Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002
21
DV
Tilvera
Áfmælisbarnið 1 Lesið í hús
Christopher Plummer 75 ára
Leikarinn
Christopher Plummer
fæddist í Toronto í
Kanada. Plummer hóf
feril sinn í leikhúsum
og þótti afburða
Shakespeare-túlkandi
á yngri árum. Hann
hefur átt farsælan feril í kvikmyndum
og eru myndirnar orðnar eitthvað á
annað hundrað sem hann hefur leikið
í. Frægasta hlutverk hans er tvimæla-
laust hlutverk Trapps baróns í Sound
ofMusic. Plummer er þrígiftur en nú-
verandi kona hans heitir Elaine
Taylor. Hann á eina dóttur sem heitir
Amanda Plummer og er leikkona.
Stjörnuspá
Gildir fyrir laugardaginn 14. desember
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l:
^ljl Ákveðinn atburður
f~# sem átti sér stað ný-
'áT**'m^ lega setur mikinn svip
á líf þitt þessa dagana
og veldur þér leiða. Reyndu að
horfa á björtu hliðarnar.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars):
Vertu þolinmóður þó
^i^Mað einhver sýni þér til-
^^F~.  litsleysi og ætlist til of
mikils af þér. Reyndu
að setja þig í spor fólks í stað þess
að hugsa bara um sjálfan þig.
Hrúturinn (21. mars-19. aprffl:
#V Þú leysir verk sem
^W • Jþér var sett fyrir í
V^ T»  vinnunni vel af hendi
^^ en það gæti gengið
illa að leysa úr ágreiningsmáli
heima fyrir.
Nautið (20. apríl-20. maf):
/      Dagurinn lofar góðu í
Jj^^^ sambandi við félagslíf-
fy1^ ið og er líklegt að það
\^f  I verði lifiegt. Þú þarft
að huga aið eyðslunni og passa að
hún fari ekki úr bóndunum.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúníl:
^^  Þú ert ofarlega í huga
^^''ákveðinnar manneskju
w^ff   og skalt fara vel að
^>f    henni og ekki
gagnryna of mikið það sem
hún gerir.
Krabbinn (22. iúní-22. íúiív
Þú ættir að hugsa þig
jvel um áður en þú
' tekur að þér stórt
verkefni því að það
gæti tekið meiri tíma en þú
heldur í fyrstu.
Ljónið (23. iúlí- 2?. ápúst):
WP\ Samband þitt við vini
jljHjf þína er gott um þessar
mm& mundír °S þú nýtur
Vj^, %^ virðingar meðal
þeirra sem þú umgengst.
Happatölur þínar eru 4,18 og 23.
Mevjan (23. ágúst-92. sent.l:
^J\/^  Óvæntur atburður
¦»^^^A setur strik í reikning-
^^W j*inn og gæti raskað
' áætlun sem var gerð
fyrir löngu. Vertu þolinmóður
við þína nánustu í dag.
Vogin (23. sent-?3 nkt.l:
^f Fyrri hluti dagsins
€**^W verður rólegur en
\f   þegar liður á daginn
rf     er hætt við að þú
hafir ekki tíma til að gera allt
sem þú þarft af gera.
Sporðdrekínn (24. nkt.-21. nóv.l:
Vinur þinn á í vanda
; og leitar til þín eftir
|aðstoð. Reyndu að
hjálpa honum af
fremsta megni. Kvöldið verður
rólegt og ánægjulegt.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l:
«Þú þarft að fara var-
\J^ylega í fjármálum og
forðast alla óhóflega
V    eyðslu. Ef þú ert snið-
ugur getur þú loksins látið gaml-
an draum rætast.
Steingeitin (22. des.-19. ian.i:
*\ ^  Þú hefur minna að
gera í dag en þú bjóst
^Jr\ við en forðastu að sitja
>^F^^ auðum hóndum.
Reyndu að vera duglegur og klára
það sem þú þarft að klára.

Dómkirkjan
- tákn hinna reykvísku jóla
Dómkirkjan við Austurvöll er ein
elsta og virðulegasta bygging
Reykjavíkur.
Kirkja sögunnar
En hún er auk þess sögufræg. í
Dómkirkjunni hljómaði þjóðsöngur-
inn, Ó guð vors lands, í fyrsta sinni
1874, þaðan var gerð útfór Jóns Sig-
urðssonar forseta og k.h., Ingibjarg-
ar Einarsdóttur, og útfór forsetanna
Sveins Bjórnssonar, Ásgeirs Ásgeirs-
sonar og Kristjáns Eldjárns sem og
flestra ef ekki allra forsætisráðherra
sem látnir eru og látinna biskupa 20.
aldar. Þar var fullveldi fagnað 1918
og stofnun lýðsveldisins blessuð
1944. Þá hefur setning Alþingis haf-
ist með guðsþjónustu í Dómkirkj-
unni allt frá endurreisn Alþingis
1845.
Við þetta má svo bæta að engin
ein bygging lýsir betur reykvískri
jólastemningu en Dómkirkjan.
Biskupsstóll til Reykjavíkur
Ákvörðun um byggingu Dóm-
kirkjunnar á rætur að rekja til Suð-
urlandsskjálftanna 1784 og 1785. f
jarðskjálftunum skemmdust mjög
flest mannvirki i Skálholti og var þá
ákveðið að flytja biskupsstólinn til
Reykjavíkur.
Víkurkirkja og staðarval
dómkirkju
Hin forna kirkja Reykjavíkur,
Víkurkirkja, hafði staðið um ómuna-
tíð í gamla kirkjugarðinum við Aðal-
stræti, nokkurn veginn þar sem nú
er stytta Skúla fógeta.
Þegar ákveðið var að flytja bisk-
upsstólinn þótti einsýnt að gamla
kirkjan í Reykjavík stæði ekki und-
ir hinu tigna dómkirkjuhlutverki.
Þá var ákveðið að rífa gömlu kirkj-
una og byggja nýja og veglegri á
sama stað. Víkurkirkja stóð hins veg-
ar í gömlum kirkjugarði, þar sem ný-
lega höfðu verið teknar grafir fólks
sem dó úr bólusótt. Þótti því ekki ráð-
legt að hefja jarðrask á þeim slóðum.
Stiftamtmaður valdi þá nýrri kirkju
nýjan stað, skammt frá norðurbakka
Tjarnarinnar, í suðausturhorni Aust-
urvallar.
Lítil og Ijót timburkirkja
Sá sem teiknaði Dómkirkjuna í
upphaflegri mynd var Andreas
Kirkerup, konunglegur danskur hirð-
timburmeistari. Metnaður hans fyrir
hönd kirkjunnar og Reykjavíkur var í
lágmarki og allt til sparað. Hann gerði
ráð fyrir lítilli kirkjubyggingu, einni
hæð og risi, með veggi úr láréttum
timburstokkum en þaki og efri hluta
úr skarðsúð. Eftir nokkrar vangavelt-
ur var þó horfið frá því að byggja
timburkirkju og ákveðið með kon-
ungsúrskurði að hún yrði reist úr ís-
lensku grágrýti.
Drykkjumenn og fúatimbur
Steinhögg og aðdráttur á byggingar-
efhi hófst 1788 og var efnið sðtt í
Grjótaþorpið og Skólavörðuholtið.
Síðan var hafist handa við að hlaða
kirkjuna tveimur árum síðar.
Steinsmiðir og aðrir iðnaðarmenn
voru danskir. Fljótlega kom í ljós að
þeir kunnu ekki til annarra verka en
að drekka sig fulla. Verkinu miðaði
hægt og illa. Árið 1792 þurfti að rífa
þakið af kirkjunni vegna slæms frá-
gangs, aðeins nokkrum mánuðum eft-
ir að það hafði verið sett á. Bygging-
unni lauk þó um síðir og fór bygging-
arkostnaðurinn langt fram úr áætlun.
Þann 6. nóvember 1796 var kirkjan
vígð í fyrsta sinn. Þá var Reykjavíkur-
kaupstaður tíu ára.
Kirkjan reyndist illa frá upphafl.
Fljótlega kom í ljós að hún var stór-
skemmd af fúa og hriplak. Notast
hafði verið við fúið timbur og tígul-
stein á þakið sem ýmist hafði brotnað
eða fokið brott. Einhver málamynda-
viðgerð fór fram á kirkjunni næstu
árin en hún var ófullnægjandi og 1815
þótti kirkjan tæplega messuhæf. Þá
var ráðist í umtalsverðar endurbætur
sem lokið var við 1817. Var þá m.a.
skipt um þak og settir nýir gluggar.
Bresturinn 1825
En kirkjan þótti enn ótraust og
messa þar á hvítasunnudag 1825 var
lengi i minnum höfð. Þá brakaði svo
hraustlega í einum burðarbita undir
framloftinu að kirkjugestir hlupu á
dyr í ofboði. Tróðst hver um annan
þveran, rúður brotnuðu, kjólar rifh-
uðu og þótti mesta mildi að ekki urðu
stórslys á fólki.
Dómkirkjan í núverandi horf
Söfhuðurinn í Reykjavík óx hröð-
um skrefum og fljótlega kom að því að
kirkja var talin of lítil. Þá kom m.a. til
tals að rífa hana og byggja aðra
stærri.
Sumarið 1846, þegar verið var að
flytja Bessastaðaskóla i nýtt og glæsi-
legt skólahús í Reykjavík, kom hingað
danskur húsameistari og arkitekt,
L.A. Winstrup að nafni, í því skyni að
að skoða kirkjuna og leggja á ráðin
um stækkun og endurbætur eða bygg-
ingu nýrrar kirkju. Hann taldi ráðleg-
ast að stækka kirkjunar og gerði upp-
drátt að breytingunum.
Á árunum 1847-1848 fór fram gagn-
ger endurbygging kirkjunnar. Hún
var hækkuð um heila hæð með dönsk-
um múrsteini sem var hlaðið ofan á
grágrýtisveggina, byggður kór við
austurgafl, forkirkja við vesturgafl og
settur turn á hana. Verkið gekk vel og
kirkjan fékk nú það útlit sem hún hef-
ur í grófum dráttum haldið síðan.
Winstrup er því i raun höfundur
Dómkirkjunnar sem við þekkjum.
Við stækkunina fékk kirkjan allt
annað og léttara yfirbragð og er síð-
an talin síðklassísk bygging.
Dómkirkjuturninn          c
Upphaflega ætlaði Winstrup að
hafa háan steinturn beint upp af
forkirkjunni sem endaði í risi eins
| og nú. Hann breytti siðan teikning-
unni i núverandi horf en gerði fyrst
ráð fyrir að turninn endaði í hárri
spíru. Spíran hefði gjörbreytt svip
kirkjunnar en var aldrei byggð.
Lengi héldu menn að það vær tU-
viljun. En Þórir Stephensen,
höfundur Sögu Dómkirkjunnar, sem
kom út á 200 ára afmæli kirkjunnar,
1996, hefur sýnt fram á að Winstrup
gerði lokateikningar að turninum
eins og hann er nú. Turninn varð
síðan fyrirmynd kirjuturna víða um
land, s.s. á gömlu Reykholtskirkj-
unni og Þingvallakirkju.           *
Síðustu umtalsverðu útlitsbreyt-
ingar á kirkjunni gerði Jakob
Sveinsson snikkari með allsherjar-
viðgerð 1879. Munar þar mest um
veggbrúnir sem hann fjarlægði af
göfium kirkjuskipsins auk þess sem
hann breytti kraga turnsins.
Skírnarfontur Thorvaldsens
Af mörgum merkum gripum Dóm-
kirkjunnar er skírnarfontur hennar
merkastur. Hann er eftir Bertel
Thorvaldsen, gjöf listamannsins til
kirkjunnar og settur upp 1839. Af því v.
tilefni orti Jónas Hallgrímsson
kvæðið Þökk íslendinga til Alberts
Thorvaldsens.
Seinni tíma viðgerðir
Aðaldyr kirkjunnar voru stækk-
aðar 1914 og bætt við tvennum
minni dyrum sínum hvorum megin
samkvæmt teikningum Einars Er-
lendssonar húsameistara.
Viðgerð á kirkjunni undir leiðsögn
Sigurðar Guðmundssonar arkitekts
fór fram 1950 og önnur undir leiðsögn
Þorsteins Gunnarssonar arkitekts
1968. Skipt var um orgel og gólf 1985
en 1999-2000 fór fram allsherjarvið-
gerð á kirkjunni sem var hönnuð og
stjórnað af Þorsteini Gunnarssyni og
Ríkharði Kristjánssyni. Þá fóru fram
gagngerar viðgerðir á múrverki ut-
andyra, lágur garður umhverfis kirkj-
una tekinn niður, gert við gólf og þak
og kirkjuloft endurnýjað. Þá var turn-
kraganum aftur breytt að uppruna-
legri útfærslu Winstrups.
Dómkirkjan er nú 206 ára og eldist
vel. Hún hefur aldrei verið í betra
horfi en nú og er óneitanlega ein
glæsilegasta bygging landins.  -KGK
Allír íþrúttax/iðburðir í beinni á risaskjám. Poal. Eááur matseðill.
Takum að akkur hapa, starfsmannafélag. Stárt ag gatt dansgalf.
tylla helgina

¦Port CaVft
Bæjarlind 4 • 201 Kápavagur • Sími 544 5514
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40