurinn batnaði eftir þvi sem
leið á leikinn. Ég held að það hafi
gert gæfumuninn þótt annað mark-
ið hjá Ruud hafi einnig gert lifið
auðveldara fyrir okkur," sagði
Ferguson en hans menn hafa fullt
hús stiga á toppi C-riðils.
Tíu sigrar í röð
Barcelona jafnaði í gærkvöld tíu
ára gamalt met AC Milan þegar lið-
ið vann sinn tíunda sigur í röð í
meistaradeildinni á þessu tímabili.
Fórnarlambið var vængbrotið lið
Newcastle sem var án Alan Shearer
og Craig Bellamy. Leikmenn
Newcastle áttu við ramman reip að
draga en Bobby Robson, knatt-
spyrnustjóri liðsins, hrósaði sínum
mönnum fyrir baráttu og sagði að
þriðja mark Barcelona, sem var
frekar skrautlegt, hefði gert út um
leikinn.
„Við töpuðum leiknum á furðu-
legu marki í seinni hálfleik þegar
við vorum 2-1 undir. Mér fannst
hornspyrnan fara beint inn en ég
veit ekki hvort Shay Given (mark-
vörður Newcastle) missti af boltan-
um eða Kieron Dyer hreinlega sofn-
aði á stönginni," sagði Robson um
markið sem Thiago Motta skoraði
fyrir Barcelona.
„Við vorum samt aUtaf að reyna,
börðumst eins og ljón og ég er stolt-
ur af strákunum. Barcelona er með
stórkostlegt lið sem skapaði fjöl-
mörg færi en við stríddum þeim
lika," sagði Robson, sem fékk kon-
unglegar móttökur frá stuðnings-
mönnum Barcelona fyrir leikinn en
hann stýrði liðinu á árunum
1995-1997.
Sex leikir án sigurs
Það gengur lítið hjá Evrópumeist-
urum Real Madrid í meistaradeild-
inni þessa dagana. í gær lék liðið
sinn sjötta leik í keppninni í röð án
sigurs þegar það gerði jafntefli, 2-2,
gegn rússneska liðinu Lokomotiv
Moskvu á heimavelli. Úrslitin hefðu
getað farið á verri veg ef ekki hefði
komið til framlag Raul Gonzalez
sem skoraði bæði mörk Madridar-
liðsins og jafnaði metin fimmtán
mínútum fyrir leikslok.
Vincente  Del  Bosque,  þjálfari
Real Madrid, er þó ekki búinn að
gefast upp.
„Það er nóg af stigum eftir í pott-
inum og það væri fljótfærni að segja
að við værum að berjast um annað
sætið. Það skal reyndar viðurkenn-
ast að við erum vanir að hafa fieiri
stig í meistaradeUdinni á þessum
tíma árs og því er þetta ný staða fyr-
ir okkur en ég trúi því að reynslan
í liðinu og sigurviljinn muni fleyta
því yfir þennan hjalla þegar keppni
hefst að nýju i febrúar," sagði Del
Bosque eftir leikinn en liðið tapaði
fyrsta leik sinum í D-riðli gegn AC
Milan, 1-0.
Til að bæta gráu ofan á svart fyr-
ir Evrópumeistarana meiddust þeir
Ronaldo, Claudio Makalele og Fern-
ando Hierro í leiknum en óvist er
hvort þeir verða lengi frá.
Enn mark frá Inzaghi
Framherjinn Filippo Inzaghi, sem
leikur með AC Milan, hélt upptekn-
um hætti í meistaradeildinni í gær
en hann hefur verið óstöðvandi í
keppninni í ár. Hann skoraði sigur-
mark AC Milan gegn Borussia Dort-
mund í gærkvöld og hefur nú skor-
að níu mörk fyrir AC Milan sem er
með fullt hús stiga í D-riðli.
Carlo Ancelotti, þjálfari ACMil-
an, hrósaði Inzaghi eftir leikinn og
sagði að hann væri „maður hinna
mikilvægu augnablika".
„Inzaghi lifir fyrir svona leiki og
enn einu sinni kom hann okkur til
bjargar á mikilvægu augnabliki,"
sagði Ancelotti.
„Mér finnst liðið vera í sífelldri
framfór og þetta var stórt skref sem
við stigum með þessum sigri. Við
spiluðum frábæra vörn og það var
lykillinn að þessum sigri. Við vor-
um agaðir og þá er erfitt að brjóta
okkur á bak aftur," sagði Ancelotti
eftir leikinn.
Mathias Sammer, þjálfari Bor-
ussia Dortmund, var öskureiður út í
sína leikmenn eftir leikinn.
„Við getum kennt sjálfum okkur
um það hvernig fór. ACMilan er
með frábært lið en með fullri virð-
ingu fyrir þeim þá áttum við að geta
sigrað þá. Við reyndum bara ekki
nógu mikið," sagði Sammer og
bætti við að frosinn völlurinn hefði
ekki hjálpað til.
„Það er ekki auðvelt að spila á
móti liði sem hugsar bara um að
verjast á frosnum velli. Ég man
bara eftir einu færi sem þeir fengu
og það er pirrandi að við skyldum
ekki nýta færin sem gáfust. Það
góða við þetta er þó að við ráðum
enn okkar eigin örlögum en ef við
ætlum áfram þá þurfum við að spila
mun betur heldur en i kvöld," sagði
Sammer eftir leikinn.       -ósk
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32