Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 Skoðun dv Biðröð hjá Mæðrastyrksnefnd Sinnir skjólstæöingum í Reykjavík. Hjálparstarf kirkj- unnar fyrir alla ipurning dagsins Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Heiðrún Ólafsdóttir nemi: Hamborgarhryggur. Arnar Matthíasson nemi: Nautafilie og piparsósa. Gunnar Júlíus Guðmundsson: Tower Zinger af Kentucky. Guðmundur Hallgrímsson klippari: Jóiamaturinn hennar mömmu. Baldur Rafn, verslunarm. hjá Grasi: Pastarétturinn hennar Röggu. í lesendabréfi í DV í gær, 9. desember, skrifar maður að nafni Jakob pistil þar sem hann álasar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir að úthluta gjafafé sínu til Hjálparstarfs kirkjunnar og Ör- yrkjabandalagsins. Því vil ég koma eftir- farandi á framfæri. Það er misskiln- ingur að Mæðra- styrksnefnd sé að úthluta gjafakort- um frá Bónus til Hjálparstarfs kirkj- unnar og Öryrkjabandalagsins. í gjafabréfi því sem Bónus afhenti nefndinni var tekið fram að skjól- stæðingar bæði öryrkjabandalags- ins og Hjálparstarfs kirkjunnar skyldu njóta góðs af gjöf fyrirtækis- ins. Ástæðan var sú að Mæðra- styrksnefnd sinnir eingöngu skjól- stæðingum í Reykjavík en Hjálpar- starf kirkjunnar og Öryrkjabanda- lagið sinna öllu landinu. Samstarf um úthlutun gjafakort- ingibjörg Jóhannsdóttir skrifar: Ég var að lesa alveg sérlega mál- efnalega grein í DV eftir Stefán Hrafn Hagalín, undir yfirskrftinni Níðstangir Garðars Sverrissonar. - Stefán þessi (greinarhöfundurinn í DV) er þarna að svara óhróðri sem formaður Öryrkjabandalagsins hefur haft uppi gagnvart greinarhöfundi vegna misskilinna ummæla Stefáns í nýlegum sjónvarpsþætti. Það fer nú sannarlega að verða hvimleitt þegar þeir sem helst telja sig málsvara þeirra sem minna mega sín, t.d. öryrkja, og stundum aldr- aðra (mér finnst nú að aldraðir þurfi svo sem ekki að hafa neina „málsvara" á sínum snærum), leggja sérstaklega út af eða túlka orðalag anna frá Bónus er þannig að Hjálp- arstarf kirkjunnar úthlutar til ein- stæðra mæðra og fjölskyldna sem búa utan Reykjavíkur t.d. í ná- grannasveitarfélögunum Kópavogi, Hafnarfírði og Mosfellsbæ, ásamt matarpökkum úr eigin matarbúri. Mceðrastyrksnefnd Reykja- víkur styrkir einstæðar mœður í Reykjavík. Hjálparstarf kirkjunnar sinnir konum og körlum af öllu landinu. “ Aðrir sem sækja um til Hjálpar- starfsins fá hefðbundna mataraðstoð sem dugir í 4-5 máltíðir. Öryrkja- bandalagið úthlutar Bónuskortum eftir sínum reglum og Mæðrastyrks- nefnd styður einstæðar mæður og fjölskyldur - í Reykjavík. Hjá Hjálparstarfmu er tekið á móti umsóknum mánudaga og þriðjudaga frá kl. 11-12 og 13-16 og úthlutun er á fimmtudögum og fóstudögum frá kl. 10-12 og 13-16. „Sannleikurinn í þessum málum er einfaldur. íslend- ingar kunna ekki að um- gangast þá sem minna mega sín án þess að vera með skinhelgi og fleðulœti í þeirra garð. “ Péturs og Páls í þjóðfélaginu á þann veg að þeir séu „á móti“ t.d. öryrkj- um, ef sleppt er þeim slepjulegu frös- um, sem gjarnan er kllifað á um þessa hópa þjóðfélagsins. Sannleikurinn í þessum málum er einfaldur. íslendingar kunna ekki að umgangast þá sem minna mega sín Síðasti úhlutunardagur fyrir jól er 20. desember. Rétt er að geta þess að á síðastliðnu ári endurskipulagði Hjálparstarf kirkjunnar innanlands- aðstoð sina og réð félagsráðgjafa til starfa. Lögð er- áhersla á fagleg vinnubrögð, ráðgjöf og hjálp til sjálfshjálpar. Hjálparstarf kirkjunn- ar sinnir innanlandsaðstoð árið um kring. Hjálparstarf kirkjunnar fær enga fasta opinbera styrki og rekur hvorki happdrætti né spilakassa. Allar tekjur Hjálparstarfsins eru frjáls framlög einstaklinga, sókna og fyrirtækja. Mörg fyrirtæki styrkja matarbúrið með matargjöf- um. Hin árlega jólasöfnun Hjálpar- starfs kirkjunnar stendur nú yfir og hafa gíróseðlar og baukar verið sendir inn á heimili landsmanna. Söfnunin í ár er helguð vatnsverk- efnum í Mósambík og ber yfirskrift- ina Gefðu honum vatn fyrir lífstíð. Þeir sem vilja sérstaklega leggja innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins lið geta lagt framlög sín inn á reikn- ing 27 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. án þess að vera með skinhelgi og fleðulæti í þeirra garð. Allir geta orð- ið öryrkjar á skammri stundu, en það þýðir ekki að þeir verði þar með slik olnbogabörn að þá megi ekki nefna með öðrum hætti en kalla þá „smælingja" eða þaðan af verri nöfn- um. Það er að reisa þessum þegnum samfélagsins níðstöng. - Og svo eru ekki allir „öryrkjar" þótt þeir t.d. hafi orðið fyrir slysi eða veikist og gangi við staf upp frá því. Þeir ættu t.d. ekki að vera á „bóturn" fyrir lífs- tíð. Margir í fullri vinnu. Við skulum nefna hlutina réttum nöfnum, en ekki reisa níðstangir að óþörfu. Málsvarar litla mannsins, hvort sem er í BYKO, Landssiman- um eða á götunni, þurfa að þroskast eins og aðrir. Jónas Þórir Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar: Níðstangir og málsvarar litla mannsins Á launum við að drepa Garri hefur fylgst af áhuga með umfjöllun fjöl- miðla um hrottalega tölvuleiki sem seljast vist eins og heitar lummur. Greint hefur verið frá því að í einum þeirra fái leikmaður stig fyrir að kaupa þjónustu vændiskonu, lemja hana síðan til óbóta og raunar rúmlega það (en óþarft er aö hafa það orðrétt eftir hér) og hirða síðan af henni féð sem greitt var fyrir blíðuna. Það er þokkalegt! Spennandi mál Umræddur tölvuleikur hefur að minnsta kosti tvisvar sinnum verið sýndur í „aksjón“ í sjón- varpsfréttum, og þannig fengið glæsilega auglýs- ingu sem sennilega er metin á hundruð þúsunda króna. Garri býr reyndar við það lífsmynstur að snæða kvöldverð á sjónvarpsfréttatíma - ekki hefur hann sjónvarp í eldhúsinu, eins og tíska er um þessar mundir og því er hlustað á útsend- ingu sjónvarpsfréttanna í útvarpi. Síðan verður reglulega mikiö uppnám og ófriður við eldhús- borðið þegar auðheyrt er af lestrinum að „mynd- ræn“ frétt sé í loftinu, og Garri ryðst í ofboði og fáti að sjónvarpinu frammi í stofu. Sú varð raunin þegar heyrðist í sjónvarps- fréttamanninum segja:.eins og hér sést...“ í frétt sinni um hið hrottalega ofbeldi, en við- bragðið var ekki nægilega gott þannig að Garri varð af mestu blóðsúthellingunum. Merkasta fréttin í kjölfar fréttanna var öllum flötum þessa máls og tveimur til velt upp i fjölmiðlum. Fjallað var um reglugerðir menntamálaráðuneytisins um eftirlit með tölvuleikjum - eða öllu heldur skort á þeim. Rætt var við sálfræðinga um áhrif slíkra ofbeldisleikja á sálarlíf og skapgerð unglinga. Verslunarmenn lýstu óseðjandi eftirspum. En eitt viðtal þótti Garra fréttnæmara en önn- ur. Það var pilturinn saklausi sem lýsti því fyrir sjónvarpsfréttamanni, að til þess að hitta téða vændiskonu í leiknum góða þyrfti óvenjulega mikla fæmi í leiknum. Slíkt væri aðeins á færi þeirra allra færustu - hann hefði sjálfur aldrei náð svo langt í leiknum. Hæfni umsækjenda Þetta eru merkilegar upplýsingar frá innvígð- um heimildarmanni. Og afleiðingarnar eru víð- tækar. Þetta þýðir auðvitað að ef ráðuneyti menntamála vill verða við kröfum um að eftirlit verði haft með tölvuleikjum - og þeir flokkaðir rétt eins og kvikmyndir - verður það að ráða til sín snillinga í tölvuleikjum. Ekki nóg með það; þessum rikisreknu snilling- um dugar ekki að þrýsta á „play“ og prófa leik- inn í nokkrar mínútur. Nei! Þeir verða öðlast fullkomna fæmi í leiknum. Þeir verða að drepa eins marga og mögulegt er til þess að komast að hinu sanna í málinu; komast að hinu hrikalega leyndarmáli leiksins um vændiskonuna. Og þannig verða þeir að þrautprófa hvern einasta leik. Það er því þokkaleg stofnun embættismanna í burðarliðnum og óvenjuleg verkefni sem bíða. Spurning hvort það fæst nokkur til að sækja um. Cjkrri Vilhjálmur verst fimlega Guðm. Guðmundsson skrifar: Úr því sem komið er hér í norðvestur- kjördæminu, hvað snertir klúðrið í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins, finnst mér, og fjöldanum öllum af fólki, alveg sjálf- sagt að ógilda kosn- inguna og kjósa upp á nýtt og þá eftir þeim nýju reglum sem miðstjórn Sjátf- stæðisflokksins hefur nú sett. Þetta hlýtur kjördæmisráð að fyrirskipa eftir að kæra Vilhjálms Eg- ilssonar hefur borist því. Vilhjálmur hefur varist vel, enda stjórnmálamað- ur af lífi og sál og tekur starf sitt al- varlega. Hann gæti engan veginn skil- ið sína kjósendur eftir baráttulaust og gerir það áreiðanlega ekki. Miðstjórn Sjálfstæðisfiokksins hefur nú gripið inn í málið með þeim afgerandi hætti að látið verði reyna á breyttar reglur í endurteknu prófkjöri. Vilhjálmur Egilsson aiþingismaöur stendur meö kjósendum sínum. Bjargráðin birtist? Halldór Árnason skrifar: VG-menn hafa hamast út af Sem- entsverksmiðjunni á Akranesi. Hvers vegna? Jú, vegna þess að í því kjör- dæmi eru nú tveir þingmenn sem bara VERÐA að fá þingsæti með ein- hverjum ráðum! Og þá er gott að grípa til sementsins sem er löngu búið að dæma úr leik vegna þess að það er ekki samkeppnishæft í verði. En þing- mennimir gefa sig ekki. - „Bjargráðin birtist í desember"! Það er jú jólamán- uður en þingmenn eru bara búnir að ákveða hvaða jólagjöfum verður út- hlutað. Og þær hafa allir þingmenn nú einmitt samþykkt nýlega: hærri styrki til handa flokkunum sínum. - Það er því einfaldlega ekkert eftir í tapreksturinn á Skaganum. Sundabrautin - framhjá Grafarvogi. Forgangur Sundabrautar Óskar Sigurðsson skrifar: Sem íbúa á þéttbýlissvæðinu hér við sunnanverðan Faxaflóa þykir mér einsýnt að framkvæmdir við Sunda- braut verði látnar hafa forgang hvað snertir samgöngubætur á höfuðborg- arsvæðinu - jafnvel umfram mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Þar er þungi umferðar tímabundinn og ekkert meiri en geng- ur og gerist í erlendum borgum. Sundabrautin mun hins vegar sinna miklu stærra hlutverki. „Golden Gate“-brú eða göng skiptir ekki meg- inmáli, aöeins að þessi leið verði sam- gönguvædd. - Og í lokin: Við þurfum samgönguráðherra af þéttbýlissvæð- inu; það kennir reynslan okkur. Bænaákallið passar ekki Guðrún Sigurjðns. skrifar: Örfá orð um bænaákallið úr Lista- safni Reykjavíkur. Það er enginn að segja að múslímatrú sé eitthvað verri en okkar lúterstrú. Það er bara þetta að svona „bænaákall" úr Listasafninu er ekki við hæfl, við þekkjum ekkert til þessarar trúar og ætlum vonandi ekki að taka hana upp almennt hér á landi. íslendingar eru heldur ekki, tel ég, sólgnir í að vita öllu meira um múslíma, svona almennt talað, en við vitum nú þegar. islenskar konm hafa lent í vandræðum út af sínum sam- böndum við menn úr þessum heims- hluta og það eru ömurleg dæmi. Vit- um vér enn eða hvat? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.