Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 DV 25 Tilvera ^ íí f ið •Uppákomur BEIvis-svning Á föstudag og laugardag verður Elvis-sýning á Broadway. Ath. Aðeins þessa einu helgi. Við höf- um fengið einn fremsta Elvis f heiminum í dag, Kjell Elvis, til að koma og syngja við undirleik hljómsveitar Gunnars Þórðar (11 manna band). Kjell Elvis var kosinn einn af fimm bestu ELVIS skemmtikröftum í Las Vegas fyrir nokkrum árum og í fyrra var hann kosinn besti ELVIS-skemmti- krafturinn í Evrópu og Skandinavíu. Ekki láta þetta tækifæri fara fram hjá ykkur fara. Hljóm- sveitin Sixties leikur fyrir dansi eftir sýninguna. ■Samverk í Borgarleikhúsinu Pars Pro Toto, í samstarfi við Borgarleikhús, Rússibana og Bendu, sýnir fjögur dansverk á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu kl. 20 í kvöld. Jó- hann Freyr Björgvinsson dansar dansverkið Jói e. Láru Stefánsdóttur. Annað verk á sýningu Pars Pro Toto í Borgarleikhúsinu er „Til Láru" e. Per Jonsson danshöfund og Hjálmar H. Ragnars- son tónskáld en Lára Stefánsdóttir dansar. Þriðja verk kvöldsins heitir Hræringar, samið af Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzsyni. Verkið er dansað af Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. Loka- verk sýningarinnar er Cyrano, tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar í lifandi flutningi Rússíbana og dansgerð Láru Stefánsdóttur. Dansarar í Cyrano eru m.a. Guðmundur Helgason, Lára Stefáns- dóttir, Emilía Benedikta, Steve Lorenz o.fl. ■Stiörnumessa i Grafarvogi Hin árlega Stjömumessa verður haldin á bíla- verkstæðinu Bílastjömunni, Gylfaflöt 101 Grafar- vogi, milli klukkan 18 og 20 I kvöld. Fjölmennur hópur listamanna kemur fram. Þeir sem lesa úr verkum sínum eru Aöalsteinn Ingölfsson, Ari Trausti Guömundsson, Einar Már Guömunds- son, Gyröir Elíasson, Kristín Marja Baldursdótt- ir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Einar Kárason og KK troða upp í tilefni af bók Einars um tónlistarmanninn. Stef- án Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson flytja nokkur lög. Leynigestur samkomunnar verður einn af virtustu rithöfundum landsins. Rmm myndlistarmenn, starfandi á Korpúlfsstöðum, sýna myndlistarflæði f skjávarpa, þau Ása Ólafs- dóttir, Bryndís Jónsdöttir, Kristín Geirsdóttfr, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerö- ur Sigurðardóttir. Kynnir er séra Vigfús Þór Árnason, léttar veitingar verða á boðstólum. Að- gangur er ókeypis og samkomunni lýkur með glæsilegri flugeldasýningu. •Fundir og fyrirlestrar ■Kreml.is 2 ára i tilefni af tveggja ára afmæli Kreml.is verður haldin opin afmælishátíð í kvöld á Ölstofu Kor- máks og Skjaldar við Vegamótastfg. Dagskráin hefst ki. 20, aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir meöan húsrúm leyfir. Aðalræðumaður kvöldsins er guðfaðir Kremlar, Jón Baldvin Hannibalsson. Kremlarkvöldin eru að jafnaði afslappaður umræðuvettvangur þar sem þjóð- málin eru krufin í léttu andrúmslofti. •Krár ■Oefr Ólafs og Raggj Biarna Gelr Ólafs og Furstarnir skemmta á Champions kaffi f Grafarvogi f kvöld og annað kvöld. Sérstakur gestur er Ragnar Bjarnason. ■Próflokadiamm á Þórscafé Það er próflokadjamm fýrir framhaldsskólanem- endur á Þórscafé í kvöld. XXX Rottweiler, írafár og Robbi Chronic sjá um að skemmta, það er 18 ára aldurstakmark en 20 ára á barinn. For- saia er þegar hafin f BT Skeifunni, Krossgáta Lárétt: 1 rausa, 4 sannleik, 7 hnífar, 8 krampi, 10 hnjóðsyrði, 12 pinni, 13 minnast, 14 afar, 15 svip, 16 málmur, 18 blað, 21 skoru, 22 hyski, 23 elja.. Lóðrétt: 1 þvarg, 2 sjáðu, 3 andartak, 4 lastaði, 5 heiður, 6 planta, 9 sló, 11 vitru, 16 kúst, 17 þramm, 19 fjármuni, 20 feyskja. Lausn neöst á síöunni. Skák Núna stendur yfir heimsmeistara- mót unglinga á Indlandi. 2 íslenskir keppendur taka þátt, Þeir Stefán Krist- jánsson, alþjóðlegur meistari, og Davið Kjartansson, íslandsmeistari unglinga 2002. Eftir 5 umferðir hafði Stefán stað- ið sig mjög vel, teflt við sterka skák- menn, stórmeistara og alþjóðameistara og hafði fengið 3,5 v. af 5 og ekki tapað skák. Davíð Kjartansson var einnig með ágætisárangur, 2,5 v. af 5. Stefán vann ævintýralega skák i 1. umferð, tefldi mjög djarft í endatafli og yfirspil- aði andstæðing sinn frá Indlandi eftir öllum kúnstarinnar reglum. Hér er baráttan í algleymingi en endaði með að Stefán hafði biskup upp úr krafsinu sem dugði til vinnings. Hvítt: Stefán Kristjánsson (2431). Svart: G N Gopal (2174). Sikileyjarvörn. 41. Heimsmeistaramót unglinga. Goa, Indlandi (1), 2002 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 6. dxc5 Dxdl+ 7. Kxdl e5 8. b4 e4 9. h3 Bh5 10. g4 Rxg4 11. hxg4 Bxg4 12. Rbd2 exf3 13. Bd3 Rc6 14. Hel+ Be7 15. Kc2 a5 16. b5 Rd8 17. a4 Re6 18. Ba3 0- 0-0 19. Rb3 Bh4 20. Be4 Rg5 21. Bxb7+ Kxb7 22. He7+ Kc8 23. b6 Re6 24. Ha7 Bf5+ 25. Kb2 Be4 26. Hel Bd5 27. c4 Bf6+ 28. Kbl Bb7 29. Rxa5 Bc3 (Stöðumyndin) 30. c6 Bxa5 31. cxb7+ Kb8 32. Hxa5 Kxb7 33. Ha7+ Kxb6 34. Hxf7 Hhe8 35. Be7 Rc7 36. Bxd8 Hxel+ 37. Kc2 He2+ 38. Kd3 Hxf2 39. Bxc7+ Kc6 40. Bg3 Ha2 41. Hxf3 Ha3+ 42. Ke4 Hxa4 43. Kd4 Ha7 44. He3 Hd7+ 45. Kc3 Hf7 46. He6+ Kc5 1-0. Lausn á krossgátu________ •mj oz ‘Qne 61 ‘3-re ii ‘dos 91 ‘n^jods ii þsnei 6 ‘pm 9 ‘eræ e ‘Tijæutjieq \ ‘jpiqeuSne e ‘oqs z 'jocj 1 ujaroo'i •iugi ez ‘Hd zz ‘nisu \z ‘jneiin Jeis 91 ‘æjq si ‘Spfui \\ ‘eunui ei ‘I?u zi ‘isei oi ‘3ou 8 ‘rejmi 1 ‘njæq \ ‘esnd 1 :jJ?Jn Pagfarí Á morgun Ertu Mangi? spurði mamma mig stundum stríðnislega þeg- ar ég frestaði einhverju verki til morguns sem ég gat gert þann daginn. Þar var hún að vísa í barnakvæði um hyskinn strák sem Mangi hét. Væri hann beðinn um viðvik var svarið ávallt: „Ég ætla að gera það á morgun.“ En sá dagur leið líka án þess að nokkuð væri gert. Ég var Mangi um síðustu helgi. Þetta var þó helgin sem ég hafði ætlað að hespa öllu af. Það var kominn tími á útiljósa- seríuna, þrif á gluggum, gard- ínum, húsgögnum. Laufa- brauðssteiking var á listanum, ásamt svosem einni smáköku- sort. Randalínurnar? ég var ekki búin að gleyma þeim. Auð- vitað þurfti að kíkja í búðir, bækur víða á afsláttarkjörum, kjötið líka. Jólakortaskrif eru með mikilvægustu verkefnum á þessum árstíma. Þau átti að af- greiða um þessa helgi líka. Laugardagurinn er alltaf dá- lítið erfiður hvað varðar fram- kvæmdir, finnst mér. Þá berst svo mikið af þykkum og efnis- miklum helgarblöðum. Þannig var það líka núna. Þegar sá lestur var afstaðinn var sól far- in að lækka á lofti. Aðaivanda- málið var samt hvað sjónvarps- dagskráin var góð eins og æv- inlega á laugardagskvöldum. Gísli Marteinn, Spaugstofan, Popppunktur. Þættir sem ég má alls ekki missa af. Þannig að útkoman hjá mér varð eins og hjá Manga. Það frestaðist allt til morguns. Samlíkingin við hann var í fullu gildi þann dag líka enda lokasetningar kvæð- isins: „Hann var ónytjungsræf- ill hvern einasta dag - og eins á morgun." Gunnþóra Gunnarsdóttir blaöamaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.