Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002
-
Fréttir
I>V
Með ólíkindum hart gengið fram vegna gamalla deilna - handrukkari á vettvangi:
Keðjusög í gangi, hnífur,
skof la og haf naboltakylfa
- hníf stungumaður og rukkarinn sem barði með skóflu dæmdir í fangelsi
Butterfly-hnífur, gargandi keðju-
sög, steypuskófla, hafnaboltakylfa og
handrukkari - hnífstunga sem olli
mikilli blæðingu í kviðarholi eins
manns og lífshættulegir áverkar ann-
ars eftir átök sem spruttu af deilum í
„vinahópi". Allt þetta kemur við
sögu í máli Ríkissaksóknara gegn
tveimur ungum mönnum sem dæmd-
ir voru í 18 mánaða (15 skilorðs-
bundnir) og 12 mánaða fangelsi (9
skilorðsbundnir) i héraðsdómi í gær.
Hér var um að ræða fyrirsát sjö
til átta ungra manna um tvo menn
fyrir utan hús í Trönuhólum í lok
mars. Fatlaður maður sem varð fyr-
ir því að maður barði hann með
steypuskóflu hélt því fram að sá
sem skóflunni sveiflaði væri hand-
rukkari - „félagarnir hefðu fengið
hann þarna upp eftir til þess að
I dómssalnum
ganga í skrokk á sér og hefði hann
tekið 50.000 krónur fyrir. Vissu þeir
það allir strákarnir að hann hefði
verið „að stunda þessar handrukk-
anir og berja fólk gegn peningum"",
svo vísað sé orðrétt í texta dómsins
þar sem vitnis-
burður þess sem
barinn var er tí-  ottar Sveinsson
undaður.  Mað-
urinn hélt því síðan fram að skóflu-
maðurinn hefði sagt við sig og fé-
laga hans að hefðu „þeir ekki haft
þetta" - hníf, þá hefði hann lamið
þá báða.
Þessi maður er engu að síður
fundinn sekur um lífshættulega
hnífstungu þegar hann lenti í átök-
um við skóflumanninn - sem hann
segir vera handrukkara. Ekki þótti
ástæða til að fallast á sýknukröfu
með hliðsjón af þvi að maðurinn
hafi verið að verja sig fyrir meint-
um rukkara - hins vegar var litið til
þess að honum hafi verið veitt eins
konar fyrirsát.
En hvers vegna þessar deilur þar
sem öllum þess-
um vopnum og
blaðamaöur      verkfærum  er
beitt með mis-
munandi hætti?
Fyrr um nóttina, aðfaranótt 25.
mars, var samankominn hluti gam-
als „vinahóps" úr Árbæjarhverfi.
Ágreiningsefni - sem ekki var til-
tekið fyrir dómi - hefði borið á
góma í samkvæmi en það tengdist
því að erjur hefðu verið innan hóps-
ins. Framangreindur maður sem
beitti hnífnum sagði deilurnar aðal-
lega hafa verið vegna sín og tveggja
annarra manna. Hann kvaðst hafa
sagt við annan þeirra að nú væri
nóg komið og mál til komið „að
þessi vitleysa stoppaði". Til að
leggja áherslu á orð sín hefði hann
beint butterfly-hnífnum að öðrum
mannanna og verið geti að hann
hafi haldið honum nálægt hálsi
hans. Eftir þetta yfirgaf hnífsmaður-
inn samkvæmið ásamt félaga sín-
um. Þegar komið var í Trönuhóla
var ljóst að fyrirsát, meðal annars
með keðjusög, var gerð og framan-
greind átök áttu sér stað.
„Handrukkarinn" - sá sem baröi
hnífsmanninn er dæmdur til að
greiða honum 419 þúsund krónur í
skaðabætur en 5 milljóna króna
bótakröfu þess fyrrnefnda á hendur
hinum fyrir lífshættulega hnífs-
tungu er vísað frá dómi.     -Ótt
Siv
Friöleifsdóttir.
Umhverfisráðherra:
Sölubann á rjúpu
breytir engu um
rjúpnarækt
Samkvæmt landslögum þarf að
útvega leyfi til þess að ná í ís-
lenska rjúpu í þeim tilgangi að
stunda rjúpna-
rækt. Slík beiðni
um eldi á rjúpu
þarf að berast
umhverfisráðu-
neytinu og eftir
að hún berst
þarf ráðuneytið
að leita lunsagn-
ar villidýra-
nefndar, Um-
hverfisstofnunar
og Náttúrufræðistofnunar íslands.
Ef slíkar umsagnir reynast já-
kvæðar þarf að gefa út starfsleyfi
og líklega þarf landbúnaðarráðu-
neytið að koma aö útgáfu þess.
„Ef einhverjir hafa áhuga á því að
rækta rjúpu er ég síður en svo á
móti því að það sé gert ef viðkom-
andi uppfyllir eðlilegar kröfur í
því sambandi. Væntanlegt sölu-
bann á rjúpu næsta haust, sem
gilda á i 5 ár, breytir engu þar um
enda eru þar engin ákvæði um að
bannað sé að flytja inn rjúpur en
við þyrftum að skoða vel sölumál á
þeim rjúpum sem þannig koma á
markaðinn. Þær þyrftu að vera
sérmerktar. Lög um sölubann eru
liður í því að vernda íslenska
rjúpnastofninn fyrir veiðum og
takmarka þær en um 10% veiði-
manna veiða meira en helming
allra þeirra rjúpna sem skotnar
eru á hverju hausti. Við höfum
heldur ekkert aö athuga við það að
menn flytji inn rjúpur frá öðrum
svæðum, t.d. frá Grænlandi, en
það þarf að vera hægt að rekja
uppruna þeirra rjúpna til söluað-
ila á Grænlandi og þannig tryggja
m.a. að ekki sé verið að selja ís-
lenskar rjúpur sem grænlenskar,"
segir Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra.              -GG
Það er
gott að
vatn!
.^J^Hjálparstarf
V^£/ kirkjunnar
DV-MYND E.ÓL
Skáld á flugi
Einar Már Guðmundsson tók skáldfákinn til kostanna á efri hæð Dubliners i Hafnarstræti ígærkvöld þar sem mörg
kunnustu Ijóðskáld samtímans lásu úr verkum sínum ásamt ungum og óreyndari höfundum. Það voru liðsmenn
Ijod.is sem stóðu að Ijóðakvöldinu og var fjölmennt á þessari þekkilegu hátíð Ijóðsins í skammdeginu.
Norskt blað um ummæli utanríkisráðherra um f járfestingu í sjávarútvegi:
Veikir samninga við ESB
Norska blaðið Nationen fullyrðir
að íslendingar hafi veikt samnings-
stöðu Norðmanna gagnvart Evrópu-
sambandinu með því að gera minna
en áður úr andstöðu sinni við er-
lenda fjárfestingu í sjávarútvegi.
Sem kunnugt er krefst Evrópu-
sambandið þess að íslendingar og
Norðmenn leyfi erlenda fjárfestingu
í sjávarútvegi í skiptum fyrir áfram-
haldandi fríverslun með sjávaraf-
urðir við lönd Mið- og Austur-Evr-
ópu sem eru á leið í ESB. Sú frí-
verslun yrði að óbreyttu úr sögunni
með inngöngu þessara ríkja.
í frétt í Nationen í fyrradag segir
að svo virðist sem íslendingar séu
að gefa eftir í þessu máli. Þessu til
stuðnings vitnar blaðiö í viðtal við
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra í Morgun-
blaðinu 24. nóv-
ember síðastlið-
inn. Þar sagði
Halldór ljóst að
við inngöngu í
ESB yrðu íslend-
ingar að gangast
inn á frelsi til
fjárfestinga í
sjávarútvegi. Og hann bætti við:
„Þaö er ekki sú sama hindrun í
dag og ég taldi fyrir tiu árum. Ég tel
að við höfum öðlast það mikla burði
á þessu sviði að ekki sé ástæða til
að óttast það með sama hætti, enda
eru íslensk fyrirtæki að fjárfesta í
, Halldór
Asgrímsson.
ríkum mæli erlendis."
í Morgunblaðinu í gær er vitnað í
Nationen og þess getið að þar komi
fram það álit að íslendingar séu að
linast í andstöðu sinni. Ekki kemur
fram í frétt blaðsins hvað Nationen
telji vera til marks um þetta - þ.e.
að það séu ummæli Halldórs Ás-
grímssonar í Morgunblaðinu sjálfu.
í frétt blaðsins vísa heimildar-
menn í utanríkisráðuneytinu á bug
fuUyrðingum um að afstaða íslend-
inga sé að breytast, enda hafi ís-
lensk stjómvöld sagt að erlend fjár-
festing í sjávarútvegi kæmi ekki til
greina nema í samhengi við hugsan-
legar aðildarviðræður að ESB.
Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson
vegna málsins.           -ÓTG
Trúnaðarráð Eflingar stéttarfélags:
Burt með iögjaldahækkanir
Fundur í trúnaðarráði Eflingar stétt-
arfélags hefur mótmælt harðlega boð-
uðum iðgjaldahækkunum brunatrygg-
inga. Vátryggingafélögin hafi á undan-
fórnum árum gengið á undan í ið-
gjaldahækkunum á almenning. Þessi
fyrirtæki búi ekki við eðlilega sam-
keppni á markaði og nýti sér þessa
stöðu sína hvað eftir annað tO stór-
hækkana á iðgjöldum.
Tryggingafélögm eru að skila hagn-
aði og safna í bótasjóði sem bólgna út
ár eftir ár.
Trúnaðarráð Eflingar krefst þess
að tryggingafélögin falli frá boðuð-
um hækkunum nú þegar.
Ljóst sé að þessi hækkunaráform
muni kynda undir verðbólgu og
geta eyðilagt þann árangur sem Efl-
ing telur að verkalýðshreyfingin
hafi náð í verðlagsmálum á undan-
förnum mánuðum. Auk þess þyngja
verðhækkanirnar    skuldabyrði
heimilanna sem eru allt of skuldsett
fyrir.
Sveitarstjórnir og ríkisstjórn hafa
einnig boðað miklar verðlags- og
skattahækkanir sem munu koma
hart niður á launafólki á næstunni.
Efling stéttarfélag lýsir fullri
ábyrgð á hendur stjórnvöldum og
fyrirtækjum sem ganga fram fyrir
skjöldu með verðhækkunum á þess-
um tíma. Ljóst er að vítahringur
verðbólgunnar getur hafist að nýju
ef þessi áform ná fram að ganga.
Trúnaðarráð Eflingar stéttarfélags
varar við afleiðingunum af þessum
ákvörðunum.             -GG
Innllfun
Jón Þór, söngvari Sigur Rósar lifír sig
ákafiega inn J eitt laga sveitar sinnar
sem heillaði gesti Háskólabíös í
gærkvöld. Grúppan spilar öðru sinni
á Melunum í kvöld en ný plata
hennar hefur verið rómuð af
gagnrýnendum heima og erlendis.
Platan hefur verið lengi á íslenska
topp 20 sölulistanum.
Dregur úr áramótaferöum
Um 1.500 erlendir ferðamehn komu
hingað til lands um áramótin
2001/2002 til þess að njóta íslenskrar
náttúru, norðurljósa og flugeldasýn-
inga, auk þess að borða íslenskan
mat. Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Sámtaka ferðaþjónustunnar,
segir að ferðamenn um áramótin
2002/2003 verði færri nú, kannski um
1.200, og þar af koma um 400 ferða-
menn fyrir jól og dvelja hér á aðfanga-
dag og jóladag á þremur hótelum, og
sumir jafnvel fram yfir nýár.
Bretar eru langflestir þessara 1.200
ferðamanna og koma flestir i skipu-
lögðum hópum.
Æ fleiri leita hælis
Sá fjöldi útlendinga sem sest hér
aö til lengri eða skemmri tíma á ári
hverju hefur margfaldast á síðasta
áratug. Þeim dvalarleyfum sem gefin
eru út á ári hverju hefur fjölgað um
235% á fimm árum og þeim sem var
veittur ríkisborgararéttur á hverju
ári fjölgaði á sama tíma um 250. Hæl-
isleitendum hefur fjölgað hér á landi
um hærri 800% á síðustu funm
árum, en á árinu 2001 lögðu 52 ein-
staklingar fram umsókn um hæli
sem flóttamenn á íslandi, flestir frá
Albaníu eða 8 talsins og flmm frá Al-
sír, íran, Makedóníu, Rúmeníu og
Slóvakíu.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Útlendingaeftirlitsins segir að fram til
þessa hafi sú litla umræða sem verið
hafl um hælisleitendur „einkennst af
upphrópunum sem oftar en ekki eru
byggöar á misskilningi eða rangtúlkun-
um." Og hann bætir við: „Umræða um
málefni útlendinga þarf að fara fram á
skynsamlegan og yfirvegaðan hátt til
þess að árangur megi nást í þessum
mikilvæga málaflokki."
Ráðherra á CNN
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN
fjallaði á miðvikudagskvöld um slæma
stöðu sjávarútvegs í ESB-löndunum, en
eins fram hefur komið í fréttum hefur
framkvæmdastjórn ESB lagt til að
þorskkvótinn verði skertur um 79%. í
umfjöllun sinni lagði fréttaskýrandinn
áherslu á að þessi staða væri þó ekki al-
gild í Evrópu þar sem ísland væri und-
antekmng. Rætt var við sjávarútvegs-
ráðherra íslands, Árna M. Mathiesen
sem lagði áherslu á að sjávarútvegurinn
hér á landi byggi við stjómkerfl sem
grundvallast á hagnýtingu líftræðilegr-
ar þekkingar en lyti jafhframt lögmál-
um markaðarins. Samkvæmt upplýsing-
um CNN í Washington horfa á milli 900
og 1000 mUljónir manna á CNN
International í 210 löndum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40